Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1975
39
forystuhæfileika og þvi ráðið
hann til verkstjórnar við
byggingu háspennulína, rúmlega
tvitugan að aldri. Hinn mikli
áhugi, framkvæmdasemi og áunn-
in þekking á öllum aðstæðum
hvarvetna á landinu, leiddu til
þess að honum voru stöðugt falin
ábyrgðarmeiri störf sem yfirverk-
stjóra yfir byggingu allra línu-
lagna rafmagnsveitna rikisins.
Vinnustaðurinn var oft ekki lengi
á sama stað, og hlaut það að leiða
til þess að líf ungu hjónanna yrði
með nokkuð öðrum hætti en hjá
mörgum öðrum. En þau voru
mjög samhent. Ekkert aftraði
Diddu frá því, að fara með
Guðmundi og búa á vinnustaðn-
um, jafnvel meðan börnin voru
smá, og einnig seinna þegar
skólar voru úti á vorin. Þannig
bjó hún þeim heimili oft á fögrum
stað í fallegri sveit. Guðmundur
bjó í haginn eins og aðstæður
frekast leyfðu, og smiðaði fljót-
lega traust og gott hjólhýsi, er
gerði ferðalögin þægilegri fyrir
fjölskylduna. Börnin gátu því
fylgzt með störfum pabba síns,
sem þau dáðu svo mjög, og notið
ástrikis og umönnunar beggja
foreldra sinna. Samrýndari fjöl-
skyldu getum við vart hugsað
okkur, og við eigum margar
ánægjulegar endurminningar frá
heimsóknum til þeirra. En heima-
höfnin, vinalegt hús þeirra að
Hjallavegi 18, sem þau hjónin
eignuðust í upphafi búskapar síns
var engu að síður vel haldið og
Guðmundur lét sér mjög annt um
að hlúa þar að fjölskyldunni, og
víst hefur hlýleiki heimilisins
orðið honum mikils virði er hann
kom heim úr erfiðum ferðum. Á
Hjallavegi 18 hefur oft verið gest-
kvæmt, enda voru dyrnar ekki
alltaf lagðar fast að stöfum, þegar
fjölskyldan var heima. Við
minnumst þess þegar skyldfólkið
var að flytja til borgarinnar um
1960, að oft var mannmargt í hús-
inu og öllum fannst sjálfsagt að
svo væri.
Þrátt fyrir að vinnustaður var
oft langt frá heimilinu, var hver
stund notuð til að endurnýja og
fegra í húsinu við Hjallaveg og
undanfarin sumur voru nokkrar
lausar stundir notaðar til að
byggja sumarbústað. Þar hefur
skyidfólkið og vinir haft ánægju
af að koma og eiga góðar stundir
með Diddu og Guðmundi. Þannig
var daglegt lif þeirra viðburðaríkt
alla tíð.
Guðmundur hafði ánægju af að
skipuleggja og framkvæma og
fylgja eftir framkvæmdum af
krafti og það þótti sjálfsagt að
hann hefði forystuna og trúlega
vildi hann sjálfur vera i farar-
broddi. Hann var og ákaflega
samvizkusamur og munu þvi fáir
dagar hafa liðið svo, þó enginn
vinnutími væri, að haryi hefði
ekki samband við starfsmenn sína
til að fylgjast með störfum þeirra
og greiða úr vandamálum þeirra.
Margir ungir menn hófu starfs-
feril sinn undir leiðsögn
Guðmundar, og fengu þar gott
veganesti. Oft urðum við þess vör
að þeir mátu hann mikils og að
hann hafði ánægju af að hitta þá
og fylgjast með þeim siðar. Starf
Guðmundar var orðið mjög eril-
samt nú siðustu árin og stöðug
ferðalög um allt land, þar sem
verið var að reisa raflínur eóa
fyrirhugað var að gera það. Það
þurfti að kanna staðhætti og velja
leiðir og fylgjast með fram-
kvæmdum. Þessar ferðir voru
erfiðar, og þær varó að fara á
öllum árstímum, oft var farið fót-
gangandi eða á ýmsum farartækj-
um. An efa er áhættan við störf
sem þessi meiri en við mörg önn-
ur störf. En ekki var okkur neitt
slikt í huga er okkur barst hin
mikla harmafregn, að Guðmund-
ur væri horfinn okkur og við gát-
um vart trúað að svona væri kom-
ið. En þessu verður ekki breytt
hversu sorglegt sem það er.
En þyngst er sorg Diddu og
barnanna fjögurra, að sjá á bak
ástrikum eiginmanni og föður.
