Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1975 SAMKVÆMT tölum Hag- stofunnar um fæðingar á síðustu árum hafa ár hvert að jafnaði um 600—700 stúlkur undir tvítugsaldri alið barn. Stærstur hluti þessa hóps er að sjálfsögðu 18 og 19 ára gamlar stúlk- ur, en hinar eru þó alltaf margar, sem verða mæður 15—17 ára gamiar og nokkrar meira að segja enn yngri: Undanfarin ár hafa yfirleitt 1—3 stúlkur alið barn áður en þær náðu 15 ára aldri. Slagsíðan sneri sér til ýmissa aðila til að leita upplýsinga um málefni þessara súlkna, en þar reyndist ekki um auðugan garð að gresja. Enginn einn aðili eða stofnun hefur sérstök afskipti af þessum unglingsstúlkum umfram aðrar verðandi eða nýorðnar mæður. Og enginn einn aðlili hef- ur safnað upplýsingum um hagi þeirra, en til eru hjá ýmsum stofnunum skýrslur um sumar þessara stúlkna, þ.e. þær, sem hafa leitað aðstoðar félagsráð- gjafa eða annarra sérmenntaðrq manna á sviði heilbrigðismála og félagslegrar aðstoðar. Slík aðstoð sérmenntaðs fólks er boðin öllum stúlkunum, en aðeins fáar þeirra þiggja hana. Hjá Hagstofunni fékk Slagsíðan þó ýmsar tölulegar upplýsingar um fæðingar hér á landi undan- farin ár og um mæðurnar, sem börnin ólu, en þó aðeins hvað aldur snertir. Er ekki úr vegi að líta á þessar tölur fyrst. Á árunum 1961 til 1972 fæddu alls 14 stúlkur, sem ekki höfðu náð 15 ára aldri, barn. Sum árin varð engin stúlka móðir svo ung, en önnur ár ein, tvær og allt upp í fórar. Hins vegar reyndust stúlk- ur á aldrinum 15—19 ára vera um 16—17% af heildarfjölda mæðra, sem barn ólu á þessum tíma. Að sjálfsögðu eru 18 og 19 ára gamlar stúlkur stærsti hluti þess hóps, en hinar eru þó margar sem verða mæður 15—17 ára gamlar. Árið 1961 fæddust 603 börn yngri stúlkum en 20 ára, en sú tala komst upp í 828 börn árið 1966. Hins vegar hefur hún verið held- ur lægri sfðustu ár og árið 1972 var talan 777 börn. Nýrri tölur liggja ekki fyrir. Hlutfall mæðra undir tvitugu af heildarfjölda mæðra fór hækk- andi framan af síðasta áratug og komst upp í 18,3% árið 1969, en lækkaði síðan aftur og var 16,6% árin 1971 og 1972. Að sjálfsögðu eru langflest þessara barna óskilgetin og hefur hlutfallstala óskilgetinna barna, sem mæður 15—19 ára eignast, raunar farið stöðugt vaxandi und- anfarin ár. Arið 1961 var 69,1% barnanna óskilgetin, en árið 1972 voru 84,7% barnanna óskilgetin. Hafa ber í huga, að þegar stúlkur ganga í hjónaband með barnsfeðr- um sínum, verða börnin skilgetin að lögum, enda þótt þau hafi verið óskilgetin við fæðingu. En Hagstofan heldur einnig saman tölum um fjölda þeirra mæðra, sem eru i sambúð, þótt þær séu ekki giftar, og mætti ætla, að stærstur hluti þeirra stúlkna, sem eru i sambúð, er þær eignast barn, gangi siðar í hjóna- band með barnsföðurnum. En samkvæmt tölum Hagstofunnar gerist það æ algehgara, að stúlkur á aldrinum 15—19 ára, sem ala barn, séu ekki í sambúð. Þannig var aðeins rúmur helmingur slíkra stúlkna án sambúðar árið 1961, en árið 1972 reyndust 72,8% mæðra 15—19 ára vera án sam- búðar. 