Morgunblaðið - 27.02.1975, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1975
+
Litli drengurinn okkar,
GUÐNI RÚNARSSON,
lézt á Landspitalanum þann 13 febrúar.
Jarðarförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð
Brynja Jóhannsdóttir,
Rúnar Gislason.
Móðir min
ÁSGERÐUR TRYGGVADÓTTIR,
Skarphéðinsgötu 6, Reykjavik
andaðist á sjúkrahúsi í London fimmtudaginn 20 þ m
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. marz kl 1 3.30.
Tryggvi Jónsson.
+
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
HALLDÓR SÆVAR ANTONSSON,
MÁLARAMEISTARI,
Lerkilundi 9, Akureyri.
lézt 24. þ.m.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju, 4 marz kl. 1.30 e h.
Helena Sigtryggsdóttir og synir.
+
Móðir okkar
SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR,
Smáratúni 9, Keflavik
andaðist i Sjúkrahúsi Keflavíkur þriðjudaginn 2 5 febrúar
Olga Guðmundsdóttir, Ögmundur Guðmundsson.
Eiginmaður minn. +
ÁGÚST ODDSSON,
NETAGERÐARMEISTARI,
Framnesvegi 21,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag kl. 1:30
Ingibjörg Guðmundsdóttir.
+
Útför föður míns,
JAKOBS BENEDIKTSSONAR,
frá Þorbergsstöðum,
fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 2 7. febrúar kl. 1.30.
Sigurður Jakobsson.
Faðir okkar + JULÍUS JÚLÍUSSON,
vélstjóri.
Eyrarvegi 31. Akureyri
sem andaðist 22. febrúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
laugardaginn 1 marz kl. 1 3:30
Sigtryggur Júllusson. Alfreð Júllusson, Aðalsteinn Júllusson.
+
Alúðar þakkir færum við ykkur öllum er auðsýnduð okkur samúð vegna
fráfalls
JÓHANNESAR J. ALBERTZ,
iyrrverandi lögregluþjóns,
Marta Pétursdóttir,
böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR JÓNASSONAR,
fyrrverandi ritsímavarðstjóra,
Stóragerði 1 7,
ferfrámfrá Fossvogskirkju, föstudaginn 28. þ.m. kl 10 30. f.h
Júlía Guðnadóttir,
Helgi Sigurðsson, Edda S. Ólafsdóttir,
Sigurður J. Sigurðsson, Steinunn Árnadóttir,
Jóhanna G. Sigurðardóttir, Gunnar J. Árnason
og barnaböm.
Gunnar Einarsson
prenísmiöjueigandi
NU ER vér kveðjum Gunnar
Einarsson, prentsmiðjueiganda,
er margs að minnast á langri leið.
Það yrði löng grein að telja upp
allt það er hann hefir afrekað á
sinni ævi í þágu F.Í.P. og margra
annarra aðilja, eins erum vér þess
fullvissir að hann myndi
aðspurður ekki kæra sig um neina
langloku lofrollur. Þess vegna
stiklum vér aðeins á stærstu
steinunum á lífsleið hans. Hann
gengdi mörgum trúnaðarstörfum
innan samtaka Islenzka prent-
iðnaðarins. Hann tók sæti I stjórn
Félags íslenzka prentsmiðjueig-
enda árið 1930 og Sat þar sem
óslitið í 42 ár, eða til ársloka 1971,
þar af i 18 ár sem formaður. Þá
átti Gunnar sæti í stjórn Félags
bókbandsiðnrekenda á íslandi í
25 ár, á tímabilinu 1936 til 1968.
Frá árinu 1955 rak Gunnar
eigin prentsmiðju og var um leið
einn af stærstu bókaútgefendum
hérlendis og tók mikinn þátt I
störfum Bóksalafélags Islands.
Auk þeirra starfa, sem að framan
greinir, stóð hann að stofnun
margra fyrirtækja og gengdi víða
trúnaðarstörfum.
Sýnir það, hve fjölhæfur
Gunnar var og afkastamikill á
langri og gifturíkri ævi. Gunnari
verður seint fullþakkað framlag
hans til félagsmála prentiðnaðar-
ins og íslenzkrar bókagerðar.
F.I.P. gerði hann að heiðursfélaga
og átti það að vera örlítil viður-
kenning á hinum margháttuðu
störfum hans I þágu samtakanna.
Nú, er vér kveðjum Gunnar í
Leiftri, færum vér honum þakk-
læti vort og vottum um leið
aðstandendum hans innilega
samúð.
Félag Islenzka prentiðnaðarins.
