Morgunblaðið - 14.01.1975, Page 33
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975
STAÐAN
Staðan f 1.
þessi:
Haukar
FH
Valur
Fram
Víkingur 6
Ármann 7
Grótta 7
ÍR 7
deild karla er nú
139—118 10
146—132 10
130—116
104—102
112—106
112—131
136—145
133—155 1
hafa
Eftirtaldir ieikmenn
skorað flest mörk:
Hörður Sigmarsson, Haukum67
Björn Pétursson, Gróttu 49
Jón Karlsson, Val 32
Einar Magnússon, Vfkingi 30
Geir Hallsteinsson, FH 30
Viðar Símonarson, FH 29
Agúst Svavarsson, lR 27
Ólafur H. Jónsson, Val 27
Pálmi Pálmsson, Fram 27
Stefán Halldórsson, Vfkingi 26
Brynjólfur Markússon, IR 24
Halldór Kristjánsson, Gróttu 21
Ólafur Ólafsson, Haukum 21
Björn Jób-i >ness., Ármanni 20
Þðrarinn Ragnarsson, FH 20
Skoraði
25 mörk
1 einum
leik
UM HELGINA voru leiknir
tveir leikir f Suðurlandsriðli 3.
deildar. A Seltjarnarnesi lék
Leiknir við Víði í Garði og lauk
leiknum með sigri Leiknis
47:23, en staðan f hálfleik vai
19:10. I Hafnarfirði lék Aftur
elding f Mosfellssveit gegn
Akranesi og sigraði Aftureld-
ing 22:21, eftir að hafa haft yfir
f hálfleik 13:10.
Það bar til tíðinda í leik
Leiknis og Víðis, að Hermann
Gunnarsson skoraði 25 mörk,
en hann er bæði þjálfari og
leikmaður hjá Leikni. Hafliði
Pétursson skoraði 10 mörk og
þeir Jón Ólafsson og Guðgeir
Leifsson 4 mörk hvor. Allt eru
þetta íþróttamenn þekktari
fyrir afrek á knattspyrnusvið-
inu.
Keppni f Suðurlandsriðli 3.
deildar er nú langt komin, en
keppni f Austur- og Norður-
landsriðlinum fer brátt að
hefjast. Leiknir stendur bezt að
vfgi, en Afturelding á einnig
möguleika á sigri. Annars er
staðan f riólinum þessi:
Leiknir 3 3 0 0 111:66 6
Aftureld. 4 3 0 1 J 10:108 6
Vfðir 4 1 0 3 88:125 2
Akranes 5 10 4 '03:113 2
<v1K ý'
Jón Karlsson var ÍR-ingunum erfiður í leiknum á sunnudaginn og skoraði mörg mörk með fallegum langskotum. Þarna er Jón að hleypa af, án þess að Þórarinn
(nr. 6), Ásgeir og Gunnlaugur fái rönd við reist.
Valsmenn komust slysalaust
yfir hinn örðuga ÍR-hjalla
VALSMENN unnu mikilsverðan
sigur f 1. deildar keppninni í
handknattleik á sunnudags-
kvöldið, en þá sigruðu þeir ÍR-
inga 26—19. Nú eru ÍR-ingar
botnliðið f 1. deildinni, og þvf
eðlilegt að álfta það fyrirfram að
þetta yrði ekki erfiður leikur
fyrir Vaismenn. En það er gömul
saga og ný, að jafnvel þegar Vals-
menn hafa verið allra beztir, hafa
þeir átt f miklum erfiðleikum
með IR, og enn munu bæði þejr
og margir aðrir minnast þess, er
Ir-ingar hreinlega „stálu“ Is-
landsmeistaratitlinum frá Val f
mjög eftirminnilegum leik, þar
sem m.a. níu vftaköst Valsmanna
fóru forgörðum.
