Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975 Listamenn úr stjórn FlM, sýningarnefnd félagsins og sýningaráði Kjarvalsstaða héldu fund með fréttamönnum f gær. Fremri röð (frá vinstri): Kjartan Guðjónsson, Eyborg Guðmundsdóttir, Hringur Jóhannesson, Ragnheiður Jónsdóttir og Björg Þorsteinsdóttir. Aftari röð: Snorri Sveinn Friðriksson, Sigurjón Ólafsson, Hjörleifur Sigurðsson, formaður FlM, Guðmundur Benediktsson og Leifur Breið- fjörð. __ r FIM hvetur listamenn til að sniðganga Kjarvalsstaði Franskir listamenn á næstu tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar Á fundi, sem stjórn FlM hélt með fréttamönnum I gær, kom fram, að félagið muni ekki halda haustsýningu sfna að Kjarvals- stöðum f ár svo sem verið hefur, — ennfremur, að félagar í FlM, NEFND á vegum Félags íslenzkra bifreiðaeigenda vinnur nú að þvf, að efnt verði til keppni f þjóð- vegaakstri, eða svonefndu „rally“ f vor, fáist undanþágur frá al- mennum hraðatakmörkunum. Ætlunin er, að þessi fyrsta keppni verði lftil f sniðum, en sfðan verði keppt á stærri vega- lengdum, og stefnt er að þvf, að áður en langt um Ifður verði unnt að halda það stóra keppni, að frægir „rally“ ökumenn taki þátt f henni, að því er Eggert Steinsen, formaður nefndarinnar, sagði f samtali við Morgunblaðið. Einn liðurinn í undirbúningi að væntanlegri „rally“ keppni var að fá til landsins Bretann Henry Lidden, sem er frægur kortalesari í „rally“ eða „codriver", og hélt hann fund með blaðamönnum í gær. Lidden sagði, að hánn gæti r Islending- um f jölgaði um 1,46% SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru Islendingar hinn 1. desember sfðastliðinn 216.172 og hafði þeim fjölgað á einu ári um 1,46%. Karlar voru 109.276, en konur 106.896. sem ætluðu að sýna þar, hafi nú ákveðið að breyta þeim fyrir- ætlunum. Mbl. sneri sér til Alfreðs Guðmundssonar, forstöðumanns Kjarvalsstaða, og spurði, hvort ekki betur séð en íslenzkir vegir væru alveg stórkostlegir til að keppa á þeim í þjóðvegaakstri, og hann sagðist sannfærður um, að Framhald á bls. 20 Spánverjar gátu ekki svarað full- nægjandi SAMKVÆMT upplýsingum Pét- urs Thorsteinssonar, ráðuneytis- stjóra í utanríkisráðuneytinu, hefur svar komið frá spánskum yfirvöldum vegna fyrirspurna um eignir Islendinga á Spáni. Svarið var þess efnis, að öllum annmörk- um væri háð að útvega umbeðnar upplýsingar. Astæðan mun vera sú að einungis lóðir eru skráðar á nafn, en ekki byggingar, fasteign- ir eða einstakir eigendur íbúða í fasteignum. Til þess að unnt sé að vænta þess að eitthvað komi út úr þess- ari fyrirspurn munu íslenzk yfír- völd þurfa að tilgreina ákveðnar fasteignir og ákveðna eigendur. Pétur sagði að ráðuneytið hefði þegar afhent Seðlabanka Islands og gjaldeyrisyfirvöldum svör Spánverjanna við þessari mála- leitan. borizt hefðu orðsendingar þar sem sýningarrými væri afþakkað, en hann kvað svo ekki vera. Fulltrúar FÍM áttu fund með borgarstjóra um afnot mynd- listarmanna að Kjarvalsstöðum 23. þ.m., en eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi félagsins 16. þ.m.: „Eins og ýmsum mun kunnugt átti FlM frumkvæði að byggingu Kjarvalsstaða og lagði á sínum tíma fram fé til framkvæmda. I upphafi var það ósk FlM að sýningarhúsiíæðið á Miklatúni risi af grunni í samvinnu við rfki og borg. Rikisvaldið heltist þó fljótlega úr lestinni og Reykja- víkurborg tók málið í sínar hend- ur m.a. til að reisa sérstakan sal fyrir verk Jóhannesar Kjarvals. I fyrstu var aðeins gert ráð fyrir einum sýningarsal, sem taka átti við hlutverki Listamannaskálans við Kirkjustræti. Um það samdist þó að FlM