Morgunblaðið - 27.02.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1975
25
iX Moröö kvenréttindarööstefnu
Jóhanna
Kristjónsdöttir
hýddi
V, | — Hugsað til
Framhald af bls. 18
53
sem er farþegi hans. Glæsileg, en
hún virðist ekki upplögð til sam-
ræðna. Nú, hún er sjálfsagt þreytt
eftir ferðina, hann hafði séð
amrískan merkimiða á farangrin-
um hennar og auk þess var hún
varla komin inn i bygginguna,
þegar hún rauk áfram til hans og
bað hann að aka sér út til Saltsjö-
baden eins hratt og hann gæti.
Keyra hratt í þessu skyggni og
vegirnir sleipir eins og svell eftir
rigninguna. Ja, þetta kvenfólk.
„Æ, góði bezti bílstjóri, getið þér
ekki ekið hraðar. Erum við ekki
að verða komin?" Maður skyldi
halda þetta riði á lífi eða dauða.
Það var nú bæði óhugnanlegt
og einkennilegt að enginn var til
að taka á móti mér. Og ég sem
hafði lent i alls konar þrasi í
Kastrup til að ná i þessa vél. Ég er
að vísu klukkutíma seinni en ég
gerði ráð fyrir, en það er sannar-
lega ekki MÉR að kenna! Hugsa
sér ef þau eru nú alls ekki þarna?
Og ef ég get svo ekki sagt það sem
ég á að segja og rugla þessu öllu í
hrærigraut, vegna þess ég gat
ekki hitt hann og fengið leiðbein-
ingar hjá honum. Bara að ég væri
ekki svona óskaplega þreytt. Ég
hef ekki sofið og ég er svo óstyrk,
að ég skelf á beinunum...
Ekki minnkar óstyrkurinn, þeg-
ar bílstjórinn nemur staðar fyrir
framan dimman og fráhrindandi
garð og hefur ekið sína leið. Hún
gengur nokkur skref inn i dimm-
an og blautan garðinn, hikandi og
nemur skyndilega staðar og hjart-
að berst svo ótt og títt í brjósti
hennar að henni finnst hún vera
að springa. Hún er sannfærð um
að hún varð vör við einhverja
hreyfingu inni á milli trjánna.
Það er hætt að rigna en hún sér
ekki handa sinna skil í dimmri
haustnóttinni. Hún stigur enn
nokkur skref og rekur upp óp.
— Hamingjan góða, hvað þú
gerðir mér bilt við! Ég... ég sá
þig ekki. Það er út af kápunni...
hún er dökk. Þú ættir að fá þér
ljósa kápu eins og ég er í.
Róleg, róleg, Camilla. Hættu
þessu rausi. Þú vissir þú áttir að
hitta hana. Christer var búinn að
segja þér það. Ef ég get, sagði
hann, skal ég reyna að koma því í
kring að þið getið talað saman í
einrúmi, án þess að hún viti að
fylgst er með henni. Þá eru meiri
líkur til að hún gæti sín ekki. En
þú þarft ekki að vera hrædd. Mín-
ir menn eru allt um kring. Vertu
bara eins eðlileg í viðmóti og þú
getur og haltu þér við þá sögu
sem við ákváðum.
— Komdu, segir hún. — Við
skulum stytta okkur leið yfir
klettana...
— Hvers... hvers vegna?
— Wijk lögregluforingi sendi
mig til að sækja þig. Þau eru í
húsinu handan við hæðina.
Og Camilla sér að hún hefur
vasaljós í hendinni og beinir því á
undan þeim á mjóan stig í votu
grasinu. Hún verður aö fylgjast
með henni, ef hún ætlar ekki að
eyðileggja allt. Hún hefur lofað
Christer að leika hlutverk sitt vel
og hún á ekki að efast um að hann
muni standa við það sem hann
hefur lofað. Hún gengur eftir
grasstignum í þunnum skónum og
lætur leiða sig burt frá húsinu og
eftir mjóu einstigi sem virðist
liggja að myrku hyldýpi.
Christer lítur aftur á úrið og er
nú sýnu óþolinmóðari.
— Hvar eru hinar.
— Önnur er farin út, og meira
að segja í regnkápunni minni.
— Ut? Hann uppgötvar að hann
hefur öskrað orðið og reynir að
stilla sig. — Hvenær?
Hún hristir höfuðið.
— Ég var frammi i eldhúsi, svo
að ég gat ekki.. .
— Hvað var þetta?
Hann þýtur upp úr stólnum og
starir að gluggunum hinum meg-
in í stofunni.
Hún er ekki síður undrandi.
— Það... það var ljósglampi...
einhvers konar. Varla elding.