Valsmenn höfðu greinilega
fyrri harmasögur sínar í viður-
eignum við ÍR í huga, er þeir hófu
leikinn á sunnudagskvöldið, þar
sem þeir lögðu alla áherzlu á að
reyna að ná forystu i leiknum
strax og keyrðu þá á öllu útopn-
uðu. Þetta tókst, þar sem staðan
var 5—1 fyrir Val, þegar aðeins 7
mínútur voru liðnar af leiktíman-
um. Eftir þessa ágætu byrjun
Valsmanna var engin spenna í
leiknum, ef undan er.skilinn smá-
kafli í seinni hálfleiknum, er IR-
ingar náðu sér bærilega á strik og
tókst að minnka markamuninn
niður í þrjú mörk í stöðunni
18—15. Voru menn farnir að gera
því skóna að Valur væri að missa
unninn leik út úr höndunum á
sér, er Ólafur H. Jónsson tók af
skarið og skoraði tvö mörk I röð
og breytti stöðunni í 20:15. Mátti
þar með segja að gert hefði verið
út um leikinn, og sá handknatt-
leikur sem liðin sýndu á loka-
mínútunum var engan veginn
yfirvegaður, né rismikill.
1 fyrri hálfleiknum lék Valslið-
ið hins vegar með ágætum, og þá
ekki hvað sfzt i vörninni, þar sem
barizt var af miklum krafti, og
skottilraunir iR-inga kæfðar strax
í fæðingu í flestum tilvikum.
Þannig gerði t.d. Ágúst Svavars-
son, stórskytta Ir-inga, aðeins eitt
einasta mark í leiknum, fyrst og
fremst fyrir þá sök að Valsmenn
gættu hans mjög vel, og náðu
alltaf skrefinu út á móti honum,
til þess að stöðva. Þeim gekk hins
vegar verr að ráða við Brynjólf
Markússon og sérstaklega
Jóhannes Gunnarsson, sem kom
þarna verulega á óvart með því að
skora lagleg mörk með langskot-
um, en hingað til hefur Jóhannes
fyrst og fremst gengt hlutverki
línumanns í IR-Iiðinu, og reyndar
náð athyglisverðum árangri sem
slíkur.
Annars var þessi leikur stór-
leikur félaganna í Valsliðinu,
Jóns Karlssonar og Ólafs H. Jóns-
sonar, sem skoruðu 15 af mörkum
Valsmanna. Ólafur var þó með
daufasta móti f vörninni, og fékk
nokkur mörk í gegnum sig. Þá var
þáttur Gísla Blöndals mikils-
verður fyrir Valsliðið, þótt ekki
ætti hann eins góðan leik að þessu
sinni og á möti Ármanni á dög-
unum og Stefán Gunnarsson og
Gunnsteinn Skúlason eru nú að
ná sér á vel á strik, sérstaklega sá
siðarnefndi sem vex greinilega
með hverjum leik, eftir slaka
frammistöðu í upphafi keppnis-
tímabilsins, sem stafaði m.a. af
meiðslum hans. Þeir fimm menn
sem hér hafa verið nefndir eru
burðarásar Valsliðsins,-og virðist
svo að töluvert langt bil sé á milii
þeirra og annarra leikmanna í lið-
inu. Fór strax að ganga verr hjá
Valsmönnum,' er skipta þurfti
þessum leikmönnum út af til
hvíldar.
Staða ÍR-inga í 1. deildar
keppninni er nú orðin mjög alvar-
leg. Hefur liðið aðeins hlotið eitt
stig til þessa, og virðist sem fallið
í 2. deild blasi við þvi. Það er of
mikill tröppugangur á leik liðsins
til þess að það geti náð bærilegum
árangri. Öðru hverju nær það að
leika með miklum ágætum, og
gera hina laglegustu hluti, en
þess á milli gengur allt á aftur-
fótunum, og leikmennirnir grípa
tæplega knöttinn hvað þá meira.
Það voru t.d. ótaldar þær sóknir
ÍR-inga í þessum leik, sem end-
uðu með því að þeir töpuðu knett-
inum fyrir hreinan klaufaskap,
eða reyndu skot, sem telja varð
algjörlega vonlaus. Hið sama er
uppi á teningnum í varnarleik
liðsins. Þegar bezt tekst til er þar
allt á fullri ferð, og erfitt að finna
smugur, en síðan koma kaflar,
þar sem leikmennirnir hreyfa sig
tæpast og eru aðeins áhorfendur
að því sem andstæðingarnir eru
að gera.
í STUTTU MÁLI:
Laugardalshöll 12. janúar.
