Morgunblaðið - 27.02.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.1975, Blaðsíða 26
26 > MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1975 IÞKOITAFRITIIR MORGONRLABSIIUS Sigurvegarar í Bikargiímu (ílímusambandsins: Jón Unndórsson, Pétur Ingvason, Guómundur Oiafsson, Þóroddur Heigason, Eyþór Pétursson og Auðunn Gunnarsson. Pétur bikarmeistari PÉTUR Yngvason, Ungmenna- félaginu Víkverja, varð sigurveg- ari í Bikarglímu Glímusambands íslands, sem fram fór í íþrótta- húsi Kennaraháskóla Islands um helgina. Hlaut Pétur 9,5 vinninga af 10 mögulegum í keppninni. Jafnteflið sem hann gerði var við bróður sinn, Ingva Ingvason, sem keppir fyrir HSÞ. Þrátt fyrir að Ingvi væri sá eini sem stóð í bróð- ur hans, varð hann að gera sér fjórða sætið i mótinu að góðu. Hlaut hann 7,5 vinninga, en i öðru til þriðja sæti urðu þeir Jón Unndórsson, KR, og Guðmundur Ölafsson, Ármanni. Glímdu þeir til úrslita og sigraði Jón í þeirri viðureign. KR-ingurinn Ömar Úlfarsson varð svo fimmti, en hann fékk dæmdar á sig tvær vítabyltur I keppninni, vegna háskalega bragða í keppninni, að mati dómaranna. Sérstök verðlaun fyrir fagra glimu voru veitt og hlaup Pétur Ingvason þau, en Ingvi bróðir hans hlaut þar önnur verðlaun. Sigurvegari i unglingaflokkn- um varð Þóroddur Helgason, Vík- verja, með 8 vinninga, en Eyþór Pétursson, HSÞ, varð annar með 7 vinninga og Auðunn Gunnars- son varð i þriðja sæti eftir auka- glímu við Sigurjón Leifsson. A SUNNUDAG fóru Víkingar norður til Akureyrar og léku við ÍMA í blaki. Banastuð var á Vík- ingum og sigruðu þeir dauft lið ÍMA 3—0 og létu ekki á sig fá hróp 200 áhorfenda sem hvöttu IMA allan tímann. — Víkingar hófu leikinn og komust í 3—0, en IMA komst yfir 5—3 og var hrin- an jöfn og skemmtileg og stemmningin í Skemmunni var gífurleg. ÍMA-menn hafa verið frægir fyrir fastar uppgjafir sem skrúfast niður en Víkingar sáu við þeim og að lokum hættu þeir með þessar uppgjafir því þær reyndust ekki duga á Víkinga. Víkingar fleyguðu mjög vel, uppspil fór sömuleiðis vel úr hendi og sókn liðsins var mjög beitt fyrir bragðið. Elías, Gestur og Páll áttu marga góða skelli. Hjá ÍMA voru fleygslög afspyrnu léleg og annar bolti á uppspilara var mjög slæmur en þó byggðu þeir upp ágæta sókn á stundum og Sigfús Haralds og Ólafur Thor- oddsen áttu fallega skelli, en hávörn Víkings hirti marga bolta. Víkingar komust í góða forystu í fyrstu hrinunni 13—7 og sigruðu auðveldlega 15—11. Víkingar sýndu mikla rósemi í öllum há- vaðanum og keppnisskap þeirra var mjög skemmtilegt og brotn- uðu ÍMA menn við mótlætið og A laugardag fór fram leikur f úrslitakeppninni í blaki og léku Þróttur og UMFB. Þróttur vann leikinn auðveldlega 3—0 enda voru Tungnamenn óvenju slakir og á stundum eins og byrjendur. Tungnamenn hófu leikinn en með góðum skelli Guðmundur Pálssonar vinna Þróttarar bolt- ann og tók Guðmundur til við sínar fljótandi uppgjafir og stað- an varð 6—2. Tungnamenn vinna þá boltann og misheppnast skell- náðu aldrei að sýna virkilega góð- an leik. ÍMA tók forystu í ann- arri hrinu 2—0 en sama stuðið var á Víkingum og þeir unnu auð- veldar en áður 15—9. Víkingar laumuðu skemmtilega og tókst það oft því illa var sett undir en sárasjaldan tókst slíkt hjá IMA. Elías Nielsson átti nú sinn albesta leik fyrir Viking og sýndi mikið öryggi. I þriðju hrinu virtist vera að glaðna yfir iMA-mönnum þvi þeir tóku góða forystu 4—1 og 11—6, en með góðum uppgjöfum Gests Bárðarsonar og skellum frá Páli og Eliasi jöfnuðu Vikingar leikinn og skoruðu níu stig í röð og verðskuldaður sigur var í höfn. Það sem brást norðanmönnum voru uppgjafirnar því i fyrri leikjum hafa þeir fengið mörg stig úr uppgjöfum einum en góð fleygslög Vikinga sáu fyrir þeim. Aftur fleygaði iMA-liðið illa og uppspilið var mjög lélegt hjá því og var mikið dæmt tvislag því slögin voru oft mjög óhrein. — IMA er samt ekki búið að missa af möguleikum um eitt af efstu sæt- unum i mótinu því það getur miklu meira en það sýndi þarna. Víkingsliðið er orðið mjög sam- stillt og á það eflaust eftir að blanda sér i toppbaráttuna. Leik- inn dæmdu Guðmundur Pálsson og Gunnar Jónsson, er gerðu það af mikilli röggsemi og festu. ur hjá Valdemar og Tungnamenn vinna næstu tvö stig 6—4. Eftir það lék lið Þróttar af mikilli ákveðni og öryggi og breyttu stöð- unni í 