Morgunblaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975
3
Samband ísl. banka-
manna 40 ára í dag
Félagar nú 1500 —
Hátíðarsamkoma í apríl
SAMBAND fslenzkra banka-
manna er 40 ára f dag, 30. janú-
ar. Þad var stofnað af Félagi
starfsmanna Landsbanka l.s-
lands og Félagi starfsmanna
Utvegsbanka Islands 30. janúar
1935 f Kaupþingsal Eimskipa-
félagshússins. Skömmu eftir að
sambandið var stofnað gengu
starfsmenn Búnaðarbankans f
það og um áramótin 1935—36
voru félagar um 140.
Haraldur Johannessen var
fyrsti forseti S.I.B., en aðrir f
stjórn Elfas Halldórsson, Ein-
varður Hallvarðsson, Baldur
Sveinsson og Franz A. Ander-
sen.
Á blaðamannafundi, sem
haldinn var í gær í tilefni af-
mælisins sagði Hannes Pálsson,
núverandi formaður S.I.B., að á
þeim árum sem liðin væru
hefði sambandið vaxið mikið og
nú væru 11 aðildarfélög að sam-
bandinu, en þau eru: Félag
starfsmanna Landsbanka Is-
lands, Starfsmannafélag Ut-
vegsbankans, Starfsmannafé-
lag Búnaðarbankans, Starfs-
mannafélag Seðlabanka ís-
lands, Starfsmannafélag Sam-
vinnubankans, Starfsmannafé-
lag Verzlunarbanka Islands,
Starfsmannafélag Alþýðubank-
ans, Starfsmannafélag Spari-
sjóðs Reykjavikur og nágrenn-
is, Starfsmannafélag Sparisjóðs
Hafnarfjarðar og Starfsmanna-
félag Sparisjóðs Kópavogs.
Fjöldi félaga í sambandinu er
nú orðinn um 1500 manns en
félagar geta orðið allir starfs-
menn banka og sparisjóða i
landinu, enda séu slík störf
þeirra aðaistarf.
Sagði Hannes, að hlutverk
sambandsins væri fyrst og
fremst, að vinna að skipulagðri
félagsstarfsemi isl. banka-
manna, að gæta hagsmuna
bankamanna i hvivetna, að
hafa forystu I starfs- og kjara-
málum bankamanna i sam-
vinnu við aðildarfélögin, að
vinna að þvi að auka alhliða
menntun, þekkingu og starfs-
hæfni bankamanna, einkum í
bankafræðilegum efnum, með
blaðaútgáfu, fræðsluerindum,
námskeiðum o.s.frv., að koma
fram fyrir hönd ísl. banka-
manna á innlendum og erlend-
um vettvangi, en S.Í.B. er í
Framhald á bls. 20
Þessi hafa m.a. verið formenn Sambands
ísi. bankamanna; fremri röð frá vinstri:
Þorgils Ingvarsson, Kristfn María Krist-
insdóttir, Haraidur Johannessen, en hann
var fyrsti forseti Einvarður Hall-
varðsson og Henrik Thorarensen. 1 aftari
röð eru (t.f.v.) Haukur Þorleifsson, Jón
Sigurðsson, Hannes Pálsson, Gunnlaugur
Björnsson, Klemens Tryggvason, Þórhall-
ur Tryggvason og Adolf Björnsson.
Nýr tœkjabúnað’
ur til að hindra
heilasköddun
barna í fœðingu
I DANMÖRKU eru að byrja að
ryðja sér til rúms ný rafeinda-
tæki til notkunar við fæðingar-
hjálp, sem gera það að verkum,
að hægt er að fylgjast gjörla
með fóstrinu fyrir fæðingu og
meðan á henni stendur og
koma f veg fyrir, að það verði
fyrir súrefnisskorti, er getur
valdið þvf ævilangri hugfötlun
og öðrum meinsemdum. Tæki
þessi kosta, að þvf er danska
blaðið Politiken segir, um
50.000 danskar krónur eða sem
svarar rúmlega milljón fs-
lenzkra króna. Að sögn blaðsins
er það margfalt lægri upphæð
en það kostar danskt þjóðfélag
að sjá manneskju, sem hlotið
hefur heilaskaða f fæðingu, fyr-
ir nauðsynlegri aðhlynningu,
hjúkrun og fræðslu.
Tilkoma þessa tækis er sögð
ein mesta framför I fæðingar-
hjálp á síðari árum. Með notk-
un þess á að vera hægt að
fylgjast með hjartslætti barns í
móðurkviði og gera ráðstafanir
í tæka tíð, ef hætta er yfirvof-
andi. Hlustunartæki er sett á
kvið móðurinnar svo og hríða-
mælingatæki og jafnframt er
sett hlustunartæki á koll
barnsins, jafnskjótt og hann
kemur i ljós, ef þess er þörf.
Hjartsláttur þess og fleiri
upplýsingar koma svo fram á
linuriti og litlum sjónvarps-
skermi. Notkun tækisins er
Framhald á bls. 20
Fylgzt með hjartslætti fósturs með rafeindatækjabúnaði
í dag hefst glæsileg útsala á hljómplötum og fleiru m.a.:
Klassík
Bach
Beethoven.
Mosart
Brahms
Hándel
Tschaikowsky
ýmsir f rægir óperusöngvarar
klasslk i nútlmastil og margt
fleira.
Hljóðfæraverzlun
Sigríðar Helgadóttur,
Aöalstræti 6, Vesturveri
Pop
Robert McGuinn
Loggins og Messina
Mountain
Dr. Hook
Sweet
Leonard Cohen
Paul MacCartney
Chicagó
Alice Cooper,
Simon & Garfunkel
Mclaughlin
Jesus Christ Superstar
Dawid Bowie
Gasolin.
Osibisa
Johnny Winter
Pink mice
og margt fleira.
Kassettur
og
Cartridge
Flest með Beatles,
John Lennon
David Bowie
Mike Oldfield
Leonard Cohen
10 c.c.
Santana
Rick Wakeman
Eric Clapton
Þar að auki mikið af klassísk
um og islenzkum kasettum.
Æ
Islenzkar plötur
33 snún 45 snún 78 snún
Einnig mikið
úrval af
gíturum
og nótum