Morgunblaðið - 14.01.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.01.1975, Blaðsíða 10
ÍO MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975 Brian Alderson: Ævintýri H.C. Andersens geta vart talizt ný í strangasta skiln- ingi, en nú nýlega hafa þau öll verið þýdd á ensku af Erik Haugaard. I þessari þýðingu kem- ur svo glöggt i ljós sú víðsýni og kænska, sem einkennir stil And- ersens, að hann reynist eiga er- indi til allra nútíma lesenda. Þeg- ar rætt er um barnabækur sér- staklega kann ég engu við að bæta hína viturlegu ákvörðun þeirra, sem úthluta Whitbread- verðlaununum, og hlýt því að til- nefna tvær ágætar bækur. Sú fyrri er eftir Russell Hoban og heitir „How Tom Beat Captain Najork and his Hired Sports- men". Hin siðari er eftir Jill Pat- on og heitir „The Emperors Winding Sheet". Myrna Blumberg: Ein' > er bezta skáldsaga, sem ég hel lesið um margra ára skeið er bók Russell Hobans, „Kleinzeit". Hún er gædd skemmtilegum góðvilja, fyndin og frumleg. Söguhetjan, Kleinzeit, er fyrrverandi auglýsingastjóri, sem þjái^l af dularfullum og fár- ánlegur veikindum.Sagan greinir frá leit hans eftii iinun þjáning- anna og a.m.k. einstökum ánægju- stundum og gerist að mestu á sjúkrahúsi í London. ímyndunar- afl Russell Hoban virðist ekki eiga sér nein takmörk. Enginn ætti að missa af hinum léttu og skemmtilega skrifuðu bókum hans, þar er alltaf eitthvað að koma á óvart. A.S. Byatt: A þessu ári hafa Booker verð- launin ráðið mestu um lestur minn. Ég get þvi sagt, að ég hafi fengið nóg af skáldsögum, en engu að siður vel ég skáldsögu: Ég tilnefni tvær bækur: „The Clockwork Testament" eftir Anthony Burgess, siðasta bindi Enderby trílógíunnar eða Ender- bys End. Mér fannst þessi bók mjög fyndin snjöll, djúphugsuð og ægileg. Edward Candy: Háttvísinni er sjaldan hampað og oft er hún misskilin sem hræsni. I bók Christophers Rick „Keats and Embarrassment" er fjallað um hugmyndaríka háttvísi skáldsins, er hann sættir hinn sársaukafulla tvískinnung manns- ins gagnvart likamlegum þörfum. Við stöndum í mikilli þakkar- skuld við höfundinn fyrir svar hans sjálfs og fyrir að senda okk- ur skilningsbetri en áður á vit kvæðanna sjálfra og dásamlegra bréfa. Kay Diek: Bók Hilary Spurlings: „Ivy When Young: The Early Years of 1“ er einhver bezta bókmennta- lega sjálfsævisagan, sem út hefur komið. Hún er brábæri fangar athyglina óskerta, skrifuð af mik- ilii stílfimi, skilningi og kænsku. Þar er skýrt frá staðreyndunum að baki þjóðsögunnar um Dame Ivy og sýnt á áhrifamikinn hátt, hvernig snilligáfan gerði þessari reikulu, tíðum óbilgjörnu og oft grimmu konu fært að veita sjálfs- þekkingu sinni ínn á braut listar- innar. Sú staðreynd, að frú Spurling þekkti ekki viðfangsefni sitt, skerpir heildarsýn hennar án þess þó að draga úr aðdáun henn- Bókaval brezkra gagnrýnenda eftir árið 1974 ar á sögunum. Sú mynd, sem hún dregur upp, er gædd frábæru jafnvægi, og er mikið tilhlökkun- arefni að sjá seinna bindið. Jacky Gillott: Prýðilegt ár fyrir konur, þar sem þær Susan Hill, Margaret Drabble, Nadine Gordimer, Joyce Carol Oates, Iris Murdoch, Beryl Bainbridge og Edna O’Brien sendu allar frá sér ágætar bækur. Hér er erfitt að velja á milli en þar sem verkfall kom í veg fyrir að ég gæti fjallað um hina nýju skáldsögu Alison Laurie, „The War Between The Tates", ætla ég að nota tækifærið og hæla henni hér. Bókin er mjög athyglisverð vegna þeirrar leiðar, sem skáld- konan hefur valið til þess að lýsa þvi, sem virðist vera hversdags- legir smámunir í átökum á heimili venjulegrar, gáfaðar og hamingjusamr- ar bandarískrar fjölskyldu. Hún notar heimilið til þess að lýsa öðrum og stórbrotnari átökum, — í Vietnam, á milli kynjanna og baráttunni fyrir að lifa. Hæfni skáldkonunnar er óviðjafnanleg; sterkari er aðeins meðaumkun hennar, sem kemur i veg fyrir, að hún taki málstað eins aðilans fremur en annars og leysir hana undan þvi að horfast i augu við sársaukann og þann