9—4. Tómas Jónsson besti maður Biskupstungna skellir þá glæsilega og vinnur boltann fyrir UMFB en ekki tókst þeim að ná í stig. Guðmundur átti mjög góðar uppgjafir sem UMFB gekk erfið- lega að taka á móti og gerði það gæfumuninn i hrinunni. Staðan breyttist í 13—7, „kritiskur" púnktur hjá öllum blakliðum og erfiður. Valdemar skellir i net og Tungnamenn vinna þrjú stig en af öryggi tókst Þrótti að hala inn siðustu stigin og sigra 15—10. Önnur hrina var nokkuð jöfn framan af en er líða tók á komu yfirburðir Þróttar í ljós og leiddu þeir hrinuna af miklu öryggi i 9—3, en þá misheppnast uppgjöf hjá Eiríki og Tungnamenn vinna næstu þrjú stig 9—6. I lokin áttu Tungnamenn góða lágvörn og sýndu falleg tilþrif, en það dugði ekki og Þróttur vann öruggan sig- ur 15—12. I þriðju hrinu gerðu Þróttarar út um leikinn strax í byrjun og komust í 6—0, og voru þá fleygslögin hjá UMFB mjög slæm. Þó að Tungnamenn ynnu boltann háði þeim tækni til að byggja upp sókn og Þrótti var auðveldur eftirleikurinn og komust þeir í 11—3 og var þar þung á metunum hávörn Gunnars Árnasonar og Sæmundar Sverris- sonar. Þróttur vann hrinuna af öryggi 15—6 og var þá leikskipu- lag Tungnamanna alveg i molum og móttaka bolta mjög slæm og skortir leikmenn liðsins meiri tækni og næmari tilfinningu fyrir boltanum. Tómas Jónsson átti skástan leik hjá UMFB en hann vantar eins og aðra meiri mýkt. Þróttur lék af miklu öryggi og skynsemi og tefldi aldrei i tvisýnu og burðarásar liðsins brugðust ekki, þ.e. Valdemar og Guðmund- ur og einnig kom á óvart ágætur leikur Sæmundar Sverrissonar. Leikinn dæmdu þeir Páll Ölafs og Þórhallur Bragason og hefðu þeir mátt dæma af meiri ákveðni. IR-Valur í kvöld Tveir leikir verða leiknir í 1. umferð Bikarkeppni K.K.Í. í kvöld, og hefjast þeir í Laugar- dalshöllinni kl. 20. Fyrri leikurinn er milli tS og UMFS. Vissulega eru stúdentar sigurstranglegri í þeirri viður- eign, en Borgarnesliðið gæti komið á óvart. Þeir eru efstir í 2. deild, og hafa ekki tapað leik á keppnistímabilinu. IS hefur átt afar misjafna leiki I vetur, en ef liðið leikur eins og í síð- ustu leikjum sínum hljóta þeir að sigra. Síðari leikurinn er milli IR og Vals, og er það stórleikur umferðarinnar. Valsmenn munu einbeita sér að þessum leik, þeir eru úr leik í 1. deiidarkeppninni og ætla sér því að ná árangri i Bikarkeppn- inni. 1 Bikarkeppninni s.l. ár sló Valur einmitt IR út úr keppninni, en hvort þeim tekst það f kvöld er ekki víst. IR-Iiðið leikur vel þessa dagana, og ætti a.m.k. að sigra ef miðað er við árangur liðanna í vetur. í æfingabúðir til Spánar Frjálsíþróttasamband ís- lands hefur ákveöió að bjóöa níu frjálsiþrótta- mönnum styrk til dvalar í Mörk Fylkis I FRÁSÖGN Morgunblaðsins af leik KR og Fylkis í 2. deildar keppninnf í handknattleik, sl. þriðjudag, féll niður upptalning á mörkum Fylkis, en þau skoruðu eftirtaldir: Birgir Guðjónsson 8, Steinar Birgisson 7, Einar Ágústs- son 6 (4v), Einar Einarsson 4, Sigurður Símonarson 2, Gisli Halldórsson 1, Rolf Hanson 1 og Örn Jensson 1. æfingabúóum á Spáni dag- ana 22. marz til 4. apríl n.k. Eru þaö eftirtaldir íþrótta- menn: Hreinn Halldórs- son, Bjarni Stefánsson, Vil- mundur Vilhjálmsson, Er- lendur Valdimarsson, Ósk- ar Jakobsson, Stefán Hall- grímsson, Elías Sveinsson, Karl West Fredriksen og Siguróur Sigurðsson. RISABINGO KNATTSPYRNUSAMBAND Is- lands hefur ákveðið að efna til „Risabingós“ í Sigtúni n.k. sunnudag. I bingói þessu verða spilaðar 18 umferðir og eru vinningar óvenjulega glæsilegir, m.a. fimm utanlandsferðir. Hefst bingóið kl. 20.30, en húsið verður opnað kl. 19.00. Arsenal áfram ARSENAL komst í sjöttu umferð ensku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu í fyrrakvöld er liðið bar sigurorð af Leicester City i þeirra þriðju viðureign. Mikil barátta var í þessum leik og eftir venjulegan leiktíma hafði ekkert mark verið skorað. I seinni hálfleik framlengingarinnar tókst hins vegar John Radford, að skora fyrir Arsenal og það mark færði liðinu sigurinn og rétt til þess að leika við West Ham i sjöttu um- ferðinni. I þeirri umferð leika svo að auki Birmingham—Middles- borough, Carlisle—Fulham og Ipswich—Leeds United. (Jr leik Þróttar og UMFB Þróttarar léku af öryggi og sigr- uðu UMFB 3:0 Víkingar sigr- uðu ÍMA 3:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.