Við biðjum þeim blessunar og
biðjum Guð að gefa þeim huggun
og styrk. Að öldruðum foreldrum
hans og systkinum er þungur
harmur kveðinn. Biðjum við þeim
huggunar. Til allrar blessunar er
til algóður faðir, sem líknar og
græðir sárin og við biðjum að
hann muni einnig sinna öllum
þeim er sakna og syrgja núna.
Minningin um góðan dreng mun
lifa meðal okkar.
H.J., S.H.
Náttúruöflin hafa verið okkur
islendingum óblíð og miskunnar-
laus að undanförnu, eins og svo
oft áður, og minnt okkur rækilega
á, með margvíslegum hætti, hve
búseta í þessu landi er oft á tiðum
erfið og áhættusöm. Enda þótt
tækniþróunin hafi létt okkur, sem
nú búum í landinu, byrðarnar á
ýmsa lund frá því sem forfeður
okkar áttu við að búa heldur bar-
átta okkar við náttúruöflin áfram
á margvíslegan hátt, barátta sem
meðal annars er háð til þess að
gera okkur lífið sem bærilegast í
þessu hrjóstruga og veðrasama
landi.
Með tilkomu hinnar miklu
tækniþróunar undanfarna ára-
tugi hér á landi hafa skapast
mörg ný og erfið verkefni til úr-
lausnar í glímunni við óblíða nátt-
úru á sjó og landi.
Raforkan telst nú orðið til brýn-
Minning:
Fæddur 15. nóvember 1886
Dáínn 18. janúar 1975.
Á morgun verður gerð .útför
Axels Andersens klæðskerameist-
ara, Viðimel 38. Axel var sonur
Hans Andersens, sem ungur nam
hér land á síðara hluta 19. aidar.
Hans var ættaður frá Norður-
Svfþjóð, klæðskerameistari, og
hefur sannarlega verið góður
landnámsmaður og fljótur til að
verða íslendíngur; atorkusamur
og stórhuga. Móðir Axels var
Helga Jónsdóttir prests (siðast) I
Glæsibæ í Skagafirði.
Hans Andersen byrjaði strax
með fataverzlun og klæðasaum
við Aðalstræti, í húsi sem stóð þar
sem hinn forni Ingólfsbær stóð,
og munu þessi fyrirtæki hans
fljótt hafa notið mikilla vinsælda
og verið í fararbroddi á sínu sviði
í áratugi. Hans dó á miðjum aldri
en var þá búinn að skila ótrúlega
miklu ævistarfi og byggja stór-
hýsi sem ennþá nýtur sin vel i
hinum gamla miðbæ innan um
yngri byggingar.
Þau hjón Hans og Helga eignuð-
ust 15 börn, 3 sem dóu í æsku og 8
syni og 4 dætur sem upp komust
og öll urðu þekktir og mætir borg-
arar. Axel var fjórði elztur sinna
systkina sem upp komust. Hann
lærði klæðskeraiðn i fyrirtæki
föður síns, en dvaldi um árabil í
Kanada við frekara nám, og mun
eftir það hafa tekið virkan þátt í
rekstri og stjórn þessa stóra og
velmetna fyrirtækis, sem hélt
reisn sinni og vinsældum langa
tið eftir fráfall hins þróttmikla
stofnanda þess, sem vissulega
hlýtur að hafa verið mikið áfall
fyrir það stóra heimili og um-
svifamiklu viðskipti. En fyrir
dugnað frú Helgu og þá einnig
samheldni hinnar stóru fjöl-
skyldu var fyrirtækið H. Ander-
sen & Sön starfrækt óbreytt þar
til frú Helga andaðist á 4. tug
þessarar aldar og síðustu áratug-
ina undir stjórn Axels, sem þá
eignaðist það einn og rak áfram
um áratugi.
Ég hef hér lítillega minnzt á
foreldra Axels, enda þótt þeim
séu engan veginn gerð nein skil.
En það er erfitt að finna orðum
sínum stað ef rætt er um manninn
Axel Andersen sem gæddur var
svo miklum mannkostum, án þess
að skyggnast ofurlítið til uppruna
og uppeldis.
Axel var gagnheiðarlegur mað-
ur, jafnt í viðskiptum sem dag-
legri umgengni, orðvar og óhlut-
drægur um annarra skoðanir og
gerðir; prúður, kurteis og hlé
drægur, en vakti þó alla tfð at-
hygli fyrir glæsilegan persónu-
leika og höfðinglega framkomu,
ustu þarfa landsmanna og telur
sig helst enginn geta án hennar
verið stundinni lengur. Mikil
verkefni hafa því skapast á
þessum vettvangi á undangengn-
um áratugum, í byggingu orku-
vera, byggingu háspennulina og
dreifikerfa um allt land, ásamt
viðgerðum og viðhaldi þessara
mannvirkja, oft við hin erfiðustu
skilyrði, i vondum veðrum og illri
færð. Margur maðurinn hefur
helgað sig þessum störfum alla
sina starfsævi, og er einn þeirra
Guðmundur E. Hannesson, yfir-
verkstjóri línubyggingardeildar
hjá Rafmagnsveitum ríkisins, er
lést i hinu hörmulega þyrluslysi
þann 17. þ.m. í Hvalfirði.
