Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975 Rætt við Ingólf Jónsson Ræktunarstefnan er undirstaða blómlegs landbúnaðar I vetur hafa orðið talsverðar um- ræður um landbúnað og þýðingu hans fyrir íslenskan þjóðarbú- skap. Ingólfur Jónsson alþingis- maður gjörþekkir málefni land- búnaðarins. Hann var ráðherra landbúnaðarmála frá 1959 til 1971 og hefur því farið lengur með yfirstjórn þessara málefna en nokkur annar. I viðtali því sem hér fer á eftir gerir hann m.a. grein fyrir þeim atriðum, sem helst hefur verið deilt um að undanförnu. — ÞVÍ er haldið fram að þvf er virðist í fullri alvöru að rfkið styrki bændur um 6000 milljónir króna á ári og réttast væri þvf að leggja þessa atvinnugrein niður. — Þegar slíkum fullyrðingum er slegið fram verða menn að gera sér grein fyrir því, hvað liggur að baki þessari tölu. Þegar rætt er um 6000 millj. kr. framlag til landbúnaðarins, ber að hafa í hug að þar af fara 4 milljarðar í niður- greiðslur. Það er að vísu mikil upphæð, en flestum er ljóst, af augljósum ástæðum, að það er rangt að telja þær með framlög- um til landbúnaðar. — Ef niðurgreiðslurnar eru ekki framlög til bænda, hvað eru þær þá? — Við skulum bara gera okkur grein fyrir því, að fulltrúar verka- lýðssamtakanna hafa beinlínis óskað eftir, að ríkissjóður greiddi niður landbúnaðarvörur og lögðu á það sérstaka áherslu sl. haust, að þær yrðu ekki lækkaðar, þar eð þar kæmi harðast niður á þeim launþegum, er hefðu minnstar tekjur og fyrir flestum að sjá. Á umræðufundi, sem Heimdallur efndi til fyrir skömmu, var m.a. upplýst, að með öllu er útilokað að losna við niðurgreiðslur, þó að búvörur væru fluttar inn. Og varla myndi mönnum detta í hug að flokka niðurgreiðslur á dönsku svinakjöti undir styrki til land- búnaðar. Innfluttar landbúnað- arvörur yrðu dýrari — Hefur það verið kannað, hvort hagkvæmt gæti verið að flytja inn landbúnaðarafurðir? — Það þarf ekkert að fara í grafgötur um það, að innfluttar landbúnaðarafurðir yrðu mun dýrari en þær innlendu. Mjólk og kjöt, sem við keyptum frá Dan- mörku yrði dýrara en innlend framleiðsla, þegar tekið er tillit til flutningskostnaðar og dreifing- arkostnaðar innanlands. Mjólkin yrði miklum mun dýrari og svína- kjöt t.d. yrði einnig dýrara en innlend framleiðsla, þó að tollar yrðu ekki innheimtir. Mjólkina yrði að flytja með flugvélum, þvi að annars er hætta á að hún skemmist í flutningi. — Vita menn hver þessi verð- mismunur yrði? — Það er i sjálfu sér auðvelt reikningsdæmi. Við getum tekið nautakjöt. Það myndi kosta inn- flutt án tolla 542 krónur, en smá- söluverð á íslensku kjöti er 435 krónur. Mismunurinn er 107 krónur. Ef við gerum ráð fyrir, að hér yrði einvörðungu á markaðn- um innflutt kjöt mætti áætla árs- neysluna um það bil 6.500 tonn. Niðurgreiðslur á þessu kjöti myndu þvf kosta 695 þús. kr. á ári. Þessi upphæð yrði meira en þrefalt hærri, ef reiknað væri með 50% tolli. Sama yrði uppi á teningnum með svínakjötið. Inn- flutt svínakjöt myndi kosta í smá- sölu 441 kr og þá er ekki reiknað með tóllum. Hér kostar það 397 kr. Mismunurinn er 44 krónur, og ef við reiknuðum með 6.500 tonna neyslu á ári, yrðu niður- greiðslurnar 286 milljónir króna. Kjötneyslan er um 13000 tonn á ári. Útilokað að flytja inn mjólk — En hvaó meó mjólkina? — Þá yrði dæmið enn óhagstæð- ara, jafnvel þótt hún yrði flutt með skipi. Söluverð á mjólk er nú kr. 32,75 hver lítri. Niður- greiðslurnar nema 29,35 kr. á hvern litra þannig að i raun kostar mjólkurlítrinn kr. 62,10 í útsölu. Við notum 60 millj. lítra af mjólk og rjóma á ári hverju. Við getum keypt danska mjólk á 41,75 hvern lítra. Við það verð bætist flutn- ingskostnaður sem áætla má 20 kr. á hvern litra. Dreifingarkostn- aður i heildsölu og smásölu innan- lands yrði svo 10 til 20 krónur á hvern lítra. Þó að við reiknuðum með lægri tölunni yrði útsöluverð á dönsku mjólkinni kr. 71,57. Nið- urgreiðslurnar yrðu þvi kr. 38,82 á hvern lítra eða 2.329 millj. kr. á ári miðað við 60 milljón lítra neyslu eins og verið hefur. Þetta er all miklu hærri upphæð en nú er varið til niðurgreiðslna á mjólk, þó er í þessum útreikning- um miðað við flutning með skip- um, sem vitaskuld kæmi aldrei til greina i raun og veru. — Þú telur þetta sem sagt næg rök fyrir þvf, að ekki borgi sig að flytja inn landbúnaðarafurðir. — Það liggur í augum uppi. Niðurgreiðslur á danska kjötinu myndu, ef það yrði notað I stað íslenska kjötsins, nema 980 millj. króna á ári. Þar að auki þyrftum við að verja 12.000 milljónum króna í erlendum gjaldeyri til þessara vörukaupa, þegar tekið hefur verið tillit til erlends kostn- aðar við flutning vörunnar. Við höfum sannarlega ekki of mikið af gjaldeyri. Við skuldum mikið erlendis og höfum óhagstæðan viðskiptajöfnuð og greiðsluhalla við útlönd. Við slíkar aðstæður er það vitaskuld ekkert annað en óráðshjal að ræða í alvöru um að flytja inn landbúnaðarafurðir sem nóg er til af í landinu sjálfu. Framlag til fram- tíðarinnar — Hvernig stöndum við 1 þess- um efnum í samanburði við önn- ur lönd? — 1 þessu sambandi er rétt að geta þess, að framleiðslukostnað- ur á mjólk t.d. er jafn mikill hér og í Noregi. Þar kostar hver mjólkurlítri 61 krónu, þegar nið- urgreiðslur og styrkir eru teknir með. Þótt danska mjólkin sé 50% ódýrari en sú norska og daglegar ferðir séu á milli landanna, hefur Norðmönnum aldrei dottið í hug að kaupa danska mjólk. Norð- menn eru meira að segja óánægð- ir, ef þeir þurfa að kaupa danskt kjöt, jafnvel þó að það sé ódýrara þar en innlend framleiðsla. Norð- menn eru einfaldlega búmenn og þeir þekkja það af reynslu, hvern- ig hagur þeirra þjóða er, sem hafa of lítinn gjaldeyri. Norðmenn vita, að sjálfstæði þjóða byggist m.a. á þvl að þær nýti sem best þá möguleika sem eru heima fyrir. — 1 framhaldi af þessu er rétt að minna á, að þvf hefur nýlega verið haldið fram opinberlega, að landbúnaður væri sport, sem ts- lendingar hefðu ekki efni á að stunda. — Allir þeir sem ræða um land- búnað og líta á staðreyndir máls- ins, hljóta að geta verið sammála um, að Islendingar geta ekki án