Morgunblaðið - 27.02.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.02.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1975 11 eftir JÓN Þ. ÞÓR Enn frá skákmótinu í Wijkan Zee Enn eru þær fréttir, sem borizt hafa af skákmótinu í Wijk an Zee í Hollandi, mjög óljósar, en þó hef ég sann- frétt, að ungverski stór- meistarinn Lajos Portisch hafi sigrað í efsta flokki, en tékkneski stórmeistarinn V. Hort orðið I öðru sæti. í næstefsta flokki, þar sem Guðmundur Sigurjónsson var á meðal þátttakenda, sigraði ungur og mjög vax- andi sovézkur meistari, M. Dvoretsky. Pólverjinn V. Schmidt varð í öðru sæti og Rúmeninn V. Ciocaltea þriðji. Skák þeirra Dvoretsky og Schmidt var hrein úrslita- skák og nú skulum við sjá hvernig hún tefldist. Hvítt: M. Dvoretsky Svart: V. Schmidt Sikileyjarvörn I. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. c3 (Þessi leikur er fremur sjaldséður, en það rýrir þó engan veginn gildi hans). 3. — Rf6, 4. e5 (Þennan leik telja flestir beztan í stöðunni, þótt sumir leiki hér gjarnan 4. Bd3). 4. — Rd5, 5. d4 — cxd4, 6. cxd4 — d6, 7. a3l? (Algengara er hér 7. Rc3, en þessi lítt þekkti leikur hefur þann tilgang að hindra svartan í að leika Bb4 eftir uppskipti á e5). 7. — Rc6, 8. Bd3 — dxe5, 9. dxe5 — Dc7, 10. 0—0 — Rxe5? (Svona peðsrán eru alltaf hættuleg og eftir þetta á svartur sér ekki viðreisnar von). II. Rxe5 — Dxe5, 12. Bb5+ — Bd7, 13. Bxd7 + — Kxd7, 14. He1 — Dd6, 15. Df3 — Ke8, 16. Rc3 — Hd8, (Eftir 16. — Be7 átti hvlt- ur um tvær góðar leiðir að velja: 17. Rxd5 — Dxd5, 18. Dg3, eða 17. Bd2 ásamt Had1). 17. Bg5 — f6, (Eða 17. — Be7, 18. Had1 og hvítur hefur yfir- burðastöðu). 18. Had1 — Kf7, 19. Rxd5 — exd5, 20. Bf4 — Db6, (20. — Dd7 hefði hvítur svarað með 21. Hc1). 21. Hc1! (Mun sterkara en 21. Hxd5, sem svartur gat svarað með 21. — Bc5). 21. — Hd7, 22. Hc8 (Nú sleppur svarti kóngur- inn ekki lifandi). 22. — g6, 23. De2 — Kg7, (Auðvitað ekki 23. — He7 vegna 24. Hxf8 + ). 24. De8 — Hf7, 25. Bh6 + I, (Vinnur lið og þvingar fram mát i örfáum leikjum). 25. — Kxh6, 26. Dxf7 — Bc5, 27. Hxh8 — Bxf2 + , 28. Kh1 — Bxe1, 29. h4 — Kh5, 30. Dxd5+ og svartur gafst upp. Staða einstæðra foreldra í þjóðfélaginu Efnið rætt á fundi FEF á Hótel Esju í kvöld, fimmtudag kl. 21. Sævar Guðbergsson, yfir- maður fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar, Guðrún Helgad. deildarstjóri og Erla Jónsd. fulltrúi flytja framsögu. Gunnari Thoroddsen, félagsmálaráðherra er boðið á fundinn. Umræður. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: Blaðburðarfólk: AUSTURBÆR Óðingsgata, Sóleyjargata, Laufásvegur 2 — 57, Skipholt 35 — 55. Skipholt 54—70. ÚTHVERFI Hluti af Blesugróf, Fossvogsblettir, Ármúli, Laugarásvegur 1—37. Heiðargerði, Laugarás- vegur 38 — 77. VESTURBÆR Nýlendugata, Upplýsingar í síma 35408. SELTJARNARNES Barðaströnd. SEYÐISFJÖRÐUR Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu. Mbl. uppl. hjá umboðsmanni og á afgr. t síma 1 01 00. VhhhhhhhhiiihhmbhbhI PARÍSARHJÓLIÐÍ Kabarett fyrir alla fjölskylduna Önnur sýning laugardaginn 1. marz I Háskólabíói. Kabarettinn „Parísarhjólið’’ Þetta er skemmtun fyrir alla fjölskylduna með dansi, söng og gríni. Höfundur: Bára Magnúsdóttir. Leikstjóri: Edda Þórarinsdóttir. Leikmyndamálari: Gunnar Bjarnason. Ljósameistari: Ingvi Hjörleifsson. iHljómsveit undir stjórn Ragnars Bjarnasonar Maðurinn með hjólið: Karl Einarsson. Dansffokkur Jazzballetskóla Báru Miðasala I Háskólabíói frá kl. 4 alla daga. Bóka mark aóur im Góóar bækur Gamalt veró Vý'frV v- ' Fimmtudaginn 27. febr. frá kl. 9—18 Föstudaginn 28. febr. frá kl. 9—22 Laugardaginn 1. marz frá kl. 9—18 Mánudaginn 3. marz frá kl. 9—18 Þriðjudaginn 4. marz frá kl. 9—22 Miðvikudaginn 5. marz frá kl. 9—18 Fimmtudaginn 6. marz frá kl. 9—18 Föstudaginn 7. marz frá kl. 9—22 Laugardaginn 8. marz frá kl. 9—18 Bókamarkaóurinn í HÚSI IDNAÐARINS VIÐ INGÓLFSSTRÆTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.