Guðmundur byrjaði ungur að
árum hjá Rafmagnsveitum ríkis-
ins, aðeins 15 ára gamall, árið
1948 og starfaði hjá þeim til
dauðadags við hin margþættustu
störf að raflínulögnum um land
allt. Starfsferil Guðmundar við
þessi störf ætla ég ekki að rekja
hér. Það verður gert af öðrum.
Ég átti því láni og þeirri ánægju
að fagna, að hafa meiri og minni
samskipti við Guðmund, vegna
starfa okkar hjá fyri'rtækinu, í
nær öll þessi ár. Guðmundur tókst
eða f fáum orðum sagt hann var
sannur „aristókrat" af gamla skól-
anum.
Hann hélt sínum virðuleika og
andlegu þreki, jafnframt sjón og
heyrn til dauðadags, þrátt fyrir
langvarandi vanheilsu, sem smám
saman dró úr likamlegum þrótti.
Þetta vissu nánustu vinir hans
einir, þvf að aldrei kvartaði hann.
Það var alltaf mannbætandi að
umgangast hann og ræða við hann
um dag og veg.
Hann naut sfn vel á gleðistund-
um, átti fallegt og friðsamt heim-
ili og fékk að deyja f rúmi sínu,
sáttur við alla menn, einn með
sfnum trausta lífsförunauti, eftir
langa og farsæla sambúð.
Árið 1925 kvæntist Axel eftir-
lifandi konu sinni Guðbjörgu
Þótt nokkuð sé um liðið síðan
minningarathöfn um vin minn
Snorra Þorvaldsson fór fram í
Berunesskirkju, þá langar mig til
að kveðja hann með fáeinum
línum.
Ég kynntist Snorra ekkert að
ráði fyrr en árið 1961, en eftir það
unnum við saman, aðallega til
sjós, til ársins 1972.
Ég þekki ekki nægilega vel
fyrrihluta ævi Snorra til að fara
nákvæmlega rétt með, en væri
það vissulega þess virði. Með
sanni má segja að hann hafi
skilað meira ævistarfi en margir
jafnaldrar hans, þótt líkamsheilir
væru. Sjö ára að aldri mun Snorri
hafa verið þegar hann varð fyrir
þeirri dapurlegu reynslu að fá
lömunarveiki og var upp frá því
rneð lamaðan vinstri handlegg.
Snorri var við prentnám á
Seyðisfirði um nokkurt skeið en
varð að hætta þvf vegna þess, að
faðir hans, sem var bóndi á Karls-
stöðum á Berufjarðarströnd,
veiktist mikið og varð þá Snorri
að fara heim og hjálpa til við
búskapinn. Hann tók við búinu
eftir að faðir hans lést og bjó þar
á annan tug ára og stundaði jafn-
framt sjóróðra á opnum báti og
fiskaði á við aðra.
Eftir það lá leiðin eingöngu til
sjós á fiskibáta í ýmsum ver-
stöðum. Mun Snorri hafa starfað
svo til eingöngu á sjó sfðustu
tuttugu árin. Eftir því sem ég
kynntist Snorra betur, dáðist ég
meira og meira að þrautseigju
og kjarki hans, áhugasemi og
hér á við æði stórbrotið og erfitt
verkefni, að vinna að lagningu
þúsunda kílómetra af háspennu-
lfnum, vfðsvegar um þetta erfiða
land. En hér var ávallt gengið
hiklaust til verks, og beitt þeirri
miklu þekkingu á landi og veðr-
um, sem Guðmundur átti yfir að
ráða og þroskaðist sífellt með
árunum og aukinni starfsreynslu,
ásamt kunnáttu sem numin var af
bókum, mönnum, kynnisferðum,
námskeiðum og hverju því öðru
sem að gagni mætti koma við það
verkefni, sem hann hafði helgað
ævistarf sitt. Hann hafði lfka náð
ótrúlega góðum tökum á hinum
flóknustu þáttum þessa verk-
efnis, enda þótt aldrei gæfist tími
til langskólagöngu á æviskeiðinu.