skopleik, sem allar sögupersónurnar verða að þola. Ray Gosling: Róttæki Jack, mesti og nöldur- samasti afi sem við eigum, er meistari í nöldri, en nöldri, sem byggist á brjóstviti en ekki prédikunum. J. B. Priestley skrif- aði bókina. „A Visit to New Sealand". Hann neitaði að horfast í augu við erfiðleikana, gróf höf- uðið dýpra i sandinn en strútur- inn og fór því pilagrímsför til hins fyrirheitna lands hreinna dyggða í eitt skipti fyrir öll: síð- asta skjólió, ósvikið brezkt Zion. Með þessu hugarfari fór hann ög spotzk og hlakkandi frásögn hans af því, sem fyrir bar meðal Ný- Sjálendinga gerir þessa bók virki- lega brezka í minum augum. Tim Heald: Leiðsögurit um breskar sveitir ættu að vera meðal beztu rita, sem skrifuð eru á enska tungu. Oft einkennast þau þó af sjálfs- vægð annars vegar og prósaískum smásálarskap hins vegar. Bók Roy Chrístians „Nottinghamshire" er skemmtileg og fróðleg, veitir góða leiðsögn og er hressandi fyrir sál- ina. Hún er skemmtileg fyrir þá, sem heima sitja og fróðleg fyrir þá, sem skoða Erewashdal. Bókin er til fyrirmyndar um samningu leiðsögurita og náma heimskulegs fróðleiks. John Higgins: I þetta sinn greiði ég Kingsley Amis atkvæði mitt. Hann hefur löngum haft glöggt auga fyrir skrímslum, en aldrei skapað ann- an eins fjölda ófreskja og OAPana, sem búa í kofanum Tupenny — hapenny í bókinni „Ending Up“. Þessi fyrirbæri eru svo hroðaleg, að ég efast um að þau fengju ókeypis far með strætisvögnum Lundúnaborgar. Þeim tekst jafnvel að vekja þá hugmynd, að sé hættulegt að vera miðaldra, sem ég tel hafa verið ætlun Amis. Því miður vann þessi bók ekki Bookle Wookle verð- launin, eins og Marigold Pyke mvndi sagt hafa. Á ÁRI hverju velja bókmennta- gagnrýnend- ur The Lond- on Times beztu bækur ársins. Val gagnrýnend- anna fyrir árið 1974 hefur nýlega birzt og fer það hér á eft- ir. Susan Hill: Bókin „The Fearful Void“ eftir Geoffrey Moorhouse er ekki ein- asta sú bók, sem ég kýs á þessu ári heldur ein þeirra bóka sem maður tekur ástfóstri við fyrir lífstíð. Geoffrey er ekki eins og hver annar meðalmaður, sem fengið hefur þá flugu að fara yfir Sa- haraeyðimörkina vegna þess eins, að hún er til. Hann langaði til þess að horfast i augu við einangr- un, erfiði og hugsanlegan dauða — kynnast þessu af eigin raun. Þetta gerði hann og frásögn hans er frábærlega rituð og ákaflega hrærandi. Sama um hugrekki, þrautseigju og sigur. Richard Holmes: Hin sögulegu ástamál heim- spekingsins Abelards og hins frá- bæra 17 ára gamla nemanda hans, Heloise áttu sér stað árið 1118, en hin átakanlega saga þeirra hefur lifað í evrópskum bókmenntum með krafti þjóðsögunnar alla tið síðan. Bókin „The Letters of Abelard and Heloise", þýdd af Betty Radice, sem einnig skrifar formála, er safnrit, sem veitir okkur innsýn i frumheildirnar, sjálfsævisögu Abelards, sem er persónulegust allra ævi- sagna og ævisögubrota, sem varðveitzt hafa frá miðöld- um, og sióan í bréfaskipti elskendanna, þar sem fram kem- ur stóisk en ákflega hrærandi barátta við að snúa örvingluðum elskanda til hugsanlegs guðdóms. Þýðingin er falleg og kunnáttu- samlega unnin og skýringarnar ágætar. Þessi bók hefur haft mikil áhrif á mig. Joel Hursfield: Bókin „The White House Transcripts ‘ er skemmtilegt dæmi um hvað menn gera völdum og völd mönnum. Þetta er bráð- skemmtileg tragi-komedía, en jafnframt tímanna tákn. Hver einasta ástrik kona, sem gift er metnaðargjörnum manni (í hvaða starfi sem er) ætti að kaupa hon- um eintak fyrir jólin áður en það verður of seint. Tom Hutchinson: Róbert Heinlein hefur sagt: „Stjórnmál eru heimsins skemmtilegasti leikur. Það eru það a.m.k. þegar maður les um þau sér til afþreyingar Hin hefð- bundnu átök þar sem dramatiskar sprengingar geta orðið hvenær sem er. Ég hef þvi haft gaman af bók Muriee Spark. „The Abbess of Crewe" og sömuleiðis af „Poor, Dear Brendan" eftir Andrew Boyle, en báðar þessar bæk- ur snúast að nokkru leyti um stjórnmál. Af