Morgunblaðið - 14.01.1975, Page 34
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975
Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu;
Nokkur stórveldanna
í miklnm erfíðleikum
ÁRANGUR Islendinga í Evrópu-
keppni landsliða hefur vakið
mikla athygli vfða um lönd og
þegar blöð greina frá gangi mála í
hinum átta riðlum keppninnar
minnast þau gjarnan á góðan
árangur landans og einkum þá í
leiknum gegn A-Þjóðverjum í
Magdeburg síðastliðið haust.
Lokið er þriðja hluta forkeppn-
innar og þegar er orðið ljóst
hverjir munu sigra í nokkrum
riðlanna. Ýmis af þekktustu
knattspyrnuveldum álfunnar eiga
í miklu basli í keppninni, t.d. Eng-
lendingar, Svíar, Skotar, Italir og
sfðast en ekki sízt A-Þjóðverjar,
sem tæpast eiga lengur nokkra
möguleika á að komast í úrslita-
keppnina.
1. RIÐILL
Englendingar eru efstir að
tveimur leikjum loknum, en það
að gera jafntefli við Portúgali á
heimavelli kann að reynast liðinu
erfitt. Þeir eiga útileikinn eftir og
auk þess tvo leiki við Tékkó-
slóvakiu, en sú þjóð kom einmitt í
veg fyrir, að enskir yrðu meðal
úrslitaþjóðanna 16 í heims-
sigurstranglegir. Staðan:
Júgóslavía 1 1 0 0 3:1
N-írland 2 10 1 3:2
Noregur 2 10 1 2:3
Svíþjóð 10 0 1 0:2
0
4. RIÐILL
Spánverjarnir hafa unnið tvo
leiki á útivelli og taki UEFA ekki
til greina, að þeir háfa notað
Argentinumann f liði sfnu, má
6. RIÐILL
Leeds-leikmaðurinn Johnny
Giles hefur sem spilandi fram-
kvæmdastjóri gert góða hluti með
landslið írska lýðveldisins. Irarn-
ir eiga eftir að leika við Sovét-
menn á útivelii og sá leikur sker
sennilega úr um hvort liðið fer
áfram f keppninni. Staðan er
þessi:
Johann Cryuff
í þriðja sinn
meistarakeppninni. Eigi að síður
verður að telja Englendingana
líklegasta til sigurs f keppninni.
Staðan í riðlinum er þessi:
England 2 110 3:0 3
Portúgal 10 10 0:0 1
Kýpur 0 0 0 0 0:0 0
Tékkóslóvakía 10 0 1 0:3 0
2. RIÐILL
Wales byrjaði mjög vel og lið
þeirra verður að telja sigurstrang-
legast f riðlinum. Ungverjarnir
gætu að vísu gert strik f reikning-
inn, en heldur verður að telja það
ólfklegt. Staðan er nú þessi:
Wales 3 2 0 1 8:2 4
Austurríki 1 1 0 0 2:1 2
Ungverjaland 2 10 1 4:4 2
Luxemborg 2 0 0 2 2:9 0
3. RIÐILL
Góð frammistaða Svía í Heims-
meistarakeppninni sfðastliðið
sumar hefur lítið komið þeim að
gagni í Evrópukeppni landsliða.
Svíarnir eru síðastir í sínum riðli.
Þeir töpuðu 0:2 fyrir N-Irum á
heimavelli og vissulega eiga
Irarnir mikla möguleika á sigri,
en Júgóslavarnir eru ekki síður
mikið gerast ef Spánverjarnir
vinna ekki riðilinn. Skotarnir eru
þó grimmir og þeir hafa heitið því
að sigra í riðlinum, spurningin er
hvort þeir svo standa við heit-
strengingar sínar. Staðan:
Spánn 2 2 0 0 4:2 4
Rúmenía 1 0 1 0 0:0 1
Danmörk 2 0 1 1 1:2 1
Skotland 1 0 0 1 1:2 0
5. RIÐILL
Þessi riðili er sá mest spenn-
andi f keppninni og ekki ómerk-
ari þjóðir sem berjast en Hollend-
ingar og Pólverjar, þjóðirnar, sem
urðu númer 2 og 3 í Heims-
meistarakeppninni. Italir eru
einnig með f dæminu og þeir hafa
hingað til ekki verið taldir auð-
veldir andstæðingar. Staðan í
riðlinum er þessi:
Holland 2 2 0 0 6:2 4
Pólland 2 2 0 0 5:1 4
Italía 10 0 1 1:3 0
Finnland 3 0 0 3 2:8 0
Fátt hefur komið jafnmikið á óvart f Evrópubikarkeppni landsliða til þessa og jafntefli Islands og
A-Þýzkalands. Myndin sýnir tvo af fslenzku landsliðsmönnunum: Teit Þórðarson og Grétar Magnússon f
baráttu í landsleik s.l. sumar.
