Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1975 Guðmundur E. Hannesson yfircerkstjóri — Minning F. 12. 9. 33. D. 17.1. 75. Vinur minn, Guðmundur E. Hannesson, yfirverkstjóri hjá . Rafmagnsveitum ríkisins, er lát- j inn og verður jarðaður á morgun, ! mánudaginn 27. janúar. Guðmundur var upprunninn í Holtum í Rangárvallasýslu, sonur ' Hannesar bónda á Arnkötlustöð- { um Friðrikssonar og konu hans Steinunnar Bjarnadóttur frá Efra-Seli á Landi. Hann var fædd- ur 12. sept. 1933 og því aðeins 41 árs er hann fórst. Ungur að aldri réðist hann til starfa við línubyggingar hjá Raf- magnsveitum ríkisins og varð það hans ævistarf sem nú hefur feng- ið ótímabæran endi. Guðmundur hófst af sjálfum sér. Hann lærði vinnubrögð við línubyggingar I flokki Einars M. Einarssonar og hjá Hannesi And- réssyni. Þeir eru nú báðir látnir en þóttu engir veifiskatar á sínum tíma. Það hefur löngum verið svo í vinnuflokkum að þeir menn sem skara framúr af dugnaði og verk- hyggni verða flokkstjórar og síð- an verkstjórar enda varð Guð- mundur snemma verkstjóri. A árunum 1955—1964 byggöi Guðmundur margar háspennulín- ur með flokki sínum, m.a. mest- allt 30 kv. kerfið á Vestfjörðum. A þessum árum var mikið um að vera í línubyggingum, verið var að rafvæða Austfirði og Vest- firði, auk umfangsmikilla fram- kvæmda í rafvæðingu sveitanna. Það voru engir aukvisar sem völd- ust til verkstjórnar hjá þvi harð- snúna liði, sem þarna var að verki og ekki laust við að kapp og metn- aður væri í mönnum á stundum. Þar lét Guðmundur hvergi sinn hlut eftir liggja. Guðmundur hafði alla eigin- leika góðs verkstjóra. Hann var velvirkur maöur og stórvirkur, glöggskygn, gerhugull og kapp- samur þrekmaður. Hann varð aldrei ráðalaus. Honum varó vel til manna, þeir menn sem hann vildi hafa vildu iíka vera hjá hon- um. Ur hópi verkstjóranna valdi Eð- varð heitinn Árnason verkfræð- ingur Guðmund, tii að hafa meó höndum útstikun á línum, og skipti það engum togum, að eftir skamman tíma hafði Guðmundur það verkefni, að hafa umsjón með öllum mælingum og útstikunum hjá Rafmagnsveitunum. Seinna bættist í hans verkahring áætl- anagerð um línubyggingar og síð- an enn til viðbótar að hafa yfir- verkstjórn yfir öllum linulögnum. Þannig hófst Guðmundur E. Hannesson af sjálfum sér með störfum sínum, þótt ekki hlyti hann þá skólagöngu sem hæfileik- um hans hefði hæft, og í dag er vandfyllt það skarð sem orðið er, þegar hann er horfinn. Eftir Guðmund liggur mikið starf. 1 öllum landsfjórðungum standa mikii mannvirki sem hann hefur ýmist byggt eða hannað. Við Guðmundur vorum nánir samstarfsmenn hjá Rafmagns- veitum rikisins á árunum 1966—1969 en bæði áður og síðan áttum við góð kynni. Oft leitaði ég ráða hjá honum. Mér er í minni fyrsta turnbrotið í Búrfellslinu. Þar var staðið frammi fyrir erfiðu verkefni sem þurfti að leysa án hiks. Þá þótti það vera ráð að leita til Guðmund- ar og hans aðstoð brást ekki frek- ar en endranær. Guðmundur átti því láni að fagna í lífinu að eignast þá konu, sem honum var samboðin, Sól- veigu Halblaub, dóttur hjónanna Jónínu og Agústs Halblaub, vél- stjóra, og meó henni þau börn sem erft hafa mannkosti foreldr- anna, Elísabetu, 16 ára, Ágúst, 14 ára, Hannes, 12 ára og Arnheiði, 9 ára. Að þeim