Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 32
32 ------1--------------------------—------ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1975 Ibúð óskast Fyrirtæki í Rvk. óskar eftir að taka á leigu einbýlishús eða 5 — 6 herb. íbúð. Góð um- gengni, tímanlegar greiðslur. Tilboð sendist Mbl. merkt: í—8563. Trésmiðjan K-14 Innréttingar, sólbekkir, baðskápar, gluggar, úti- hurðir. Sögum og heflum efni í innveggi o.fl. Trésmiðjan K-14, Mosfellssveit. Sími 66430. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Fréttabréf austan úr Holtum ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Mykjunesi, 5. jan. Nýja árið gekk í garð með veðraham, því segja má að hver hrinan hafi rekið aðra, ýmist með snjó eða regni, en frost hafa ekki verið stíf. Klakinn sem var á veg- inum er horfinn og ágætis færð um alla vegi. Hér eru allar skepn- ur búnar að vera á fullri gjöf síðan seint í nóvember. Meira að segja hross hafa ekkert haft af jörð vegna þess hve allt hefur verið klökugt. Þetta ástand mið- ast við uppsveitir hér, annars staðar hefur verið betra. Snjór er ekki mikill eins og er en veður óstöðug svo að með eindæmum má telja. En þrátt fyrir kuldann síðustu vikur ársins, verður þó ekki annað sagt en að árið 1974 hafi verið gott ár, veturinn var mildur og sumarið sólríkt og hlýtt. Heyfengur varð að vísu fyr- ir neðan meðallag en nýting mjög góð. Ekki mun vera færra fé á fóðrum en s.l. ár, en kindum er alltaf að fækka. Hér í Holtahreppi eru um fimmtfu bændur, en ekki nema átján sem hafa mjólkursölu og útlit fyrir að um meiri fækkun mjólkurframleiðenda verði að ræða á næstunni. Hitt er svo að þróunin er í þá átt að kúabúin verði miklu stærri en þau hafa verið, að því stefnir hér með þá fáu sem eftir verða með kýr, Ferðakynning-Bingo SUNNUDAGINN 26 JAKI SIGTUN Húsiðopnaðkl. 8 Dagskrám hefst kl. y. Wj|helm Kristinsson, Kynnir kvöldsms verður fréttamaður niafsson. Vinningar 1. Bingó.Stjórnand.Friðm ^ vikudvö, i m.a. 2ja vm London, Afrikuferö. FRÁBÆR SKEMMTUN OG MÖGULEIKI Á GÓÐUM BINGÓVINNINGI! . or cjóndar verða stuttar ^ tíílfl áfangastöðum. m.a. tM'" Túnis 8úlgaríu og Spám. 3 ^^^''"öltis- aTJinsrúllugiald. Aðgangur ókeypis Hi Ferðamiðstöðin hf. Aðalstrœti 9, símar 11255 og 12940 þannig að kúnum fækkar ekki, ekki eins og tala mjólkurframleið- enda gæti gefið tilefni til að halda. Ekki er á þessu stigi hægt að segja neitt um framkvæmdir á nýbyrjuðu ári. A liðnu ári voru miklar byggingaframkvæmdir hér og er ekki alls staðar lokið, að sjálfsögðu verður því lokið sem ógert er hvað sem meira verður. En vitað er um að ræktunarfram- kvæmdir verða dýrar vegna hins geysiháa áburðarverðs sem nú blasir við. Um áramót er eðlilegt að nema staðar og litast um, horfa til baka og þakka það liðna, einnig fram á veginn og vona það bezta. Það er þó ekki hægt að loka augunum fyrir því að ýmsir erfiðleikar blasa við. Það gefur nokkra vis- bendingu að opinberar stofnanir ganga á undan meó stórfellda hækkun á sinni þjónustu, t.d. póstur og sími. Munu ekki allir aðrir telja sig þurfa að feta í sömu slóð? Gleðilegt ár! M.G. Verkakvennafélag Keflavikur og Njarðvtkur heldur bingó þriðjudaginn 28. janúar kl. 9. Félagskonur fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Skemmtinefnd. Hjálpræðisherinn Sunnudag kl. 11: Helgunarsam koma. Kl. 14: Sunnudagaskóli. Kl. 20.30: Hjálpræðissamkoma. Söngur og hljóðfærasláttur. Brigader Ingibjörg og Óskar Jóns- son stjórna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.