fengi meirihluta í sýningarráði Kjarvalsstaða til þess m.a. að tryggja lágmarks gæði listræn á verkum þeim, er þar yrðu sýnd. Auk þess var ráð fyrir því gert af félagsins hálfu, að það fengi starfsaðstöðu í húsinu, fyrir skrif- stofu, fundi og undirbúning sýn- inga. Þeirri ósk hefur enn ekki verið sinnt, þótt ítrekað hafi verið alveg fram að þessu. Til saman- burðar má geta þess, að samskon- ar myndlistarhús og Kjarvalsstað- ir eru, Kunstnernes Hus i Oslo, er algjörlega undir stjórn mynd- listarmanna þar í landi. Ekki var þó loforðið um meirihluta FlM I sýningarráði Kjarvalsstaða að fullu haldið þegar til kom. Sett var ákvæði um áfrýjunarrétt I sýningarreglur, sem í reynd gátu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi: I tilefni af af fréttum í fjölmiðl- um að undanförnu um leyfislaus- ar rækjuveiðar m/b Nökkva HU 15 í Húnaflóa og kæru sjávarút- vegsráðuneytisins af þvf tilefni, skal tekið fram, að m/b Nökkvi hefur haft fullgilt veiðileyfi til rækjuveiða í Húnaflóa frá 29. október 1974. Afturköllun sjávarútvegsráðu- neytisins á veiðileyfinu vegna sölu á afla skipsins til annarrar vinnslustöðvar en ráðuneytinu þóknast er tvímælalaust ógild stjórnarathöfn og marklaus. Sjó- FYRRA misseri starfsárs Sin- fónfuhljómsveitar Islands lauk með tónleikum 23. janúar, þar sem flutt var Messa f C-dúr eftir Beethoven og Sinfónía nr. 7, einn- ig eftir Beethoven. Þessir tón- leikar voru endurteknir daginn eftir. Á fyrra misseri hélt hljóm- sveitin 8 reglulega tónleika, tvenna aukatónleika, skólatón- leika og tónleika að Borg f Grfms- nesi, Logalandi f Borgarfirði, f Garðahreppi og f Hlégarði f Mos- fellssveit. Þá hefur hljómsveitin hljóðritað fyrir Rfkisútvarpið 20 tónverk til flutnings f útvarpi. Fyrstu tónleikar hljómsveitar- innar á siðara misseri verða haldnir á fimmtudag í næstu viku. Stjórnandi verður franski hljómsveitarstjórinn Jean-Pierre Jacquillat, en einleikari verður Jean-Pierre Rampal, sem talinn er meðal fremstu flautuleikara veraldar. A þessum tónleikum verða flutt verk eftir Bach, Mozart, Ibert og Dukas. Á síðara misseri verða eftirtald- ir hljómsveitarstjórar auk J.P. Jacquillat: Karsten Andersen, Kari Tikka, Robert Satanovski, Vladimir Ashkenazy. Einleikarar verða aftur á móti auk Rampal: Itzhak Perlman fiðluleikari, Rögnvaldur Sigurjónsson píanó- leikari, Rut Ingólfsdóttir fiðlu- leikari, Vladimir Ashkenazy pianóleikari, Arni Egilsson bassa- leikari, Gunnar Kvaran selló- MIÐSTJÖRN Alþýðusambands Islands mun f dag koma saman til fundar og mun stjórnin þar ræða helztu atriði kjarasamhinganna. Fundurinn hefst klukkan 16. A morgun verður svo fundur milli ÁSl og fulltrúa Vinnuveitenda- sambands tslands og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna og hefst sá fundur klukkan 14. Full- trúar ASI hafa nú þegar átt tvo fundi með ráðherrum, fund með forsætisráðherra og fund með fjármálaráðherra. Björn Jónsson, forseti ASI, sagðist ekkert þora að fullyrða um afstöðu ríkisstjórnarinnar til SAMKVÆMT ósk Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar verður fyrir- huguð bygging málmblendiverk- smiðju á Grundartanga við Hval- mennirmr á m/b Nökkva HU 15 hafa því enn fullgilda veiðiheim- ild. Við meðferð þessa kærumáls, sem nú er hafið, mun að sjálf- sögðu reyna á lögmæti aðgerða sjávarútvegsráðuneytisins gegn m/b Nökkva HU 15 og rækjuverk- smiðjunni á Blönduósi. Meðal annars á sjávarútvegsráðherra eftir að koma fyrir dóm við rann- sókn málsins, til að upplýst verði um hinar raunverulegu ástæður til hamagangsins gegn rækju- vinnslunni á Blönduósi. 