er nú mikill harmur kveðinn og einnig öldruðum for- eldrum Guðmundar og öðrum ást- vinum. Við sem þekktum Guð- mund frá vettvangi starfsins og vorum vinir hans, munum nefna nafn hans með virðingu. Tryggvi Sigurbjarnarson. Guðmundur Ilannesson var mér nákomnastur þeirra fjögurra starfsfélaga hjá Rafmagnsveitum ríkisins, sem fórust föstudaginn 17. janúar sl. Kynni okkar voru orðin gömul, hátt á annan áratug. Við unnum að vísu hvor á sinni stofnuninni, Orkustofnijn og Raf- magnsveitum rikisins, sem verið hafa í nánum tengslum hvor við aðra, en það voru rafvæðingarmál sveitanna, sem tengdu starf okkar saman. Við fyrstu kynni af Guðmundi varð mér ljóst, að hann var ein- staklega úrræðagóður maður. Hann var verkstjóri af guðs náð + Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför elskulegrar eiginkonu minnar, ömmu, systur og fóstursystur. GUÐBJARGAR LILJU TUBALS, frá Múlakoti. Jón Guðjónsson, Halldóra Lilja Helgadóttir, Soffia Túbals, Ágústa Túbals, Soffía Gísladóttir, Vigdís Eyjólfsdóttir. + Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR PÁLSDÓTTUR simstöðvarstjóra, Hveragerði. Vandamenn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar SIGRÍÐAR KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Suðurgötu 100, Akranesi Ríkharður Jóhannsson, Helgi Kristján Sveinsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Sveinsson, Margrét Ríkharðsdóttir, Guðný S. Haraldsdóttir, Jóhann Ríkharðsson, Kristján Guðmundsson. Sveinn Jóhannsson, Sigríður Kr. Sveinsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Margrét Sveínsdóttir, Jóhann Hiesel, Bjarni Sveinsson, Vilborg Pétursdóttir, Berglind Sveinsdóttir, Kristján Freyr Jóhannsson, Sveinbjörg Sveinsdóttir. og fáa hefi ég þekkt, sem jafngott var að leita til og vinna með, enda var hann jafnan störfum hlaðinn, svo sem títt er um mikilhæfa starfsmenn. Það gilti einu hvort hann vann að verkstjórn, mældi fyrir háspennulínum, eða var á skrifstofunni við útreikninga og áætlanagerð, alls staðar var hann hinn ágætasti starfsmaður og vann öll verk hratt og létt. Ég veit að ég halla ekki á nokkurn mann þótt ég fyllyrði, að Guðmundur Hannesson hafi verið einn dýr mætasti starfsmaður Rafmagns- veitna ríkisins, og verður vand- fundinn maður í hans stað. Guðmundur var glæsimenni, karlmannlegur og friður sýnum. Fas hans var létt og ljúfmannlegt og þar sem hann fór var jafnan gleði og gustur, en aldrei lognmolla. Guðmundur var einstakur gæfumaður í hjónabandi sínu, kona hans, Sólveig Halblaub, sem lifir mann sinn, var honum fylli- lega samboðin. Börn þeirra eru fjögur og öll hin mannvænleg- ustu. Þau hjónin voru alla tið sérlega samhent og hefi ég sjaldan eða aldrei kynnst jafn- góðum félögum. Þau voru jafnan saman á ferðalögum á sumrin með börn sín öll, þegar Guðmund- ur var í eftirlits- eða mælinga- ferðum. Þá var oft gaman aó heimsækja þau i hjólhýsið. Guðmundar Hannessonar verður djúpt saknað af fjölmörgum ung- um og gömlum samstarfsmönnum á Orkustofnun og munum við jafnan minnast hans með virðingu og þökk. Nú stöndum við á vegamótum, leiðir skilja að sinni. Farðu vel Guðmundur. Sólveigu og börnunum vil ég og fjölskylda mín votta innilega sam- úð, um leið og við þökkum allar góóar samverustundir á liðnum árum. Páll Hafstað. A morgun, 27. janúar, fer fram útför Guðmundar E. Hannessonar yfirverkstjóra við linubyggingar hjá Rafmagnsveitum ríkisins, en hann lést af slysförum 17. þ.m. Mig langar að minnast hans með i örfáum kveðjuorðum. Guðmund- ur fæddist á Arnkötlustöðum í Holtahreppi 12. september 1933 og þar liðu hans æskuár. Hann var þriðji i röðinni af sjö börnum hjónanna Hannesar Friðriks- sonar og Steinunnar Bjarna- dóttur. 