Morgunblaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975 33 Laríj Morö ö kvenréttindarööstefnu Kristjónsdöttirj a' býddi S__________________________________:___ r 29 aó koma viö hana, hvað þá kyssa hana á vangann. Hann ákveóur aö ráðast aö þeim vandamálum, sem bíða hans I enn kyrrlátara her- bergi... Fyrsta vandamálið verður skjótar á vegi hans en hann grun- aði. Þegar ' hann tekur um snerilinn að herbergi Betti Borg uppgötvar hann að dyrnar eru læstar og lykillinn horfinn. Ase Stenius er augsýnilega sköruleg í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Ef hún vildi koma í veg fyrir að vinnustúlkur... konur sem eru á ráðstefnu.. að maður tali nú ekki um lögreglumann, sem skýtur upp kollinum... hefðu áhuga á þeirri staðreynd að lík er i húsinu, á maður auðvitað að byrja á því að læsa dyrunum, svo að enginn fái tækifæri til að skoða likið. En þarna eru sex dyr aðrar, sem allar virðast nákvæmlega eins. Og það hlakkar í honum þegar hann tekur lykilinn úr her- bergisdyrum læknisins sjálfs og lýkur upp. Inni hjá hinni látnu er þungt loft, enda þótt glugginn sé opinn. Hann dregur gluggatjöldin frá og lætur dagsbirtuna afhjúpa það sem þarna er. Betti hefur vissulega sagt sitt síðasta orð. Átta stundum eftir andlát hennar er ekki hægt að skera úr um það hvernig hún hefur mætt dauða sínum. Hann sér ekki votta fyrir hæðni né mannvonsku á svipnum, hún er bara ung, dáin og einmana á næst- um ónáttúrlegan hátt. Hann virðir fyrir sér það sem er í kringum hana. Rúmið er í óreióu og sýnir að sá sem þar hvílir hefur barizt við dauðann. Rauða rúmábreiðan hefur aflagazt og lafir að hluta niður á gólf og koddinn er samankuðiaður, eins og hún hafi gripið um hann þegar hún var í dauðateygjunum. Krampi vegna hjartaáfalls? Eða ofsafengnari og enn hryllilegri krampateygjur? Hann horfir í kringum sig, árvökulu augnaráði. Borðið við rúmið. Þar er ösku- bakki fullur af sigarettustubbum og ösku. Stubbar með rauðum varalit. Camelpakki með örfáum sígarettum í. Kveikjari úr stáli. Það er allt og sumt. Hægindastóll, og á stólbakinu eru svartar sfðbuxur. Lág kommóða. Þar er greiða og glas með naglalakki, epli og ein- tak af tímariti. Og öllu hefur verið ýtt i hrúgu til að rýma til fyrir bakka — úr stáli með þremur glösum og óopnaðri flösku af sódavatni og sjerrí- flaska, því sem næst tóm. Ur öll- um þremur glösunum er dauf sjerríangan. Hún hefur ekki notað skmffurn- ar i kommóðunni. En á gólfinu er ferðataska sem er troðfull af fatn- aði. Christer tekur upp úr henni svarta peysu, brjóstahaldara, sandala, tannbursta og nælon- sokkabuxur. Hann veltir fyrir sér, hvort einhver hafi orðið á undan honum til að skoða innihald töskunnar eða hvort óreiðan sé frá Betti sjálfri komin. Og allt í einu blistrar hann lágt og dregur tvo hluti fram úr hrúgunni. Annað er mjög vandaður vasa- peli í ljósu leðurhulstri. Pelinn er axlarfullur af amerísku viski. Hitt er lítill bikar úr gulum málmi, kannski gylltu silfri. Eins konar hetta sem er sett á pelann og má einnig drekka úr og honum