Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiJanuary 1975Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 30.01.1975, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.01.1975, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975 23 „Hvernig er heilsan?” — frumsýning annað kvöld Eins og þegar er fram komiö af fréttum verður leikritið „Hvernig er heiisan" eftir Kent Andersson og Bengt Bratt frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu annað kvöld. Hér er um að ræða umfjöllun á vanda- málum vistmanna á hæli fyrir þá, sem vanheilir eru til sálarinnar. Sigmundur Örn Arngrfmsson, sem leikstýrir þessu viðfangsefni Þjóðleikhússins, sagði á fundi með fréttamönnum f fyrradag, að við undirbúning og æfingar hefðu leikarar notið aðstoðar og ieið- beininga vistmanna og starfsfólks á Kleppi. Bæði hefði starfsfólk leikhússins farið og skoðað sjúkrahúsið og rætt við fólk þar, auk þess sem það hefði svo aftur komið og verið við æfingar f leik- húsinu. Sigurður sagði, að ber- lega hefði komið í Ijós, að við vandamál af þvf tagi sem einkum er fengizt við í leikritinu, væri ekki við að etja hér á iandi, heldur myndi andrúmsloft á slfk- um stofnunum hér vera miklu mannlegra, eins og hann orðaði það. Leikendur f „Hvernig er heils- an“ eru 14 talsins og eru flestir þeirra á sviðinu lengst af meðan sýning stendur, og gera hlutverk- in miklar kröfur til leikenda, að þvf er leikstjórinn sagði. Leik- endur í „Hvernig er heilsan?" eru þessir: Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Skúlason, Ingunn Jensdóttir, Bessi Bjarnason, Þórunn M. Magnúsdóttir, Rúrik Haraldsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Flosi Ólafsson, Ævar Kvaran, Margrét Guðmundsdóttir, Gunnar Eyjólfs- son, Valur Gfslason, Guðjón Ingi Sigurðsson og Brfet Héðinsdóttir. Leikmyndina hefur Sigurjón Jóhannsson gert, söngtexta Þor- steinn frá Hamri, en þýðinguna hefur Stefán Baldursson innt af hendi. Carl Billich hefur æft söngvana. — Rætt við Barða Framhald af bls. 19 _ hafi mest til framdráttar laxa- ræktuninni er hinn mikli ræktunaráhugi stangveióimanna og landeigenda. I öllum gildandi samningum S.V.F.R. og land- eigenda er t.d. gert ráð fyrir meiri eða minni ræktunarframkvæmd- um. Þessi sameiginlegi ræktunar- áhugi þar sem framkvæmd fylgdi hefur svo orðið til þess, að lax- veiðin á Islandi hefir vaxið um helming siðan 1959. Það væri mikil ósanngirni við landeigendur að svipta þá eignar- rétti að lax- og silungsveiði vegna áhugaleysis um ræktun og varð- veizlu þessara gæóa. Við islenzkir stangveiðimenn viljum miklu heldur semja um árleigur við landeigendur eins og þeir eru en einhvern hérlendan fulltrúa bóndans i Kreml. Ég er líka hræddur um, að lax- inn myndi deyja út á nokkrum árum, ef hin kalda hönd rikis- rekstrarins ætti að vernda hann. Hérlendis hefir ríkisrekstur hvergi gefið góða raun miðað við hliðstæðan einkarekstur. Um flestar ríkisjarðir er t.d. miklu verr gengið og framfarir skemmra á veg komnar en þar sem bændur eiga sjálfir jörðina, sem þeir búa á. Um það hvernig veiðiréttareigendur sjálfir líta á áróðurinn um að svipta bændur landsins eignarrétti sinum að lendi og landnytjum vitnar glöggt samþykkt á fundi Lands- sambands veiðifélaga 1973.