Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975 29 sagði upphafsmaður ráðstefnunnar í sumar Bandaríkjamanna í hafréttar- málum á síðari hluta sjöunda ára- tugarins og fyrstu árum hins átt- unda, þegar unnió var að undir- búningi Caracasráðstefnunnar. Og vegna þess sem Bandaríkja- menn voru fúsir að leggja i sölurnar fyrir bindandi sam- komulag um sundin, hafði stefna þeirra á sér sterkt yfirbragð stór- huga alþjóðahyggju. Til dæmis lagði stjórn Nixons fram hjá Sam- einuðu þjóðunum árið 1970 tillög- ur að hafréttarsamkomulagi, þar sem Bandarikin buðust til að gefa upp á bátinn margar fyrri kröfur sínar til auðæfa á bandariska landgrunninu. 1 þessum samkomulagsdrögum var lagt til, að markalina lögsögu þjóða yfir landgrunnsauðæfum yrði dregin við 200 metra dýptarlínu. Hinn hallandi ytri hluti landgrunnsins frá þessari línu út að 13—14.000 metra hafdýpi skyldi verða hluti af hinum sameiginlega arfi. (Þó þess sé sjaldnast getið er Banda- ríkjunum að enn öðru leyti i hag að balda brún landgrunnsins innan alþjóðahafssvæðisins; land- grunnshlíðarnar eru hinn ákjós- anlegasti staður fyrir neðan- sjávarkassana „svörtu kassana" svonefndu, sem hlusta eftir kaf- bátum andstæðinga og miða þá út. Margar þjóðir eru þvi andvigar að slikum tækjum sé komið fyrir innan landhelgi þeirra). Samkvæmt tillögum Nixon- stjórnarinnar átti ytri hluti land- grunnsins þó ekki að hafa full- komlega sömu stöðu og alþjóða- hafsvæðið, heldur var ráð fyrir þvi gert, að viðkomandi strand- ríki hefði umsjón með vinnslu auðlinda þar, meó fyrirkomulagi leyfisveitinga til einkafyrirtækja. Strandríkið skyldi halda hluta arðsins en greiða annan hluta, ríflegan til alþjóðastjórnar hafs- botnsauðlinda, í ætt við hugmynd- ir Pardos. Þessi sama alþjóða- stjórn skyldi úthluta leyfum til vinnslu auðlinda á djúpsævi, sem yrðu alger alþjóðaeign. Um skamma hrið virtist mann- kynið hafa innan seilingar tæki- færi til að koma á efnahagssam- vinnu á hafinu, sem öllum væri til hagsbóta. Á fyrstu árum áttunda áratugarins höfóu jarðfræðingar olíufyrirtækja komizt aó þeirri niðurstöðu, að á ytri land- grunnsvæðunum væri að finna sum þykkustu og hugsanlega sum auðugustu botnlög, sem olíu hefðu að geyma. Kunnur olíujarð- vegsfræðingur, sem vinnur sjálf- stætt, Lewis G. Weekes að nafni, áætlar að allt að 728 milljarðar oliutunna kunni að liggja á botns- svæðum utan 200 metra dýpis. Líklega verða Bandarikjamenn með hinum fyrstu til að framleiða oliu af ytri hluta landgrunns síns og þó ekki væri nema smábiti af þeirri ágóðaköku gæti haft i för með sér meiriháttar breyting- ar á efnahag vanþróuðu ríkjanna. — En fyrr en varði höfðu menn misst úr höndum sér tækifærið til samvinnu — þar komu til gagn- kvæm tortryggni, sókn í aukið yf- irráðasvæði og áhyggjur þjóða, er búa við takmarkaðar auðlindir. 77 RtKJA HÓPURINN TORTRYGGNI Hugsanlega hefði bandarísku tillögunum verið fagnað sem sigri fyrir þriðja heiminn og þegar verið á þær fallizt, ef þær hefðu átt uppruna sinn einhvers staðar annars staðar. Andstaðan gegn þeim kom aðallega frá 77-ríkja hópnum, það er að segja van- þróuðu þjóðunum, sem standa meira og minna saman sem ein heild og voru í upphafi 77 talsins en eru nú um 100 eða tveir þriðju hluta atkvæðaafls hjá Sameinuðu þjóðunum. Þessi rikjaheild hefur orðið æ tortryggnari á flest það sem upp- runa sinn á i hinum þróuðu iðn- ríkjum og á þeirri tortryggni hafa ríki á borð við Kina og Alsír i sífellu