Morgunblaðið - 27.02.1975, Side 14

Morgunblaðið - 27.02.1975, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1975 jittiM&foiífo hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm Auglýsingar Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, hefur á Alþingi gert grein fyrir þeim ráðstöfunum, sem væntanlegar eru af hálfu ríkisstjórnarinnar í kjölfar gengislækkunar. Hér er um umfangsmiklar aó- gerðir að ræða, sem miða m.a. að því að styrkja stöóu þeirra, sem lakast eru settir í þjóðfélaginu, og vit- að er að eiga erfiöast um vik aö mæta þeirri kjara- skerðingu, sem nú er óum- flýjanleg. Samkvæmt yfirlýsingu forsætisráðherra mun ríkisstjórnin fyrst og fremst beita sér fyrir hækkun launajöfnunar- bóta, þar sem vonlítið er talið, að launþegar og vinnuveitendur nái bráða- birgðasamkomulagi þar um eins og sakir standa. Sú hækkun, sem ríkisstjórnin hyggst koma fram á launa- jöfnunarbótum tekur mið af þeirri hækkun, sem orðið hefur á framfærslu- vísitölu úr 358 stigum í 372, svo og hækkun á söluskatti, sem nú hefur verið ákveð- in vegna endurreisnar- starfsins í Norðfirði. Þetta er í rökréttu framhaldi af þeirri stefnu ríkisstjórn- arinnar, að við núverandi aöstæður eigi fyrst og fremst að bæta hlut lág- launafólks, en láta al- mennar kauphækkanir sitja á hakanum. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lækkun tekjuskatts i þágu þeirra, sem lægst laun hafa, og stefnt er að því marki, að almennar launatekjur verði tekjuskattsfrjálsar. Ljóst er, aö með þessum ákvörðunum er stigið mikilvægt skref til þess að stuðla að lausn kjaramál- anna, en Alþýðusambandið hefur einmitt lagt áherzlu á, að allar aðgerðir í kjara- málum eigi að miðast við það fyrst og fremst að rétta hlut láglaunafólksins. Þá hefur Alþýóusambandið lýst yfir því, að það muni meta skattalækkanir sem jafngildi kauphækkana. I framhaldi af þessu mun ríkisstjórnin samkvæmt yf- irlýsingu forsætisráðherra beita sér fyrir allveru- legum samdrætti í ríkisút- gjöldum. Gert er ráó fyrir, að þessi niðurskurður muni nema 2500 til 3700 milljónum króna. Ríkis- stjórnin mun einnig á næstunni beita sér fyrir auknu aðhaldi í útlánum fjárfestingarlánasjóóa, er miðar að bættri viðskipta- og greiðslustöðu gagnvart útlöndum. Loks mun ríkis- stjórnin koma fram með ákveðnar ráðstafanir til tekjuskiptingar innan sjávarútvegsins. Hverjum manni má vera ljóst, að hér er um víð- tækar aðgerðir að ræða og það er að miklu leyti kom- ið undir þjóðinni sjálfri og hagsmunasamtökunum, hver árangurinn verður. Engum getur lengur dulizt, eftir yfirlýsingu forsætis- ráðherra á Alþingi sl. þriðjudag, að ríkisstjórnin hefur tekið þessi viðfangs- efni föstum tökum og hún mun vinna markvisst að lausn vandans. Á hinn bóg- inn liggur það í augum uppi, að með óábyrgum að- gerðum er unnt að halda öngþveitinu áfram og draga úr árangri þessara aðgerða. Nú reynir einfald- lega á, hvort menn eru reiðubúnir til aö sýna vilja í verki. Ríkisstjórnin hefur nú beitt sér fyrir því, að sér- stakri fjáröflun til þess að greiða niður olíu til húshit- unar verði haldið áfram. Hér er um brýnt hags- munamál að ræða, en jafn- framt verður hluta af þeim tekjum, sem aflast með þessu eina söluskattsstigi, varið til jarðhitarannsókna og hitaveituframkvæmda. Víst er að við núverandi aðstæður er mikilvægast að flýta framkvæmdum á þvi sviði. Þjóðin fær ekki ódýra orku með því að greiða niður oliuna, heldur með því að virkja innlenda