Morgunblaðið - 27.02.1975, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1975
P. , «ea
1Hs^ (i mw
Piltur og stúlka Eftir Jón
Höllusonar. Guðmundur þessi var fóstursonur Bárð-
ar, og unni Bárður honum manna mest, enda var
hann svo líkur honum að öllu skaplyndi, að ekki
mundi sonur líkari föður; og fóru menn þeim orðum
þar um, að fé væri jafnan fóstra líkt; en ekki vissu
menn annan skyldugleika þeirra en að móðir piltsins
hafði verið vinnukona Bárðar og heitið Halla. Halla
hafði verið svo óheppin, þegar hún átti að feðra
Guðmund, að hún gat ekki fundið honum neitt
líklegra faðerni utan eða innan sveitar en vinnu-
mannstetur eitt, sem var drukknaður rúmum níu
mánuðum áður en pilturinn fæddist, og því hafði
Bárður af einskærri manndyggð sinni tekið mun-
aðarleysingjann að sér og alið hann upp eftir sinni
mynd, og sögðu allir, að honum færist það vel, því
auðséð væri, að hann gæti með öllu hrundið honum á
svéitina. Bárður lagði með ári hverju meiri og meiri
ást á svein þenna og gaf honum fjörutíu hundraða
jörð eftir sig, og þar að auki hafði hann það jafnan á
orði, að hann Guðmundur sinn ætti að tína flærnar
úr rúminu sinu, þegar hann væri dauður. Fáir
ókunnugir skildu þetta orðatiltæki; en nákunnugir
þóttust vita, að Bárður miðaði til kistilkorns nokk-
urs, sem grafinn væri niður undir höfðalagið í rúmi
Bárðar og í væru nokkrar kringlóttar. Þegar hér er
komið sögunni, var Guðmundur orðinn fulltíða mað-
ur. Ekki þótti heimasætum þar í héraðinu hann
fríður sýnum. Allir vissu, að hann var maður sam-
haldssamur og átti i vændum að eignast nokkuð, þar
HÖGNI HREKKVÍSI
„Upp með hendur“
sem hann var uppáhaldið hans Bárðar ríka á Búr-
felli, og því mundu feður gjafvaxta meyja hafa
skoðað huga sinn, áður honum væri frá vísað, ef
hann heföi leitað ráðahags við dætur þeirra. En
Guðmundur var kenndur við kjöt og sauði, en ekki
við konur eða kvonbænii, og það þóttust menn vita
að færi svo, að hann einhvern tíma ágirntist ein-
hverja af Evudætrum, mundi hann ekki líta á fríð-
leikann einan f því efni og varla mundi hann vitið
verði kaupa; sjálfur hafði hann gott gripsvit, og
meira þurfti ekki til að búa og nurla, sem fyrir hann
var aðalatriðið. Guðmundur hafði einhvern tíma
lært að lesa og las reiprennandi hverja bæn, einkum
ef hann kunni nokkuð í henni utanbókar áður, en
sjaldan vildu menn hleypa honum á Jónsbókarlest-
Sagan af kóngsdóttur
og svarta bola
Það var einu sinni konungur, sem var búinn að
missa drottninguna sina og orðinn ekkill. En hann
átti eina dóttur, sem var svo góð og fögur, að engin
stúlka í öllu ríkinu komst í hálfkvisti við hana.
Konungur syrgði lengi drottningu sína, sem honum
hafði þótt mjög vænt um, en að lokum fór honum að
leiðast ekkjumannsstandiö og kvæntist aftur ekkju-
drottningu nokkurri, sem líka átti dóttur, en dóttir
hennar var eins vond og ljót, eins og dóttir konungs-
ins var falleg og góð. Stjúpan og dóttir hennar
öfunduðu konungsdóttur fyrir það, hversu falleg
hún var, en ekki þorðu þær aó gera henni neitt,
meðan konungur var heima, því honum þótti mjög
vænt um hana.
Eftir nokkurn tíma lenti konungurinn í stríði við
annan konung, og fór til þess að stjórna her sínum,
þá hélt drottningin aö hún gæti látið eins og henni
sýndist, og þá bæði svelti og barði hún dóttur
konungsins og gerói henni allt illt, sem hún gat. Að
lokum fannst henni allt vera of gott handa henni, og
lét hana fara að gæta nautgripanna. Hún rak þá á
haga og stóð yfir þeim allan daginn. Mat fékk hún
lítinn sem engan og varð bæði föl og mögur, og oft
grét hún, en alltaf lá illa á henni.
í nautgripahópnum var stór og svartur tarfur,
sem var svo vel í holdum og fallegur, að það gljáði á
stóra skrokkinn hans. Hann kom oft lallandi til
konungsdóttur og hún klóraói honum bak við eyrun.
Einu sinni, þegar hún sat og var að gráta, kom boli
til hennar og spurði hvers vegna hún væri svona
sorgmædd. Hún varð hissa á að heyra hann tala, en
svaraði engu og hélt áfram að gráta. ,,Jæja“, sagói
boli, „Ég veit það vel, þó þú viljir ekki segja mér
þaö, þú grætur af því að drottningin er vond við þig,
og vegna þess að hún ætlar aó svelta þig í hel. En til
fficÖÍmofgunlMiffinu
Rómantíkin í hjóna-
bandinu okkar fer
dvínandi.
Er þaö eðlilegt að heyr-
ast skuli i þér garnagaul
þegar presturinn sagði
frá Daniel og ljónunum?
Ég minnist ekki
skemmtilegri kúreka-
myndar.
Þetta, vinur minn, hefur
orðið til þess að nú þarf
hún ekki lengur að rog-
ast með steininn í fang-
inu.
Vertu viðbúin, sjáðu
hvað gerist þegar ég
kalla: Maturinn er kom-
inn á borðið.