— Kannski vasaljós.
— Þá er sá sem heldur á því
kominn ansi hátt upp á klettana.
Og því skyldi nokkur vera að
paufast uppi á klettunum í þessu
myrkri?
— Komið með annað vasaljós.
Og fljótt!
— Þér eruð ekki með fullu viti,
maður. Þér fótbrjótið yður. Þessir
klettar eru hættulegir fyrir þá,
sem ekki þekkja leiðina.
En hann er þotinn og það verð-
ur hún sem tekur á móti símasam-
tali í Bromma.
vizkubit, þegar ég kyssi þann næsta.
— Ég skil þvf miður ekki orð af
þvi sem þér segið. Seinkaði henni
ekki? Kom hún of seint, en samt
of snemma? Of snemma fyrir yð-
ur sem sagt? Fór úr i Kastrup? Og
tók aðra vél. Jú, nú fer ég senni-
lega að skilja þetta allt saman.
Verurnar tvær eru einar hátt
uppi á klettunum handan við hús-
ið. Tvær konur, önnur hvítklædd,
hin svártklædd.
— Auðvitað ertu að leika? Þú
getur ekki hafa heyrt neitt, sem
skiptir máli. Þú ímyndar þér bara
að þú hafir heyrt mína rödd. Eng-
inn dómstóll tæki mark á hugar-
fóstrum þínum sem sönnunum.
— Ég vaknaði, segir Camilla,
mjög hægt og greinilega, — þegar
þú opnaðir dyrnar inn í herbergi
Bettis. Eins og þú kannski mannst
var ég í herberginu við hliðina á
henni. Þið hélduð fyrir mér vöku
vegna þess ég heyrði glasaglaum
og málæði. Ég stóð upp úr rúminu
og ætlaði að biðja ykkur að hafa
lægra. Ég sá þig smeygja þér inn í
þitt herbergi i sömu andrá og ég
opnaði dyrnar hjá mér — og um
leið veinaði Betti af hræðslu. Og
þú hlýtur að vita, hvað síóan gerð-
ist, því að það var endurtekning á
þvi sem þú hefur upplifað einu
sinni áður.
Vasaljósinu er beint i augu
hennar og hin konan neyðir hana
hægt og miskunnarlaust til að
ganga aftur á bak og hér er Cam-
illa gersamlega ókunnug. En hún
heldur áfram að tala.
— Þú ert ekki sérlega heppin
með morðin þín. Fyrst Gabriel og
síðan Betti. Og báöum gafst ráð-
rúm að hrópa á hjálp og stynja
upp nafni þess sem myrti þau.
Þínu nafni. Katarina Lönner.
Aðvörunarhróp Christers berst
áð eyrum hennar.
— Gættu þin Camilla. Það
hyldýpi rétt að baki þér!
Hún lætur sig hníga niður og
hún veit að hin konan hrasar og
fellur. Óendanlega langar sek-
úndur liða, svo kveður við
ómennskt óp neðan úr djúpri
gjánni.
Siðan verður allt kyrrt.
Óhugnanlega kyrrt.
er
Velvakandi svarar ! síma 10-100
kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi
til föstudags.
£ Enn um stræt-
isvagna í
Kópavogi
Guðný A. Jónsdóttir
skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mikið þakka ég þér fyrir að
taka til birtingar frá mér pistil-
inn, sem ég skrifaði um Kópa-
vogslif mitt og strætisvagnana.
Það eru margir búnir að hringja
til mín og þakka mér, sumir voru
hálfsárir vegna Siberíunafn-
giftarinnar. Vinkona mín, sem
vinnur á læknastofu hér í bæn-
um, sagði mér að þessi grein um
samgönguöngþveitið hér hefði
verið aðalumræðuefnið meðal við-
skiptavina læknanna í marga
daga. Tvær konur fóru meira að
segja í hörkurifrildi, sagði hún
mér, vegna þess að önnur sagði að
vesturbæingar þyrftu nú ekki að
kvarta, þetta væri miklu verra
fyrir þá sem búa í austurbænum.
Ekki skal ég nú úr þessu skera.
En aðalmunurinn held ég sé sá,
að þegar vesturbæingar fara til
Reykjavikur geta þeir setið i
sama bilnum niður á Hlemm. Þá
taka þeir strætó á Laugavegi.