1 heildina voru óskilgetin börn 25,7% allra fæddra barna á árun- um 1961—1965, en hins vegar hef- ur þetta hlutfall farið hækkandi og árið 1972 reyndist tæplega þriðja hvert barn óskilgetið, eða 32,3%. Fróðlegt er að líta á tölur um aldur móður og fæðingarröð á ár- unum frá 1961 til 1970. Þar kem- ur fram, að stúlkur innan tvítugs eignuðust alls 7154 börn. Af þess- um börnum voru 5879 börn fyrsta barn móðurinnar, en 1162 börn voru annað barn. 102 börn voru þriðja barn móður og 7 voru fjórða barn móður, en ein stúlka hefur náð að eignast fimm börn áður en hún varð tvítug. Heldur virtist hafa dregið úr því á siðari hluta áratugarins, að stúlkur inn- an tvitugs væru að eignast annað, þriðja eða f jórða barn og má vafa- laust rekja þá þróun til aukinnar notkunnar getnaðarverja. Slagsíðan ræddi um þessi mál við þau Sævar Berg Guðbergsson, fortöðumann fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar, Kristínu Ottesen, forstöðukonu Mæðraheimilis Reykjavíkurborgar og Maríu Þor- geirsdóttur, félagsráðgjafa við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, en öll hafa þau haft einhver af- skipti af málefnum unglings- stúlkna, sem áttu von á eða voru nýbúnar að fæða barn. Voru mál- in rædd vítt og breitt og er heppi- legast að rekja umræðurnar með því að líta á hvert stig þessara mála eins og þau þróast frá því að stúlka fer að eiga samfarir og þar til hún hefur fætt barnið. HEFJA UMGLINGAR KYNLÍF YNGRI EN AÐUR FYRR? Talið barst að þeirri spurningu, hvort unglingar stunduðu kynlíf meira nú en áur tiðkaðist. Sævar kvaðst telja, að kynlíf væri meira stundað af unglingum nú en áður, kannski ekki sízt vegna hinnar miklu umræðu og skrifa um kyn- líf, sem uppi hafa verið á undan- förnum árum. Unglingarnir væru opinskárri um þessi mál nú en áður fyrr og þessu fylgdi, að margir unglingar teldu, að eitt- hvað hlyti að vera athugavert hjá sér, ef þeir stunduðu ekki kynlif. Ættu margir þeirra það til að gorta af afrekum sínum á þessu sviði, án þess að fótur væri fyrir þeim sögum, en allt þet.ta tal ýtti á eftir öðrum unglingum að reyna kynlífið. Þannig væri þetta að sínu mati einnig í sambandi við áfengismál. Vegna þess að mikið væri skrifað og skrafað um áfengisneyzlu unglinga, leiddust án efa æ fleiri unglingar út í það að prófa að neyta áfengis. María tók undir það, að ungl- ingar reyndu að gera meira úr kynlífsreynslu sinni en efni stæðu til, en hins vegar teldi hún samt, að kynlíf unglinga hefði aukizt „og það er furðulegt að ekki skuli verða fleiri unglings- stúlkur ófrískar en raun ber vitni,“ sagði hún. Talið barst að getnaðarvörnum og fræðslu um þær og kynferðis- mál almennt og voru þau sam- mála um, að fræðsla um þessi mál væri allt of lítil. „Og það vantar ekki bara fræðslu um kynlífið,“ sagði Sævar, „heldur vantar fræðslu um það hvað felst i því að vera maður og kona.“ María sagði, að Islendingar Kristfn: „Við bjuggumst við meiri fjöida kornungra stúlkna hingað á heimilið." Sævar: „Það ætti að virkja Tóna- bæ f sambandi við kynferðismála- fræðslu." Sævar: „Unglingarnir eru opin- skárri um kynferðismál en áður fyrr.“ fleiri veröa ófrískar” væru að reyna að vera frjálslynd- ir í þessum málum, en i rauninni væru þetta mikil feimnismál í flestra augum. Fræðsla um þessi mál væri lítil sem engin, bæði i skólum og á heimilum, og það sama gilti um getnaðarvarnir, fræðsla um þær væri sáralítil. „Það hefur komið greinilega i ljós, í samtölum mínum við þessar ungu mæður,“ sagði María, „að þær höfðu engar getnaðarvarnir notað áður en þær urðu barnshaf- andi. Hins vegar eru þær mjög áhugasamar um að kynna sér þessi mál eftir að barnið er fætt, en það er vissulega of seint." Sævar kvaðst vilja benda á, að unglingar væru alls ófeimnir að ræða þessi mál sín á milli á stöð- um eins og t.d. Tónabæ og hann kvaðst þeirrar skoðunar, að ein- mitt þar mætti ná miklu auðveld- ar til unglinganna með fræðslu um þessi mál og ætti hiklaust að virkja Tónabæ í þessum efnum. 