Morgunblaðið - 14.01.1975, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.01.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1975 11 kringdir ferðamönnum, sem siðan fer fækkandi eftir því sem skygg- ir og brátt standa steinarnir á ný einir og þögulir unz þeir hverfa í náttmyrkrið. David Pryce-Jönes „The Rain Forest“ eftir Olivia Manning er að minum dómi bezta bók ársins. Sögusvið hennar er eyja í Indlandshafi, sem hæfir henni mjög vel. Hér er raunveru- legur heimur alls konar fólks, Englendinga og útlendinga, sem allir eru hversdagslegir og þar af leiðandi fágætir. Gistihúsið, eig- andi þess og viðskiptavinir eru stórskemmtilegar persónur, þótt hinzti dagurinn sé að nálgast og honum geti allt eins lokið með fáránlegum hætti. Michael Ratcliffe: Þegar prinsinn af Wales hitti Wallace Simpson árið 1934 hætti hann ekki aðeins að hitta frú Dudley Ward, hina aðdáanlegu konu, sem verið hafði daglegur félagi hans í fimmtán ár, — held- ur talaði hann aldrei við hana aftur. Ég var gagntekinn af bók Frances Donaldsson; „Edward VIII“. Þetta er frumlegasta og áhrifamesta ævisaga, sem ég hef lesið á þessu ári. Bók Richards Holmes, „Shelley: The Pursuit" er bezta fyrsta bók höfundar, sem byggir á nútíma- legum rannsóknum á skáldskap Shelleys og sýnir hann sem sýnu óelskulegra fyrirbrigði en fram kemur I fyrri tíma ljóðasöfnum. Bók David Robin Watson, „Clem- enceau“ hreif mig meira en nokk- ur bók önnur, sem ég hef lesið um Frakkland um langt skeið. Ég vona, að hún komi út i vasabókar- broti. Bezta bókin um stjórnmála- menri var „The Governing Passion" eftir A.B. Cooke og John Vincent. í þessari bók eru betri heimildir um átökin, sem áttu sér stað um hugsanlega heimastjórn Ira á árunum 1885—86 en fyrr hafa komið fram og skemmtilegar frá atburðunum sagt. Engin góð slúðursaga kom út á þessu ári, en i bókum Gore Vidal er allt slúður nýtt og nóg var af því i hinni bráðskemmtilegu og hneykslanlegu skáldsögu hans um höfunda og bandarisku stjórn- arskrárinnar. Paul Scott: Ég er þeirrar skoðunar, að þetta hafi verið gott ár í bókaútgáfu og hef því meiri áhyggjur en venju- lega af því, sem ég hef ekki lesið ep hefði þó átt að lesa. Ég verð þó að nafna tvær bækur af þeim, sem ég hef lesið, þar sem ég get varla gert upp á milli hinnar hljóðlátu og skýru ævisögu Arnolds Benn- etts eftir Margaret Drabble og hinnar kraftmiklu og frumlegu skáldsögu Lawrence Durrell: „Monsieur, or The Price of Dark- ness.“ Paul Theroux: Ég skrifaði umsagnir um 48 bækur á þessu ári og held því jafnan fram, að ég geri það af þvi að ég hafi gaman af þvi. Bók Johns Cheevers: „The World of Apples" var sérstaklega skemmti- leg og sama er að segja um bók Peter de Vries: „The Glory of the Hummingbird“, sem kom út í Bandaríkjunum. Bezta bókin, sem ég skrifaði um var eftir Nadine Gordimer og heitir „The Conservationist“. Þetta er ljóð- ræn harmsaga, sem gerist á búgarði í Suður-Afríku. Peter Tinniswood: Ég vel bókina „Field Guide to the Trees of Britain and Northern Europe“, eftir Alan Mitchell. Coll- ins útgáfufyrirtækið hefur gefið út uppsláttarrit í náttúrusögu i meira en tvo áratugi. Þau hafa öll verið mjög vel unnin, fróðleg, nákvæm og skýr. Þessi bók gefur hinum fyrri ekkert eftir. Næst þegar veitt verða verðlaun fyrir afrek i þágu náttúrusögu og umhverfisverndar ætti Collins út- gáfufyrirtækið að fá þau. Philippa Toomey: Sú bók, sem hafði mest áhrif á mig á þessu ári (og ég las hana þrisvar) var „Conundrum“ eftir Jan Morris. Allir velta þvi fyrir sér einhvern tima á ævinni, hverjir þér eru, hvert líf þeirra