alið. Mælska þessara rikja eykst þó óðfluga þegar kemur að „fjölþjóðafyrirtækjum", en það er hugtak, sem virðist ná yfir hvaða stórfyrirtæki sem er, sér- staklega ef það á uppruna sinn í Bandaríkjunum. Svo áleitin er þessi afstaða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að i þeim herbúðum eru nær allir farnir að líta á það sem niðrandi staðhæfingu að eitt eða annað beri með sér „keim af frjálsu framtaki". Þar sem tillögur Bandaríkjamanna um alþjóð- legan aðgang að auðæfum hafs- botnsins gerði ráð fyrir hlutdeild olíufyrirtækja og annarra í vinnslu þeirra, þóttu þær bera keim af frjálsu framtaki. Gegnum afstöðu 77 ríkja hóps- ins til svo til allra atriða haf- réttarmálanna gengur til- finningalegur þáttur, sem við- semjendum þeirra virðist oft fjarri skynsemi. Hvað eftir annað hafa þróuðu iðnrikin boðið arðskiptingarskil- mála, sem þau hafa talið sann- gjarna eða boð um að láta alþjóð- lega dómstóla skera úr deilu- málum I stað hervalds og þar með afsalað sér að nokkru hernaðar- mætti sínum. En hvað eftir annað hafa þjóðir þriðja heimsins hafnað siíkum boðum, samninga- mönnum til furðu og oft á móðgandi hátt. Ymsir, sem með framvindu þessara mála fylgjast, hafa smám saman talið sig finna hvað liggur til grundvallar þessari afstöðu. LANGVARANDI LÖNGUN I YFIRRÁÐ Einn þeirra manna, sem hafa kynnt sér þessi mál, er Edward Miles frá Trinidad. Hann starfar við Washington-háskóla og hefur viðtæk sambönd meðal leiðtoga vanþróuðu ríkjanna. Miles segir, að þrátt fyrir mismunandi hags- muni sína séu vanþróuðu þjóðirn- ar sameinaðar í að minnsta kosti einu tilliti — langvarandi löngun i fullveldi og yfirráð. Fátækar þjóðir reikna ekki ávinning sinn endilega í fjármunum, sérstak- lega ekki, ef þeim finnst slíkur ávinningur bera keim ölmusu frá þeim, sem betur mega sín. Þær hafa meiri áhuga á beinum og óskoruðum yfirráðum yfir því, sem þær telja sér bera með réttu. Af þessum sökum myndu Suður-Ameríku ríki eins og Chiie, Peru og Ekvador fremur slíta samningaviðræðunum algerlega en að slá nokkru af kröfum sínum um 200 milna landhelgi. Jafnvel þó þessi lönd hafi ekki víðáttu- mikið landgrunn og myndu þá væntanlega hafa af því hag aó slá í einhverju af landhelgiskröfun- um gegn því að fá hlutdeild í ágóða af landgrunnsolíu annarra rikja. Það vildi nú svo til, að 77-rikja hópurinn fékk stuðningsmenn gegn upphaflegum tillögum Bandarikjamanna, bæði i ráðu- neytum stjórnarinnar, í banda- riska þinginu og innan olíufyrir- tækjanna. Þegar ráðamenn i innanríkis- og fjármálaráðuneytum Banda- ríkjanna komust að raun um, að landvarna- og utanrikisráðuneyt- ið voru að reyna að láta af hendi helming landgrunnsins með allri olíu og ábata af henni, urðu þeir sem steini lostnir. Þegar á fyrri hluta ársins 1971 höfóu sumar stjórnarskrifstofur varað við þeirri orkukreppu, sem siðar átti eftir að skella yfir. Olíusölubann OPEC-ríkjanna á siðasta ári batt siðan enda á allt tal um að láta af hendi innlenda olíu og auk þess rak það innanríkisráðuneytið og þingið til endurskoðunar á fyrri hugmyndum um það hversu treysta mætti birgðum annarra námuefna. 