landbúnaðar verið. Og allt talið um styrkina í þágu landbún- aðarins er ekki á rökum reist eins og ég er búinn að víkja að. Auk þess verðum við að hafa í huga, að það fjármagn, sem nú er varið til ræktunar, er framlag til framtíð- arinnar. Við megum ekki lita á það sem styrk til þeirra sem standa að framkvæmdum nú. Það myndi kosta 12.000 millj. kr. í erlendum gjaldeyri að kaupa landbúnaðarafurðir erlendis frá. Niðurgreiðslur á dönsku kjöti myndu nema 980 millj. kr. á ári ef selja ætti það á sambærilegu verði og íslenska kjötið. Ræktunin kemur komandi kyn- slóðum að notum, hún gerir land- ið betra og byggilegra. Gjaldeyristekjurnar jafn miklar og gjöldin — Þú minntist áðan á mikla gjaldeyriseyðslu ef við þyrftum að flytja inn allar landbúnaðaraf- urðir. En nú er þvf haldið fram, að við eyðum a.m.k. 1.800 millj. kr. árlega 1 gjaldeyri vegna land- búnaðarins. — Rétt er það, að menn hafa stundum á orði, að landbúnaður- inn sé þungur í skauti að því er varðar gjaldeyriseyðslu. Sann- leikurinn er hins vegar sá, að út- fluttar landbúnaðarvörur standa undir gjaldeyrisnotkun landbún- aðarins. Árið 1974 voru t.d. flutt- ar út landbúnaðarafurðir fyrir tæpar 1.800 millj. króna. í þessu sambandi vilja menn oft gleyma þeim tekjum, sem við höfum af ullar- og skinnavörum. Við þessa tölu má þvf mæta sölu til erlendra ferðamanna sem áætla má 200 til 300 millj. kr. Reiknað er með, að landbúnaðurinn hafi notað árið 1973 um 1.600 millj. kr. I erlend- um gjaldeyri auk olíu, byggingar- efnis og varahluta sem áætla má að kostað hafi um 400 millj. kr. Af þessu má sjá, að gjaldeyriseyðsl- an og gjaldeyristekjurnar jafna sig nokkurn veginn upp. Og hér er rétt að bæta þvi við, að þjóðin þyrfti að verja umtalsverðum upphæðum í gjaldeyri til kaupa á ullar- og skinnavörum, ef við hefðum ekki þessa atvinnugrein í landinu. — Nú er það staðreynd, að um- framframleiðsla hefur verið nokkur f landbúnaði. Þessu hefur nýlega verið Ifkt við glæp. Hverju svarar þú þeirri gagnrýni? Ef við tökum mjólkurfram- leiðsluna, þá nemur árleg þörf á mjólk- og vinnsluvörum mjólkur 100 millj. kg. A sl. ári fengu mjólkurbúin hins vegar 116 millj. kg. Umframframleiðslan er því 16% af mjólkurframleiðslunni. Mjólkurframleiðslan er hins veg- ar mjög misjöfn eftir árstímum. Ef ekki er um að ræða talsverða umframframleiðslu verður mjólk- urskortur frá haustmánuðum og fram í febrúar ár hvert. Ég hygg, að 15% umframframleiðsla sé það minnsta sem unnt er að komast af með til þess að tryggja nægjan- lega framboð af mjólkurvörum allt árið. Umframframleiðslan er ekki vandamál I þessu sambandi ber einnig að haf i huga, að fólkinu í landinu fjölgar ört eða um 1,5% á ári. Þessi umframframleiðsla, sem nú er nægir þvi ekki til þess að mæta aukinni eftirspurn í kjölfar fólks- fjölgunarinnar á næstu árum, enda er óvíst, hvort aukning verð- ur í mjólkurframleiðslu. Það fer eftir árferði og kjörum bænda hverju sinni. Sl. ár var t.d. mjög gott til búvöruframleiðslu, en hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.