Morgunblaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975 Selnrinn hefnr mannsanp: Birgir Sigurðsson Eyvindur Erlendsson J6n leikmyndagerðar- maður SlÐUSTU 10 árin hefur dreifbýlið jafnt og þétt látið til sín taka i æ ríkari mæli og jafnhliða hefur þéttbýlisfólk fengið meiri áhuga á högum byggðafólks og sveitafólks og jafnvel hefur maður oróið var við að margir þéttbýlismenn, sem annað reyna daglega, vildu vera i þess sporum. Leikrit Birgis Sigurðssonar, Sel- urinn hefur mannsaugu, sem Iðnó hefur nú aftur tekið til sýninga eftir að það var flutt fjórum sinnum á Listahátíð s.l. sumar, er annað leikrit Birgis, en hann vakti verðskuldaða athygli með fyrra verki sínu, Pétri og Rúnu, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi einnig fyrir tveimur árum. Um leið og Selurinn er mjög Ijóðrænt leikrit með ákveðna sögu er hann snörp ádeila á þá sem vilja leggja niður land- búnað á Islandi, eingöngu að því er virðist vegna þess að þeir þekkja hann ekki. Þeir hinir sömu vilja ef til vill einnig að öllu mannlífi á Islandi verði lifað í þar til gerðum kommóðuskúffum undir eftirliti sérfræðinga eða menningarjarðýtna. Selurinn er á skáldlegan hátt áróður fyrir byggðastefnu um leið og hann tekur fyrir og tekur á mörgum agnúum islenzk þéttbýlisþjóðfélags í dag. Og þar er reyndar um alvarlegra mál að ræða en agnúa, því víða, bæði i opinberum rekstri og öðrum, er kerfið orðið svo mikið kerfi að fólk er þess þrælar i stað þess að kerfið ætti að vera til hagræðis fyrir fólkið sem í þessu landi býr. Selurinn berst fyrir manneskjulegri lifsviðhorfum, en sumir þættir velferð- arþjóófélagsins bjóða upp á. Birgir Sigurðsson er Reykvíkingur, alinn upp á styrjaldarárunum, þegar Is- lendingar öðluðust nýtt verðmætamat og við fórum öll að keppa að meiri lífsþæg- indum en þjóðin hafði áður þekkt. Maðurinn og afstaða hans til þessa nútimaþjóðfélags eru Birgi ofarlega í huga í skáldverkum hans. Áður en hann fór að skrifa fyrir leiksvið hafði hann getið sér orð sem ljóðskáld. Ljóðabók hans Réttu mér fána kom út hjá Al- menna bókafélaginu árið 1968. Auk annarra ljóða, sem birtzt hafa í blöðum og tímaritum, hefur hann samið texta, sem liggur fyrir í fjölriti, við kantötu eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Kantatan nefnist A jörð ertu kominn, einörð áskorun til allra manna að varðveita sem bezt sjálfa sig og frið sín i milli. Birgir er kennari að menntun og hefur auk kennslu stundað ýmis störf, m.a. blaðamennsku. Um tíma lagði hann stund á söng. Hann var nemandi Göggu Lund, sem innleiddi hann í heims- menninguna og í framhaldi af því dvaldi hann vetrarlangt í Hollandi við söng- nám. Birgir Sigurðsson er nú skólastjóri í Ásaskóla í Hreppum. Leikstjóri sýningarinnar er Eyvindur Erlendsson, en hann er nú leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar á Akureyri. Leik- myndina gerði Jón Þórisson, en tónlist sem er flutt milli atriða samdi Áskell Másson. Hann hefur að undanförnu vakið athygli fyrir tónlist sem hann hefur samið fyrir tslenzka listdansflokkinn. Leikdansinn Eldtröllið var settur á svið fyrir nokkru, og á Listahátíðinni 1974 kom Islenzki listdansflokkurinn fram með nýjan ieikdans, Höfuðskepnurnar, við tónlist eftir Áskel. Tónverk hans, Silja, samið fyrir Ungnordisk Musikfest var flutt í Svíþjóð s.l. sumar. Þær breytingar hafa nú verið gerðar á hlutverkaskipan frá í vor, að Helga Stephensen tekur við hlutverki Systu, sem leikin var af Valgerði Dan, og Jón Sigurbjörnsson bregður sér i hlutverk „Gamla“, sem var í höndum Steindórs Hjörleifssonar, en hann er nú í ársfríi. Hlutverk I leiknum eru annars tólf og með þau fara Guðmundur Pálsson, Guðrún Asmundsdóttir, Pétur Einars- son, Kjartan Ragnarsson, Helgi Skúla- son, Þóra Borg, Sigurður Karlsson, Karl Guðmundsson, Jón Hjartarson og Harald G. Haraldsson. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á leikritinu Selurinn hefur mannsaugu og það hefur verið stytt nokkuð síðan það var flutt á Listahátíð. Við skulum grípa niður í kafla í leikritinu frá æfingu í Iðnó. Sviðið er heima hjá Hönnu og Hans, en mamma Framhald á bls. 21. Kjartan og Helgi í hlut- verkum sínum (Ijósm. Mbl. Arni Johnsen.) Guðrún og Pét- ur f hlutverk- um sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.