Morgunblaðið - 14.01.1975, Page 25

Morgunblaðið - 14.01.1975, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975 33 S ÍSJ Morö ó kvenréttindaraðstefnu Jóhanna Kristjönsdóttir þýddi 15 fyrir sér, HVERSU heimsk ein manneskja megi vera, sem er fast- ráðin við Konunglega leikhúsið Það er komið fram yfir mið- nætti, þegar hún hefur að lokum tekið ákvörðun og læðist niður í litla herbergið, sem Louise hefur látið útbúa sem símaklefa og þaðan er hægt að hringja án þess að verða fyrir nokkurri truflun. Það er kannski orðið fuil áliðið til að hringja á ókunnugt heimili í öðrum bæ . . . En það er orðið enn meira fram- orðið, þegar samtalinu er loksins lokið. Þau höfðu svo fjarska margt að segja hvort við annað. Hún hefur sagt honum allt af létta og Christ- er sagði eitthvað á þá leið að hún væri greinilega i andrúmslofti, sem væri í senn lævíst og hlaðið spennu. — Ég skal koma og sækja þig á stundinni ef þú vilt, hvað segirðu um það? En það vill hún ekki heyra nefnt. Þannig hegðar maður sér ekki. Hann hlýtur að skilja það . . . Hvort hún sakni hans ekki ofurlítið? Ef hann hafi hugsað sér að bera fram fleiri spurningar af þvi tagi, þá er hann svo vitlaus að hún ætlar ekki að eyða fleiri við- talsbilum á hann. Hvers vegna hélt hann eiginlega að hún hefði hringt til hans? Og svo talar hún i sjö viðtalsbil til viðbótar, og fer þá loks út úr símakiefanum og nú uppgötvar hún, sér til óendanlegs léttis að kyrrð er yfir öllu húsinu. Flestar kvennanna eru farnar út í gesta- álmuna, þjónustufólkið er farið til sins heima og Louise hefur læst báðum aðaldyrunum og allar hinar eru sjálfsagt á herbergjum sinum á efstu hæðinni. Kannski eru þær að fá sér drykki einhverj- ar saman? Camilla heyrir raddir úr svefnherbergi Louise. Hún heyrir einnig glasaglaum úr her- bergi Bettis. Henni tekst að smeygja þröng- um kjólnum yfir höfuð sér. Svo snyrtir hún sig í fljótheitum og þegar hún leggst á koddann klukkan fimm mínútur yfir hálf tvö, sæl og ánægð, hugsar hún með sér að það sé betri hljóðein- angrun milli herbergjanna en út á ganginn. Sem betur fer. Hún sofnar og veit ekki, hvort hún hefur sofið í nokkrar sekúnd- ur eða heilan sólarhring. Hún heyrir að dyr falla að stöfum. Einhvern tíma síðar heyrir hún óp. Óskaplegt og hálfkæft hróp, sem hlýtur að koma úr draumum hennar. Hún byltir sér órólega og snýr sér á hina hliðina. Enn sefur hún. NOTTIN — Þú . . . þú ert svo stuttur i spuna. Þú heldur sennilega að ég sé mó-móðursjúk, vegna þess að ég er að hr-hringja til þin klukkan þrjú að nóttu til að . . . — Cam! Elsku Camilla min! Reyndu nú að vera róleg. Ég hef dálitlar áhyggjur af þér, en ég er feginn að það skyldi vera þín fyrsta hugsun að hringja til mín. En ég heyri ekki betur en tenn- urnar glamri f munninum á þér . . . og. . . — Heyr-heyrirðu að te- tennurnar glamra í mér? — Elsku vina min. Reyndu nú að herða þig upp og segja mér þetta allt eins skilmerkilega aftur og þér er unnt. Og nákvæmara. Þú heyrðir sem sagt óp . . . sagð- irðu? — Jaá. En ég hélt mig væri að dreyma. Og svo sofnaði ég aftur. Sko . . . það var eins og ég vildi ekki vakna og fara að hugsa um þetta óp . . . — En samt vaknaðirðu að lokum. Þú reist upp og fórst fram á ganginn . . .? í hverju ertu? — Ég fór í náttslopp utan yfir náttkjólinn. — Ertu viss