orkugjafa. Þá hefur verið ákveðið að leggja sérstakt viðlaga- gjald á söluskattsstofn í 10 mánuði í því skyni að mæta kostnaði við endurreisnar- starfið í Norðfirði og skuld- bindingum Viölagasjóðs vegna eldgossins í Vest- mannaeyjum. Söluskattur hækkar af þessum sökum úr 19 í 20%. Gert er ráð fyrir, að 32% af viðlaga- Víðtækar aðgerðir í þágu láglaunafólks gjaldinu renni í Norð- fjarðardeild Viðlagasjóðs, en 68% til Vestmannaeyja. Ljóst er, að þjóðin í heild verður að standa undir kostnaði við þetta endur- reisnarstarf og af þeim sök- um er þessi tekjuöflun nauðsynleg. Því hefur verið haldið fram, að óþarfi hafi verið að hækka söluskattinn í þessu skyni, þar eó afla hefði mátt fjárins með auknum erlendum lán- tökum. Flestum er þó ljóst, að þjóðin getur ekki gengið öllu lengra á þeirri braut að taka erlend lán. Með því móti er einvörðungu verið aó standa undir fram- kvæmdum með innstæðu- lausum ávisunum og kynda undir verðbólgu. Vinnu- brögð af því tagi eiga nú að heyra sögunni til. Sú óráð- sia, sem ríkt hefur í þeim efnum á liðnum árum, gengur ekki lengur. Við getum ekki alla tíð skotið okkur undan vandamál- unum með erlendum lán- tökum einum saman. Þjóðin öll á nú að geta tekið undir þau markmið, sem forsætisráðherra hef- ur lýst, aö ríkisstjórnin stefni að: í fyrsta lagi að tryggja fulla atvinnu, í öðru lagi að bæta gjald- eyrisstöðuna og í þriðja lagi, að það tjón, sem þjóð- arbúið hefur oröið fyrir, komi sem minnst við þá verst settu í þjóðfélaginu. Ef vilji og ábyrgðartilfinn- ing er fyrir hendi má ná þessum markmiðum. Látið ekki skuldirnar komast í „googol” Dr. Arthur Burns, forseti sparnaðarráðs alríkisins horfir á Washington gegn um ský af pipureyk, en augu hans eru samt þau skarpskyggnustu i borginni. 1 samræmi við það eru heilabrot hans um hinn vaxandi ágreining milli Hvíta hússins og þjóðþingsins um efnahagsmál áhrifamikil og gætu jafnvel haft úrslitaáhrif. Hann er áhyggjufullur en raunsær um vandamál okkar. Hann hefur tvær litlar myndir við innganginn i skrifstofu sína, sem hefur útsýni yfir Con- stitution Avenue, og myndirnar sýna bæði umhyggju hans og kimnigáfu. „Látið ekki skuldirnar kom- ast í „googol", segja myndirnar. „Googol“ er, eins og allir góðir repúblikanar vita, einn og hundrað núll 10000000000- 00000000000000000000000- 00000000000000000000000000- 00000000000000000000000000- 000000000000000 dollarar. Með öðrum orðum er það jafngildi 10 sinnum 10 milljöróum dollara tíu sinnum. Dr. Burns tekur langtíma afstöðu. Skuld- irnar nú, eða þegar þær voru síðast reiknaðar, voru aóeins 494 milljarðar dollara. Þetta er smá-brandari hvít- hærða prófessorsins, en honum finnst hann ekki sniðugur. Það er ekki hið tímabundna vanda- mál sem skapast af samdrætti sem veldur honum áhyggjum — hann telur að við munum slampast I gegnum það — held- ur eru það langtima stefnur I amerískum hugsunarhætti og framkvæmdum sem halda fyrir honum vöku. Hann hefur áhyggjur af stefnum i kaupsýslugróða og framleiðsluafköstum. Hann tel- ur að þær standist ekki kröfur vaxandi þjóðfélags og stöðugt samkeppnishæfari heims og hann óttast að stjórnmálalegur þrýstingur geri vandamálið aðeins torveldara og viðameira. Það sem virðist valda honum áhyggjum er hvort þjóðinni tekst, þegar hún er að glima við þau vandamál, sem nú steðja að, efnahags- og fjárhagsvanda- mál og orkuvandamál, að leysa málin eða hvort hún gerir þau aðeins vandleystari I framtíð- inni. Hann sér fram á að atvinnu- rekendur þurfi að greiða út meiri sýndargróða á sama tíma og hærri laun,- lengri sumarfrí og fleiri og fleiri verkföll hafa i för með sér minnkandi fram- leiðsluafköst. Og, segir hann, á sama tima og laun hækka, þá hafa almennir tekjuskattar hækkað úr 11.2 prósentum árið 1972 í 11.8 prósent 1973 og upp i 12.7 prósent 1974. Honum fellur sumt vei i síðustu fjárhagsáætlun Fords forseta, og er í vafa um annað. Hann var samþykkur því að fyrirhuguð skattalækkun Fords forseta var aóeins tímabundin ráðstöfun til eins árs. Gagn- TTW?--------- •NreUrJIork$hne0 eftir James Reston stætt mörgum demókrötum á Capitol Hill tók hann undir beiðni forsetans um 5 prósent hámark á launahækkunum ríkisstarfsmanna, lífeyris- greiðslum ríkisins og opinber- um bótagreiðslum. Á sama tíma óskar hann þess að forsetinn hefði skorið fjár- hagsáætlunina enn meir niður. Hann foróast að nefna nokkuð ákveðið en áætlar að það hefói þurft aó minnka ríkisútgjöld um 10 milljarða dollara í við- bót, og hann gagnrýnir tillögur forsetans um orkumál. Alltof flóknar, segir hann. Jarðvegurinn var ekki nógu vel undirbúinn. Ef fólk skilur þær ekki þá hljótast vandræði af. Hann vill ekki látast vita hverj- ir voru ráðgjafar forsetans um þessar tillögur, en forsetanum voru gefin mörg ráð — ef til vill of mörg. Dr. Burns hefur ekki að fullu lokið rannsókn sinni á ágrein- ingnum. Þetta eru eðlilega grundvallarrannsóknir. Hann hefur talað um þær við Ford forseta og látið í ljós fyrirvara sinn, og það er orðinn vani hans og skyida sem fylgir starfi hans að leggja skoðanir sínar fyrir þjóðþingið. Hann hefur þegar verið beð- inn að bera vitni fyrir ýmsum nefndum, sem fjalla um efna- hagsmál auk annarra, óg vinn- ur hann nú að því að koma skipulagi á hugsanir sínar og staðreyndir i málinu. Hann er greinilega í vafa um hvort framkvæmdaarmur rikis- stjórnarinnar eða þjóðþingið eru nægilega vel skipulögð til að kanna af nákvæmni svo margslungnar, alvarlegar og oft ósamrýmanlegar staðreyndir, eða að sjá hvort við eiga tíma- bundin úrræði eða langtíma áætlanir. Tekjuhallinn sem hann stendur frammi fyrir er að hans mati gífurlegur. Ríkis- stjórnin kemur til með að þurfa að taka svo mikil lán að það er hætta á að einkaframtakið þurrkist út og að bankavextir hækki einmitt þegar þeir þurfa að lækka. Ef til vill stöndum við þetta af okkur, segir hann, og hann er ekki að spá hærri bankavöxtum heldur hefur áhyggjur af aó til þeirra þurfi að gripa. „GoogoT* táknið veldur hon- um greinilegum áhyggjum: all- ar þessar skuldir, öll þessi lán, öll þessi núll, allur þessi stjórn- málalegi þrýstingur á meiri og meiri ríkishjálp. Nýja þingið er sennilega hið bezt skipaða í mörg ár, en greindir menn vilja rökræða og það getur verið að þeir vilji rökræða endalaust þegar það sem við þurfum á að halda eru skjótar framkvæmd- ir. Dr. Burns er greinilega ánægður með nýja forsetann og telur að Ford hafi öðlast meira sjálfsöryggi en hann hafði fyrir fáeinum vikum. Það er gott, því sjálfstraust er mjög mikilvægt segir hann. Hvar sem því líður þá munu ríkisstjórnin sem heild og Burns sem einstakling- ur standa við sina sjálfstæðu dóma og gagnrýni og þeir geta haft meiri áhrif á þjóðþingið en nokkur annar. Á meðan, segir hinn ágæti doktor, vill hann sjá fram á meiri gróða og meiri fram- leiðsluafköst og óskar þess að allir lesi ritgerð Thomasar Carlyle um „Vinnu“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.