Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1975 Hvers vegna hefur íslenzkur rithöfundur ekki fengið bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs? BÓKMENNTAVERÐLAUN Norðurlandaráðs voru nýlega veitt finnskum rithöfundi. Enn einu sinni — eða f 15. sinn — gerist það, að Islendingur hlaut ekki verðlaunin. Af þvf tilefni hefur Morgunblaðið lagt tvær spurningar fyrir nokkra rithöfunda. Spurningarnar eru: 1) Hvers vegna hafa fslenzkir rithöfundar aldrei fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs? 2) Teljið þér að sömu menn sitji of lengi f nefnd þeirri, sem velur bækur, er lagðar eru fram vegna bókmenntaverðlaunanna, af Islands hálfu? Að jafnaði hafa tvær bækur eftir tvo fslenzka rithöfunda verið sendar til keppninnar hverju sinni. Lætur þvf nærri að 30 fslenzkir rithöfundar hafi átt bók f keppninni, en að vfsu hafa nokkrir átt bækur oftar en einu sinni. Hefur jafnvel komið fyrir að sama bókin hafi verið send tvisvar, eins og menn muna. Þess má geta til gamans og athugunar, að fslenzka nefndin hefur ávallt sent skáldsögur, Ijóð eða leikrit til keppninnar, en aldrei bókmenntaverk af öðrum toga. Frændþjóðirnar hafa nokkrum sinnum sent inn ritgerðasöfn og menningarsöguleg verk, þótt ekki séu þau skáldverk og hafa slfk verk hlotið verðlaunin. Svör rithöfundanna, sem Morgunblaðið spurði ofangreindra spurninga fara hér á eftir: Bækurnar ekki skrif- aðar á heimsvísu íslenzkir rithöfundar undirokuð stétt Jenna Jensdóttir svaraði spurningunum þannig: 1. Við íslendingar höfum sér- stöðu i bókmenntum. Við erum fámenn og flestar bókmenntir okkar eru nær eingöngu skrifaðar fyrir þá sem landið búa um dag- legt amstur þeirra og strit oft litað pólitik smáborgarans sem gerir verkin hjákátlegri í augum þeirra sem rita og dæma á heims- vísu. Ég minni á finnska rithöfund- inn Vaijo Meri sem hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1972 fyrir bók sina Sonur liðþjálfans. Bók hans Manillareip- ið hefur verið þýdd á hátt á annan tug tungumála. Ég tel að þær séu skrifaðar á heimsvísu. Mér er spurn. Hefur alltaf unn- ist timi til að gera þýðingu á þeim völdu íslensku bókum svo vel úr garði, að þær hafi borið gildi sitt til dómnendar. 2. Já —. Ég held það væri gott að skipta um annan dómnefndar- mann okkar árlega. Það ætti að Jón Óskar svaraði spurn- ingu Morgunblaðsinsþann- ig: 1. Eg held að svarið sé einfalt. Við höfum ekki skrifað nógu góðar bækur. Annað mál er það, að nefnd sú, sem ákveðið hefur hvaða bækur skuli fram leggja hefur ekki alltaf (eða kannski sjaldnast) ratað á bestu bæk- urnar. Sú bók eftir íslenskan höf- und sem ég álít það vel úr garði gerða að hún hefði verið öðrum bókum líklegri til að geta hlotið þessi verðlaun er Hreiðrið eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. En þótt sú bók fengi verðlaun gagnrýn- enda, þegar hún kom út, var hún samt ekki lögð fram. Ég hef séð rök þau sem annar tveggja nefndarmanna, Ólafur Jónsson, hefur fært fyrir því að sú bók var ekki lögð fram, og þau rök eru vægast sagt ekki upp á marga fiska. Hitt er vitað, að Ólafur Jónsson lagði míkið kapp á að koma I veg fyrir þá tilhneigingu, sem er þjóðarlöstur okkar íslend- inga, að hafa menn á hygli