um að hann sé nógu hlýr. — Christer. Þú mátt ekki gera grin að mér . . . — Ég er alls ekki að gera grín að þér. En þú hefur fengið tauga- áfall, eða snert af því og þá er betra að vera i einhverju hlýlegu, annars verður allt verra. Er ekki neitt þarna nálægt þér, sem þú getur sveipað um þig? — Ekki annað en gólfteppið eða gluggatjöldin! En ég held þetta sé i lagi. Mér er ekki eins kalt núna. Já, ég gekk fram á ganginn. Þar var dauðahljóð. — Hvernig tókst þér að átta þig á því, hvaðan ópið kom? — Ég gat eiginlega ekki gert það. En ég hugsaði með mér að það hefði komið frá ganginum, eða úr einhverjum herbergjanna. Þar búa . . . þar bjuggu . . . — Já, já, ég veit það. — 1 öðru þeirra bjó þessi óþol- andi kvenpersóna Betti Borg, sem hafði tekizt að lenda i rifrildi við næstum alla félaga í klúbbnum. I hinu Eva Gun, sem þið virðist heldur ekki allar unna óskiptum hugástum. Nú, nú, þú opnaðir bara þær dyr, sem hendi voru næstar. . . — Já, en það var dimmt i her- berginu og einhver lá sofandi í rúminu. — Eða lét eins og hann svæfi. Haltu áfram. — En svo var það hitt herbergið . . . ó, Christer. Ég get ekki. . . — Jú, svona nú. Og þar fannstu einhverja lykt? — J . . . ja . . . það var eins og viskflykt. — Og loftljósið var kveikt? — Já, bæði loftljósið og litli borðlampinn yfir . . . — Hafði hún afklætt sig . . . — Nei. Það hef ég reyndar ekki hugsað út í fyrr. Hún var í öllum fötunum. — Ertu viss um að hún sé dáin? — Já. Hún . . . hún var svo óhugnanleg. Hún var blá í andlit- inu og hakan var svo stif og und- in. Og augun . . . þau voru galop- in. Það var . . . það var svo ægi- legt. — Hlustaðu nú á mig Camilla. Það er læknir þarna á ráðstefn- unni, ef ég man rétt. Sú, sem þið kusuð fyrir formann. Hvers vegna vaktir þú hana ekki strax? Svaraðu mér! Hvers vegna hring- ir þú til mín, áður en þú biður lækninn að lfta á líkið? VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi, til föstudags. | % Vonbrigði með sovézka barnamynd í íslenzka sjónvarpinu Guðrún Guðmundsdóttir skrifar: „Velvakandi: Það lýsir kynlegum smekk hjá forráðamönnum íslenzka sjón- varpsins að velja sovézku kvik- myndina um börn Grants skip- stjóra handa landsmönnum að horfa á síðastliðið nýjársdags- kvöld. Sagan um börn Grants skip- stjóra eftir Jules Verne er svo fræg um heim allan, (vegna þess hvað hún er ævintýraleg og skemmtileg), og þá einnig hér á landi, að manni dettur i hug, að sjónvarpsmönnunum hafi þótt nafn myndarinnar út af fyrir sig nægileg trygging fyrir því, aó um skemmtilega mynd hlyti að vera að ræða, — það væri bókstaflega ekki hægt að gera leiðinlega mynd úr svo góðum efniviði, — og því hafi þeir látið hjá liða að kynna sér myndina fyrir sýningu. Ég trúi því nefnilega ekki, að þeir hefðu tekið hana til sýningar, hefðu þeir verið búnir að skoða hana. En kannski hefur Útvarps- ráð skipað þeim að sýna hana, af því að sendiráð Sovétrikjanna hefur þrýst á? Eða er það rétt, að sovézkar myndir eigi að vera ákveðið hlutfall í barnaefni (og öðru efni) sjónvarpsins? Af ein- hverjum ástæðum að minnsta kosti er áberandi mikið um sovézkt efni i barnatímum sjón- varpsins. Af skiljanlegum ástæð- um eru sovézkar sjónvarpsmyndir hvergi i heiminum eftirsótt sjón- varpsefni. Þær eru varla útfíutn- ingsvara nema til landanna í Austur-Evrópu