íslandsmótið 1. deild
URSLIT: Valur (14—7) Gangur leiksins: IR 26—:
Mfn. Valur ÍR
2. Gfsli (v) 1:0
4. Gunnsteinn 2:0
5. 2:1 Bjarni
5. Jón K. 3:1
6. Stefán 4:1
7. Gísli 5:1
14. 5:2 Þórarinn
14. Ölafur 6:2
17. Ólafur 7:2
21. Jón K. 8:2
23. 8:3 Brynjólfur
22. Jón K. 9:3
23. Jón K. 10:3
25. 26. Jón K. 11:4 10:4 Brynjólfur
26. Jón K. 12:4
27. 12:5 Bjarni
28. 12:6 Jóhannes
29. Ágúst 13:6
29. Ágúst 14:6
30. 14:7 Ágúst
HÁLFLEIKUR
32. Ólafur 15:7
32. 15:8 Jóhannes
LIÐ VALS: Ólafur Benediktsson 2, Jón Breiðfjörð Ólafsson 1,
Gunnsteinn Skúlason 2, Ólafur H. Jónsson 4, Glsli Blöndal 2,
Ágúst Ögmundsson 2, Jón Karlsson 4, Jón P. Jónsson 1, Steindór
Gunnarsson 2, Jóhann Ingi Gunnarsson 1, Bjarni Guðmundsson
1, Stefán Gunnarsson 3.
LIÐ IR: Hákon Arnórsson 2, Hörður Ilákonarson 2, Sigurður
Svavarsson 1, Brynjólfur Markússon 3, Bjarni Hákonarson 2,
Þórarinn Tyrfingsson 2, Agúst Svavarsson 2, Hörður Árnason 2,
Gunnlaugur Hjálmarsson 2, Jóhannes Gunnarsson 2, Guð-
mundur GunnarssOn 1.
34. Gfsli (v) 16:8
34. 16:9 Hörður
35. 16:10 Gunnlaugur
37. Gfsli 17:10
38. 17:11 Brynjólfur
40. 17:12 Jóhannes
40. Gunnsteinn 18:12
41. 18:13 Hörður
43. 18:14 Gunnlaugur
46. 18:15 Brynjólfur
47. ólafur 19:15
50. Ólafur 20:15
52. 20:16 Gunnlaugur
53. Bjarni 21:16
54. Ólafur 22:16
55. 22:17 Jóhannes
57. Ólafur 32:17
58. Jón K. 24:17
59. 24:18 Þórarinn
59. Jón K. ?5:18
60 25:19 Brynjólfur
60. Jóhann 26:19
Mörk Vals: Jón Karlsson 8,
Ólafur H. Jónsson 7, Gísli Blöndal
4, Gunnsteinn Skúlason 2, Ágúst
JÖgmundsson 2, Stefán Gunnars-
son 1, Bjarni Guðmundsson 1,
Jóhann Ingi Gunnarsson 1.
Mörk ÍR: Brynjólfur
Markússon 5, Jóhannes Gunnars-
son 4, Gunnlaugur Hjálmarsson 3,
Bjarni Hákonarson 2, Þórarinn
Tyrfingsson 2, Hörður Hákonar-
son 2, Ágúst Svavarsson 1.
Brottvísanir af velli: HÖrður
Arnason, Brynjólfur Markússon,
Asgeir Elíasson og Ágúst
Svavarsson, IR, í 2 min. Jón
Karlsson, Ágúst Ögmundsson,
Stefán Gunnarsson og Jóhann
Ingi Gunnarsson Val, í 2 min.
Dómarar: Hannes Þ. Sigurðsson
og Karl Jóhannsson. Ef frá eru
skilin örfá atvik dæmdu þeir
leikinn með miklum ágætum.
— stjl.
Ágúst Ögmundsson skoraði tvö mörk í ieiknum á sunnudaginn á
sfðustu mínútu fyrri hálfleiks. Þarna er annað markanna í uppsigl-
ingu. Agúst Svavarsson reynir að stöðva nafnasinn.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975
19
'í
Stórgóður handknattleikur
Hauka færði þeim 22:13 sigur
ÞAÐ var öðru fremur prýðilega útfærður handknattleikur sem
færði Hafnarfjarðarliðinu Haukum stórsigur, 22:13, yfir Ármenn-
ingum er liðin mættust f deildar keppninni I handknattleik f
Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. Sá sigur hefði ef til vill
getað orðið enn stærri, hefðu Haukarnir lagt áherzlu á að fylgja 9
marka forskoti sem þeir voru komnir með um miðjan seinni
hálfleik, en undir lokin virtist það vera orðið keppikefli að gefa
sem flestum leikmönnum tækifæri til þess að skora. A.m.k. heyrðíst
Viðar Símonarson, þjálfari Haukanna, kalla til sinna manna að
leika ákveðinn mann vel upp — hann væri ekki búinn að gera mark
f leiknum.