hefur verið kastað ofan í töskuna annað hvort af hirðuleysi eða vegna þess aó mikið hefur legið á. Og hann sér að viski hefur verið drukkið úr bikarnum, þvi að það er botnfall í lokinu. Hvítleitt botnfall. Eftir viski? Christer réttir sig seinlega upp. Og nú kemur hann allt í einu auga á nokkuð, sem hafði farið framhjá honum til þessa. Á kommóðunni eru merki eftir hvítt duft. Örlitil korn sem gætu vel verið púður, en þegar hann aðgætir nánar, þá eru þau hörð og skínandi eins og örsmáar kristals- agnir. Hann þrýstir fingurgómn- um á kornin og ber þau upp að munninum. Af þeim er framandlegt og beiskt bragð og enda þótt skyn- semi hans segi honum, að hann detti ekki dauður um koll þótt hann léti upp í sig fjögur eóa fimm slík korn, þá spýtir hann þeim út úr sér i flýti. Hann spýtir í átt til dyra og uppgötvar þá að hann hefur verið í þann veginn að spýta á sinn sérstaka eðalvin, Stenius lækni. Hún horfir á hann nístings- köldu augnaráði, en röddin er skýr og einbeitt. — Ég vona að þér vitið hvað þér eruð að gera hér, lögregluforingi. — Og ég, svarar Christer hvasst, — leyfi mér að beina sömu orðum til yðar. Henni bregður við og í fyrsta skipti sér hann hik á henni. — Já, ég trúði því að minnsta kosti að ég vissi það. Það er sví- virðilegt að fara af stað með ein- hvers konar morðrannsókn og gefa fjölda manns vatn i munninn af hreinni illsku þegar maður er ekki viss um að um morð hafi verið að ræða... — Og sé maður viss um það? Hún dregur andann djúpt að sér og stund líður áður en hún segir: Hún dregur djúpt andann og nokkur stund Iíður, áður en hún svarar: — Sé svo, þá verð ég að viður- kenna að ég dreg mig með fullri stillingu í hlé. Og lögreglan verður þá að taka málið að sér. — Komið hingað. Lítið á þessi korn, sem eru á kommóðunni og lítið ennfremur á þennan litla bikar. — Viski! Betti.... hún ... hún hefur sem sagt drukkið viskí... — Ja, reyndar. En það var fleira i þessu. Og viski myndar ekki slíkt botnfall. Hvað haldið þér að þetta geti verið? Höfuð- verkjatöfluduft? Það getur verið, enda þótt ég hafi aldrei vitað til þess að neinn gæti hugsað sér að eyðileggja viskíbragðið með því að blanda asperíni út í drykkinn. En ef við höldum að þetta sé algerlega óskaðlegt getum við ein- faldlega leyst það upp og þreifað okkur áfram. Á ÉG AÐ GERA ÞAÐ, STENIUS LÆKNIR? EÐA VILJIÐ ÞÉR BRAGÐA A BLÖNDUNNI OG SEGJA MÉR SÍÐAN HVERNIG ÞAÐ SMAKKAÐIST.... Þetta var næturlöng martröð eins og brúðkaupsnðttin fyrsta var. VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 1 0-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. % Kvennaárið Húsmóðir skrifar: ,,Nú er kvennaárið gengið i garð og nóg-eru verkefnin, sem blasa við. Barátta kvenna hefur alltaf verið fyrir meiri mannúð og mannréttindum almennt. Nú hafa þær þetta gullna tækifæri til að gera þetta fyrsta kvennaár að merkilegasta ári í veraldarsög- unni ef þær ná góðum árangri. Ég veit fyrir víst, að þær vilja að málfrelsi, sem alltaf hefur fylgt mannkyninu frá fyrstu tíð, fái all- ar þjóðir aftur og þyki