Morgunblaðið - 30.01.1975, Síða 1
36 SÍÐUR
24. tbl. 62. árg.
FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Frú Vera Olsen frá Hellerup, stuðningsmaður Venstre, afhendir Poul Hartling forsætisráðherra
blðmvönd, er hann kom frá þvf að biðjast lausnar hjá Margréti drottningu I gær.
Frakkar selja
Egyptum
Mirageþotur
París, 29. janúar.
AP — Reuter’
FRAKKAR hafa fallist á að selja
Egyptum orustuþotur af gerðinni
Mirage F-l. Sadat Egyptalands-
forseti skýrði frá þessu á fundi
með fréttamönnum f dag,
skömmu áður en hann lagði af
stað heim til Kaíró, að lokinni
þriggja daga opinberri heimsókn
f Frakklandi.
Er fréttamenn spurðu Sadat um
friðarhorfur í Miðausturlöndum
nú, sagði hann að þeir hefðu
aldrei verið betri en nú á sl. 26
árum. Það væri hins vegar alger-
lega undir Israelum komið hvort
friður héldist. Sadat sagði að
ástandið væri mjög alvarlegt og
soðið gæti upp úr hvenær sem
væri, en Israelar gætu komið í
veg fyrir slika sprengingu með
því að draga herlið sín lengra á
brott frá vopnahléslínunum í
Sinaieyðimörkinni, Golanhæðum
og vesturbakka árinnar Jórdan.
Sadat lagði á það áherzlu, að
Egyptar væru reiðubúnir að und-
irrita friðarsamning, þar sem við-
urkenndur væri réttur tsraela til
að búa innan tryggra landamæra.
mjög margt umfram aðrar orustu-
þotur á markaðnum. Ekki er vitað
um hve margar þotur er að ræða,
en vitað er að þær eru langt undir
tölunni 120, sem nefnd hefur
verið í þessu sambandi.
Simon Perez, varnarmálaráð-
herra ísraels, sagði í sjónvarps-
viðtali í Tel-Aviv í kvöld, að
ísraelar gætu fallist á að draga
herlið sitt 30—50 km frá núgild-
andi línum í Sinaíeyðimörkinni,
en þeir myndu ekki láta af hendi
hin mikilvægu Mitla og Giddi-
skörð né olíusvæðin i Abu Rudies,
sem þeir náðu á sitt vald í 6 daga
stríðinu 1967.
Karl Skytte forseti danska þjóðþingsins:
„Reyni að mynda meirihluta-
stjórn á breiðum grundvelK”
Sadat sagði fréttamönnum að
hann hefði verið að falast eftir
Mirageþotum sl. 6 mánuði, eða frá
því að hann ákvað að reyna að
afla Egyptum vopna frá öðrum
aðiljum en Sovétmönnum. Hann
sagði að Mirageþoturnar hefðu
Forsætisráð-
herra á fundi
í Osló í dag
og á morgun
Ósló, 29. janúar.
FUNDUR forsætisráó-
herra Norðurlandanna
hefst i Ósló í fyrramálið
og verður einkum f jallað
um samvinnu landanna
á sviði orkumála. For-
sætisráðherrarnir verða
að þessu sinni aðeins
fjórir vegna afsagnar
Hartlings, forsætisráð-
herra Danmerkur, í gær.
í dag eru samstarfsráð-
herrar Norðurlandanna
á fundi til að undirbúa
forsætisráðherrafund-
inn, en samstarfsráð-
herrarnir eru að þessu
sinni iðnaðarráðherrar,
nema Geir Hallgríms-
son, forsætisráðherra Ís-
lands, sem situr fundinn.
Af hálfu Danmerkur sit-
ur Natalie Lind dóms-
málaráðherra, fundinn.
Er fundurinn haldinn
m.a. til undirbúnings
þingi Norðurlandaráðs,
sem hefst í Reykjavík
15. næsta mánaðar.
Kaupmannahöfn, 29. jan.
einkaskeyti til Mbl.
Frá Gunnari Rytgaard.
KARL Skytte, forseti danska
þjóðþingsins, byrjar í fyrramálið
(fimmtudag) tilraunir sínar til
| að leysa stjórnarkreppuna í Dan-
mörku með myndun nýrrar
stjórnar. Skytte var falið þetta
verkefni af Margréti Danadrottn-
ingu, eftir ábendingu frá Paul
Hartling, fráfarandi forsætisráð-
herra, sem hafði þá rætt við leið-
toga allra hinna 9 flokkanna, sem
eiga þingmenn í þjóðþinginu.
Margt bendir til þess, að næsta
stjórn f Danmörku verði minni-
hlutastjórn jafnaðarmanna og
Róttæka vinstriflokksins undir
forsæti Ankers Jörgensens, en þó
eru engir möguleikar útilokaðir.
Þetta er í fyrsta skipti í stjórn-
málasögu Danmerkur, að forseta
Þjóðþingsins er falið að hafa for-
ystu um stjórnarmyndun. Skytte,
sem er 67 ára að aldri og þingmað-
ur Róttæka vinstriflokksins hefur
setið á þingi í Danmörku í 28 ár
Lissabon, 29. jan. Reuter.
YFIRMENN Portúgalshers
kvöddu f dag á fund sinn leiðtoga
sósfalista og kommúnista til að
ræða hvort fyrirhugaðar fjölda
göngur og fundir á föstudag skuli
fara fram. Bæði sósfalistar og
kommúnistar ætluðu að gangast
fyrir hópgöngum og fundum til
að minnast uppreisnarinnar gegn
konungsveldinu 1891, en mikill
ótti rfkir um að til alvarlegra
átaka kunni að koma, ef fundirn-
ir verða leyfðir og þvf er talið að
herforingjarnir muni banna þá,
nema aðiljar geti komið sér sam-
an um sameiginlegan fund.