1 þessu sambandi vakti María athygli á, að nú hefur verið ákveð- ið af hálfu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur að auka þjónustu á þessu sviði með því að f febrúar mánuði verða teknir upp sérstak- ir viðtalstímar tvisvar i viku, tveir tímar í senn, þar sem læknir mun veita upplýsingar og fræðslu um getnaðarvarnir og verjur og liðsinna fólki um val á slíkum hlutum. Sagði María, að vonur væru bundnar við þessa nýju þjónustu og þá m.a. að ungt fóik notfærði sér hana sem bezt. NOKKUÐ UM FÓSTUR- EYÐINGAR HJÁ UNGLINGSSTÚLKUM En getnaðarvarnir og fræðsla eru fyrirbyggjandi ráðstafanir og leysa ekki vanda þeirrar stúlku, sem er orðin barnshafandi. Slag- síðan sneri sér til Ölafs Olafsson- ar landlæknis og spurði hann hvort eitthvað væri um það að fórstureyðingar væru heimilaðar hjá unglingsstúlkum. Hann kvað svo vera og sagði að heimildar- ákvæði væri til að láta eyða fóstri hjá stúlku, ef hún teldist ekki liklega til að geta, æsku sinnar vegna, séð barninu farborða. Olaf- ur kvaðst ekki hafa á hraðbergi neinar tölur um hvers oft þessu ákvæði hefði verið beitt á undan- förnum árum, en nokkuð hefði verið um það. María sagði, að nokkuð væri um það að foreldrar unglingsstúlkna leituðu upplýsinga hjá félagsráð- gjöfum, bæði sér og félagsráð- gjafaLandspítalansum möguleika á fóstureyðingum og eins gerðist það stundum, að stúlkur kæmu sjálfar til ráðgjafanna og óskuðu eftir aðstoð við að fá fóstureyð- ingu. Maria kvaðst telja, að for- eldrar reyndu oft að beita þrýst- ingi og nota sambönd sin til að fá leyfi til fóstureyðingar fyrir dæt- ur sínar, en hins vegar væri lækn- um litt um það gefið að eyða fóstri hjá ungum stúlkum, sem ekki hefðu átt barn áður. Siíkar fóstur- eyðingar þyrftu aðra aðferð en aðrar fóstureyðingar og þótt allar fóstureyðingar, sem hér væru framkvæmdar, færu fram á sjúkrahúsum við góðar aðstæður, væru læknar afar tregir til að gera slíkar aðgerðir á unglings- stúlkum. „En það sem ég hef kynnzt þess- um ungu, verðandi mæðrum," sagði María, „þá hafa þær verið reglulega duglegar og viljað fæða börn sín. Mér virðist líka sem foreldrar styðji meira við bakið á svona ungum stúlkum heldur en þeim sem eru orðnar eldri. Foreldrum finnst stundum, að þessar eldri séu orðnar nógu gamlar til að sjá um sig sjálfar og margar þeirra líta einnig þannig á málin sjálfar.“ Slagsíðan spurði nú um aðstoð við ungar, verðandi mæður og kom þá fram, að enginn opinber aðili hefur skipulegt eftirlit með slíkum stúlkum til að aðstoða þær ef með þarf. 1 mæðradeild heilsu- verndarstöðvarinnar hangir uppi auglýsing, þar sem boðin er að- stoð félagsráðgjafa stöðvarinnar, og þar sem allar verðandi mæður koma til skoðunar í deildinni, taka þær sjálfsagt eftir þessu til- „Furðnlegt, Kristfn: „Höfum reynt að hjálpa stúlkunum að afla sér mennt- unar. að ekki sknl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.