Það fer tæpast mála lengur, að
Haukarnir hafa nú á að skipa
einu bezta liðinu í 1. deildar
keppninni. Samvinna leikmanna
liðsins er til mikillar fyrir-
myndar og vinnslan með
knöttinn góð. Þannig var það
td. í fyrri hálfleik hjá
Haukunum, er knötturinn gekk
leiftursnöggt frá manni til manns,
og stöðugar ógnanir náðu oft að
galopna Ármannsvörnina. Hitt
liggur líka ljóst fyrir, að Hauk-
arnir hafa tæplega yfir eins mörg-
um einstaklingum að ráða sem
sum önnur lið i deildinni, og
verður fröðlegt að sjá, þegar þar
að kemur hvort má sín betur. I
þessum leik skoraði Hörður Sig-
marsson eigi færri en 11 mörk, og
er hann þar langmarkhæsti leik-
maður Islandsmótsins til þessa.
Er sannarlega ánægjulegt til þess
að vita að við eigum nú svo gott
landslið, að ekki er talin þörf á
leikmanni eins og Herði í það, —
manni sem skorar að jafnaði tíu
mörk í leik á móti beztu liðum á
Islandi!
Hörður gerði 9 af þessum mörk-
um í fyrri hálfleik, en i seinni
hálfleiknum tóku Ármenningar
það til bragðs að taka hann úr
umferð. Þar með var mesta
snerpan úr sóknarleik Haukanna,
eða öllu heldur breyttist hann
töluvert, og meira var „keyrt" inn
í vörn andstæðinganna en áður.
Sennilega er það mjög tvieggjað
fyrir andstæðinga Haukanna að
taka Hörð úr umferð, þar sem
liðið hefur yfir góðum línumönn-
um að ráða, og það sem meira er
— leikmann sem getur sent á þá.
Sá er Ólafur Ólafsson en hann átti |
þarna mjög góðan leik, og átti
drjúgan þátt i mörgum mörkum,
auk þess sem hann skoraði
sjálfur, þegar Hörður tepptist.
Tæpast leikur á tveimur tung-
um, að Viðar Símonarson, þjálfari
Haukanna, á drjúgan þátt í vel-
gengni liðsins i vetur, og ætlar
hann að standast vel fyrstu þol-
raun sína sem þjálfari. Áður
hefur verið á það minnzt hversu
vel Viðar stjórnar liði sínu í leikj-
unum, og leikurinn á sunnudags-
kvöld var þar engin undantekn-
ing. Einhvern veginn var það
þannig, að Haukunum tókst að ná
öllu því bezta fram í leikmönn-
um sínum, og hverjum og einum
þegar mest á hann reyndi. I leikj-
unum sjálfum er hlutverk þjálfar-
ans ekki lítið, og jafnvel hinir
ágætustu þjálfarar geta brugðizt
illa ,,á bekknum". Það hefur ekki
komið fyrir Viðar.
Ekki verður það sagt að Ár-
mannsliðið hafi staðið sig verr í
þessum leik en það hefur gert til
þessa í vetur, þrátt fyrir að 9
marka ósigur sé nokkuð mikill,
þegar einungis er litið á tölurnar.
Vörn liðsins var ekki eins
hreyfanleg og hún var fyrst í
haust og breytir þar töluverðu að
Stefán Hafstein hefur ekki leikið
með liðinu að undanförnu, en
hann er mjög harðskeyttur og
laginn varnarmaður. Það er
Ragnar Gunnarsson, hinn ágæti
markvörður liðsins, sýnilega í
nokkrum öldudal. Hann verður
ekki sakaður um mörg markanna
í þessum leik, en miðað við það
sem hann gerði fyrr í vetur, hefði
hann átt að geta komið í veg fyrir
nokkur þeirra.
Sóknarleikur Ámenninganna er
einnig nokkuð einhæfur og gekk
of mikið upp á miðjuna, með til-
liti til þess að i liðinu eru leik-
menn sem geta vel farið inn úr
hornunum og skorað þannig.