vegna kunningsskapar og stjórnmála- skoðana á kostnað þekkingar og skarpskyggni góðs bókmennta- unnanda. níðast á bókinni, þegar hún kom út og einnig þegar farið var að halda uppi vörnum fyrir hana seinna. Svar Jóhannesar Helga. Af því að við erum aðeins einn hundraðshluti Norðurlandaþjóða og það gefur auga leið að þetta eina prósent má sín lítils gegn níutíu og niu prósentum. Af því að rithöfundar Islendinga, þessar fáu hræður, nokkrir tugir manna, eru undirokuð stétt, i rauninni stétt sem búið er að taka af. Þeir njóta ekki launa til jafns við aðra borgara. Og þar af leiðir að iðja þeirra er ihlaupavinna og þeim er raunar ógerningur af fjárhags- ástæðum að leggja í bók nema svosem einn fimmta hluta af þeim tíma sem höfundar frændþjóð- anna geta lagt í sambærileg verk og þeir með allt sitt á þurru. Af dæmafáum vanefnum, bæði hvað fjölda og skilyrði snertir, erum við að keppa við atvinnumenn sem lifa og hrærast í iðju sinni. Ég veit mörg dæmi þess að íslenzkir höfundar hafa lagt tvö og uppí þrju mannár (hér er tómt mál að tala um krónur nema ártal fylgi) í verk og uppskorið sem svarar tveggja mánaða launum og siðan eytt næstu tveim árum í að borga skuldir sem þeir vöfðust í meðan bókin var samin, auðvitað þrúgaðir menn og óvirkir sem höfundar þau tvö ár. I svona lög- uðu stendur engin stétt til lang- frama, engir menn. Það er kunn staðreynd úr íþróttum að áhuga- maður má sín lítils gegn atvinnu- manni. Nákvæmlega það sama gildir um bókmenntirnar. Menn verða að ganga þeim á hönd heilir Jón úr Vör sagði að ástæðan fyrir þvf að íslenzkur rithöfundur hefði aldrei fengið bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs væri Ég miða svar mitt við ritverk i óbundnu máli, því ég álít að íslensk ljóðskáld komu varla til greina í þessari samkeppni um verðlaun. Hvað sem segja má um valið á þeim ljóðum, sem þegar hafa verið lagðar fram, er fyllsta ástæða til að ætla að þær hafi ekki verið sómasamlega þýddar. Það er yfirleitt ekki á færi bók- menntafræðinga að þýða Ijóð. 2. Af þeirri reynslu sem við höfum hér á Islandi, álít ég nauð- synlegt að skipta um nefndar- menn á tveggja ára fresti. Helgi Hálfdanarson svar- aði: 1. Ég tel þessar verðlaunaveit ingar í eðli sínu algera mark- leysu, og að sjálfsögðu jafnt hvort verðlaunin álpast til Islands eða ekki. Ástæðan til þess, að íslend- ingar hafa reynzt öðrum sein- heppnari, er naumast önnur en og óskiptir, þær eru þolinmæðis- verk, yfirlega á yfirlegu ofan, svo sem okkar færasti atvinnumaður í greininni hefur margoft bent á, heitir Halldór Laxness og hefur hlotið stærri viðurkenningu en verðlaun Norðurlandaráðs. Hann hefur stundað iðju sína eingöngu og óslitið í hálfa öld. Nú, og hins má geta að íslenzkar bækur eru ekki þýddar að heitið geti á mál frændþjóða okkar, svo við búum ekki að neinu fyrirfram rykti þar. Þær hafa ekki áhuga, væri fróð- legt að vita hversvegna. Og Is- lendingar hafa engan metnað f þá veru að fjármagna þýðingar, væri fróðlegt að fá að vita hversvegna. En það er vitað mál að höfundar fá tæpast þessi verðlaun út á eitt verk, þótt stundum sé látið heita svo; þeir hafa áður plægt jarðveg- inn með mörgum bókum. Annars ■'r það aldrei markmið með bók- menntaiðju að komast í sviðsljós verðlaunaveitingar. Bókmenntir eru félagsleg og menningarleg nauðsyn hverri þjóð, innávið fyrst og fremst. Og í þeirri grein er fjármagn afl þeirra hluta sem gera skal rétt eins og í öðrum starfsgreinum, þótt brennt sé fyrir að þingið hleypi þeim sann- leik inn fyrir höfuðskel sína. Þingmenn aldamótakynslóðar- innar voru höfðingjar í hugsun í samanburði við þingmennina 'í dag og varla hægt að nefna þá sama daginn, þegar mismunurinn á efnahag er hafður í huga, enda’ vorum við á fyrstu áratugum sú að bókmenntagagnrýni hefði engin verið á Islandi I a.m.k. tvo áratugi. Jón sagði: „Það er ekkert vit í því, hvernig skrifað er um bækur. Mönnum er hælt fyrir hluti, sem engin ástæða er til að hæla þeim fyrir og þeir eru ekki leiðréttir eins og eðlilegt væri að gera, svo að þeir gætu tekið hliðsjón af því, sem um bæk- ur þeirra er sagt. Erlendis sjá forlög um að hand- rit séu lesin og er höfundum sfðan bent á veilur, sem eru augljósar öðrum mönnum en þeim sjálfum. Geta þeir því lagað það sem ábóta- vant er. Þessi aðferð þykir sjálf- sögð annars staðar en á tslandi. Innlendir bókaútgefendur leggja heldur ekki eins mikið upp úr þvi sú, að þeim sem verðlaunin veittu, geðjaðist betur að bókum annarra. Hvað þeim geðþótta hefur ráðið, verður að eilífu leyndarmál veðurguðanna. 2. Mig gildir einu hvernig þessi nefnd er skipuð, því ég tel engri nefnd fært að velja bækur til verðlauna, svo að mark sé á tak- andi. aldarinnar að sækja á brattann. Nú erum við á annarri leið, og það að við skulum ekki vera hlutgeng- ir til þessara verðlauna í fimmtánda sinn sem þeim er út- hlutað er aðeins eitt af mýgrút dæma um hvert stefnir. Við erum á menningarlegu undanhaldi, en lágmenningunni, svo sem fjöl- miðlarnir eru til vitnis um, vex fiskur um hrygg með þvílíkum ógnarhraða að það er blindur maður sem ekki sér það. Þetta alþjóðlega prump sem einkennist af bjánafyndni og ærandi glym. Nú — og seinni spurningin, að svo miklu leyti sem þessi verð- laun skipta okkur einhverju máli sem slík, þá hygg ég að skynsam- legt væri að skipta um menn í nefndunum árlega. Það fyrir- byggði að þar sætu lon og don yfirlýstir agentar ákveðinna manna og tískustefna sem áður en varir líða burt eins og reykur og skilja ekkert eftir. að fá góðar bækur eins og þeir ættu að gera. Þeir hugsa meir um að fá bækur, sem eru söluvara og með því að auglýsa vissa höfunda og stofna til vinaskrifa, ná þeir takmarkinu. Margir rithöfundar gefast upp, við að skrifa bækur. Þeir hafa ekki tíma til þess að sinna þvf eins og skyldi — og held ég að þessi atriði séu aðalástæð- urnar fyrir þessu.“ Við sfðari spurningunni sagði Jón úr Vör: ,,Já, áður fyrr sátu menn of lengi f þessari nefnd, en nú eru nýkomnir menn í nefndina og því ætti það ekki að vera ástæðan. Hitt er spurning, hvort þessir menn, sem nú eru, átta sig nógu vel á þvf, hvar er feitt á stykkinu. Það veit ég ekki. Hins vegar er þess að geta að þetta er vanda- verk, vegna þess að á hverju ári kemur tiltölulega lítið af verulega vönduðum bókum.“ Bækurnar einfaldlega ekki nógu góðar V er ðlauna veitingar algjör markleysa Lélegri bókmennta- gagnrýni um að kenna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.