Heimleiðin er svona: Vagn i
Hafnarstræti eða á Hverfisgötu
inn á Hlemm. Hlaup yfir umferð
Rauðarárstigsins, ef heppnin er
með næst í Kópavogsbilinn. Svo
bruna menn í honum upp á Kópa-
vogsháls, þar er stokkið úr honum
og oftast sjá menn þar á eftir
bilnum, sem þeir ætluðu að taka
heim, renna framhjá sundlaug-
inni. Þá arka vesturbæingar
þungbúnir yfir brúna, inn i
skýlið. Þar er beðið i 11 mínútur,
uns næsti vagn kemur og þeir
komast heim til sín.
Ferðasaga austurbæjarmanna
byrjar aftur á þvi, að þeir komast
í einum rykk að miðbæjarskýlinu.
Þar skipta þeir um vagn, og ef
heppnin er með þurfa þeir
kannski ekki að bíða neitt, en ef
billinn er nýfarinn eru það 12
minútur, takk, og leiðarendi er
Hlemmur. Þá er stigið upp í
Reykjavíkurvagn. Bakaleiðin er
svo eins fyrir alla. En þegar
austurbæingar eru komnir í vagn-
inn sinn geta þeir setið í honum
alla leið heim til sín.
En nú kvað forstjóri Strætis-
vagna Kópavogs hafa skrifað
grein i Visi og lofar þar atkvæða-
greiðslu um tilhögun ferðanna.
Blessaður maðurinn, mikið
hlakka ég til. Þessi grein var lesin
fyrir mig i síma, vona að ég fari
ekki rangt með.
Ég fór strax að reyna að hnoða
saman visubroti um það hve gott
yrði að búa í Kópavogi, þegar
strætisvagnamálin væru komin í
lag. En ég hafði ekki frænda
minn til að hjálpa mér í þetta
sinn. Hann orti vísuna um
Siberíuvist mína, sem ég birti síð-
ast. En minn kveðskapur átti að
vera um þá ljómalandsdýrð, sem
líf mitt yrði. Enn er ekkert komið
hjá mér nema botninn. Hann er
svona:
0, hve mikið ljómalands
líf mitt yrði i Kópavogi.
Upphafið er óort. Vill nokkur
orðhagur leggja mér lið?
Kópavogi 22.2.75.
Guðný A. Jónsdóttir.“
% Zetan endur-
heimt?
Áhugakona um Islenzkt mál
hefur beðið okkur fyrir eftirfar-
andi:
„Kæri Velvakandi.
Það var kominn tími til að eitt-
hvað heyrðist frá þeim, sem hafa
ekki viljað una því að zetan yrði
brott numin úr islenzkri tungu.
Enda þótt nú sé um ár liðið síðan
auglýsing um stafsetningarbreyt-
inguna var birt hafa fjölmargir
ekki látið sér segjast, en hafa
haldið áfram að rita zetu eins og
ekkert hafi í skorizt, svo sem
vænta mátti.
Þegar sem mest gekk á vegna
brottnáms zetunnar létu margir í
sér heyra, og var hart deilt og
mikið rifizt. Mig langar til að tína
hér smávegis úr greinargerð
þeirra hundrað, sem skora á
menntamálaráðherra að færa
stafsetninguna aftur til betri veg-
ar, en þar tel ég kjarna málsins
vera. Þar segir, að stafsetning,
sem gilt hafi s.l. 45 ár, hafi „ýmsa
ótviræða og mikilvæga kosti um-
fram hina nýju stafsetningu, þar
sem er meiri skýrleiki og gleggri
vísbending um uppruna, sem i
mörgum tilvikum léttir skilning
og eykur málþekkingu".
Þetta vil ég taka undir, og jafn-
framt lýsa furðu minni á afstöðu
þeirra, sem mæla gegn því að fólk
þurfi að hugsa sig um þegar það
skrifar islenzkt mál. Sumir hafa
sagt, að of mikili tími fari i það að
kenna reglur um zetu, en ef ekk-
ert er flóknara i meðferð málsins
en rétt ritun zetu, þá eru víst ekki
mikil vandræði með að setja
hugsanir sínar á blað.
Ég vona að þessi áskorun fái
góðar undirtektir á réttum stöð-
um og vona jafnframt, að breyt-
ingar á stafsetningu fari ekki
fram eftir þetta nema að undan-
genginni rækilegri athugun.
Það er ánægjulegt til þess að
vita, að 100 Islendingar, sem allir
eru málsmetandi á þessu sviði,
skuli hafa látið þetta mál til sin
taka, og enda þótt allt hringl sé til
vandræða, þá er þó enn vand
ræðalegra að láta óþurftarráð-
stafanir óleiðréttar.
óþökkuð öll hans uppörvandi afl-
hleósla með velmeintum ráðum
og dáðum, alltof sjaldgæfra eigin-
leika í fari tilfinningaþögulla og
þumbaralegra samlanda vorra.