reyndar ekki farið fram á mikið. Mann- kynið hefur alltaf barizt fyrir frelsi og bættum lifskjörum og orðið blessunarlega vel ágengt. En svo fyrir 50 árum komst á í einu landi þjóðskipulag — að vísu með byltingu, sem stóð i 4—5 ár — og þar var þetta allt tekið af mannfólkinu þar í sveit. Þar er stjórnað með rikislögreglu og fangabúðum. Hvar á að berjast ef ekki þar sem ástandið er verst? Maður hefur heyrt, að i Rúss- landi vinni konur i öllum starfs- greinum, og það er nú ágætt, svo langt sem það nær. Hins vegar finnst islenzkum sjómönnum, sem stundum koma þarna að landi, það alltaf jafn óviðkunnan- legt að sjá háóléttar konur við timburútskipun og fíleflda karl- menn reka þær áfram. Karlmenn- irnir eru sem sé verkstjórar. Allt- af vekur.það líka undrun útlend inga í Moskvu að sjá kvenfólk á sjötugsaldri vera að hlaða múr- steinshús. Þessar i byggingariðn- aðinum hafa sjálfsagt ágætis laun, og hver veit nema þær hugsi sér að skreppa spölkorn út fyrir Moskvu. Hins vegar er ekki eins víst að leyfi til þess fáist hjá yfir- völdunum, þvi að í Rússlandi þarf leyfi til að fara út fyrir sveitar- félagið. Auðvitað þarf ekki að minna á, að hvorki konur eða karlar i Sovét hafa verkfallsrétt eða áhrif til bættra vinnuskilyrða — þar er þó a.m.k. jafnrétti. Það þarf ekki að koma neinum á óvart þegar vitað er að Sovét- borgararnir fá ekki óhindrað að ferðast innanlands, þótt ekki fáist leyfi til að ferðast til útlanda nema í örfáum undantekningar- tilfellum. Góðar kvenréttindakonur. Byrj- ið á því að berjast fyrir mannrétt- indum í kommúnistarikjunum. Þá gæti verið að einhvern tíma bærist svar við beiðni um leyfi handa föður Ashkenasýs til að heimsækja son sinn hingað. Ég veit að Rússar segja, að hér sé um að ræða innanrikismál þeirra og það er rétt, en var þá ekki líka um að ræða innanríkismál Ungverja árið 1956 og hjá Tékkuni hér um árið? Skv. þessu eru innanríkis- mál einstakra þjóða ólæsi og hvers konar ófrelsi, eins og það, sem Krúsjeff lýsir i endurminn- ingum sinum. Þar segir svo: ,,Ég var sendur árið 1938 til að tala við verkamennina i Moskvu og skipa þeim að auka vinnuaf- köstin um 10%. Kjör þeirra voru ólýsanleg. Þeir voru vannærðir. klæðlitlir, skítugir og kvaldir af veggjalús." Af þessu litla dæmi mega þeir ýmislegt ráða, sem berjast vilja fyrir jafnrétti og almennum mannréttindum. Húsmóðir". 0 Ferdalög í snjó Jón Árnason frá Þverá, Húsavík, skrifar: „Þegar hinum mikla veðraham, sem gekk yfir landið fyrir miðjan þennan mánuð, er nú lokið, rifj- ast upp, að í öllum frásögnum í sambandi við hann í fjölmiðlum og dagblöðum minnist ég ekki að skiði hafi verið nefnd til ferða- laga, nema éinu sinni í grennd við Siglufjörð, þar sem verið var að leita að tveimur mönnum. Fyrir jólin var sörnu sögu að segja, — þá var einu sinni getið um menn á skíðum vegna ófærðar á Egils- stöðum á Völlum. En í sambandi við þessa óveðurskafla var óteljandi sinn- um rætt um ýmis önnur góð farar- tæki, svo sem snjóbila, vélsleða og dráttarvélar til snjóruðnings fyrir bíla. Hvar