stefnir. Mér fannst frásögn Jan Morris af persónulegri leit sinni að sjálfum sér mjög hrærandi, viturleg og einstaklega skemmti- leg. Ion Trewin: Að undanskildum skáldsögun- um á Booker Prize verðlaunalist- anum hef ég sérstaklega haft ánægju af bókinni „In the Spring- time of the Year" eftir Susan Hill. Sama er að segja um bók Brians Glanville: „The Comic" og bók Peters Tinniswoods, „Except You’re á Bird“. Ef ég á hins vegar að nefna eina bók sem bezta ætla ég að tilnefna „The Life and Death of' Rochester Sneath" eftir Humphrey Berke- ley. Að svo margir virðu- legir skólastjórar skuli hafa látið blekkjast fyrir 25 árum af hinum fáránlegu, ósvifnu, hugvitsamlegu og svivirði- legu bréfum Sneaths frá Selhurst, sem orðinn er goðsagna- kenndur, mælir annað hvort litið með gáfnafari þeirra eða mikið meó frásagnargáfu Berkeleys, allt eftir því hvernig maður litur á málið. Ég bara hló og hló. David Williams: Þetta var ekki sérstaklega gott ár og bók Gore Vidals „Burr" skín eins og sólargeisli. Er þetta söguleg skáldsaga? Eða er hún byggð á sagnfræðilegum heimild- um? Fjallar hún um snjallan bylt- ingarmann, sem stóð á tímabili nærri Washington og hefði getað orðið þriðji forseti Bandarikjanna í stað Jeffersons? Jú hún er allt þetta, en sagan er sögð á frábær- an hátt, persónulýsingar eru mjög lifandi og kænlega dregnar, (heill hópur slægra og almennt spilltra arftaka þeirra, sem stóðu aó bandarísku stjórnarskránni stendur manni lifandi fyr- ir hugskotssjónum). Söguþráður- inn er svo vel ofinn, að það sem gerðist árin 1784 og 1974 stendur óþægilega samhliða sem þættir í framvindu ákveðinnar atvika- keðju. Phillip Ziegler: Ég vel bókina „Uncommon Entrance" eftir Edward Blishen. Þar segir frá reynslu höfundarins sem kennara í smábarnskóla og sem ungs elskanda en í báóum hlutverkunum var hann aðdáan- lega óhæfur. Atvikin i úrvals- skólanum í Hampstead, þar sem menn umbáru klaufa- lega viðleitni hans er stór- kostlega skemmtileg, frásögn- in er næstum eins skemmtileg og ill og þó enginn geti í rauninni hafa verið alveg svona óhemju viókvæmur eða góðviljaður er bráðgaman að öllum þessum skakkaföllum. Þetta er dálítið meistaraverk. JHovijunl'Int'iíi margfaldar marhad vdar Faryman smá-diesel-vélar I báta og vinnuvélar, tveggja, þriggja, fjögurra, fimm, átta, tíu, fjórtán, tuttugu, tuttugu og tveggja, tuttugu og fimm hestafla. Loft-eða vatnskældar. Sturlaugur Jónsson & CO. SF., Vesturgötu 16, Reykjavík, sími 14680. HEIMDALLUR SAMTÖK UNGRA SJÁLFSTzfÐISMANNA í REYKJAVÍK Þýðing landbúnaðar fyrir þjóðarbúið? Heimdallur S.U.S. heldur almennan félagsfund um þýðingu landbúnaðar fyrir þjóðarbú íslendinga. Fundurinn verður haldinn að Hótel Esju 2. hæð, þriðjudaginn 1 4. janúar n.k. kl. 20:30. Framsögumenn verða þeir Ingólfur Jónsson, alþingismaður og Jónas Kristjánsson, ritstjóri. Munu þeir að loknum framsöguerindum svara fyrirspurnum fundarmanna. Allir velkomnir. Stjórnin. Ingólfur Jónsson Jónas Kristjánsson. Hafnarfjörður — Nýjar íbúðir til sölu Þessar 4ra herbergja íbúðir eru til sölu í fjölbýlishúsi, sem Knútur & Steingrímur h.f. eru að byggja í Norðurbænum í Hafnarfirði. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk og málningu, með forstofu og svalahurðum. Sameign og lóð fullfrágengin. Bílskúrar geta fylgt ibúð- unum. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Upplýsingar á skrifstofunni á milli kl. 1 —5 í dag og næstu daga. Knútur & Steingrímur h.f., Strandgötu 25, Hafnarfirði. Sími 52611, Heimasimi 50902 — 51400.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.