Morgunblaðið - 27.02.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1975
Guðmundur Þórðarson, læknir:
Heiðarleg blaðamennska?
Morgunblaðið státar einatt af
þvf að vera frjálslynt og heiðar-
legt blað, og snuprar ósjaldan
önnur blöð fyrir óheiðarlega
blaðamennsku.
Vissulega má það rétt vera,
að Morgunblaðið sé frjálslynt
og heiðarlegt blað, eftir þeim
skilningi, sem lagður er f það
hugtak f fslenzkri blaða-
mennsku. En svo bregðast
krosstré sem önnur tré, og skal
reynt að finna þeim orðum stað
hér.
Á undanförnum vikum, jafn-
vel mánuðum, hefur varla liðið
sá dagur, að Morgunblaðið hafi
ekki flutt greinar eða fréttir af
„rækjustrfðinu" svonefnda við
Ilúnaflóa. Hefur þar, einkum f
fréttaflutningi blaðsins sjálfs,
mjög verið hallað á einn veg, og
má furðu gegna hvað annar
deiluaðilinn, „rækjumennirnir
á Blönduósi", hafa átt greiöan
aðgang að blaðinu f fréttadálk-
um þess.
Hefur þetta gengið svo langt,
að f frásögnum af málarekstrin-
um út af þessari deilu hefur
blaðið birt málflutning ákærðu
svo rækilega, að við borð ligg-
ur, að skrifari réttarins hafi
getað notað Morgunblaðið við
bókanir sfnar.
t beinu framhaldi af þessari
þjónustu við „rækjumennina á
Blönduósi" gerir Morgunblaðið
sig sekt um að stinga undir stól
veigamiklum atriðum f þessu
deilumáli.
Hinn 12. febrúar s.I. segir
dagbl. Vfsir frá þvf, að nemend-
ur f Vélskóla Islands og Stýri-
mannaskólanum hafi undir-
ritað mótmæli gegn „afskiptum
stjórnvalda" af rækjuveiðun-
um f Húnaflóa, og segir jafn-
framt frá þvf, að nemendur 4.
bekkjar B f Vélskólanum hafi
neitað að skrifa undir þessi
mótmæli, en f þess stað „LÝST
UNDRUN OKKAR A ÞVt AT-
HÆFI NOKKURRA ÓPRUTT-
INNA BUSINESSMANNA I
REYKJAVlK AÐ ÆTLA AÐ
LEITA STUÐNINGS I VÉL-
SKÓLA ISLANDS VIÐ
AFTURHALD OG SKIPU-
LAGSLEYSI A NYTINGU
sjAvarafla INNAN IS-
LENZKRAR LANDHELGI".
Næst gerist það, að dagbl.
Tfminn og Þjóðviljinn birta
þann 14. febr. s.l. yfirlýsingu
frá stjórn Skólafélags Vélskóla
tslands, þar sem undirskrifta-
söfnun þessi er vftt mjög hörð-
um orðum.
Sama dag, þann 14. febr.,
birtir Morgunblaðið smágrein
undir fyrirsögninni „Nemend-
ur Vélskólans álykta“. Eru þar
komin mótmæli þeirra nem-
enda, sem Vfsir sagði frá 12.
febr.
UM MÓTMÆLI NEMENDA I
4. BEKK B 1 VÉLSKÖLANUM
ER EKKI AÐ FINNA ORÐ I
MORGUNBLAÐINU NÉ
HELDUR UM VlTUR
STJÓRNAR SKÓLAFÉLAGS
VÉLSKÓLANS.
Það „heiðarlegasta" við mál-
flutning Morgunblaðsins f
þessu máli er þó etv. klausan,
sem er inngangur fréttarinnar
„Nemendur Vélskólans
álykta,“ en klausan er svona:
„MORGUNBLAÐINU HEFUR
BORIZT EFTIRFARANDI
FRÉTTATILKYNNING FRA
UTGERÐ M.B. NÖKKVA HU
15:“
Mótmælaskjal nemenda f
Vélskólanum og Stýrimanna-
skólanum fær greiðlega inni f
Morgunblaðinu, EFTIR AÐ
ÞAÐ HEFUR FYRST VERIÐ
SENT NORÐUR A BLÖNDU-
ÖS OG SlÐAN AFTUR. Það er
ekki orðin góð og gild vara
fyrir Morgunblaðið fyrr en UT-
GERÐ NÖKKVA hefur sent
það til baka.