er nú öll skíðakunnátt- an? Eða er skíðanotkun á ferða- lögum ekki i frásögur færandi? Hitt held ég þó sanni nær, að nú leggi menn það ekki á sig yfirleitt að ferðast á skiðum. Þau eru helzt notuð til sports um helgar og þó sjaldnast til göngu. Er svo að sjá og skilja af frásögnum og mynd- um, að skiðaferðir miðist svo til eingöngu við stökk og rennsli nið- ur brekkur, og svo þurfi vélknúin tæki til að komast upp á hæðirnar aftur. „Öóru vísi mér áður brá“, þegar engin vélknúin tæki voru til ferðalaga í snjó. Þá voru skíðin einu farartækin í fannalögum víðsvegar um land. Og frá þeim tímum að þörf var á að nota þau eru m.a. hinir frægu skíðamenn í Fljótum norður, enda er oft látið af snjóþyngslum þar. % Sjaldan minnzt á flugferðir En svo eru það skipa- og flug- ferðir. Flesta daga er skýrt frá ferðum farskipanna, en sjaldnast er sagt frá fluginu innanlands eða utan. Það er þó fyrst og fremst fyrir farþega- og póstflutninga, sem virðist áhugaverðara efni en hvað farmskipin flytji, þótt nauð- synjar séu yfirleitt. Ökunnar ástæður fyrir flugfréttum eða fréttaleysi geta hér um ráðið, en óneitanlega væri fróðleikur i fréttum af fluginu, þótt ekki væru nema frásagnir af þeirn flugáætlunum, sem ekki hafa staðizt, einhverra hluta vegna. Er það og stundum gert, þegar veður hamlar t.d. Er þessu hér kastað fram hlutaðeigandi til athugunar. Jón Arnason." Það eru ekki fréttir þótt flug- ferðir gangi samkvæmt áætlun, en fréttnæmt er þegar veruleg röskun verður á þeim, eins og reyndar er skýrt skilmerkilega frá í fréttum þegar svo vill til. Ýtarlegri fréttir af skipaferðum stafa svo aftur af þvi, að skip eru lengi á leiðinni og óhægt að segja fyrir um með vissu hvenær þau verði á tilteknum stöðum. RETTUR DAGSINS: Grísaschnitcel m / paprikusósu og ávaxtajelly m/rjóma. Verð kr. 335.- Munið okkar ódýru sérrétti. ELECTROLUX Eftirtaldir aðilar uwwiffi selja Electrolux heimilistæki: Akranes: örin h.f., Skólabraut 31. S. 93-1880 Borgarnes: Kf. Borgfirðinga. S. 93-7200. Hellissandur: Raft. verzl. óttars Sveinbjörnss. S. 93-6685 Patreksfjörður: Baldvin Kristjánsson. S. 94-1295. Bolungarvík: Jón Fr. Einarsson. S. 94-7351. Isafjörður: Straumur S. 94-3321. Blönduós: Kf. Húnvetninga. S. 95-4200. Sauðárkrókur: Kf. Skagfirðinga. S. 95-5200. Siglufjörður: Gestur Fanndal. S. 96-71162. Ólafsfjörður: Raft. vinnustofan s.f. S. 96-62164. Akureyri: KEA S. 96-21400. Svalbarðseyri: Kf. Svalbarðseyrar S 96-21338. Húsavfk: Grimur og Árni S. 96-41137. Vopnafjörður: Kf. Vopnfirðinga S. 97-3201. Egilsstaðir: Kf. Héraðsbúa S. 97-1200. Seyðisfjörður: Kf. Héraðsbúa S. 97-2200. Eskifjörður: Pöntunarfélag Eskfirðinga S. 97-6200. Reyðarfjörður: Kf. Héraðsbúa S. 97-4200. Höfn, Hornafirði: Kask S. 97-8200. Vestmannaeyjar: Húsgagnaverzl. Marínós Guðm. S. 98- 1200. Þykkvibær: Verzl. Friðriks Friðrikss. S 99-5650. Keflavík: Stapafell h.f. S. 92-1730. Reykjavfk: Raflux s/f, Austurstræti 8. S. 20301. AUGLÝSINGATEIKIVIISTOFA MYIMDAMÓTA Aðalstræti 6 simi 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.