Morgunblaðið - 30.01.1975, Síða 23

Morgunblaðið - 30.01.1975, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975 23 „Hvernig er heilsan?” — frumsýning annað kvöld Eins og þegar er fram komiö af fréttum verður leikritið „Hvernig er heiisan" eftir Kent Andersson og Bengt Bratt frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu annað kvöld. Hér er um að ræða umfjöllun á vanda- málum vistmanna á hæli fyrir þá, sem vanheilir eru til sálarinnar. Sigmundur Örn Arngrfmsson, sem leikstýrir þessu viðfangsefni Þjóðleikhússins, sagði á fundi með fréttamönnum f fyrradag, að við undirbúning og æfingar hefðu leikarar notið aðstoðar og ieið- beininga vistmanna og starfsfólks á Kleppi. Bæði hefði starfsfólk leikhússins farið og skoðað sjúkrahúsið og rætt við fólk þar, auk þess sem það hefði svo aftur komið og verið við æfingar f leik- húsinu. Sigurður sagði, að ber- lega hefði komið í Ijós, að við vandamál af þvf tagi sem einkum er fengizt við í leikritinu, væri ekki við að etja hér á iandi, heldur myndi andrúmsloft á slfk- um stofnunum hér vera miklu mannlegra, eins og hann orðaði það. Leikendur f „Hvernig er heils- an“ eru 14 talsins og eru flestir þeirra á sviðinu lengst af meðan sýning stendur, og gera hlutverk- in miklar kröfur til leikenda, að þvf er leikstjórinn sagði. Leik- endur í „Hvernig er heilsan?" eru þessir: Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Skúlason, Ingunn Jensdóttir, Bessi Bjarnason, Þórunn M. Magnúsdóttir, Rúrik Haraldsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Flosi Ólafsson, Ævar Kvaran, Margrét Guðmundsdóttir, Gunnar Eyjólfs- son, Valur Gfslason, Guðjón Ingi Sigurðsson og Brfet Héðinsdóttir. Leikmyndina hefur Sigurjón Jóhannsson gert, söngtexta Þor- steinn frá Hamri, en þýðinguna hefur Stefán Baldursson innt af hendi. Carl Billich hefur æft söngvana. — Rætt við Barða Framhald af bls. 19 _ hafi mest til framdráttar laxa- ræktuninni er hinn mikli ræktunaráhugi stangveióimanna og landeigenda. I öllum gildandi samningum S.V.F.R. og land- eigenda er t.d. gert ráð fyrir meiri eða minni ræktunarframkvæmd- um. Þessi sameiginlegi ræktunar- áhugi þar sem framkvæmd fylgdi hefur svo orðið til þess, að lax- veiðin á Islandi hefir vaxið um helming siðan 1959. Það væri mikil ósanngirni við landeigendur að svipta þá eignar- rétti að lax- og silungsveiði vegna áhugaleysis um ræktun og varð- veizlu þessara gæóa. Við islenzkir stangveiðimenn viljum miklu heldur semja um árleigur við landeigendur eins og þeir eru en einhvern hérlendan fulltrúa bóndans i Kreml. Ég er líka hræddur um, að lax- inn myndi deyja út á nokkrum árum, ef hin kalda hönd rikis- rekstrarins ætti að vernda hann. Hérlendis hefir ríkisrekstur hvergi gefið góða raun miðað við hliðstæðan einkarekstur. Um flestar ríkisjarðir er t.d. miklu verr gengið og framfarir skemmra á veg komnar en þar sem bændur eiga sjálfir jörðina, sem þeir búa á. Um það hvernig veiðiréttareigendur sjálfir líta á áróðurinn um að svipta bændur landsins eignarrétti sinum að lendi og landnytjum vitnar glöggt samþykkt á fundi Lands- sambands veiðifélaga 1973.