Morgunblaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975 20 40 ára liannes Pálsson, núverandi formaður ásamt þeim Einvarði Hallvardssyni og Elfasi Halldórssyni, en þeir skipuðu fyrstu stjórn S.I.B. Skáttioltsfimdur um staðinn og kristnina Framhald af bls. 3 Norræna bankamannasam- bandinu. Fyrstu heildarsamningar, sem S.I.B. gerði fyrir hönd bankastarfsmanna, voru gerðir árið 1956. Samtökin gefa út Bankablað- ið, sem hóf göngu sína í júli 1935 og hefur komið út óslitið síðan og verður einnig 40 ára á þessu ári. Þá sendir sambandið frá sér fréttabréf til félaga sinna einu sinni i mánuði. Skrifstofa S.I.B. er nú til húsa í 200 fm. húsnæði að Laugavegi 103, en þar ei Bankamannaskólinn einnig til húsa. Þá sagði Hannes, að Samband ísl. bankamanna hefði alla tið beitt sér fyrir fræðslumálum bankamanna og var Banka- mannaskólinn stofnaður árið 1959. I samræmi við siðustu Landslíðið vann pressuna 26-17 LANDSLIÐIÐ f handknatt- leik sigraði pressuliðið f gærkvöldi með 26 mörkum gegn 17. — „Rally” Framhald af bls. 2 allir frægustu „rally“ ökumenn heimsins mundu taka þátt i keppni hér, ef efnt yrði til „rally“ umhverfis landið, eins og FlB stefnir að, og þá keppni sagðist hann vilja kalla „Fire and Ice Rally“. Lidden benti á, að „rally“ væri alls ekki kappakstur heldur frekar þolakstur oghraðinn væri yfirleitt ekki mikill, að minnsta kosti ekki þegar um væri að ræða litla keppni. I Englandi sagði hann, að meðalhraðinn væri yfirleitt 45—50 km á klst., en á sérstökum lokuðum vegarköflum væri leyfður ótakmarkaður hraði. Þar sagði hann þó yfirleitt ekki ekið mjög hratt, því vanalega væru valdir vondir og hlykkjóttir vegir. I heimalandi Liddens er „rally" mjög vinsæl íþrótt, og nefndi hann sem dæmi um það, að um næstu helgi yrði haldið „rally" á átján stöðum á landinu. — FÍM hvetur listamenn Framhald af bls. 2 gert ákvarðanir sýningarráðs að engu. Þrátt fyrir þessa annmarka þótti FlM rétt að hefja samvinnu við Reykjavíkurborg sem fer reyndar formlega um hendur Bandalags íslenskra listamanna, til þess að sjá hvernig til tækist. Samvinna þessi hefur að mestu gengið snurðulaust fram að þessu. Ekki er því þó að leyna að stjórn borgarinnar hefur verið svo til áhugalaus um að gera Kjar- valsstaði að virkri menningarmið- stöð. Fram að þessu hefur sýningarráð verið að mestu af- greiðslustofnun á sýningarbeiðn- um. öllum tillögum fulltrúa FlM í sýningarráði um menningarlegt frumkvæði hússins hefur verið hafnað og peningaleysi verið bor- ið við. samninga milli S.I.B. og Sam- vinnunefndar bankanna frá 16. marz 1974 er í ráði að samband- ið komi á fót þjálfunarkerfi fyr- ir nýliða i bönkum. Saga Sambands ísl. banka- manna mun koma út 1 vor í tilefni afmælisins, en hana hef- ur ritað fyrrverandi forystu- maður S.I.B. Einvarður Hall- varðsson. Þá hefur stjórn Sam- bands isl. bankamanna ákveðið að minnast afmælisins með há- tíðarhöldum dagana 22. og 23. apríl n.k. en þá verður þing sambandsins haldið. Efnt verð- ur til hátíðarsamkomu 23. apríl. Núverandi stjórn S.I.B. skipa: Formaður, Hannes Páls- son og aðrir i stjórn eru Einar B. Ingvarsson, Stefán M. Gunn- arsson, Guðmundur Eiríksson, Þorsteinn Egilsson og í vara- stjórn Jón G. Bergmann og Unnur Hauksdóttir. Nú gerist það, að aðili einn sæk- ir um leyfi til að halda sýningu á Kjarvalsstöðum sem meirihluti sýningarráðs hafnaði eindregið, taldi verk hlutaðeiganda ekkert erindi þangað eiga sakir skorts á listrænum gildum. Vegna þess hver meirihlutinn reyndist mikill var útséð um að áfrýjunarréttur- inn dyggði. Þá grípur borgarráð Reykjavfkur til þess óyndisúr- ræðis 1 nafni valds sín og eignar- heimildar að leyfa þessum aðila engu að síður að sýna á Kjarvals- stöðum með þeim smekklega hætti að taka niður nýuppsetta sýningu á verkum Jóhannesar Kjarvals. Hér sýnist Reykjavíkur- borg gefa slæmt stjórnsýslunar- legt fordæmi. Gæti ekki mennta- málaráðherra með lögkrókaslægð skipað safnráði Listasafns tslands að taka niður verk Ásgríms Jóns- sonar og Jóns Stefánssonar af veggjum safnsins og látið setja upp frístundaiðju á borð við þá, sem nú skal leysa verk Kjarvals af hólmi. Gæti ekki og hugsast að háttvirt borgarráð hafi alls ekki hugað að þeim reglum, sem það sjálft hefur sett. I 5. gr. sýningarreglna Kjarvalsstaða stendur m.a. eftir- farandi: „Þegar um er að ræða rekstur af þvi er tekur til list- rænna þátta, t.d. val og röðun mynda í austursal hússins, sem nefndur er Kjarvalssalur, upp- setningu myndverka í öðrum hlutum hússins eða ráðstafanir, sem hafa áhrif á útlit hússins t.d. gerð varanlegra veggskreytinga, skal slíkt rætt á fundi með full- trúum bandalagsins í sýningar- ráði, og er þeim skylt að vera til ráðuneytis og samstarfs í þessum efnum eftir því sem óskað verð- ur“. Af því, sem framan greinir, lítur FlM svo á að með fyrr- nefndri samþykkt borgarráðs Reykjavíkur séu forsendur fyrir frekara samstarfi brostnar — f bili að minnsta kosti — meðan málum á Kjarvalsstöðum er ekki skipað svo sem með menningar- þjóðum. FlM mun ennfremur hvetja alla félagsmenn sína, svo og alla félaga f Bandalagi fslenskra lista- manna að sniðganga Kjarvals- staði, sýna þar ekki, veita enga listræna aðstoð meðan málum er skipað sem raun ber vitni. FÍM mun einnig senda Norræna list- bandalaginu, sem FlM er aðili að, fréttir af þessu framferði. Hins vegar er FÍM hvenær sem er reiðubúið að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um raunhæft samstarf í sýningarmálum Kjarvalsstaða. I KVÖLD fimmtudagskvöld verð- ur haldinn almennur fundur f Skálholtsdómkirkju um efnið: Framtfð Skálholts og kristninn- ar f landinu. Hefst fundurinn kl. 9 e.h. og verða þessir frummælendur: Agúst Þorvaldsson, fyrrv. alþing- ismaður, Brúnastöðum, Steinþór Gestsson, alþingismaður Hæli, Sveinn Skúlason, bóndi, Bræðra- tungu, Þórður Tómasson, safnvörður, Skógum, — Reynir að mynda Framhald af bls. 1 ræða ágizkanir og flestir eru sam- mála um að engu sé hægt að slá föstu um hver framvinda mála verður á næstu dögum og alls endis er óvíst um að Skytte takist að leysa verkefnið af hendi. Er togara- útgerðin að stöðvast? Á FUNDI bæjarstjórnar Akra- ness var í gær 28. janúar gerð einróma eftirfarandi samþykkt: Með þvf að sú hætta er yfirvof- antíi að togaraútgerð á Akranesi og víðar stöðvist á næstu dögum vegna mjög alvarlegra rekstrar- örðugleika vill bæjarstjórn Akra- ness eindregið skora á ríkisstjórn- ina að gera nú þegar nauðsynleg- ar ráðstafanir til að fyrirbyggja slíka stöðvun og tryggja rekstrar- grundvöll þessarar útgerðar. Bæjarstjórnin bendir á, að af stöðvun þessara þýðingarmiklu atvinnutækja mun leiða stórfellt atvinnuleysi, ekki aðeins á Akra- nesi, heldur á útgerðarstöðum um allt land. (Fréttatilkynning) Guðmundur tapaðí Guðmundur Sigur- jónsson tapaði skák sinni í 12. umferð á móti hollenzka alþjóðlega meistaranum Enklaar, og er nú í 10. sæti með 6 vinninga. 2 umferðir eru eftir. Minningarsjóð- ur Guðmundar Böðvarssonar skálds UM ÞESSAR mundir er unnið að lagfæringum á húsi Guðmundar heitins Böðvarssonar skálds á Kirkjubóli i Hvítársíðu og er reynt að ganga frá því sem allra líkast þvf sem var, er þau hjón bjuggu þar. Húsið hefur sem kunnugt er verið gefið Rithöf- undasambandi Islands. Framlög i Minningarsjóð Guð- mundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur konu hans, eru frádráttarbær til skatts og er veitt viðtaka í skrifstofu Rithöfunda- sambands Islands, hjá Borgfirð- ingafélaginu f Reykjavík og fram- lög má leggja inn á gíróreikning i Sparisjóði Mýrasýslu í Borgar- nesi. (Frá stjórn sjóðsins.) Ingólfur Jónsson, fyrrv. ráðherra, alþingismaður, og tveir nemend- ur Lýðháskólans. Biskup tslands og vígslubiskup Skálholtsstiftis munu mæta á fundinum. Aður en fundurinn hefst leikur frú Rut Magnúsdóttir, Sólbakka, á orgel kirkjunnar 3 sálmalög eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Þórarinsson og Pál Isólfsson, þá 4 sálmalög frá siðbótartímum og loks 3 stutt verk eftir Johann Pachelbel (samin um 1700). Org- Eldur í sovézkum verksmiðjutogara ELDUR kom upp f sovézkum verksmiðjutogara f gær- morgun, þar sem skipið var að veiðum norður af Færeyjum. Danska varðskipið Vætteren kom á vettvang svo og annað sovézkt skip. Ahöfninni 52 mönnum var bjargað og f gær mun hafa átt að draga sovézka verksmiðjuskipið inn til Færeyja. — Norglobal Framhald af bls. 36 Ef gert er ráð fyrir að Norglo- bal verði á Islandsmiðum í a.m.k. 40 daga og bræði að meðaltali um 2000 þús. lestir á sólarhring, þá þýðir það að það bræðir 80 þús. lestir á þessu tímabili, sem að líkindum verður umframafli við það sem annars mundi veiðast. Norglobal mun sennilega koma upp að Austfjörðum fyrst þvf þar heldur flotinn sig nú og loðnan virðist ganga ákaflega hægt suður á bóginn. Ekki er því ósennilegt að skipið muni leggjast fyrir í mynni Reyðarfjarðar. Sextfu manna áhöfn er á skipinu, og enn- fremur verða nokkrir tslendingar um borð, sem fulltrúar leigutaka. — Heilasköddun Framhald af bls. 3 með öllu sársaukalaus, bæði fyrir móður og barn. Blaðið skýrir frá notkun þessa tækis á fæðingardeild amtssjúkrahússins í Gentofte en þar er hin nýja tækni notuð undir umsjón yfirlæknisins Jörgens Falcks Larsens. ,Hann segir, að enn séu ekki til fleiri tæki á spitalanum en svo, að notkun þeirra takmarkist yfir- leitt við tilfelli, þar sem búizt sé við fæðingarerfiðleikum — „en á því leikur enginn vafi,“ segir hann, „að þetta tæki er svo stórt skref i framfaraátt, að við verðum að gera allt sem hægt er til að þau verði almennt tekin í notkun. Ég hef þá trú, að það takist, því að þau tak- mörkuðu útgjöld, sem tækja- kaupin hafa í för með sér, geta ekki einasta komið í veg fyrir barnslát í fæðingu heldur og ómælanlegan sársauka og eymd síðar meir.