“ Reksturinn gengur vel — Hvernig gekk rekstur Stang- veiðifélagsins á s.l. ári? „Hann gekk mjög vel og hagnaður varð þó nokkur. Má því segja, að hagur félagsins hafi farið mjög batnandi á s.l. ári enda gekk sala veiðileyfa vel eins og áður segir. Lánsfjárskortur hefir hins vegar mjög háð félaginu og skapað óteljandi erfiðleika bæði fyrir stjórn og starfsmenn. Veiði- félag Grimsár- og Tunguár hefir hinsvegar fengið ákveðið lánslof- orð hjá Stofnlánadeild Búnaðar- banka Islands vegna byggingar Grímsárhússins og lofað að endur- lána það til SVFR. Líklegt er að ián þetta verói til greiðslu á þessu ári og seinkun þess hefur komið sér illa fyrir SVFR. — Hefur félagið ekki gert nýjan samning um leigu á Elliðaánum? ,,Það hefur verið gerður nýr 1E5IJD V'ðaeruoiulþunga ' __ DncLEcn tveggja ára samnmgur milli Raf- magnsveitu Reykjavikur og SVFR. Er árleigan samkvæmt honum 1,6 millj. kr. I grunn miðað við l.'janúar 1975 og hækkar sam- kvæmt kaupgjaldsvisitölu. Og það má geta þess hér, að samstarf við veiðiréttareigendur hefir verið með ágætum og eiga sumir þeirra miklar þakkir skildar fyrir vinar- hug og hjálpfýsi við SVFR.“ 130 km og 13 þverár „Hvernig hefur gerð laxastig- anna og ræktun i Tungufljóti og Lagarfljóti gengið? „Ef við ræðum fyrst um Tungu- fljót, þá var geróur samningur til 10 ára um fiskrækt í vatnahverfi Tungufljóts og þverám þess við veiðifélagið Faxa á árinu 1972. Skv. samningi þessum skal SVFR sjá um byggingu laxastiga i FAXA, samkvæmt teikningu Guðmundar Gunnarssonar, verk- fræðings hjá Hönnun h.f. Fjár- mögnun þessara framkvæmda er þannig, að 50% byggingar- kostnaðar er lán hjá Búnaðar- banka Íslands úr Stofnlánasjóði, 33,3% er óafturkræft framlag úr fiskimálasjóði, en 16,7% af kostnaóarverði stofnframlag SVFR. Stiganum við Faxa er nú lokið. Við höfum i þrjú ár sleppt sumaröldum seiðum í Tungufljót, eða sem svarar 180 þús. sumar- öldum seiðum alls. Ef við snúum okkur svo að Lagarfljótsstigan- um, þá verður hann opnaður í sumar, en i upphafi átti að opna hann í fyrrasumar. Menn uróu varir við mikinn lax meðan við stigann í fyrra og sannar það að ræktun okkar þar virðist ætla að bera góðan árangur. Nú er búið að sleppa 750 þús- und sumaröldum seiðum á vatna- svæði Lagarfljóts og er þetta mesta ræktunarframkvæmd, sem félagið hefur farið út í. Að visu vitum við ekki enn hvernig fiskurinn gengur upp þessa stiga. En það kom i ljós i fyrra, þegar vatn var tekið úr Lagarfljóts- stiganum, að fjöldi laxa var þar. Lagarfljótsáætlun okkar er stærsta áætlun sinnar tegundar, sem vitað er um í V-Evrópu, en lengd fljótsins er 130 km og í það renna 13 þverár. Ef þessi áætlun heppnast getur þetta skipt sköp- um i sambandi við ferðamanna- straum til Austurlands, enda er þetta vatnasvæði eitt það fegursta hér á landi og jafnframt hið veðursælasta. Þ.Ó. SÍLD & FISKUR Bergstaóastræti 37 sími 24447 Kjaramálaráðstefna iðnnema Iðnnemasamband íslands gekkst fyrir nokkru fyrir kjaramálaráðstefnu, þar sem fjallað var um kjaramál iðnnema. Ráðstefnan stóð í tvo daga. Þessi mynd er tekin fyrri dag ráóstefnunnar. Verzlunarráö Islands Framhaldsaðalfundur Verzlunarráðs íslands verður haldinn i Kristalssal Hótel Loftleiða í dag fimmtudaginn 30. janúar, kl. 4 e.h. 1 . Gunnar Thoroddsen, ráðherra, flytur ræðu. 2. Tillögur laganefndar til breytinga á lögum Verzlunarráðs íslands. Athygli er vakin á því, að þeir einir hafa atkvæðisrétt á fundinum, sem þá hafa greitt ársgjald sitt til Verzlunarráðsins fyrir síðastliðið ár.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55657
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.07.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 24. tölublað (30.01.1975)
https://timarit.is/issue/116078

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

24. tölublað (30.01.1975)

Iliuutsit: