Morgunblaðið - 27.02.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1975
7
Lokun
frönsku
hafnanna
eftir ROBIN
SMYTH
ÞAÐ KOM frönskum yfir-
völdum algerlega á óvart
þegar þarlendir fiskimenn
lokuðu öllum höfnum á
vesturströnd Frakklands,
allt frá Dunkirk við landa-
mæri Belgíu suður til
landamæra Spánar. Mis-
rétti það, sem fiskimenn
höfðu verið beittir, var á
allra vitorði, en einnig var
vitað að þeir væru tregir til
samstöðu og sameiginlegra
aðgerða. Algengt er að iðn-
verkamenn leggi frá sér
verkfærin til stuðnings
kröfum sinum, og ekki þarf
mikið til að bændur aki
dráttarvélum sínum út á
þjóðvegina og stöðvi alla
umferð. Fiskimenn eru að
jafnaði mjög rólyndir,
hreyknir af sjálfstæði sínu
Valery Giscard d’Estaings
varð að gefa kröfum fiski-
manna gaum.
Fiskimenn sátu fyrir
vörubifreiðum, sem fluttu
fisk til Parísar eftir tveimur
þjóðvegum fyrir norðan
höfuðborgina, stöðvuðu
bílana og dreifðu förmum
þeirra á vegina. Á einum
stað varð logreglan að
beina allri umferð frá þjóð-
veginum vegna þess að
fiskimenn höfðu lokað
honum með 20 tonna fisk-
hlassi, en annars staðar
þurftu ökumenn að aka
innan um fiskbingi, sem
fiskimenn höfðu ausið
steinolíu. Þá lenti lögreglan
Marcel Cavaillé flutninga-
málaráðherra. „Húsmæð-
urnar i París greiða okur-
verð fyrir fiskinn sinn
meðan við fáum smánar-
laun fyrir aflann."
Fiskimönnum finnst þeir
hafa orðið útundan í að-
gerðum Efnahagsbandalags
Evrópu. Þeir halda því fram
að enginn gæti hagsmuna
þeirra þar, og að þegar
verðlagsákvæði eru sam-
þykkt í Brússel, sé ekkert
tillit tekið til þeirrar miklu
verðbólgu, sem olíukrepp-
an veldur. Benda þeir á að
verð á eldsneyti til fiski-
skipanna hafi hækkað um
450% á undanförnum
TJW7
vs'—
*m. THE OBSERVER
Fiskiskip loka innsiglingunni til Le Havre
og gæddir miklu jafnaðar-
geði. Nú hafa þessir þolin-
móðu fiskimenn ákveðið að
tími sé kominn til að láta
ekki ríkisstjórnina lengur
troða sér um tær. í fyrsta
skipti hafa eigendur og
áhafnir stærri úthafstogar-
anna tekið höndum saman
við félaga sína á smærri
skipunum og hafið sam-
eiginlegar aðgerðir.
í fyrstu vöktu þessar að-
gerðir litla athygli í París,
þar sem borgarbúum finnst
ströndin svo órafjarlæg
nema í sumarleyfunum. En
eftir að fiskiskipunum hafði
verið lagt í hafnarmynnin
og þau lokað flestum höfn-
unum á norður- og vestur-
ströndinni og ferjurnar yfir
til Bretlands höfðu stöðv-
azt, var Ijóst að ríkisstjórn
einnig í átökum við fiski-
menn, sem efndu til mót-
mælaaðgerða í Boulogne
og París.
Helzta orsök óánægju
fiskimanna var gæftaleysi.
Veturinn hafði verið mildur
í landi, en stöðugt óveður
til sjós. Dag eftir dag var
landlega vegna óveðurs, og
tekjur fiskimanna voru sára
litlar. Þegar svo veðrið
lægði urðu sjómennirnir
fyrir öðru áfalli. Netin fyllt-
ust af fiski og framboð varð
svo mikið að verðið
lækkaði mjög, og töldu
margir að hagstæðara væri
að leggja skipunum, því út-
gerðin svaraði ekki kostn-
aði.