“ Læknirinn segir frá nýlegu tilviki f Gentofte, þar sem notk- un tækisins kom í veg fyrir, að barn yrði spastiskt í fæðingu. Grunur lék á, að ekki væri allt með felldu, og með notkun raf- eindahlustunartækisins kom í ljós, að hjartsláttur fóstursins var ekki sem skyldi. Gerður var keisaraskurður og þá uppgötvaðist, að naflastrengur- inn var þrfvafinn um háls fóstursins. Án rafeindatækisins hefði þetta ekki uppgötvazt svo fljótt, sem raun bar vitni og er fullvíst, að strengurinn hefði hert svo að hálsi barnsins, að heilinn hefði skemmzt af súrefnisskorti. elleikur frúarinnar hefst kl. 8:30 og mun hún flytja stuttar skýring- ar á undan þáttunum. Kl. 8 e.h. fer fram stutt altaris- gönguguðsþjónusta, og geta þeir sem koma snemma á staðinn feng- ið te og brauð við vægu verði í matsal Lýðháskólans (milli kl. 7 og 8). Fundurinn er haldinn á vegum Prestafélags Suðurlands, og er öllum boðin þátttaka. Það er von stjórnarinnar að sem flestir sjái sér fært að koma. (Fréttatilkynning frá stjórn Prestafélags Suðurlands). — I landhelgi Framhald af bls. 36 en hinn 19. nóvejnber síðastliðinn var skuttogarinn Snorri Sturlu- son tekinn á alfriðaða svæðinu norður af Kögri. Skipstjórinn var dæmdur í 1.250 þúsund króna sekt á Isafirði og voru afli og veiðarfæri gerð upptæk, en mats- verð þeirra var 5,3 milljónir króna. — Lúðrasveit Hafnarfjarðar Framhald af bls. 4 Hvað eftirtektarverðast er þó framlag hennar til kynningar landi og þjóð á erlendum vett- vangi. Að frumkvæði og fyrir áeggjan stjórnandans, Hans Ploders, sem er Austurríkis- maður, hefir tvisvar sinnum, 1971 og 1974, verið farið í tón- leikaferð til meginlands Evrópu. Var þá komið fram í ýmsum stórborgum i Þýska- landi, Austurríki og Svisslandi. Þá hefir lúðrasveitin leikið fyr- ir útvarp í Munchen, Frankfurt og vlðar. Leikur lúðrasveitar- innar i þessum ferðum hefir fengið góða dóma, eins og t.d. má marka af því, sem birtist í einu dagblaðanna í Svisslandi s.l. sumar, svohljóðandi í Isl. þýðingu: „Hljómleikar þeir, sem ís- lenzka lúðrasveitin frá Hafnar- firði hélt á mánudagskvöld, voru fullkomlega heppnaðir frá hljómlistarlegu sjónarmiði. I fylgd með þessum fallega • flokki hljómlistarmanna undir stjórn Hans Ploder voru þokka- fullar og aðlaðandi jslenzkar konur, er klæddust ísl. búningi. Lagaskráin var mjög fjölbreytt og túlkunin fullkomin. Allt þetta gerði þessi augnablik ógleymanleg.“ Lúðrasveit Hafnarfjarðar hefir gefið út fallega hljóm- plötu með fimm lögum væntan- leg er önnur plata með leik hennar. Nú eru um þrjátiu félagar I sveitinni. Verður 25 ára afmælisins minnzt með hljómleikum i Bæjarbió á morgun, 1. febrúar, og með fagnaði þá um kvöldið. Hafnfirðingar standa í mik- illi þakkarskuld við þá sam- borgara sína, sem verja tóm- stundum til þess að geta veitt öðrum ánægju með góðri, upp- örvandi tónlist. Þótt bæjar- félagið hafi stutt þessa þörfu starfsemi með nokkru fjár- framlagi á ári hverju, er hér fyrst og fremst um fórnfúst áhugamannastarf að ræða. Það er örugglega mælt fyrir hönd þorra Hafnfirðinga, þegar Lúðrasveit Hafnarfjarðar eru fluttar þakkir fyrir margar veittar ánægjustundir og beztu óskir um sem blómlegast fram- tiðarstarf. Arni Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.