Þá hefur Maoistaflokkurinn i
Portúgal lýst því yfir að hann
og hann var landbúnaðarráðherra
á árunum 1957—64. Hann hefur
verið forseti þingsins sl. fimm ár
og hefur orð á sér fyrir aó vera
frábær samningamaður. Skytte
var valinn til starfsins eftir að
leiðtogar flokka, sem samanlagt
hafa meirihluta á- þingi mæltust
til þess. Skytte lýsti því yfir á
fundi með fréttamönnum, að
hann hefði engan áhuga á emb-
ætti forsætisráðherra en bætti við
„ef fulltrúarnir í þinginu biðja
mig um það, neyðist ég líklega til
að ihuga málið“. Skytte sagðist
leggja út í viðræðurnar með það í
huga „að mynda meirihlutastjórn
á sem breiðustum grundvelli, eða
breiða meirihlutastjórn".
Fæstir telja miklar líkur á því
að stjórnarkreppan leysist á
næstu dögum og sem áður telja
forystumenn stærstu flokkanna,
Jafnaðarmannaflokksins og
Vinstriflokksins, engan raunhæf-
an grundvöll fyrir stjórnarsam-
starfi sín i milli. Þvi er það að
samstarf jafnaðarmanna og Rót-
muni gangast fyrir hópgöngu upp
á eigin spýtur, i trássi við vilja
ríkisstjórnarinnar ef út í það
færi.
Mikil stjórnmálaspenna rikir
nú í Portúgal í kjölfar óeirðanna í
Oporto um helgina og skoðana-
ágreinings milli samstarfsflokk-
anna í ríkisstjórninni, kommún-
ista og jafnaðarmanna, út af
verkalýðslöggjöfinni. Jafnaðar-
menn og þriðji samstarfsflokkur-
inn i stjórninni, Lýðræðislegi
þjóðarflokkurinn telja að komm-
únistar og flokkar vinstri öfga-
manna í landinu hafi ekki i
hyggju að fylgja lýðræðislegum
leikreglum í sambandi við fram
tíðarstjórnarfyrirkomulag í land-
inu.
tæka flokksins er liklegasta
lausnin.
Þrátt fyrir að þar yrði um
minnihlutastjórn að ræða með 67
þingmenn að baki sér af 179, er
talið að slik stjórn myndi fá
vinnufrið. Litlar líkur eru á, að að
henni yrði ráðist af vinstri flokk-
unum, í það minnsta ekki sósial-
iska þjöðarflokknum, og hún
myndi eiga góða samstarfsmögu-
leika með flokkum, sem teljast
til hægri í þinginu. Hún myndi
væntanlega geta tryggt efnahags-
málafrumvörpum sinum meiri-
hluta með 10 atkvæðum sósialiska
þjóðarflokksins, 9 atkvæðum
Kristilega þjóðarflokksins og fjór-
um atkvæðum Miðdemókrata-
flokksins, eða alls 90 atkvæðum
og meirihluta án stuðnings
Venstre og Framfaraflokksins.
Nánir samstarfsmenn Paul
Hartlings, fráfarandi forsætisráó-
herra, segja hann mjög vonsvik-
inn, eftir að hafa orðið undir við
vantraustsatkvæðagreiðsluna i
gær með aðeins einu atkvæði
Moskvu, 29. jan. AP
ÁREIÐANLEGAR heimildir í
Moskvu herrndu í dag, að Sovét-
stjórnin mundi innan skamms
hækka verulega verð á hráolíu og
öðrum hráefnum sem seld eru til
Austantjaldsþjóðanna. Sovétríkin
munu selja um 57,3 milljónir
lesta af hráolíu til þessara þjóða á
þessu ári, verðið fyrir oliu á sl. ári
var um 50% undir heimsmarkaðs-
verði
86—85. Telja ýmsir að hann og
flokkur hans, Venstre, muni
kjósa að fara út i harða stjórnar-
andstöðu ef flokkurinn verður
ekki beðinn um að taka þátt í
myndun meirihlutastjórnar. Hins
vegar er hér eíngöngu um að
Framhald á bls. 20
Yariv segir
af sér
Tel-Aviv, 29. janúar.
Reuter.
AHARON YARIV, upplýsinga-
málaráðherra ísraels, sagði af sér
i dag og lýsti þvi yfir, að rikis-
stjórnarkerfi landsins veitti sér
lítió svigrúm til starfa. Yariv, sem
var áður yfirmaður leyniþjónustu
ísraels, sagði i bréfi sínu til Rab-
ins forsætisráóherra, að verka-
skiptingin ásviði upplýsingamiðl
unar meðal hinna einstöku ráóu-
neyta væri slík, að hún gæfi upp-
lýsingamálaráðherranum enga
möguleika á að verða við þeim
kröfum, sem almenningur gerði
til hans. Á fundi með fréttamönn-
um tók Yariv fram, að enginn
stjórnmálalegur ágreiningur væri
milli sín og forsætisráðherra og
I hann myndi áfram sitja á þingi.
Akvörðunin um þessa verð-
hækkun mun hafa verið tekin á
fundi framkvæmdanefndar efna-
hagsbandalags kommúnistarikj-
anna Comecon. Verður olíuverð
og hráefnaverð nú látið fylgja
„um það bil“ heimsmarkaðsverði
og árið 1976 tekur gildi nýtt og
sveigjanlegra verðlagskerfi innan
Comecon, er nýjar 5 ára áætlanir
taka gildi í aðildarlöndunum.
Portúgal:
Óvissa um útifundina
Sovétmenn stórhækka
olíuverð til Comecon