Fátt er eins töfrandi og sjarm-
erandi og að fylgjast með fæðingu
eigin bóka í sköpunartækjum
hinnar svörtu listar Jóhanns
gamla Gutenbergs, og fá að eygja
svartan farfa þeirrar göfugu list-
ar þrykkjast á skjannahvítt bók-
fellið. Þannig voru líka þessir
gömlu og klassisku litir þrykk-
listarinnar, svart og hvitt, ríkj-
andi blæbrigði í skaphöfn Gunn-
ars i Leiftri. Þar var aldrei hik
né bið við að segja ákveðið: Já eða
nei. Geðslag forstjórans blés
stundum upp og þá með sama
fítonskraftinum eins og hvítfyss-
andi öldufaldarnir undir Svörtu-
loftum veðurhams þessa dreng-
lynda, innborna Reykvíkings.
Jafn dýnamískar geðsveiflur voru
oft á tíðum nauðsyn til að
sprengja i loft upp óvæntar klaka-
stíflur og hafþök, sem mynduðust
stundum i bókaflóðunum rétt
eins og þegar Básendaflóðið
mikla ætlaði allt að kaffæra á
sinum tíma, þegar Valhúsahæðin
ein stóð upp úr suður á Nesi.
Siðan lá hafflöturinn rjómalygn,
spegilsléttur og silfurtær eins og
ósnortinn prentpappir þegar
skapskruggur þrykkmeistarans
voru gengnar yfir, og allt varð
blítt og hlýtt, hvítt og hreint. Upp
úr einni slíkri skruggu milli okk-
ar Gunnars höfst einlæg vinátta.
Og þykist ég sizt vera gæddur
minni sprengimætti skaps og
geðlags en Gunnar. Allt fór í
gang á ný með æ meiri gleði og'
glæsibrag en fyrr. Það var jafnvel
eins og sjálfar leturvélarnar í
setjarasalnum dönsuðu léttan
tangó þegar sólin skein á ný, og úr
vélasalnum mátti heyra másandi
stunur pressunnar eins og andar-
drátt sjálfs mannsandans. Þannig
hafa vélarnar malað jafnt og þétt
grugguga lygina sem engilhrein-
an sannleika ritlistarinnar, og
pressurnar sungið og gengið með
sama vélgnýnum og velt örk eftir
örk, ár eftir ár, hátt á sjöunda
áratuginn í lífi Gunnars, allt frá '
dögum Björns gamla ritstjxíra *í
Isafold til Geðbótarbóka undirrit-
aðs, að ógleymdu millispilinu, og
ótal molasopum með Guðrúnu frá
Lundi.
Þeir virðast ekki margir ungu
arftakarnir í verkheimum í dag,
sem stilltu klukkur sínar eftir
gangvissu sigurverki þessa
árrisula, gengna en aldna eld-
huga. Áttræður hélt hann ótrauð-
ur inn í offsetaðferðina i prent-
listinni, undir fullum seglum með
nýjum tækjabúnaði og ærnum til-
kostnaði. Slíkt var svona álika
stökk eða bylting i tækni, þótt
grundvöllurinn væri gamall, eins
og þróunin frá seglskútuöld salt-
fiskveiðanna til fullkomnustu
skuttogara nútimans.
Þegar hið allsráðndi, ógnvekj-
andi ferlíki, ríkisvaldið, hef-
ir lagt undir sig allar
prentsmiðjur landsins er
hið frjálsa og þrykkta orð væng-
stýft og dauðanum dæmt. Á
því byggist andlegt frelsi vort.
Þá er kannski eins gott fyrir
oss, siðustu „sérvitringana", að fá
að hverfa sem fyrst sömu leiðina
og við fylgjum vini vorum í dag
hinzta spölinn, þrykkmeistaran-
um frjálsa, Gunnari í Leiftri.
Örlygur Sigurðsson.
I
I
0 Þættir um mælt I
mál I
1 leiðinni langar mig til að |
þakka Bjarna Einarssyni alveg
sérstaklega fyrir útvarpsþætti
síðan Magnús Finnbogason hafði
umsjón með þeim á sinum tíma,
að öðrum umsjónarmönnum
ólöstuðúm.
Bjarni er fundvis á algengar
málvillur og mállýti og hugvekjur
hans þar að lútandi eru bæði fróð-
legar og gagnlegar. Að minum
dómi mætti hann þó gjarnan geta
heimilda, eins og einhver benti
nýlega á í dálkum þinum. Slíkt
yrði sjálfsagt til þess að þeir, sem
i hlut eiga, væru betur á verði.“
2tlor0unl)laíiit>
margfaldar
markað vðar