Guðmundur var hamhleypa til
verka og ósérhlifinn og mátti einu
gilda hvert verkið var: líkamleg
vinna við línubygginguna, verk-
stjórn viðamikilla verka, val á
línuleiðum, mælingar úti í náttúr
unni, hverskonar hönnunar- og
skrifstofustörf. Við þessi verkefni
eða skyndiferðir um fjöll og aðrar
óbyggðir á hverskonar farartækj-
um sem á þurfti að halda í það og
það skiptið, til könnunar á snjóa-
Grfmsdóttur bónda á Kirkjubóli
við Steingrímsfjörð. Þau bjuggu í
Andersenshúsinu við Aðalstræti
til ársins 1938 að þau fluttu á
Víðimel 38 þar sem þau gerðust
sameigendur okkar hjóna og hafa
búið þar síðan.
dugnaði. Hann mun snemma hafa
sett sér það að vera ekki eftir-
bátur annarra þótt heilhentir
væru og honum tókst það, því þótt
læknar gæfu út, að hann væri
65% öryrki, þáði hann engar
bætur nema tvö siðustu árin.
Snorri var vinur vina sinna,
bráðvel gefinn og minnugur, enda
sá besti tafl- og bridgemaður sem
ég hef kynnst. Hann var alltaf
léttlyndur og skapaði alltaf góðan
„anda“ um borð i þeim skipum
sem hann var á.
Eitt var það í fari Snorra sem ég
lengi minnist og það var, að öll
þau ár sem við vorum saman, man
ég ekki til, að hann talaði illa um
einn einasta mann. Sýnir það best
hans innri mann.
Snorri var skipverji á bát frá
Suðurnesjum f haust sem leið og
tók þá út af bátnum sem staddur
var í Faxaflóa. Hvílir hann þar í
votri gröf ásamt bróður sinum
lögum og ísingarhættu vegna
væntanlegra raflínulagna um
þessi svæði, hvar sem handtaka
var þörf hverju sinni, ávallt sami
brennandi áhuginn á að verk-
efnið væri fljótt og vel af hendi
leyst.
Guðmundi tókst ævinlega að
safna að sér ótrúlega góðu starfs
liði til þessara erfiðu verka, og
einnig á þeim tímum, sem hvað
erfiðast var um starfsmenn,
vegna mikillar eftirspurnar.
Honum tókst þvi að ná miklum og
góðum árangri i þessari sérhæfðu
byggingargrein.
Rafmagnsveitur ríkisins, hverj-
um hann helgaði starfskrafta
sína, allt frá því að hann var ungl-
ingur og til dauðadags, eða í um
27 ár, munu lengi búa að giftu-
drjúgum störfum Guðmundar E.
Hannessonar, við raflínulagnir
um byggðir og öræfi Islands, þótt
hið sviplega fráfall hans hafi
borið að á miðjum starfsaldri.
Hann varð islensku þjóðinni
giftudrjúgur þegn með starfi
sinu.
Við hjónin vottum fjölskyldu
hans innilega samúð.
Guðjón Guðmundsson.
Þau hjón eignuðust eina kjör-
dóttur, Ásu Andersen, og tvær
dótturdætur, Guðbjörgu Ásu, sem
að nokkru hefur alizt upp hjá afa
og ömmu og hefur ásamt mömmu
sinni og eiginmanni verið eldri
hjönunum notaleg og hjálpsöm i
erfiðum veikindum þeirra hin síð-
ari ár, og Regfnu sem enn er barn
að aldri.
Sambýlið við þessi hjón Guð-
björgu og Axel Andersen sem nú
hefur varað í 37 ár hefur verið
með þvílfkum ágætum, að fá
munu vera þess dæmi. Ymsir
árekstrar sem víða er kvartað um
hafa aldrei orðið hér, né aðrar
snurður hlaupið á þráðinn.
Um leið og við kveðjum Axel
Andersen viljum við hjónin
þakka honum og Guðbjörgu, fyrir
okkar hönd og barna okkar,
þeirra ljúfu og vinsamlegu fram-
komu í okkar sambýli, og frábæra
viðkynningu. Við vottum Guð-
björgu, dóttur og dótturdætrum,
systrum Axels og öðru venzlafólki
þeirra hjóna innilega samúð og
biðjum þeim blessunar.
Guðfinnur Þorbjörnsson
Eiriki, kunnum skipstjóra er fórst
í Faxaflóa fyrir mörgum árum, en
Eirík bróður sinn dáði Snorri
mjög mikið.
Snorri var fæddur 26. desember
1913 og hefði nú orðið 61 árs f
desember hefði hann lifað.
Blessuð sé minning hans.
Svanur Sigurðsson.
Sérverzlun
Til sölu lítil sérverzlun staðsett við miðbæinn.
Kaupendur sendi tilboð til augl.d. Mbl. fyrir 1.
febrúar merkt: „Sérverzlun — 7307".
Axel Andersen
klœðskerameistari
Snorri Þorvaldsson
Karlsstöðum -Minning