og Kúbu, og svo núna seinustu árin til Islands. Af hverju? Eftir að okkur var bannað að leyfa börnunum okkar að njóta hinna stórskemmtilegu og menn- ingarlegu barnatima i Keflavíkur- sjónvarpinu er enn meira árið- andi að vanda valið hjá íslenzka sjónvarpinu. % „Rússnesk afbökun“ Ég vil að lokum leyfa mér að taka undir oró sjónvarpsgagn- rýnanda í einu dagblaðanna, en honum farast orð á þessa leið: Nýja árið hófu sjónvarpsstjórar svo með því hneykslanlega athæfi að setja rússneska afbökun á sög- unni um börn Grants skipstjóra á dagskrá á nýjárskvöld. Verr gerða mynd hefur undir- ritaður ekki séð um ævina og á áreiðanlega ekki eftir. Verðum við aðeins að vona, að nýjársheit þeirra sjónvarpsstjóra sé ekki i sama gæóaflokki,,. — Svo mörg voru þau orð, og er ég þeim fyllilega sammála. A mínu heimili eru þrjú börn, og ætluðu þau ásamt tveimur gest- komandi frændsystkinum sinum að skemmta sér við þaö þetta há- tíðakvöld að horfa á myndina. Öll höfðu þau marglesið söguna og hlökkuðu þvi mikið til. Ekki tókst þó' betur til en svo, að smám saman tóku þau að tínast út úr herberginu, þar sem sjónvarps- tækið er, og að lokum sat einn fullorðinn þar eftir! Er hægt að fá verri einkunn i kvikmyndagerð? Að hægt skuli vera að misþyrma svo slikri ágætis-barnasögu, að börnin haldist ekki við?“ 0 Ekki eftirsótt efni — Ekki þykir Velvakanda nú líklegt, að stóra sendiráðið þrýsti beint á útvarpsráð, hvernig svo sem sambandi einstakra manna i ráðunum báðum kann að vera háttað. En satt er það, að einkennilega mikið er um sovézkt efni hér hjá okkur núna. Þeir, sem eitthvað hafa dvalizt eða ferðast erlendis, vita, að sovézkt sjónvarpsefni sést þar afar sjaldan eða ekki, enda er auðséð af því, sem okkur er boðið upp á hér á íslandi, að sovézka fram- leiðslan þolir engan samjöfnuð við það, sem gert er i frjálsri gæðasamkeppni á Vesturlöndum. 0 Er ordid „strögl“ íslenzka? „N'ámsmaður skrifar: „Kæri Velvakandi! Nafnorðið „struggle" er til i enskri tungu. Það er svo þýtt í Énsk-isienzkri orðabók eftir Sig- urð Örn Bogason „Barátta; stim, þraut." Stundum heyrist þvi slett i tungutaki Islendinga, t.d.: „Þetta ætlar nú að verða meira strögglið." Oftar er þó enska sagn- orðið notað, svo sem: „Hvað er hann alltaf að ströggla i þessu?“ Ekki hélt ég, að þetta orð væri viðurkennt bókmál, ekki einu sinni blaðamál, fyrr en ég sá fimm dálka fyrirsögn í einu dag- blaðanna: „Valdaströgl nú framundan hjá Hartling og Jörgensem." Blaðamenn bera talsvert mikla ábyrgð á framtíð íslenzkrar tungu. Þeir geta fest ambögur í málinu og ráðið miklu um upp- töku nýyrða. Ég get ekki neitað þvi, að mér þykir orðið „strögl" alger óþarfi sem nýyrði. Auk hinna þriggja orða, sem Sigurður Örn Bragason tilgreinir í orðabók sinni, á is- lenzkan mörg önnur orð, sem alltaf geta komið i staðinn fyrir umrætt orð. Minna má á, að „power struggle" eöa „struggle for power" er oft þýtt i blöðum „valdastreita" eða „valdstieita", og þótt mér finnist það ekki til- takanlega skemmtileg þýðing, er það þó skárra en „valdaströgl". £ Þarna vantaði ekki einu sinni rímorð“ Ekki var einu sinni þörf á þessu „nýyrði" sem hentugu rím- orði, þvi að fyrir eru í islenzku orð eins og gögl, högl, mögl, nögl. tögl og vögl — bg sjálfsagt fleiri, þótt ég komi þeim ekki fyrir mig i