Morgunblaðið - 14.01.1975, Side 27

Morgunblaðið - 14.01.1975, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975 35 — Ófært Framhald af bls. 36 að elztu menn muna vart eftir meiri snjó. Á mörgum stöðum grillir vart í hús og mörg einnar hæðar hús sjást ekki, þar sem skaflarnir liggja fyrir framan þau. Menn hafa átt í miklum erfiðleikum með að grafa sig út úr húsunum, sumt fólk hefur algjöílgga haldið sig innandyra, enda ekkert haft út fyrir dyr að gera. T.d. voru mjög margir skólar landsins lokaðir í gær vegna veðurs. Þá þarf vart að taka það fram, að ekkert hefur verið hægt að fljúga innan lands þessa tvo daga. — Smygl Framhald af bls. 36 Vegna blaðaskrifa að undan- förnu um áfengis- og tollalaga- brot, er verið hefur til rannsókn- ar hjá embættinu, þykir rétt að eftirfarandi komi fram. Við rann- sókn vegna hvarfs Geirfinns Ein- arssonar, Brekkubraut 15, Kefla- vík, þótti rétt að rannsaka ákveðnar ábendingar í þá átt, að tengsl væru hugsaniega á milli þessara tveggja mála. Bæjar- fógetaembættið í Keflavík fól þeim Hauki Guðmundssyni, rann- sóknarlögreglumanni, Kristjáni Péturssyni, deildarstjóra toll- gæslu og Rúnari Sigurðssyni hjá lögreglunni í Reykjavík, að rann- saka sérstaklega þennan þátt. Þegar í upphafi athugunar kom í ljós, að hér var um umfangsmik- ið áfengis- og tolllagabrot að ræða og eru nokkrir skipverjar á fimm millilandaskipum viðriðnir smygl á áfengi, vindlingum og matvör- um. Þegar hefur verið upplýst um innflutning á rúmlega 3200 lítr- um af 96% spiritus, um 3000 flöskum af öðrum áfengistegund- um, yfir 1000 pakkalengjum af vindlingum og verulegu magni af kjötvöru. Mestum hluta -þessa spiritus var varpað frá borði skipa skömmu áður en komið var til hafnar í Reykjavfk og síðan var hann sóttur á litlum bátum, en 1 öðrum tilvikum hefur varninginn rekið á land, þar sem eigendur hafa fundið hann. Þá hefur varn- ingur þessi í nokkrum tilvikum verið fluttur frá skipshlið eftir að í höfr >'ar komið* Samkvæmt liamburoi aoila var varningurinn að mestu keyptur í Rotterdam og Antwerpen í Hollandi, en inn- kaupsverð þar er um 300 kr. nver lítri. Fram hefur komið, að megn- ið af varningum hefur verið selt ýmsum aðilum. Hefur söluverð á spiritus verið allt að kr. 5.000.— hver litri og annað áfengi verið selt á kr. 1600—2200 hver flaska. Þá hefur vindlingalengjan verið seld á kr. 900—1000 hver lengja. Rannsókn þessa máls hefur aðallega beinst að óiogieguminn- flutningi áfengis á sfðari hluta ársins 1974 og er mestur hluti framangreinds magns frá þvf tfmabili. Þess skal getið, að aðeins hefur verið rannsakaður inn- flutningur nokkurra skipverja á 5 millilandaskipum. I Ijós hefur komið, að rannsókn vegna hvarfs Geirfinns Einars- sonar tengdist þessu smyglmáli lftillega og hefur nú fengist a þeim þætti fullnægjandi skýring. Ekkert hefur komið fram, er bendi til þess á þessu stigi, að Geirfinnur Einarsson hafi verið þátttakandi í áðurgreindu áfengis- og tollalagabrot., og hefur sakadómur Reykjavíkur nú tekið við rannsókn þessa máls. Þá hefur Tollgæslustjóra í Reykjavik verið tilkynnt jafnóðum um gang rannsóknarinnar og afhent gögn þar af lútandi. Rannsókn þessi fór fram í Lög- reglustöðinni I Reykjavik og ber sérstaklega að þakka lögreglu- stjóranum í Reykjavík fyrir mikil- væga aðstoð, er hann lét i té. — Björgunin Framhald af bls. 36 ins í gær og var settur inn í