„Milliliðirnir hirða þetta
alit," sagði einn af full-
trúum fiskimannanna við
þremur árum, og að
mengun sjávarins við
strendurnar hafi neytt fiski-
skipin til að sækja á fjar-
lægari mið.
Aðild að Efnahagsbanda-
laginu hefur leitt til þess að
frjáls innflutningur er á
fiski frá Hollandi og Dan-
mörku. Halda frönsku fiski-
mennirnir því fram að einn-
ig sé mikið um smygl,
þannig að norskur fiskur sé
fluttur inn i gegnum Hol-
land, en Noregur er utan
Efnahagsbandalagsins.
Franska stjórnin hefur nú
ákveðið að greiða fiski-
mönnum talsverðar upp-
bætur, sem eiga meðal
annars að mæta að nokkru
hækkuðu oliuverði. en eftir
er að sjá að hvaða gagni
þær koma.
Rennilásar og hnappar
í miklu úrvali.
Haraldur Árnason
Heildverzlun
Sími 1 5583.
Nýr Rússa-jeppi U.A.Z.
frambyggður til sölu.
Árg. 1 974, ekinn 2 þús. km.
Verð kr. 900 þús.
Aðal Bílasalan,
Skúlagötu 40,
s. 15014.
Keflavik
Tit sölu gjaesilegar 3ja herb. íbúð-
ir.
Stór bílskúr.
AÐAL BfLASALAN,
Hringbraut 90,
Keflavik, simi 92-3222..
Grindavik
Til sölu nýtt einbýlishús (Viðlaga-
sjóðs) Laust eftir samkomulagi.
Eigna- og verðbréfasalan,
Hringbraut 90
Keflavik,
simi 92-3222.
Húsdýraáburður
Ökum húsdýraáburði á lóðir. Ódýr
og góð þjónusta.
Upplýsingar í síma 1 7472.
Hitablásari
og rafmagnstalia óskast til kaups.
Einnig nokkur stálfiskker. Simi
1 6260, á skrifstofutima.
Ungt reglusamt par
Ungt reglusamt par með eitt barn
óska eftir 2ja til 3ja herb. íbúð nú
þegar, eða sem fyrst. Uppl. i sima
1 1257.
Fermingarkjólar
Síðir kjólar nýjasta tiska frá Lond-
on. Ennfremur buxnakjólar, jakkar,
kápur.
Fatamarkaðurinn Laugavegi 33,
Simi 1 1 845.
Opið frá kl. 1.
Hey til sölu
Uppl. i síma 81 279.
Ungt barnlaust par
óskar eftir litilli ibúð sem fyrst.
Fyrirframgreiðsla
Reglusemi og góðri umgengi heit-
ið.
Uppl. i sima 22280 (Hjördis) á
skrifstofutima.
Trilla til sölu
ný 2'/j tonn, frambyggð, vél 18
ha. Sabb aftur í. Lest lokuð.
Stjórnborðsskápur og skutur op-
inn. Uppl. í sima 95-4646, milli
kl. 19—20.
Fiskeldismann
vantar í klak- og eldisstöð^i grennd
við Reykjavik. Listhafendur leggi
inn nafn i bréfi merkt „Fiskeldi —
661 8" á afgr. Mbl. fyrir 1 5. mars.
Til sölu
Farmalcub dráttarvél með vökva-
lyftu. Sláttuvél og plógur fylgir.
Upplýsingar í sima 99-321 9.
JRorgunfolatiiti
nucivsincnR
^v-^22480
Brúðkaupsveislur Samkvæmi
ÞINGHOLT
Bergstaóastræti
Nú er rétti tíminn til
aS láta yfirfara og
stilla GM-bifreiðina
I hinni nýju og
glæsilegu þjón-
ustumiðstöð okkar
að Höfðabakka 9.
Pantið tíma hjá
verkstjóra í síma
SAMBANDIÐ VÉLADEILD
ÞJÖNUSTUMIÐSTÖÐ
HÖFÐABAKKA 9. Simar Verkst.; 85539 Verzl 84245-84710