svipinn. — Nei, k:eru blaðamenn, hlífið okkur við þessu oró- skripi." Guðmundur Sigurjónsson á minningarmóti Golidse Eins og fram kom í fréttum á sínum tima tók Guðmundur Sigurjónsson þátt I skákmóti, sem fram fór í Tiblisi i Sovétríkjunum fyrri hluta desembermánaðar. Mótið var haldið til minningar um skákmeistarann V. Golidse og urðu úrslitin sem hér segir: 1. — 2. Geogradse og Gufeld 10 v. (sovétr.), 3. — 4. Bagirov og Holmoff (Sovétrikin) 9 v„ 5. — 8. N. Gaprindashvili (Sovétr.), Guð- mundur Sigurjónsson, Ubilava (Sovétr.) og Ciocaltea (Rúmenia) 8 v„ 9. — 11. Bohosjan (Búlgaría), Keene (England) og Nicevsky (Júgóslavía) 7,5 v„ 12. — 13. Gurgenidze (Sovétr.) og Schmidt (Pólland) 6,5 v„ 14. — 15. Lebredo (Kúba) og Tuzovsky (Sovétr.) 5 v. og 16. Znapik (Pól- land) 4,5 v. Frammistaða Guðmundar í þessu móti hefur ef til vill valdið einhverjum vonbrigðum, en hún er engu að siður ágæt. Þátt- takendurnir eru að vísu fæstir heimsþekktir, en þetta hefur ver- ið mjög sterkt möt. Gufeld er t.d. einn af öflugustu stórmeisturum Sovétríkjanna, þótt hann sé nokk- uð misjafn. Sama er að segja um Holmoff, en Bakkus karlinn hef- ur átt það til að gera honum óþægilegar glettur öðru hvoru. Bohosjan var skákmeistari Búlgariu i fyrra og Schmidt er sterkasti skákmaður Pólverja um þessar mundir. Þannig mætti lengi telja, en nú skulum við líta á eina af skákum Guömundar frá þessu móti. Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson Svart: Bohosjan Sikileyjarvörn I. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — g6, 5. Rc3 — Bg7, 6. Be3 — Rf6, 7. Bc4 — Da5, (Hér er mun algengara að leika 7. — 0-0, eða 7. — d6, en svartur vill auðsjáanlega forðast mjög troðnar slóðir). 8. 0-0 — 0-0, 9. Bb3 — d6, 10. h3 — Bd7, 11. Hel (Eða 11. f4 — Rxd4, 12. Bxd4 — Bc6). II. — Rxd4, (Svartur vill eðlilega létta á stöðunni með uppskiptum, en 12. — Hac8 kom þó ekki siður til greina). 12. Bxd4 — Bc6, (Ekki 12. — e5, 13. Be3 — Bc6, 14. Dxd6 — Rxe4, 15. Rxe4 — Bxe4, 16. Bd2 — Dd8, 17. Dxd8 — Hfxd8, 18. Bg5 og hvitur vinnur lið). 13. Rd5 — Bxd5, (Til álita kom einnig 13. — e5, 14. Bc3 — Dd8, 15. Bb4 — a5, 16. Ba3 — b5, 17. c3 — Hb8). 14. exd5 (Nú verður bakstæða peðið á e7 svörtum eilíft áhyggjuefni). 14. — Hfe8, 15. Df3 — Rd7, 16. Bxg7 — Kxg7, 17. He3 — Rc5, 18. Hael — Rxb3,19. axb3 — Hac8, (Svörtum hefur tekizt að ná frekari uppskiptum, en engu að síður á hann við mikla erfiðleika að stríða). 20. Ddl! — Hc7, 21. c3 — Db6, 22. He4 — a5, 23. Hle3 — Dc5, 24. h4! (Hótar að opna h-línuna og til þess að koma í veg fyrir það tekur svartur á sig enn meiri veik- leika). 24. — h5, 25. Hg3 — Hh8, 26. Hf4 (Peðið á e7 er vel valdað og nú beinir hvítur spjótum sinum að f7 reitnum). 26. — e5, (Opnun taflsins er hvítum í hag, en eitthvað varð svartur að aðhafast gegn hótuninni 27. Df3). 27. dxe6 frhj. hl. — De5, (Ekki 27. — fxe6 vegna 28. Dd3, t.d. 28. — Hh6, 29. Hc4 — Db6, 30. Dd4+ og vinnur). 28. Hxf7+ — Hxf7, 29. exf7 — Hf8, (Nú tapar svartur öðru peði, en eftir t.d. 29. — Kxf7, 30. He3 var staða hans vonlaus. Lokin þarfnast ekki skýringa). 30. Hg5 — Df6, 31. I)xh5 — Hxf7, 32. Öe2 — He7, 33. I)d2 — He5, 34. Hxe5 — dxe5. 35. Dd7+ — Kh6, 36. Dxb7 — Dxh4, 37. Da7 — Í)h5, 38. De3+ — Kh7, 39. Dh3 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.