Komu reyndar flest marka
Ármenninga á þann hátt, en eigi
að síður fengu hronamennirnir of
litla aðstoð frá félögum sínum í
leiknúm, og voru á tíðum hrein-
lega svelltir.
Og víst verður það að teljast
sennilegt að þótt staða Ármenn-
inga I deildinni sé ekki slæm, þá
megi þeir taka betur á til þess að
vera tryggir með sæti sitt. Enn
eru margir leikir eftir og ólíklegt
annað en botnliðin fari að sækja á
af meiri hörku en til þessa. Það er
mjög dýrmætt fyrir Ármenninga
að halda sér í deildinni í ár, þar
sem margir leikmenn liðsins eru
ungir að árum, og eiga töluvert í
sitt bezta. Þeir þurfa að öðlast
meiri reynslu og yfirvegun, og
þessi atriði koma með leikjunum.
1 STUTTU MÁLI:
Laugardalshöll 12. janúar
Islandsmótið 1. deild
URSLIT: Ármann — Haukar
13—22 (9—14)
Gangur leiksins:
Mín. Ármann Haukar
3. 0:1 Hörður (v)
5. Pétur (v) 1:1
7. 1:2 Arnór
7. 1:3 Hörður
8. 1:4 Stefán
11. 1:5 Iförður (v)
12. Hörður H. 2:5
15. 2:6 Arnór
17. 2:7 Elías
18. 2:8 Hörður
20. 2:9 Hörður (v)
21. Hörður H. (v) 3:9
22. Jens 4:9
23. Jens 5:9
24. 5:10 Elías
26. 5:11 Hörður
26. Jns 6:11
27. 6:12 Hörðui
28. 6:13 llörður (v)
28. Hörður H. 7:13
30. 7:14 Hörður
30. Björn 8:14
30. Jens 9:14
HAUFLEIKUR
32. 9:15 Stefán
33. 9:16 Arnór
34. 9:17 Hörður
40. 9:18 Ólafur (v)
42. Björn 10:18
42 10:19 Ölafur
44. Kristinn 11:19
45. 11:20 Frosti
46. Kristinn 12:20
48. 12:21 Hörður
57. Kristinn 13:21
58. 13:22 Ölafur
Mörk Ármanns: Jens Jensson 4,
Hörður Harðarson 3, Kristinn
Ingólfsson 3, Björn Jóhannesson
2, Pétur Ingólfsson 1.
Mörk Hauka: Hörður Sigmars-
son 11, Arnór Guðmundsson 3,
Ólafur Ólafsson 3, Stefán Jónsson
2, Elías Jónasson 2, Frosti
Sæmundsson 1.
Brottvísanir af velli: Pétur
Ingólfsson og Gunnar Traustason,
Armanni, i 2 min. og Frosti
Sæmundsson og Logi Sæmunds-
son, Haukum, i 2 mín.
Misheppnað vítakast: Hörður
Sigmarsson skaut í stöng og út á
39. min.
Dómarar: Sigurður Hannesson
og Kristján Örn Ingibergsson.
Var dómgæzla þeirra að heita
mátti óaðfinnanleg.
— stjl.
LIÐ ÁRMANNS: Ragnar Gunnarsson 2, Olfert Naabye 1, Gunnar
Traustason 1, Björn Jóhannesson 2, Hörður Harðarson 2, Pétur
Ingólfsson 2, Jón Astvaldsson 2, Jens Jensson 2, Hörður Kristins-
son 2, Kristinn Ingólfsson 3, Skafti Halldórsson 1, Hreinn
Halldórsson 1.
LIÐ HAUKA: Gunnar Einarsson 3, Sturla Haraldsson 1, Ingimar
Haraldsson 1, Arnór Guðmundsson 3, Logi Sæmundsson 2,
Ólafur Ólafsson 4, Stefán Jónsson 3, Guðmundur Haraldsson 2,
Frosti Sæmundsson 2, Hörður Sigmarsson 4, Elías Jónasson 3.
Það er „stíll“ yfir Stefáni Jónssyni er hann stekkur inn í teiginn hjá Armenningum, en þrumuskot hans lenti í stöng og út. Armenning-
arnir sem misst hafa Stefán framhjá sér eru Olfert Naabve, Jón Astvaldsson og Hörður Kristinsson.