15 ára að aldri byrjaði Guðmundur að starfa i vinnu- flokki hjá Rafmagnsveitum rikis- ins og úr því var ævistarf hans ráðið. Árið 1954 varð Guðmundur flokkstjóri og 1955 verkstjóri, þá aðeins 22 ára að aldri. I því starfi sýndi hann frábæran dugnað og útsjónarsemi, enda veitti ekki af, því árið eftir 1956 var hann sendur til Vestfjarða, þar sem honum var falið að byggja línur við mjög erfiðar aðstæður og hefur margur haft orð á, hvernig það hafi verið hægt. I þeim lands- hluta vann Guðmundur næstu árin og síðan víða um landið við linubyggingar, þar til árið 1963, en þá tók hann til starfa á Raf- orkumálaskrifstofunni, og síðan var honum falið að staðsetja há- spennulínur og sjá um mælingar fyrir þeim á öllu landinu, og nú síðustu árin einnig yfirverkstjórn með vinnuflokkum byggingar- deildar. Guðmundur var hár maður vexti og karlmannlegur. Hann var fágætur persónuleiki, bar alltaf hressandi blæ hvar sem hann kom. Ég kynntist honum fyrst árið 1949 og hafa okkar kynni vaxið meó hverju ári siðan, og aldrei borið skugga á. Ef Island ætti marga slika syni I dag væri bjart að horfa fram. En nú hefir syrt í lofti í stórri fjölskyldu, en minning um góðan dreng, sem öllum vildi vel og reyndi að greiða götu samferðamanna, mun sefa þá miklu sorg er nú situr að völd- um. Við sem þekktum hann best vitum hvern mann hann hafði að geyma og reynum að ylja okkur við þær góðu stundir, sem víð áttum saman, en þær voru margar. Þann fjársjóð er gott að eiga. Árið 1958 kvæntist Guðmundur Sólveigu Halblaub og stofnuðu þau heimili að Hjallavegi 18, Reykjavík, og eiga þau fjögur börn, 9—16 ára. Sólveig hefir ávallt verið manni sínum hægri hönd bæði á heimilinu og á vinnu- stöðum um landsbyggðina. Ég og mín fjölskylda vottum henni og börnunum samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau i sorg þeirra, og einnig öldruðum for- eldrum, sem nú sjá á eftir elsta syninum. Ég þakka Guðmundi fyrir allar okkar samverustundir og bið al- föður að gefa ástvinum öllum þrek og dug um ókomin ár. Hannes Hannesson. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt jafn sviplega sem nú. Aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. Það má með sanni segja að nú hafi öðlingsmaður fallið í valinn. Engin orð mega að lýsa til- finningu okkar við slíka harma- fregn, og vera staddur erlendis gerir mann enn vanmáttugri. Þegar vinur okkar og jainframt yfirmaður i fjölda ára er svo skyndilega og sviplega burtu hrif- inn. Fjölskyldu hans, vinum og starfi er ólýsanlegur missir að slíkum mannkostamanni. Kynni okkar við Guðmund hófust, er við byrjuðum að starfa sem linumælingamenn hjá RARIK á sumrin. Við tókum strax eftir hinu frábæru skipulagshæfi- leikum og dugnaði Guðmundar, þar fór enginn meðalmaður. Hann hafði næmt auga fyrir starf- inu og athyglisgáfa hans var