1 athugunum, sem við- skiptamálaráðuneytið lét gera, var því spáð, að innan fárra ára yrðu Bandaríkjamenn jafn háðir innflutningi harðmálma og þeir væru olíuinnflutningi nú. Vegna þessa sáu menn nú fyrir sér hvernig útflytjendur málma gætu sameinazt um að krefjast hærra verðs og annarra tilslakana — sem í ljós kom, þegar þjóóir þær, sem framleiða bauxite og kopar, gripu til slíkra ráða. Á sama tíma var hart lagt að bandariskum þingmönnum að grípa til einhverra ráðstafana gegn rányrkju erlendra fiski- manna. TRIDENT BREYTIR ÖLLU Andspænis allri þessari and- stöðu, innan lands og utan, létu Bandarikjamenn ósköp hljóðlega niður falla tillögur sínar um að leggja ytri hluta landgrunnsins undir hina alþjóðlegu sameign. Þess í stað hölluðust stefnumót- endur okkar að 200 mílna efna- hagslögsögu, en hugmyndin um hana kom fram af hálfu nokkurra rikja i Karabiska-hafinu og Afríku árið 1972. Samkvæmt þeirri hugmynd er gert ráð fyrir nokkurri útþynn- ingu á fullveldi þjóða yfir haf- svæðinu umfram 12 milna mörkin, þar sem gilda skuli al- þjóðasamningar um mál á borð við siglingafrelsi, mengunarvarn- arstaðla, fiskveiðiumsjón, frelsi til hafrannsókna og meðferð ágreiningsmála. En — þótt Bandaríkjamenn féllust þannig á efnahagslögsög- una héldu þeir fast við þá kröfu að sundum yrði haldið opnum, jafnvel þar sem þau féllu innan 12 milna fullrar lögsögu þjóóa. Samningamenn Bandarikjanna í Caracas staðhæfa, að í raun og veru hafi náðst samkomulag um sundamálið i Caracas sl. sumar En nú er svo kaldhæónislega komið, að málið virðist ekki lengur eins brýnt og áður. Hvers- konar samkomulag, sem nást kann á hafréttarráðstefnunni verður ekki staðfest fyrr en seint á þessum áratug, i fyrsta lagi, og þá verða Bandaríkjamenn að öllum líkindum búnir að koma sér upp nýju Trident kjarnorkukaf- bátaeldflaugunum, sem geta hæft skotmark i allt að 6000 mílna fjar- lægð. Þar með verður minni þörf fyrir, að kafbátar fari inn á haf- syæði, sem sundin loka. Þar fyrir utan geta Bandaríkjamenn og Sovétmenn nú þegar komið neðansjávarhlustunartækjum fyrir i sundunum til þess að finna hvern þann kafbát, sem fer þar um. Og hvað sem öllu líður hefur alltaf verið erfitt að gera sér í hugarlund, að einhver smáþjóð sem ræður sundi, reyndi að koma i veg fyrir ferðir stórveldaflota- deilda, á leið þangað, sem dregið hefði til tiðinda. Framhald á bls. 34 Svo sem frá er skýrt í meðfylgjandi grein er líkleg sú niðurstaða af hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, að ákveðin verði 12 mílna landhelgi strandríkja og 188 mílna auðlindalögsaga þar fyrir utan. Þau hafsvæði, sem þannig lenda undir lögsögu einstakra ríkja, eru sýnd á meðfylgjandi korti, gráu svæðin. Einnig er sennilegt að strandríki fái ein- hver yfirráð yfir vinnslu auðlinda á landgrunni sínu utan 200 mílna. Er því sennilegt talið, að mestur hluti auðæfa hafsins falli undir yfirráð einstakra ríkja og þeim mun minna verður þá eftir á hinu alþjóðlega hafsvæði. Auðlindir þar eiga samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna að teljast „sameiginlegur arfur alls mannkyns“. 1 meðfylgjandi grein er talsvert rætt um mangan- völurnar svonefndu, sem innihalda dýrmæta málma, einkum nikkei og kóbalt. Er búizt við kapphlaupi um vinnslu þessara efna. Mest magn af þessum manganvölum er að finna á Kyrrahafi, á bleti, sem á kortinu er sýnt með skástrikum. Takist ekki þjóðum heims að ná samkomulagi á hafréttarráðstefnunni telja ýmsir sérfræðingar, að sögn greinarhöfundar, að ein af afleiðiiigunum geti orðið sú, að þjóðir heims skipti hafsvæðum hrein- lega á milli sín með því að setja miðlínu milíi stranda. Svörtu línurnar á kortinu sýna í stórum dráttum, hvernig hafsvæðum jarðar yrði þá skipt upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.