flugskýlið, þvi nú í janúarlok átti önnur þota Fl að fara í skoðun í skýlinu og hin þotan tveimur vikum síðar. Öll sæti úr Gunnfaxa brunnu inni í skýlinu og einnig hluti af radíó- tækjum vélarinnar. Þá brann mikið af ýmiss konar sérvinnu- tækjum." „Hvaða ráðstafanir verða gerðar vegna eldsvoðans?" „Við erum nú ekki búnir að átta okkur á þvi hvernig við tökumst á við þennan vanda. Þetta truflar að sjálfsögðu mik- ið okkar starfsemi, en sem bet- ur fer voru fjórar af Fokkervél- um okkar i flugskýi nr. 4 og þær eru tilbúnar til flugs. Skýli 3, sem brann, var eins dg ég sagði áðan upphitað, en skýli 4 er léleg bygging og óupphituð. Við munum hins vegar reyna að búa það út hið bráðasta til betri aðstöðu, en fimmtu vél- inni komum við ekki í hús. Þá er mögulegt að við tökum hluta af hinu nýja vöruafgreiðsluhús- næði fyrir verkstæóispláss til bráðabirgða og ugglaust verð- um við að tjalda því sem til er af öllum okkar skúrum, en það kemur sér að við erum vanir því að búa við þröngan húsa- kost. Eitt af okkar fyrstu verkefn- um verður að útbúa strax lista yfir brýnustu varahluti og annað sem nauðsynlegt er að fá sem fyrst af tækjum og öðru og við munum strax hafa samband við Fokker-verksmiðjurnar og fleiri aðila til þess að fá greitt úr því. Þótt tjónið sé mikið í þessum eldsvoða er ekkert óbætanlegt, en þó kemur sér mjög illa að missa margt og þá sérstaklega varahlutalagerinn og alla spjaldskrána yfir hann.“ „Var flugskýlið í eigu Fl?“ „Nei, flugskýlið sjálft var í eigu Flugmálastjórnarinnar, en það er siðan á stríðsárunum. Hins vegar var viðbyggingin norðanmegin í eigu Fl og við höfum gert ýmsar bætur á við- byggingunni sunnanmegin. Arið 1940 brann flugskýli hér á vellinum, sem við höfðum að- stöðu í og þar misstum við okkar varahlutabirgðir, en þær voru nú heldur minni en þær sem fóru nú. Þá vorum við ný- búnir að kaupa Waco-sjóflugvél á flotum i mai 1940 og lokið var við að setja vélina saman inni í skýlinu, en þá var allt flug bannað vegna striðsins, svo hún stóð þar óhreyfð. Hún kostaði ekki mikið sú vél á móti Fokkernum, sem kostar um 120 miilj. kr. og t.d. þotuhreyflin- um sem kostar um 60—70 millj. kr„ en i þessu flugskýli bjuggu Drezkir hermenn og þegar það kviknaði í skýlinu björguðu þeir vélinni út og þar var það sérstaklega einn brezki her- maðurinn sem lagði sig í mikla hættu. Þetta stóð mjög glöggt, því vélin var klædd meó striga, en það. fór betur en á horfðist eins og nú hefur einnig gerst.“ „Hvað með flug á næstunni?" „Við munum halda fluginu eins eðlilegu og hægt er og kapp verður lagt á að koma þjónustuaðstöðunni í eðlilegt horf sem fyrst, en um þetta mun stjórn félagsins fjalla þegar málin hafa skýrst. Ég vil svo nota tækifærið til að þakka þeim mönnum, sem komu til hjálpar fyrir frábært starf og ef ekki hefði verið gengið eins • ösKiega fram og raun ber vitni er víst að tjónið hefði orðið mun rneira." — Guðmundur Framhald af bls. 1 síðan gafst hann upp á rétta augnablikinu. Þegar ég hóf vörn mina reyndi ég að gera ráð fyrir að hann tefldi visst afbrigði gegn henni, sem ég hafði kynnt mér, eins og ég sagði áðan, og það kom á daginn að það gerði hann rétt áður en tíma okkar lauk kl. 3.“ — Hvernig var þér innan- brjósts, er hann rétti þér hönd- ina? Nú hló Guðmundur við og sagði hæverskur: „Ég varð auðvitað ánægður að hann skyldi gefast upp.“ — Var mikil pressa á þér meðan skákin stóð yfir, nú hljóta allir að hafa fylgst með henni og vitað hvað var í húfi, Garcia líka? „Já, það var auðvitað talsverð pressa og margir sem fylgdust með og ég er ekki í nokkrum vafa, að það hefur haft truflandi áhrif á Garcia í skákinni, að hann vissi hversu mikið var í húfi fyrir mig, en eins og ég sagði áðan hef ég tvisvar áður lent í svipaðri að- stöðu, en nú gekk það.“ — Hverjar breytingar kemur þetta til með að hafa á þitt líf sem skákmanns? „Ætli verði ekki auðveldara fyrir mig að komast á sterk mót, ég hugsa það.“ — Hvað hefurðu verið að hugsa i dag á þessum merku tímamótum i lífi þinu? „Ég veit það eiginlega ekki, ég er raunar ekki farinn að hugsa neitt um þetta af alvöru og ekki farinn að átta mig á hlutunum. Ég hef helzt hugsað um mótið, sem ég byrja að tefla á á morgun. Annars geri ég frekar ráð fyrir að slappa af á þvi móti, þvi að pressan er af mér og það er raun- ar ekki eftir neinu að slægjast. Eg tefli ekki i efsta flokki, þvi að ég var bara alþjóðlegur meistari, er þeir buðu mér, og það eru engir stórmeistarar i minum flokki. — Ertu búinn að halda eitt- hvað upp á titilinn? „Nei, nei, það er ekki hægt, ég er að fara að tefla á morgun, hátiðahöldin verða að bíða. Mót- inu hér lýkur 1. febrúar og þá geri ég ráð fyrir að koma heim, er ég hef hvílt mig í nokkra daga og sióan fer ég í marz til að taka þátt I móti á Kúbu.“ — Hvað finnst þér um tafl- mennsku þína undanfarið ár, hef- ur þér farið jafnt og þétt fram? „Það er ægilega erfitt að dæma sjálfan sig, ég hef auðvitað reynt að stúdera og vinna að skákinni, bara eins og venjulegri vinnu upp á hvern dag. Ég er hins vegar alls ekki ánægður með hvernig ég tefli. Ég er alveg hissa á að hafa fengið svo marga vinninga og hafa þó gert svo margar skyssur eins og í þessu móti, en maður reynir alltaf að bæta sig og það má lengi gera,“ sagði Guðmundur Sigurjónsson að lokum og bað fyrir beztu kveðjur heim. Stórkostleg tíðindi segir Friðrik „Ég verð að segja að þetta eru stórkostleg tíðindi og árangur Guðmundar er með ágætum á þetta sterku móti,“ sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari er Morgun- blaðið hafði samband við hann i gærkvöldi og leitaði álits hans á árangri Guðmundar Sigurjóns- sonar i Hastings. „Þetta mót var sterkt, þekktir sovéskir meistarar eins og t.d. Beljavsky, nýbakaður sovétmeist- ari. Því er ekki að neita að það er nú reglulega gaman að fá Guð mund í hópinn, því ég hef oft verið nokkuð einmana. Þá verður þessi árangur hans til að efla skákáhugann hér heima og nú eigum við fleiri stórmeistara en hin Norðurlöndin, en þar eru að- eins 2, Andersson i Svíþjóð og Larsen I Danmörku," sagði Frið- rik. „Stórmeistaraárangur Guðmund- ar,“ sagði hann, „sem að visu verður ekki staðfestur fyrr en á næsta þingi F.I.D.E. er vonandi visir að enn meiri árangri. Hann hefur teflt af mikilli hörku og skapfestu á þessu móti, sérstak- lega þegar álagið var sem mest. Það er þó leiðinlegt, að Guðmund- ur þurfi að tefla í B-flokki á mót- inu í Wijk Aan Zee, en við þvi verður ekkert gert og þessi árang- ur hans opnar honum leið í sterk- ari mót i framtíðinni. Mótið I Hast ing taldist I 9. styrkleika flokki, en mótum er nú skipt niður í styrkleikaflokka eftir samanlögð- um stigafjölda keppenda og með- altalið síðan reiknað út. Hæsti styrkleikaflokkur telst vera 15“. ÓLÝSANLEG GLEÐITILFINN- ING „Þetta eru nú heldur betur gleðifréttir," sagði Sigurjón Guð- mundsson, faðir Guðmundar, þeg- ar blaðamaður Mbl. færði honum fréttirnar. „Við biðum spennt eft- ir úrslitunum, þetta var orðið svo spennandi i lokin hvort honum tækist að ná markinu eða ekki. Og nú þegar honum hefur tekist þetta fer ólýsanleg gleðitilfinn- ing, um okkur öllí fjölskyldunni." Og Sigurjón fékk símanúmerið á hóteli Guðmundar í Hollandi hjá Mbl. Þau ætluðu að hringja út til hans strax i gærkvöldi, en Guð- mundur hafði beðið Mbl. að skila þvi til fjölskyldunnar, að hann ætlaði að hringja I hana í dag, þriðjudag. NÝR STÓRMEISTARI A AF- MÆLISÁRINU „Þessi. stórglæsilega frammi- staða Guðmundar I Hastings er reyndar ekki nema rökrétt fram- hald af þeim góða árangri sem Guðmuntiur hefur náð á skákmót- um að undanförnu,“ sagði Gunn- ar Gunnarsson, forseti Skáksam- bands Islands i samtali við Mbl. í gærkvöldi. Og Gunnar bætti þvi við, að gaman væri að eignast nýjan stórmeistara á þessu af- mælisári skáklistarinnar á Is- landi, en Skáksambandið verður 50 ára á þessu ári og Taflfélag Reykjavíkur 75 ára. Gunnar gat þess tll gamans, að Islendingar ættu nú tvo stórmeistara. Auk stórmeistaranna tveggja ættu Is- lendingar nú einn alþjóðlegan meistara, Inga R. Jóhannsson, og Jón Kristinsson væri með hálfan titil alþjóðlegs meistara. Væri meiningin, að Jón færi á næst- unni á sterkt skákmót og freistaði þess að ná titlinum. Yrði hann kannski næsti alþjóðlegur meist- ari sem Islendingar eignuðust. STÆRRI SIGUR EN VIRÐIST I FLJÓTU BRAGÐI „Þetta er ákaflega ánægjuleg frammistaða hjá Guðmundi og mun betri en menn gera sér grein fyrir í fljótu bragði" sagði hinn gamalkunni skákmaður, Guð- mundur Arnlaugsson i samtali við Mbl. „Þarna voru mjög margir piltar, sem nú eru I fremstu röð, t.d. allir þessir brezku piltar, sem eru hver öðrum efnilegri og hafa þegar getið sér gott orð. Þeir eru að keppa að sama marki og Guð- mundur og því harðir í horn að taka. Þeir, sem hingað til hafa viljað ná sér í stórmeistaratitil á „ódýran" hátt hafa valið þá leið, að taka þátt í mótum með eldri meisturum sem kannski eru farn- ir að linast i taflinu. En Guðmundur fer erfiðustu leiðina, og þess vegna er árangur hans þeim mun athyglisverðari og ánægjulegri. Ég óska Guðmundi til hamingju með titilinn og óska Islenzkri skáklist til hamingju með hinn glæsilega stórmeistara sem hún hefur nú eignast," sagði Guðmundur Arnlaugsson að lokum. Staðan i mótinu er þá þessi fyr- ir 15. og siðustu umferðina sem tefld verður i dag. Þeir Hort, Guð- mundur, Planinc og Garcia hafa lokið sfnum skákum: 1. Hort, Tékkóslóv. lOVév. 2. Guðmundur Sigurjónss. lOv 3—6. Vaganian Planinc, Belyevsky og Andersson 9v. 7. Miles 7V4v 8. Hartston 7v. 9—lO.Benkö og Botterill 6V4v. 11—12.Garcia og Stean 6v. 13. Basman 5V4v. 14. Csom 5v. 15. Diesen 4v. 16. Mestel 3V4v. — Nýir fundir Framhald af bls. 34 Upphaflega var ætlun Norð- manna að togveiðibannið tæki gildi 15. janúar en þeir urðu að fresta gildisstöku bannsins vegna ágreiningsins við Breta, Frakka og Vestur-Þjóðverja sem hafa lengi stundað veiðar á umrædd- um miðum og eru bæði andvígir stærð miðanna sem bannið á að gilda á, lengd bannsins og lögsögu Norðmanna sem halda því fram að þeir hafi rétt til að taka skip- stjóra þeirra skipa sem brjóta bannið og sekta þá þótt bann- svæðin séu utan 12 mílna land- helginnar. Næsta