ein- stök. Þessir eiginleikar hans urðu okkur oft til hjálpar í starfi. Reyndist hann okkur sérstaklega góður yfirmaður og ekki minni vinur. Hin létta lund Guðmundar orsakaði, að hann var hrókur alls fagnaðar hvar og hvenær sem var og minnumst við með ánægju samverustunda okkar og annarra mælingamanna í nærveru hans. Enga var betra heim að sækja en þau hjón Guðmund og Diddu. Kom þar í ljós samheldni þeirra og umhyggja við að skapa hlýlegt og traust heimili, þangað sem all- ir voru velkomnir. Það var heldur ekki ósjaldan, sem við mælingamenn komum þreyttir heim af mörkinni. Gott var þá að líta við í litla hjólhýsinu þeirra og mæta hlýjunni og alúð- inni sem þar ríkti. Ekki bara í starfi gaf Guðmund- ur okkur því ungum og litt mótuð- um gott fordæmi, heldur líka hvernig sannur heimilisfaðir á að vera. Við erum þakklátir fyrir að hafa kynnst slíkum manni. Við og eiginkonur okkar, Guðrún og Lilja, vottum Diddu og börnunum okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar allra. Eiríkur Briem, Þórður H. Olafsson. Mánudaginn 27. janúar verður jarðsunginn frá Fossvogskapell- unni i Reykjavik Guðmundur E. Hannesson yfirverkstjóri, Hjalla- vegi 18, en hann lézt af slysförum föstudaginn 17. janúar. Guðmundur fæddist að Arnkötlustöðum í Holtum hinn 12. september 1933. Foreldrar hans eru hjónin Hannes Friðriks- son og Steinunn Bjarnadóttir. Hann ölst upp hjá foreldrum sín- um á bæ þeirra, ásamt sex syst- kinum, við sterk fjölskyldubönd sem héldust alla tið. Árið 1958 kvæntist hánn Sólveigu Halblaub, sem nú syrgir mann sinn, ásamt börnunum fjórum, Elíabetu 16 ára, Ágústi 14 ára, Hannesi 12 ára og Arnheiði, sem er aðeins 9 ára. Við kynntumst Guðmundi Hannessyni fyrst fyrir 18 árum, við Laxárvirkjun, þegar hann kom þangað til að kynnast tilvon- andi tengdaforeldrum sinum og fjölskyldu þeirra, en hann hafði þá fundið konuefni sitt, Sólveigu í þeim hópi. Hann hafði þá þegar hafið störf á þeim vettvangi er hann vann á ætíð siðan, en raf- væðing í sveitum landsins var þá nýlega hafin og verkefnin sem framundan lágu voru nær óþrjótandi. Þrátt fyrir nokkra hlédrægni leyndi sér ekki að hinn ungi verkstjóri bjó yfir miklum lífsþrótti og muni ekki víla fyrir sér, þótt nokkuð blési í móti. Yfir- menn Rafmagnsveitna rikisins munu skjótt hafa séð að ungi mað- urinn hafði auk þess ótvíræða + Eiglnmaður minn og faðir okkar, BJÖRN JÓNSSON, vélstjóri, Breiðabliki Seltjarnarnesi, sem andaðist 1 9, þ.m, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudag- inn 28. janúar kl. 1 3:30 Ingibjörg Stephensen og synir. + Þökkum öllum nær og fjær auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐMUNDAR HELGASONAR vólstjóra, Miðstræti 23, Neskaupstað. Aðalheiður Árnadóttir, Jónhildur Guðmundsdóttir, Önundur Jóhannsson og börn. Við þökkum jarðarför. + af alhug samúðarkveðjur og vináttu við andlát og SIGURÐAR 0. BJÖRNSSONAR prentsmiðjustjóra. Kristfn Bjarnadóttir Geir S. Björnsson, Anita F. Björnsson, Bjarni Sigurðsson, Kristjana Tryggvadóttir, Sólveig Sigurðardóttir. Finnbogi Gislason, Ingibjörg Sigurðardóttir, Kolbeinn Ólafsson, Ragnar Sigurðsson. Valgerður Tómasdóttir, Oddur Sigurðsson, Kolbrún Hjaltadóttir, Þór Sigurðsson, Herdis Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.