“ Reksturinn gengur vel — Hvernig gekk rekstur Stang- veiðifélagsins á s.l. ári? „Hann gekk mjög vel og hagnaður varð þó nokkur. Má því segja, að hagur félagsins hafi farið mjög batnandi á s.l. ári enda gekk sala veiðileyfa vel eins og áður segir. Lánsfjárskortur hefir hins vegar mjög háð félaginu og skapað óteljandi erfiðleika bæði fyrir stjórn og starfsmenn. Veiði- félag Grimsár- og Tunguár hefir hinsvegar fengið ákveðið lánslof- orð hjá Stofnlánadeild Búnaðar- banka Islands vegna byggingar Grímsárhússins og lofað að endur- lána það til SVFR. Líklegt er að ián þetta verói til greiðslu á þessu ári og seinkun þess hefur komið sér illa fyrir SVFR. — Hefur félagið ekki gert nýjan samning um leigu á Elliðaánum? ,,Það hefur verið gerður nýr 1E5IJD V'ðaeruoiulþunga ' __ DncLEcn tveggja ára samnmgur milli Raf- magnsveitu Reykjavikur og SVFR. Er árleigan samkvæmt honum 1,6 millj. kr. I grunn miðað við l.'janúar 1975 og hækkar sam- kvæmt kaupgjaldsvisitölu. Og það má geta þess hér, að samstarf við veiðiréttareigendur hefir verið með ágætum og eiga sumir þeirra miklar þakkir skildar fyrir vinar- hug og hjálpfýsi við SVFR.“ 130 km og 13 þverár „Hvernig hefur gerð laxastig- anna og ræktun i Tungufljóti og Lagarfljóti gengið? „Ef við ræðum fyrst um Tungu- fljót, þá var geróur samningur til 10 ára um fiskrækt í vatnahverfi Tungufljóts og þverám þess við veiðifélagið Faxa á árinu 1972. Skv. samningi þessum skal SVFR sjá um byggingu laxastiga i FAXA, samkvæmt teikningu Guðmundar Gunnarssonar, verk- fræðings hjá Hönnun h.f. Fjár- mögnun þessara framkvæmda er þannig, að 50% byggingar- kostnaðar er lán hjá Búnaðar- banka Íslands úr Stofnlánasjóði, 33,3% er óafturkræft framlag úr fiskimálasjóði, en 16,7% af kostnaóarverði stofnframlag SVFR. Stiganum við Faxa er nú lokið. Við höfum i þrjú ár sleppt sumaröldum seiðum í Tungufljót, eða sem svarar 180 þús. sumar- öldum seiðum alls. Ef við snúum okkur svo að Lagarfljótsstigan- um, þá verður hann opnaður í sumar, en i upphafi átti að opna hann í fyrrasumar. Menn uróu varir við mikinn lax meðan við stigann í fyrra og sannar það að ræktun okkar þar virðist ætla að bera góðan árangur. Nú er búið að sleppa 750 þús- und sumaröldum seiðum á vatna- svæði Lagarfljóts og er þetta mesta ræktunarframkvæmd, sem félagið hefur farið út í. Að visu vitum við ekki enn hvernig fiskurinn gengur upp þessa stiga. En það kom i ljós i fyrra, þegar vatn var tekið úr Lagarfljóts- stiganum, að fjöldi laxa var þar. Lagarfljótsáætlun okkar er stærsta áætlun sinnar tegundar, sem vitað er um í V-Evrópu, en lengd fljótsins er 130 km og í það renna 13 þverár. Ef þessi áætlun heppnast getur þetta skipt sköp- um i sambandi við ferðamanna- straum til Austurlands, enda er þetta vatnasvæði eitt það fegursta hér á landi og jafnframt hið veðursælasta. Þ.Ó. SÍLD & FISKUR Bergstaóastræti 37 sími 24447 Kjaramálaráðstefna iðnnema Iðnnemasamband íslands gekkst fyrir nokkru fyrir kjaramálaráðstefnu, þar sem fjallað var um kjaramál iðnnema. Ráðstefnan stóð í tvo daga. Þessi mynd er tekin fyrri dag ráóstefnunnar. Verzlunarráö Islands Framhaldsaðalfundur Verzlunarráðs íslands verður haldinn i Kristalssal Hótel Loftleiða í dag fimmtudaginn 30. janúar, kl. 4 e.h. 1 . Gunnar Thoroddsen, ráðherra, flytur ræðu. 2. Tillögur laganefndar til breytinga á lögum Verzlunarráðs íslands. Athygli er vakin á því, að þeir einir hafa atkvæðisrétt á fundinum, sem þá hafa greitt ársgjald sitt til Verzlunarráðsins fyrir síðastliðið ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.