Morgunblaðið - 26.01.1975, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.01.1975, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975 Allur súrmatur er útbúinn í Nausti af Ib Westman og starfs- fólki hans og hefst það verk f októbermánuði. Þorratrog Nausts hafa notið mikilla vinsælda og eru forráða- menn veitingahússins ákveðnir í að halda þessari hefð áfram meðan svo er. Þorratrogið kostar nú 1.450 krónur. ToUaafgreiðslureglum breytt Á FUNDI framsóknarfélaganna sl. fimmtudag lýsti Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra yfir því, að i undirbúningi væri endurskoðun á reglum um toll- afgreiðslu á innfluttum vörum. Ráðherrann sagði, að þessi endur- skoðun miðaði að því að setja ákveðnari reglur um þann tíma, sem líða mætti þar til vörur, er fluttar eru til landsins, væru toll- afgreiddar og leystar út. Ráð- herrann sagði, að takmörk væru fyrir því, hversu lengi vörur mættu biða þar til þaer væru toll- afgreiddar og leystar út. Nökkvi rær enn NÖKKVI — rækjubáturinn frá Blönduósi — reri í fyrradag og landaði afla sfnum á Hvamms- tanga. Að sögn Kára Snorrasonar, framkvæmdastjóra rækjuvinnsl- unnar á Blönduósi, var f gær verið að vinna afia Nökkva í vinnslunni. Kvaðst Kári ekki hafa heyrt frá skipverjum Nökkva f gær en taidi fulivfst, að Nökkvi væri þá einnig á sjó, þar eð veður var hið fegursta. Kári kvað þá skipverja á Nökkva enn ekki hafa orðið vara við varðskip i flóanum, en ráðu- neytisstjóri dómsmálaráðuneytis- ins hefur lýst þvf yfir, að til greina komi að varðskip verði sent á staðinn til að taka Nökkva fyrir ólöglegar rækjuveiðar f flóanum. Kvaðst Kári mundi bíða átekta eftir aðgerðum dómsmála- ráðuneytisins gegn Nökkva. Nökkvi hefur eftir sem áður landað afla sfnum á Hvamms- tanga og þar hefur ekki dregið til neinna tiðinda, að sögn Kára. Þvert á móti hefðu sjómenn og allur almenningur á Hvamms- Oskipt loðnu- verð kr. 3,95 EINS og skýrt var frá i Morgunblaðinu f fyrradag, þá segjast Færeyingar geta bórgað rösklega 4 kr. fyrir hvert kg af loðnu á meðan hún er 12—13% feit. Auglýst loðnuverð á íslandi er hins vegar ekki nema kr. 2.80 fram til 8. febrúar n.k. Þetta verð er þó aðeins það verð, sem kemur til skipta, og við það má bæta 41% sem þýðir, að fyrir hvert kg af loðnu eru greiddar kr. 3.95 um þessar mundir. Það, sem dregst frá þessu verði áður en til skipUa kemur, er framlag útgerðar í stofnlána- sjóð fiskiskipa, útflutnings- gjöld og olíusjóður. Ekki er þó hér með-sagt að verksmiðjurn- ar borgi þetta verð, þvf reiknað er með að 200 millj. kr. verði greiddar til hráefnis- kaupa úr Verðjöfnunarsjóði. — eða eins og einn útgerðar- maðurinn sagði er við ræddum við hann: Þetta er allt orðið svo flókið að við skiljum það vart. Þá má geta þess, að verk- smiðjurnar greiða ákveðna upphæó í fluíningasjóð sem nær J>ví sennilega að verða um 12 aurar að meðaltali fyrir hvert kg og kemur þessi tala ofan á skiptaverðið. Þorri 1 Nausti VEITINGAHtJSIÐ Naust býður nú gestum sfnum sautjánda árið f röð upp á þorramat f trogum. Þessi þjónusta hófst á bðndadag- inn og lýkur á þorraþræl, sem nú er 23. febrúar. í þorratrogi Nausts eru 15 teg- undir þorrarétta eins og venju- lega. Óskammtað er í trogin og er unnt að fá ábót að vild. tanga verið sérstaklega hjálp- legur og gat í því sambandi, aó þegar Nökkvi hefði landað sl. föstudag, hefðu sjómenn á Hvammstanga fært báta sina til aó Nökkvi gæti lagzt þar beint að bryggju. Taldi Kári, að ekki væri kurr nema í 2—3 mönnum á Hvammstanga, sem teldu sig hafa hagsmuna að gæta. Myndin er tckin er verið var að landa úr Nökkva f höfninni á Hvammstanga á dögunum. Kári Snorrason, framkvæmdastjóri rækjuvinnslunnar á Blönduósi, ræðir hér við Grétar, skipstjóra áNökkva. Línuútgerð að mestu niðurlögð í Sandgerði 30-40 bátar gerðir þaðan út á vetrarvertíðinni Sandgerói, 24. jan. I SANGERÐI hefur tíðarfar verið mjög rysjótt það sem af er árinu og má raunar segja, að síðan á milli jóla og nýárs hafi hvert stór- viðrið á fætur öðru gengið hér yfir. Mjög miklum snjó kyngdi niður f þorpið í norð- austanáttinni á dögunum og hér eru nú hærri snjóskaflar en verið hafa um langt árabil. Ekki hefur þetta þó svo mjög raskað lffi manna þvf t.d. hafa rafmagns- truflanir verið sáralitlar. Hafnarframkvæmdir sem hér standa yfir hafa þó gengið mjög erfiðlega undanfarið, aðallega sökum veðurs, en þær fram- kvæmdir hófust í ágústmánuði s.l. og er unnið að gerð tveggja grjót- garða samtals hátt i 4000 metra langa. Siðan er hugmyndin að gera 90 metra langa bryggju við enda annars þeirra með viðlegu- plássi báðum megin og er fjárveit- ing fengin til aö ljúka því verki á þessu ári. Einnig fyrir talsverðri dýpkun inni i höfninni. tJtlit er fyrir, að héðan verði gerður út svipaður bátafjöldi og undanfarin ár á vetrarvertíð, á milli 30 og 40 bátar. En mikil breyting hefur orðið á útgerðar- háttum frá því sem áður var. Héð- an voru ávallt gerðir út á vetrar- vertfð milli 20 og 30 bátar á línu allt fram til 1974. Þá fækkaði þeim niður í 11 og nú verða þeir aðeins 6. Lfnubátum hefur þannig fækkað nálega um helming frá ári til árs núorðið. Stafar þetta mikið af aflabresti línubáta undanfarin ár, sem aftur kemur kannski mik- ið til að þvf að lína hefur hvergi „griðland“ fyrir öðrum veiðarfær- um, og einnig að nokkru af ört stækkandi bátum, því á stærri skipum snúa menn sér frekar að stórvirkari veiðarfærum svo sem netum og botnvörpu eða þá loðnu- veiðum. 7 bátar verða héðan á loðnu f vetur og eru þeir flestir farnir til veiða. Aðrir bátar héðan verða á neta- eða botnvörpuveið- um nema smæstu bátarnir, sem verða á handfærum. Vertíó hófst hér 6. janúar og eru 13 bátar þegar byrjaðir veiðar. Afli hefur verió fremur rýr og gæftir mjög slæmar. Togbátar öfluðu þó allvel fyrstu daga vertíðarinnar, en síð- an hefur verið mjög tregt. Línu- bátar hafa yfirleitt verió með 3—4 lestir í róðri og komist hæst f 6 lestir. Einn bátur, Bergþór, er Ráðstefna um kjör láglauna- kvenna RAÐSTEFNA um kjör láglauna- kvenna verður haldin f Lindarbæ í dag og hefst kl. 10. Til ráðstefn- unnar boða Starfsstúiknafélagið Sókn, ASB, félag afgreiðslu- stúlkna f brauð- og mjólkurbúð- um, Iðja, félag verksmiðjufólks, Starfsmannafélag rfkisstofnana og Rauðsokkahreyfingin. Gert er ráð fyrir að ráðstefnan starfi allan daginn fram undir kl. 19. Stutt framsöguerindi munu flytja Guðrún Agústsdóttir, SFR, Asdis Guðmundsdóttir, Iðju, Sig- rún Clausen, Verkalýðsfélagi Akraness, Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, Sókn, Stella Stefáhsdóttir, Framsókn, Herdis Helgadóttir, VR, Hallveig Einarsdóttir, ASB, Ingibjörg G uðmundsdóttir, SFR, og Guðrún Emilsdóttir. Sókn. Að framsöguerindum loknum verður starfað i hópum og síðan verða almennar umræður. Mark- miðið með ráðstefnu þessari er fyrst og • fremst að draga fram sérstöðu kvenna f atvinnulífinu og hvatning til þeirra að krefjast úrbóta, segir f fréttatilkynningu. búinn að draga net 12 sinnum og fá 90 lestir, sem má teljast mjög góður afli miðað við árstíma. Afli sem landað var hér á síð- asta ári var meiri að magni til en nokkru sinni áður, 35.193 lestir, en var 32.280 lestir f hitteðfyrra. Loðnan er stærsti þátturinn í þessum afla, þvi gæðafiskurinn fer stöðugt minnkandi og munar þar mest um hvað vetrarvertiðir hafa brugðizt hér undanfarin ár, þvi fiskafli sumar og haust er alltaf að aukast. Rækju- og humarafli var einnig mjög léleg- ur s.l. ár enda stóðu þær veiðar mjög stutt yfir og mun færri bát- ar stunduðu þær veiðar en oft áður. Skiptingin á aflanum að öðru leyti varð sem hér segir (I sviga tölur frá fyrra ári): Loðna 20,836 lestir (14,765) bolfiskur 13,295 lestir (14,356) spærlingur 817 lestir (2,309) rækja 211 lestir (760) humar 34 lestir (90) — Jón Bústaðakirkja Barnasamkoma verður kl. 11 og helgileikur fluttur. Gtiðs- þjónusta kl. 2 — barnagæzla meðan á messu stendur. Sr. Ólafur Skúlason. Læknirfræð- irumgetnað- arvamir Heilsuverndarstöð Reykjavfk ur hefur nú ákveðið að auka við þjónustu sína á sviði getn- aðarvarna og hefst það starf í næsta mánuði. Mun læknir verða til viðtals tvisvar í viku, tvo tfma f senn, og veita upp- lýsingar og fræðslu um notkun getnaðarvarna og verja og leið- beina um val á slíkum verjum. Skýrir Marfa Þorgeirsdóttir, félagsráðgjafi við Heilsu- verndarstöðina, frá þessu f við- tali, sem birtist á Slagsíðunni í Morgunblaðinu. f dag, en þar er fjallað um vandamál ung- lingsstúlkna, sem verða barns- hafandi. w Islenzkur tannlæknapró- fessor í Bandaríkjunum SIGFUS Þór Elíasson tannlæknir frá Vestmannaeyjum var nýlega skipaður prófessor í Operativ Dentistry við Tannlæknaháskól- ann í Minnesota í Bandaríkjun- um. Sigfús Þór er 31 árs gamall. Hann lauk tannlæknaprófi frá Tannlæknadeild Háskóla Islands 1971 og vann sfðan við almennar tannlækningar og skólatannlækn- ingar í Reykjavík í eitt ár. Hann hélt sfðan til Bandarikjanna til framhaldsnáms og lauk Masters- prófi i Operativ Dentistry Materials og Preventive Dentistry frá Indiana University. Skipun Sigfúsar í þetta embætti er mikill heiður fyrir íslenzka tannlækna- stétt þar sem Tannlæknaskóli Minnesota er einn virtasti og full- komnasti tannlæknaskóli f veröld- inni. sigfús Þór Elfasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.