Forystumaður
kvaddur
Bóksalafélag Islands á á bak að
sjá farsælum forystumanni, þegar
Gunnar Einarsson, prentsmiðju-
stjóri, er kvaddur. Hann var for-
maður félagsins í nær aldarfjórð-
ung og mótaði mjög störf þess og
stefnu alla tíð.
Undirritaður kynntist Gunnari
hin siðustu árin, þegar hann hafði
dregið sig í hlé frá stjórnarstörf-
um og tókst strax með okkur ein-
læg vinátta. Þótt Gunnar væri
ekki lengur I forystusveit, mætti
hann manna best á félagsfundum
og fann ég strax að ætíð þótti
hyggilegt að hafa Gunnar með í
öllum ráðum.
Þau ár, sem ég hefi haft for-
mennsku með höndum í Bóksala-
félaginu, hefir mér verið það
ómetanlegur styrkur að eiga
oftast vísan stuðning og hvatn-
ingarorð hins aldna heiðurs-
manns, þegar bryddað var upp á
nýmælum, sem jafnvel hinir
yngri voru í vafa um f fyrstu.
Þótt Gunnar hafi verið aldinn
að árum, var hann I raun manna
yngstur og mér finnst, þótt það
kunni að hljóma ótrúlega i eyrum
ókunnugra, að hann hafi fallið
fyrir aldur fram. Ég sakna hans
úr hinum fámenna hópi íslenskra
bókaútgefenda og færi fjölskyldu
hans samúðarkveðjur Bóksala-
félags islands.
Örlygur Hálfdanarson.
ffugsað til horfinnar hetju
ÞEGAR dauða margra athafna-
manna ber að garði er ekki óal-
gengt, að verkhraði mannsins
með Ijáinn birtist sem endur-
speglun skjótra athafna, átaka og
ákvarðana sjálfra fórnarlamb-
anna í lifenda lifi.
Því bjóst ég alltaf við, að dauð-
inn klippti á lífsþráð vinar míns,
Gunnars í Leiftri, með sama
leifturhraðanum og hann fram-
kvæmdi verkefnin um dagana,
eða líkt og eggbeittur og leiftur-
snöggur fallhnífurinn heggur
sjálft bókfellið i bókbandinu.
Lifspressan og lífsþrykkiríið i
Gunnari gekk alltaf líkt og á ótal
velsmurðum stimplum allt til síó-
ustu tveggja viknanna, sem loka-
orrustan stóð við hinn ógn-
þrungna og óboðna vágest dauð-
ans. Með Gunnari féll í valinn
einn sióasti kjarna- og kraft-
karl aldamótakynslóðarinnar,
sem enn var í fullu starfsfjöri allt
fram á það Herrans ár, 1975. Þeim
aldna en þróttmikla þrykkmeist-
ara fylgdi jafnan mestur kraftur-
inn, lífsólgan og gusturinn innan
veggja eigin fyrirtækis. Mér
fannst blátt áfram bækur mínar
batna eftir að Gunnar og kappar
hans höfðu sett subbuleg handrit
inn áglampandi leturborðunum í
Leiftri, og síðan þrykkt og bundið
af smekkvisi i lifandi samstarfi.
Enginn sýndi mér meira traust og
langlundargeð en Gunnar um all-
ar greiðslur og gjöld. Með honum
missti ég vænsta og gildasta lána-
sjóðinn og mesta og bezta láns-
traustið í gröfina, að ógleymdri
vináttu og bráðfjörugu og
skemmtilegu samstarfi, sem
aldrei verður endurtekió né þakk-
að sem skyldi. Þá verður alltaf
Framhald á bls. 25.
+
Útiör föður mins,
ELÍASAR HANNESSONAR
Ijósmyndara,
Flókagötu 45,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28 febrúar kl. 3. Þeim, sem
vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Styrktarfélag vangefinna
Þröstur H. Eliasson.
+
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför
GUÐJÓNS GUDMUNDSSONAR,
kaupmanns, Kárastíg 1.
Lilja Gamalíelsdóttir,
börn og tengdabörn.
LOKAÐ
Vegna jarðarfarar Sigurðar Jónassonar verður lokað á
morgun, föstudag til kl. 1 eh.
Helgi Sigurðsson, úrsmiður,
Skólavörðustíg 3.
+
Innilegustu þakkir til ykkar allra,
sem auðsýndu okkur samúð við
andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
JÓNS BENEDIKTSSONAR,
Sólvaliagötu 38,
Keflavlk.
Sérstakar þakkir til lækna og
starfsfólks Landspítalans
Marta Hólmkelsdóttir,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
útfaraskreytingar
blómouol'
Gfróðurhúsið v/Sigtún simi 36770