En mótmæli nemenda f 4.
bekk B og vftur stjórnar skóla-
félagsins, hafa ekki á sér gæða-
stimpil Nökkva og þykja þvf
sennilega ekki fréttnæm f
Morgunblaðinu.
Ef þetta er heiðarleg blaða-
mennska, finnst mér, að rit-
stjórar og fréttamenn Morgun-
blaðsins ættu að fara að endur-
skoða mat sitt á hugtakinu
heiðarleiki.
Þessi málsmeðferð Morgun-
blaðsins og margvfsleg skrif
þess f viðkvæmu deilumáli, eru
þvf furðulegri, þegar þess er
gætt, að flestir héldu, að
Morgunblaðið væri málgagn
þess flokks, sem á sjávarútvegs-
ráðherrann í núverandi rfkis-
stjórn.
Reykjavfk, 25. febrúar 1975.
Guðm. Þórðarson
Drápuhlíð 44 R.
HEIMDALLUR
Skemmtikvöld
Heimdallur S.U.S: heldur skemmtikvöld í Miðbæ við
Háaleitisbraut (norðaustur enda) fimmtudaginn 27.
febrúar kl. 20.30.
TIL
SKEMMTUNAR:
Halli og Laddi
Dans
Fjöldasöngur
Dans
HEIMDALLUR
skemmtinefnd.
Þeir meta lestarborðin
árlega í Bretlandi, en hér?
Góðkunningi minn i Vestur-
bænum, sem áratugum saman
hefur verið við sjávarsíðuna eins
og það er kallað, haft mikil og
náin kynni af togurum og togara-
útgerð, kom að máli við mig um
siðustu helgi. Hann sagði: „Þú
sem blaðamaður og reyndar allir,
sem fylgjast eitthvað með í frétt-
um, hafa tekið eftir þvi hve títt
það hendir loðnuskipin að farm-
urinn kastast til og þau leggjast á
hliðina og þá stundum mjög hætt
komin. Nærtækt er dæmið um
loðnuveiðaskipið sem lagðist á
hliðina og sökk. Við sjóprófin hef-
ur svo komið fram, að skipverjar
telja fullvíst aó ástæðan til þess
að slagsíða kom á skipið hafi verið
sú, að lestarborð hafi brotnað eða
sprungið undan þunganum.
I Bretlandi, sagði þessi gamli
Vesturbæingur, eru mjög strang-
ár reglur í gildi varðandi lestar-
borðin i fiskiskipunum, a.m.k.
togurunum. Þar er reglan sú, auk
endurnýjunar á lestarborðum eft-
ir daglegum þörfum, að árlega fer
fram mat á ástandi lestarborð-
anna. Hvert einasta lestarborð er
metið af mönnum sem þekkingu
Framhald á bls. 27
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN
ÚTSÝIMARKVÖLD
GRÍSAVEIZLA
í Súlnasal Hótel Sögu
sunnudaginn 2. marz kl. 19.00
★
★
★
★
★
★
Kl. 19 — Húsið opnað
Kl. 1 9.30 — Hátíðin hefst: Svaladrykkur Sangría,
alisvín, kjúklingar og fleira. Verð kr. 895.-
Kl. 20.30 — Kvikmyndasýning, ný mynd frá
Costa del Sol.
Fegurðarsamkeppni: Ungfrú Útsýn 1975. forkeppni
Stórkostlegt ferðabingó — 3 Útsýnarferðir til
sólarlanda.
Nýstárlegt skemmtiatriði.
Dans — Hin vinsæla hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar.
Missið ekki af þessari glæsilegu en ódýru
skemmtun.
Ath. að veizlan hefst stundvíslega og borðum
verður ekki haldið eftir kl. 1 9.30.
Tryggið ykkur borð hiá yfirþjóni á föstudeqi frá
kl. 1 5.00 isíma 20221.
VERIÐ VELKOMIN — GÓÐA SKEMMTUN:
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN
/
hœfileíkana
Skólinn er strangur.
En vel valið nesti er mikill styrkur í baráttunni.
Ostar og smjör innihalda fjörefni, steinefni og
eggjahvítuefni í ríkum mæli. Efni, sem efla
eðlilega starfsemi taugakerfisins (ekki veitir af
í nær daglegum prófum) og styrkja sjón-
ina, sem mikið mqfðir á.
Veljið nesti, sem ekki aðeins mettar I fT'Tj
magann, heldur örvar einnig \ |i ,11 j
hæfileikana. 1
0?SS‘