skref Norðmanna verður 50 milna landhelgi sem norska stjórnin segir að lýst verði yfir á þessu ári en harðar deilur við Breta, Frakka og Vestur- Þjóðverja út af togveiðibanninu gætu haft alvarleg áhrif á ráða- gerðirnar um 50 milna landhelgi. Evensen telur bráðnauðsynlegt að viðræður um 50 mílna land- helgi hefjist hið fyrsta, en hann hefur útilokað þann möguleika að lýst verði yfir 50 mílna landhelgi einhliða. — Skólar lokaðir víða um land Framhald af bls. 3 átti þá eftir 12 mílur þangað. Þar var veður hið versta og mikil ísing. 0 0 0 Grillir í þökin Neskaupstað, — 13. jan. KOLBRJÁLAÐ veður hefur verið hér i hátt á annan sólarhring, stórhrið og hvassviðri. Vegna veðursins hafa skólar verið lokaðir i dag og yfirleitt heldur fólk sig inni við sem mest það má. Geysimikill snjór er kominn i bænum, svo að fjöldi bila hefur færzt í kaf og viða grillir rétt í þök húsa. Mikil ófærð er þvi innanbæjar nema hvað reynt er að halda leiðinni úr miðbænum í sjúkrahúsið opinni eftir þvi sem kostur er. Hins vegar hefur rafmagnið staðið af sér óveðrið fram til þessa og skiptir það miklu. — Asgeir. 0 0 0 Sjónvarp sést aldrei Fáskrúðsfirði, 13. janúar. HÉR hefur geisað vesta veður siðustu dægrin og nú er allt á kafi í snjó, og enn snjóar. í morgun fór rafmagnið i 2 klukkustundir er raflin- an milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar slitnaði. Dieselvél var siðan sett í gang og ekki hefur þurft að koma til skömmtunar. Þess má geta, að enn hefur sjónvarp litið sem ekk- ert sést þrátt fyrir gefin loforð yfir- verkfræðings Landsimans, og sjón- varpið hefði getað látið það ógert að endursýna jóladagskrána fyrir okkur. Fréttaritari. 0 0 0 Mjólkurbílar komast ekki Stykkishólmi, 13. janúar. VERSTA veður er nú í Stykkishólmi og hefur skafið i stóra skafla og vegir viða þungfærir i næsta nágrenni. Sæmileg færð er enn úti í Grundarfjörð, en i Búðardal er ófært. Mjólkurbilar komust ekki þaðan i morgun, en reynt verður að moka fyrir þá á morgun. Ef það tekst ekki er-hætt við, að mjólk hér á staðnum fari að minnka. Áætlunarbill, sem fór héðan til Reykjavikur kl. 9.30 í gærmorgun, kom ekki á leiðarenda fyrr en kl. 18 i gærkvöldi. Verst gekk bilnum að komast suður i Mýrasýsluna, en eftir það sóttist ferðin sæmilega. Ýmsir smábilar voru á ferð þarna um og sátu þeir ýmist sem fastast eða voru dregnir áfram. Fréttaritari, 0 0 0 Gott að standa upp úr snjónum Seyðisfirði, 13. janúar. LÁTLAUS stórhrið hefur verið hér i tvo sólarhringa og snjófargiðer orðið gifurlegt. Hér telja menn nú gott að standa upp úr snjónum eftir allt saman, en mörg hús eru svo til á kafi. Nokkur loðnuskip liggja hér i höfn. — Fréttaritari. 0 0 0 Enginn skóli Sauðárkróki, 13. janúar. VONSKUVEÐUR hefur verið hér undanfarinn sólarhring. Vindhraði hefur verið mikill og úrkoma nokkur. Ekkert lát virðist vera á veðrinu og er færð farin að þyngjast mjög mikið í bænum. Allir vegir út frá staðnum eru tepptir og engin mjólk hefur borizt hingað í dag. Ef mjólk berst ekki hingað i dag, má búast við mjólkurskorti, en vonandi verður það ekki. A'lt skólahald féll niður i dag, við mikinn fögnuð yngra fólksins. Ekki er vitað til þess, að skemmdir hafi orðið á mannvirkjum. Hins vegar varð rafmagnslaust hér i 2 klukku- stundir, en við teljumst samt lukkunnar pamfilar i þeim efnum. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.