EINS og frá hefur verið
skýrt í Morgunblaðinu var
hollenzki knattspyrnu-
maðurinn Johan Cryuff
kjörinn „Knattspyrnumað-
ur Evrópu 1974“, í
kosningu þeirri, sem hið
þekkta franska íþrótta-
tímarit France Football“
gekkst fyrir. 1 fyrri frétt
blaðsins var sagt, að þetta
væri í annað sinn, sem
Cryuff hlyti nafnbótina
„Bezti knattspyrnumaður
Evrópu,“ en hið rétta er, að
Cryuff hafði tvívegis áður
hlotið þennan titil: 1971 og
1973, og hefur enginn
knattspyrnumaður náð
slíku áður.
Knattspyrnumaður Evrópu var
fyrst kjörinn árið 1956, og sfðan
hafa eftirtaldir hlotið titilinn:
1956: Stanley Matthews,
1957: Alfredo Di Stefano
1958: Raymond Kopa
1959: Alfredo Di Stefano
1960: Luis Suarez
1961: Omar Sivori
1962: Josef Masopust
1963: LevYashin
1964: Denis Law
1965: Esuebio
1966: Bobby Charlton
1967: Florian Albert
1968: George Best
1969: Gianni Rivera
1970: Gerd Miiller
1971: JohanCryuff
1972: Franz Beckenbauer
1973: JohanCryuff
1974: JohariCryuff
Þeir eru glaðir á þessari mynd sænsku knattspyrnumennirnir Ronnie
Hellström, Ralf Edström og Roland Sandberg. Þeir hafa þó ekki enn
haft mikla ástæðu til að gleðjast f Evrópukeppninni.
Knattspyrnusnillingurinn Johann Gryuff eykur stöðugt vinsældir sfnar meðal áhorfenda. Sömu sögu er
ekki að segja um dómarana, sem hann á oft í útistöðum við. Cr.vuff hefur þó lært það, að lítið þýðir að
brúka kjaft og lætur nú látbragðið duga í auknum mæli. Fastlega má gera ráð fyrir Cryuff og félögum
hans í hollenzka landsliðinu meðal þátttökuliðanna f úrslitakeppni Evrópumeistarakeppninnar.
Irland
Tyrkland
Sviss
Sovétríkin
7. RIÐILL
Islenzka liðið hefur sett strik í
reikninginn í þessum riðli og
draumar A-Þjóðverja um þátt-
töku í úrslitakeppninni eru fyrir
bí. Belgarnir mega teljast nokkuð
öruggir með sigur í riðlinum, en
Frakkar gætu einnig blandað sér
í þá baráttu. Urslit leikja i riðlin-
um fram til þessa hafa farið sem
hér segir: Island — Belgía 0:2,
DDR — Island 1:1, Belgía —
Frakkland 2:1, Frakkland —
DDR 2:2, DDR — Belgía 0:0.
Staðan er þvf þessi:
Belgía 3 2 1 0 4:1 5
DDR 3 0 3 0 3:3 3
Frakkland 2 0 11 3:4 1
Island 2 0 11 1:3 1
Eftir er að leika 7 leiki í riðlin-
um. Island — Frakkland 25. maf,
ísland — DDR 5. júní, Frakkland
— Island 3. september, Belgía —
tsland 6. september, Belgía —
DDR 27. sept., DDR — Frakkland
11. okt., Frakkland — Belgfa 11.
okt.
8. RIÐILL
Byrjun Grikkjanna er ótrúlega
góð, en þeir eiga eftir erfiða leiki
við V-Þjóðyerja og Búlgari á úti-
völlum og það er ótrúlegt að lið
þeirra fái mörg stig úr þeim
viðureignum. V-Þjóðverjar ættu
að sigra í riðlinum án mikilla
átaka, jafnvel þó svo að liðið hafi
aðeins unnið Möltu 1:0 á útivelli
fyrir nokkru. Staðan f riðlinum er
þessi:
Grikkland
V-Þýzkaland
Búlgaría
Malta
7:6
3:2
4:5
0:1
—áij.
FREDRICA
í F0RYSTU
FREDRICIA KFUM hefur enn
forystu í dönsku 1. deildar
keppninni í handknattleik, en
um helgina gerði liðið jafntefli
12—12 við Helsingör á útivelli,
í leik, sem dönsku blöðin segja
að hafi verið langbezti leikur
milli félagsliða þarlendis í
vetur og jafnvel i enn iengri
tíma. voru það fyrst og fremst
mistök annars dómara ieiks
þessa, Hennings Svenssons, að
Helsingör vann ekki leikinn,
en hann sleppti Fredricia-
liðinu við tvö vítaköst á sfðustu
sekúndum leiksins. Tveir aðrir
leikir fóru fram í 1. deild um
helgina. Nr. Nissum KFUM
sigraði Stjernen 18—11 og
Holte tapaði fyrir Arhus
KFUM 18—24.
Staðan i 1. deildar keppninni
er sú, að Fredricia KFUM er
með 17 stig eftir 10 leiki,
Arhus KFUM er með 15 stig,
Helsingör með 13 stig, Efter-
slægten með 13 stig, HG með
11 stig, Stadion með 8 stig,
Nörl.-Nissum með 7 stig,
Stjernen með 6 stig, Holte með
4 stig og Skovbakken með 2
stig. Efterslægten, HG,
Stadion og Skovbakken hafa
leikið einum leik færra en hin
liðiri.