vísindaskáld- sögum greiði ég atkvæði mitt bók Heinleins: „Time Enough For Love“. Þar er á ferð gamall meistari, sem enn rcynir nýja klæki, list hins ómögulega. Jafnvel Crossman hefði fölnað af tilhugsuninni um að þurfa að skrásetja þessa hluti. H.R.F. Keating: Ég hef það á tilfynningunni, að þetta ár hafi verið mjög gott þeim, sem hafa gam- an af glæpasögum og ég hefði vel getað kosið ein- ar sex bækur. Ég veit „The Poison Oracle“ eftir Peter Dickinsson vegna þess að ég man hana alla mjög vel ennþá þó hún hafi komið út snemma i marz. Þetta er fyndin bók, spennandi, lýsir furðulegri þekkingu, en geysílega aðlaðandi, hefur eitt- hvað að segja og ber líka vitni frjósömu hugmyndaflugi. Joseph McCuIloch: Bók mín á árinu 1974 er eftir Karl Rahner og heitir „The Shape of the Church to Come“. Það ligg- ur i augum uppi, að þessi bók hentar ekki öllum en í henni er á mjög greindarlegan hátt fjallað um þá einu hlið kirkjunnar, sem er líkleg til þess að vekja áhuga nútima lesenda. Rahner er þýzkur jesúíti og hefur nú nýlega hætt kennslu við háskólann i Munchen. Ymsir eru þeirrar skoð- unar, að kirkjan sé stöðnuð og úrelt stofnun, en þeir ættu að hugleiða orð hans. Hann reynir ekki að gerast spámaður en hugs- un hans er óvenju skýr. Ég mæli með þessari bók fyrir alla þá, sem vilja, að kirkjan öðlist þá stöðu sem henni ber. Iverach McDonald: Bók P.G. Wodehouse „Aunts aren’t Gentlemen“ er fullkomið móteitur fyrir alla þá, sem hafa áhuga á Rússlandi. Söguhetjunni, Bertie, finnst alltof mikið gert úr Tolstoy og Chekov. Honum er illa við bækur, sem eru yfirfullar af nöfnum, sem enda á — sky. Hann vantreystir stúlkum, sem tala í gátum eins og persónurnar í „By ordor of the Czar“. Vörn hans fyrir svínabændurna gegn íhlut- un skrifstofuvaldsins er frábær: „Erum við í Rússlandi?" Jan Morris: Ég dáðist mest að bók Robins Furneaux: „William Wilber- force“. Mér hefur aldrei líkað Wilberforce, hvorki hættir hans né það tímabil, sem hann lifði á. Bókin er löng og full af rök- semdum. Ég las hana úti á svöl- um við svissneskt fjallavatn, en hún var svo vel skrifuð, að ég tók tilfinningalegan þátt í allri þeirri baráttu, sem greint var frá í henni og fannst Exeter Hall nær og raunverulegra en fjallavatnið fyrir framan mig. Getur meður vænzt nokkurs meira af ævisagna- ritara? Robert Nye: Bók C.H. Sisson „In the Troyan Ditch: Collected Poems and Selected Translations1' er ekki að- eins bók ársins heldur bezta safn- rit þýddra ljóða, sem út hefur komið i heilan áratug. Þýðingin er unnin af mikilli alvöru og sam- vizkusemi, hrynjandin festist manni þegar í minni og andi kvæðanna kemst fullkomlega til skila. Þetta er verk, sem mun tala við okkar hljóðlega fram á næstu öld, þegar ýmsir hávaðasamari samtímamenn okkar eru gleymd- ir. Sisson er jafnsnjall Hardy — og jafn enskur. Derek Parker: Bók Richard Holmes, „Shelley: The Pursuit" er mjög læsileg. Þar er ekki einungis skýrt frá öllum staðreyndum um ævi skáldsins heldur skilur Holmes kvæðin lika rétt — hann hallast auðvitað fremur að Eliot en Arnold, en á sérstaklega skýran hátt setur hann fram þá skoðun sina, að næstum allir, allt frá Trelawny til Harriet hafi skilið Shelley að ein- hverju leyti rétt. Loksins kom bók, sem getur komið í stað hinn- ar ágætu ævisögu skáldsins eftir Newman Ivey White. David Piper: Stonehenge hefurekki farið var- hluta af bókaútgáfu þessa árs, en steinprentanir Henrys Moore af hinum dularfullu og næsta yfir- náttúrlegum fornleifum eru of dýrar fyrir flesta, hvert sett kost- ar 3.500 sterlingspund. Stone- henge eftir Theo Bergström kost- ar hins vegar ekki nema eitt pund og er gjöf, sem gleður alla. Hug- myndin er snilldarlega einföld, að taka myndir af Stonehenge heilan miðsumardag allt frá því nóttin drýpur af steinunum, þegar þeir stíga fram í dögun; i morgunskím- unni sitja þeir þöglir og þenkjandi í skugga sínum, um miðjan daginn eru þeir um-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.