29. janúar 1975, Nökkvi h/f. og Særún h/f, Blönduósi. leikari og Aaron Rosand fiðlu- leikari. Sala áskriftarskírteina er hafin og tónleikagestum sem keypt hafa misserismiða er ráðlagt að endur- nýja skírteini sín hið fyrsta, segir I tilkynningu frá Sinfóníuhljóm- sveitinni. Löndunarundirbún- ingur á Siglufírði Siglufirði, 29. jan. KLUKKAN 5 I morgun hófst hér undirbúningur að því að taka á móti fyrsta skipsfarminum af loðnu til bræðslu. Þá voru send tæki fram á bryggjuna til þess að ryðja snjónum af henni, en i kvöld um kl. 8 er nótaskipið Sig- urður — áður togarinn Sigurður — væntanlegt með um 800 tonn af loðnu til bræðslu. — m.j. Talstöð stolið UM SlÐUSTU helgi var brotizt inn i vörubifreiðina X-2969, þar sem hún stóð fyrir utan Klepps- veg 52. Þetta er gulur Man- vörubfll I eign Landsvirkjunar. Stolið var úr bllnum talstöð, Bim- ini 50, grænni að iit. Þeir, sem hafa orðið varir við slíka talstöð við óvenjulegar kringumstæður, eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna. þeirra upplýsinga, sem fulltrúar ASI hefðu skýrt þeim frá. „Það hefur verið hlustað með athygli á það, sem við höfum sagt, en við höfum engin vilyrði upp á þá að herma enn sem komið er,“ sagði Björn og bætti við að yrðu umtals- verðar lagfæringar gerðar á skattamálum, myndu þær létta samningsgerðina og minnka það bil, sem væri milli launþega og atvinnurekenda — og þannig auð- velda heildarlausn samninganna. Björn sagðist vona, að meiri hraði færi að komast I gerð kjara- samninganna og línur færu að skýrast. fjörð eitt þeirra mála sem rætt verður á Búnaðarþingi sem hefst 24. febrúar n.k. Á fundi I Búnaðarsambandi Borgarfjarðar fyrir nokkru var samþykkt tillaga um þetta mál, flutt af Jóni Magnússyni á Mela- leiti. Hún er þannig: Aukafundur Búnaðarsambands Borgarfjarðar, haldinn I Borgar- nesi 21. jan. 1975, skorar á stjórn- ir Búnaðarfélags Islands og Stétt- arsambands bænda, að hlutast til um að ekki verði hafist handa um byggingu fyrirhugaðrar málm- blendiverksmiðju á Grundar- tanga við Hvalfjörð, fyrr en fyrir liggur ítarleg könnun á því hver áhrif slíkur verksmiðjurekstur (stóriðja) kæmi til með að hafa á nærliggjandi byggðarlög og þá sérstaklega með tilliti til landbún- aðar og búvöruframleiðslu á svæðinu. Ennfremur að gerð verði sér- stök könnun á lífríki Hvalfjarðar og hver áhrif slíkur verksmiðju- rekstur kæmi til með að hafa á það. Fundurinn felur stjórn sam- bandsins að fylgja þessu máli eft- ir. Verð á lýsi hækkar á ný- Mjölmarkaðir alveg dauðir VERÐ á lýsi féll á heims- markaði fyrir nokkru, eins og frá hefur verið skýrt I Mbl. Nú hefur verðið hins vegar hækkað nokkuð á ný, sem bendir til þess, að markaðurinn sé að jafna sig. j|jns Vegar stendur verð á mjöli alveg I stað og ekkert hefur verið selt I nokk- uð langan tíma. Þeir Gunnar Petersen hjá Bernhard Petersen h.f. og Haraldur Haraldsson hjá Andra h.f. sögðu er við ræddum við þá að mjölmarkaðirnir væru nú alveg „dauðir“. Svona ástand hefði reyndar oft ríkt áður og ávallt hefði markaður- inn jafnað sig. Það versta núna væri hve allur tilkostnaður hefði hækkað. FÍB hyggst halda „rally” hér 1 vor Framhald á bls. 20 Telja sig hafa full- gilda veiðiheimild Kjarasamningarnir: Skattabreytingar auð- velda heildarlausnina Málmblendiverksmiðjan rædd á Búnaðarþinginu

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55339
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 24. tölublað (30.01.1975)
https://timarit.is/issue/116078

Tengja á þessa síðu: 2
https://timarit.is/page/1460040

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

24. tölublað (30.01.1975)

Aðgerðir: