Morgunblaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1975
Árið 1934 bað ég Steingrím
Jónsson, rafmagnsstjóra, um við-
tal og spurði, hvort hann teldi
atvinnuvon fyrir rafmagnsverk-
fræðing ef ég stundaði nám í
þeim fræðum. Já, hann hélt nú
það. Þróun I rafmagnsmálum yrði
örugglega mikil á Islandi og meiri
en margan gruriaði. Ég gæti því
óhræddur „farið í rafmagnið".
Áður hafði ég rætt við aðra mæta
menn um önnur svið verk-
fræðinnar og fengið fremur nei-
kvæð svör. Þarna kynntist ég
fyrst þeim eiginleika Steingrims,
sem svo mjög mótaði allt hans
starf, bjartsýni og trú á framtíð-
ina.
Næst hitti ég Steingrím sum-
arið 1937 þegar ég var sem lær-
lingur við Elliðaárnar og Ljósa-
foss en kynni okkar hófust ekki
að marki fyrr en vorið 1943 þegar
ég kom heim frá námi og starfi
erlendis. Tókst fljótt með okkur
samstarf og vinátta og var svo æ
siðan. Ég vann að vísu aðeins tvö
fyrstu árin hjá Steingrimi en fór
þá til ríkisveitnarfna. Tengslin
urðu ekki minni fyrir það því oft
þurfti ég að leita til hans um ráð
og leiðbeiningar. Undraðist ég
oft, hvað Steingrímur var ráða-
góður þegar vanda bar að hönd-
um, og vist er, að margt hefði
farið miður hjá mér hefði ég ekki
notíð hans.
Ég átti því láni að fagna að
vinna stundum með Steingrimi
erlendis þegar hann var að undir-
búa og fjármagna virkjanir og
veitur, og var þá reynsla hans og
kunnátta ómetanieg. Reikaði hug-
ur Steingríms oft heim og þá
gjarnan í formi orðsmíðar, en i
því efni og fleirum vann hann
jafnframt hinu miklu aðalstarfi
sínu ótrúlega mikið verk. Var oft
gaman að hlusta á hina miklu
kímni, sem fram kom i fyrstu
tilraununum, en Steingrímur var
afar skemmtilegur og kíminn.
Umfram ailt var hann þó góð-
viljaður og hjálpsamur maður og
þrekmikill til starfa. Við hjónin
munum ávallt muna vináttu
Steingríms og Láru og hinna
mörgu samverustunda á heimili
þeirra. Það er svo margs að
minnast.
Um leið og kona min og ég
kveðjum Steingrím, vottum við
börnum þeirra hjóna og fjölskyld-
um þeirra djúpa samúð.
Eirfkur Briem
Fregnin um andlát Steingrims
Jónssonar, fyrrverandi rafmagns-
stjóra, kom þeim ekki að óvörum
sem til þékktu. Sjúkdómur, sem
að lokum náði yfirhöndinni, hafði
um árabil hrjáð Steingrim, en
óbifanlegur lífsþróttur, sjálfsagi
og æðruleysi, svo og einlægt
traust á lækningaaðgerðir lengdu
ævidagana. Sjúkrasagan sem slík
lýsir hinni sterku og stórbrotnu
manngerð, sem einkenndi Stein-
grim og mótaði athafnir hans í
starfi og daglegri umgengni.
Með Steingrími hverfur einn af
hinum þróttmiklu brautryðjend-
um i tækniþróun landsins, sem
mótuðu á markvissan hátt undir-
stöðu að þeim þjóðfélagsháttum,
sem við búum við í dag.
Það var gifturík ákvörðun, sem
var tekin af bæjarstjórn Reykja-
vikur á Þorláksmessu 1919, þegar
símskeyti var sent til Steingríms í
Stokkhólmi og falast eftir ráðn-
ingu í þjónustu bæjarins.
Lára kona Steingríms sem
dvaldi með honum í Stokkhólmi
minntist oft á þessa kærkomnu
jólagjöf, sem barst einmitt á þeim
tímamótum, þegar ákvörðun
skyldi taka um tilboð í vinnu í
Ameríku.
Við stofnun Rafmagnsveitu
Reykjavíkur 1921 var Stein-
grimur ráðinn rafmagnsstjóri.
Undir handleiðslu hans dafnaði
Rafmagnsveitan á traustum
grundvelli og var frá upphafi
máttarstoð i uppbyggingu bæjar-
félagsins, þar sem rafmagnið
veitti ljós og yl inn á heimilin og
varð aflgjafi iðnaðar.
Á langri og gifturikri starfsævi
auðnaðist Steingrimi að vera
hvatamaður að og stjórnandi
gagnmerkra framkvæmda á veg-
um bæjarfélagsins. öll tækni-
þróun var honum hugleikin og til
hans var leitað um tillögur að
framkvæmdum. Verkefnin leysti
hann af víðsýni og kostgæfni.
Hér verða ekki tíunduð þau
mannvirki sem risu undir stjórn
Steingríms, en þau bera öll merki
stórhuga og stjórnsemi. Megi
borginni auónast að varðveita
þessi mannvirki í þeim anda, sem
til þeirra var stofnað.
Umfangsmikil störf Steingríms
í þágu bæjarfélagsins hindruðu
hann ekki í að sinna öðrum raf-
væðingarmálum en þeim sem
snertu Reykjavík og nágranna-
byggðarlög. Þannig var hann
ráðunautur bæja- og sveitarfélaga
um virkjanir og rafveitumál.
Innan vébanda Sambands is-
lenzkra rafveitna (SlR) sem hann
var formaður fyrir um tuttugu
ára skeið, studdi hann eindregið
virkjunaráform á vegum bæjar-
og sveitarfélaga, og fagnaði
hverjum áfanga sem náóist við
virkjun vatnsorku.
Hugsjónir Steingríms voru ekki
einskorðaðar við virkjanir og raf-
væðingu. Umhverfis- og r.áttúru-
vernd voru honum hugleikin
verkefni, og hann hafði þá bjaig-
föstu trú að sætta mætti sjónar-
mið náttúruverndar og virkjana-
+
Þökkum af alhug öllum, sem
sýndu okkur Samúð og hlýhug
við fráfall og útför,
STEFÁNSJÓHANNS
SÆMUNDSSONAR
trésmíðameistara.
Halldóra Snædal,
synir og systkin.
aðila. Ef það tækist ekki væri
vonlitið að byggja upp viðunandi
þjóðfélagshætti til sjávar og
sveita.
Eitt gleggsta dæmi um viðsýni
Steingríms i þessum málum, er
verndun Elliðaána. Þegar ljóst
var, að virkjun ánna þrengdi svo
að vistkjörum laxins að lá við
útrýmingu, þá varð Steingrimur
hvatamaður að aðgerðum til að
verðveita laxastofninn. Árangur
aðgerðanna er sá, að Elliðaárnar
eru einar af öruggustu laxveiðiám
landsins.
Steingrimur var einstaklega
félagslyndur maður, rækti félags-
störf á áhuga og fyrirhyggju,
enda kjörinn til forystu og trún-
aðarstarfa i mörgum félögum og
félagasamtökum. Hugsjónir sem
Oddfellow-reglan er byggð á, voru
honum hugleikin og reglan naut í
ríkum mæli mannkosta Stein-
gríms.
1 stökum til Steingríms Jóns-
sonar á sjötugsafmæli hans 18.
júní 1960 kveður Sigfús Elíasson
eftirfarandi ljóðlínur:
Slíkt var allt þitt æfistarf,
öðrum ljós að veita.
Hér birtast sannmæli, sem varð-
veitast í huga samstarfsmanna og
annarra sem kynntust Steingrími.
Það var ekki aðeins, að ævistarf
Steingríms veitti ljós í bókstaf-
legri merkingu, heldur annað,
sem skiptir svo miklu máli í
mannlegum samskiptum, en það
er að veita ljós og yl inn i tilveru
samferðarmanna á lífsleiðinni.
Steingrímur var gæddur þeim
kostum, að honum veittist auðvelt
að ráðleggja öórum, hvort heldur
var i starfi eða á öðrum vettvangi.
Stutt samtal við Steingrím gat
breytt efa i öryggi, bölsýni í bjart-
sýni. Þetta mótaði einlægt traust
samstarfsmanna til Steingríms,
og virðingu fyrir víðsýni hans og
raunsæi.
Steingrímur var mikill gæfu-
maður og átti Lára kona hans þar
stóran skerf. Það var ekki aðeins
að hún byggi manni sínum og
börnum traust og ástríkt heimiii,
heldur einnig að hún fylgdist af
áhuga með daglegum störfum
Steingríms og var snar þáttur í að
skapa hina einstæðu og hugþekku
samstöðu sem ríkti meðal starfs-
manna Rafveitunnar. Þau hjónin
voru ástsælir húsbændur Raf-
veituheimilisins. Heimili þeirra
var opió hús.þangað var leitað til
uppörvunar og mannfagnaðar.
Kynni min af Steingrími
spanna yfir marga áratugi. Fyrst
með hinu góða og trausta sam-
starfi við föður minn, samstarfi
sem var í senn lærdómsrikt og
heillandi. Það var mikil gæfa
fyrir hvern og einn að vinna und-
ir handleiðslu Steingrims og njóta
þekkingar hans, sem hvatti til at-
hafna og umhyggju i starfi.
Nú er komið að skilnaðarstund
og Steingrímur heldur af stað um
blámóðu þess óþekkta til fyrir-
heitinna heimkynna. Þar verða
endurfundir ástríkrar eiginkonu,
ættingja og vina, sem á undan eru
farin.
Börnum, tengdabörnum og
barnabörnum vottum við hjónin
alúðar hluttekningu. Að veita
huggun i þeirri sorg sem ríkir,
eru orð og athafnir litils megnug.
En sú huggun mun vega mest, að
vera þess meðvitandi, að lokið er
hérvist öðlings manns, sem lætur
eftir sig fagurt og göfugt ævi-
starf.
Blessuð sé minningin um Stein-
grím Jónsson, mannsins sem setti
sér það markmið í lifinu að vera
trúr og dyggur þjónn þjóðarinnar.
Ingólfur Agústsson
Forystumaður og brautryðjandi
í orkumálum, Steingrimur Jóns-
son, fv. rafmagnsstjóri, er fallinn
i valinn.
Steingrímur Jónsson kom heim
til Islands á árinu 1920, eftir að
hafa af afloknu rafmagnsverk-
fræðingsprófi við Verkfræðihá-
skólann i Kaupmannahöfn, unnið
í þrjú ár sem verkfræðingur hjá
J.L. la Cour í Osló og Stokkhólmi.
Hann réðist þá til Reykjavíkur-
bæjar við undirbúning að stofnun
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en
var ári siðar ráðinn rafmagns-
stjóri. Ég hafði þá lokið fimmta-
bekkjarprófi i Menntaskólanum í
Reykjavík og hafði unnið i sumar-
vinnu við háspennulinuna frá
Élliðaárstöðinni, sem þá var i
smíðum. Ég var þá þegar
ákveðinn i að verða rafmagns-
verkfræðingur. Ekki latti Stein-
grímur mig til þessa og studdi
mig, eins og marga aðra, með
ráðum og dáð á námsbraut minni.
Þegar ég svo strax að loknu verk-
fræðinámi árið 1929 var ráðinn
sem rafmagnsverkfræðingur hjá
ríkinu, var það fyrsta verk mitt að
vinna að áætlanagerð um veitur
um Suðurland út frá væntanlegri
Sogsvirkjun, sem þá þegar var í
undirbúningi, þótt byggingu
hennar yrði ekki lokið fyrr en
árið 1937. Þessi fyrstu verkfræði-
störf mín vann ég sem sam-
nefndarmaður þeirra Steingrims
Jónssonar og Geirs Zoega, vega-
málastjóra, og f mjög náinni sam-
vinnu við Steingrim. Allt frá
þeim tíma og þar til Steingrímur
lét af störfum sem rafmagnsstjóri
i Reykjavík, sjötugur að aldri,
mátti segja, að við Steingrimur
værum í stöðugri samvinnu um
raforkumálin og rafvæðinguna,
þótt við störfuðum hvor hjá sin-
um aðila, Reykjavíkurbæ og
ríkinu.
Ég tel mér það mikla gæfu að
hafa verið samtimamaður Stein-
gríms og að hafa notið hinna góðu
kynna við hann og þess ágæta
samstarfs, sem við þannig áttum
um áratugi á sviði áhugamála
okkar beggja, rafvæðingar
landsins og nýtingar orkulinda
þess.
Aðrir munu nú við fráfall Stein-
gríms Jónssonar í skrifum rekja
nánar æviferil og störf hans, og
mun ég þvi ekki gera það hér. En
Steingrímur var forystumaður í
raforkumálum íslands, frá því að
hann varð rafmagnsstjóri í
Reykjavík i byrjun þriðja ára-
tugarins og þar til Sogsvirkjun-
inni var lokið. Á Sogsvirkjunar-
timabilið má Hta sem upphaf
orkunýtingar í stórám landsins og
störf Steingríms sem braut-
ryðjandastarf í þessu efni. Þegar
Sogið var fullvirkjað, var virkjað
afl þess um 89 þús. kw, tæp 73%
af þá virkjuðu vatnsafli í landinu.
Laxarvirkjunin var þá orðin
12500 kw, en allar aðrar stöðvar á
landinu miklu smærri. Við vorum
þá að vísu enn ekki búnir að
virkja nema um 2l/i% af því
vatnsafli, sem hagkvæmt er talið
að virkja, en mælt i raforku-
vinnslu á mann í landinu vorum
við þá þegar orðnir mjög framar-
lega meðal þjóðanna, sú sjöunda i
röðinni.
Næsti áfanginn, Þjórsár-
virkjunin við Búrfell, sem við
lærisveinar Steingríms höfum
staðið að, er að vísu að töium til
miklu stærri en Sogsvirkjunar-
áfanginn. Með Búrfellsvirkjun
fullgerðri var afl vatnsorkuvera á
Islandi komið upp í 376000 kw, og
íslenska þjóðin orðin 3.—4. hæsta
raforkuvinnsluþjóð í heimi,
miðað við fólksfjölda. Þjóðin má
öll vera þakklát Steingrimi fyrir
þann trausta grundvöll, sem hann
lagói, og það brautryðjandastarf,
sem hann vann i orkumálum
landsins. Framundan eru svo enn
mörg verkefni fyrir þá ungu
menn, sem nú hafa tekið við.
Með Sigölduvirkjuninni kemst
virkjað afl í landinu upp í 540000
kw, og vinnslan kemst þá fljótlega
í tæpl. 15000 kwst á mann, og
Island þar meó i næsthæsta sætið
á lista þjóðanna, að því er tekur
til raforkuvinnslu á ibúa, aðeins
Noregur er hærri en við, En þá
verða þó ekki orðin nýtt nema
rúmlega 10% af vatnsafli lands-
ins.
Steingrímur Jónsson var í senn
maður framkvæmda og fræði-
maður á sínu sviði. Hann var
félagi í Vísindafélagi Islendinga
og flutti þar á sinum tíma erindi
um rafveitumál, siðar birt í ritum
Vísindafélagsins. Þar ræddi hann
raforkumál landsins i heild,
rekstrartilhögun rafveitna, einka-
rekstur, bæjarrekstur, ríkis-
rekstur; raforkuþörf þjóðarinnar;
skiptingu landsins í orkuveitu-
úlfaraskreytingar
blómouol
Gróóurhúsið v/Sigtun slmi 36770
+ Faðir okkar og tengdafaðir.
NfELS S. R. JÓNSSON,
Seyðisfirði.
andaðist föstudaginn 24. janúar.
Bragi Nielsson. Sigríður Árnadóttir,
Sigrún Níelsdóttir, Jón Guðjónsson,
RÓS Níelsson, Hörður Jónsson,
Hjálmar Jóhann Nielsson. Anna Þorvarðardóttir.
t
Jarðarför eiginmanns mins,
STEINGRÍMS VIGFÚSSONAR,
Samtúni 28.
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 31 janúar kl. 10.30 f.h.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
María Jensen.
Faðir okkar, +
HALLDÓR GUÐMUNDSSON,
lézt í sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn 28. þ.m. Fyrir hönd vanda-
manna,
Birna Halldórsson,
Sævar Halldórsson.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORBJÖRN ÓLAFSSON,
Borgarnesi,
fv. bóndi Hraunsnefi,
andaðist á Landspítalanum 28 janúar s.l.
Guðný Bjarnadóttir.
Stefanía Þorbjarnardóttir, Friðrik Þórðarson,
Olga Þorbjarnardóttir, Kristján Gestsson,
Svava Þorbjarnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar
SIGRÚN SIGVALDADÓTTIR
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri föstudaginn 24. janúar sl.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. febrúar n.k. og
hefst kl 1 3.30
Ari Jóhannesson, Sverrir Jóhannesson,
Sigurður Jóhannesson, Gunnar H. Jóhannesson.
+
Útför móður okkar,
STEINUNNAR JÓHANNESDÓTTUR,
Ferframfrá Fossvogskirkju föstudaginn 31 janúar kl 1.30
Garðar Finnsson,
Jónina Finnsdóttir,
Gróa Finnsdóttir.
+
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför
STEFÁNS AÐALSTEINSSONAR,
Austurbrún 2,
Sesselja Jónsdóttir,
Móses Aðalsteinsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Ragnheiður Mósesdóttir.