Morgunblaðið - 27.02.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.02.1975, Blaðsíða 28
FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1975 nuGLVsmcnR «gL*-»224B0 JHorjimliIíitiiíi nuGivsmcnR £j£*-*22480 Loðna veidd- ist í gær út af Reykjanesi Sólarhringsaflinn yfir 12 þús. tonn LOÐNA fannst skyndilega á sjötta veidisvæöi eða um 10—12 mílur vestsuðvestur af Garð- skaga. 1 gærkvöldi höfðu þrír bát- ar tilkynnt um afla á þessu svæði — Bára GK 30 tonn, Hrafn Svein- bjarnarson og FIosi IS en það var hann sem fann þessa loðnu f gær. Á þessu svæði voru fjórir ioðnu- bátar í gærkvöldi —Svanur, Ljós- fari, Ásborgin og Guðmundur RE auk fáeinna smábáta. Mjög góð loðnuveiði var annars f gær og alls tilkynntu 45 bátar um afla samtals 12.390 tonn, þar af var Sigurður RE með langhæstan sól- arhringsafla eða 1000 tonn. Eftirtaiin skip tilkynntu annars um afla frá því á miðnætti í fyrra- kvöld og fram til kl. 10 í gær- kvöldi: Dagfari 270 tonn, Húna- röst 180, Fífill 500, Þórður Jónas- son 370, Víðir 260, Héðinn 410, Örn KE 290, Þorri 170, Höfrungur III, 260, Árni Magnússon 190, Sveinn Sveinbjörnsson 250, Sig- urður RE 1000, Faxi GK 200, Ölaf- ur Sigurðsson 250, Eldborg 530, ísleifur 240, Álsey 130, Álftafell 250, Ólafur Magnússon 200, Hamravík 130, Helga 2. 330, Ósk- ar Halldórsson 390, Arnarnes 190, Rauðsey 440, Magnús 270, Guðrún 80, Náttfari 260, Arney 130, Ás- geir 310, Hinrik 220, Bjarnarey 110, Þorsteinn 330, Helga RE 280, Pétur Jónsson 360, Jón Finnsson 450, Bára GK 30 á 6. veiðisvæói, Isleifur IV. 190, Skógey 240, Vörður ÞH 230 tonn, Hrafn Svein- bjarnarson 280 af sjötta svæði, Gunnar Jónsson 150, Glófaxi 150, Flosi ÍS 250 af 6. svæði, Krist- björg VE 270, og Harpa RE 330. Á þriðjudag tilkynntu 25 skip afla, samtals 8190 lestir. Hilmir var með 380 lestir, Hinrik 120, Framhald á bls. 27 Sex ára dreng- ur slasast mikið SEX ára drengur varð fyrir bif- reið á Vífilsstaðavegi laust eftir klukkan 8 i gærmorgun. Var drengurinn að koma út úr strætis- vagni og gekk hann út á götuna, í veg fyrir bílinn. Hann handleggs- og lærbrotnaði og hlaut innvortis meiðsli. Var hann skorinn upp á Landspitalanum í gærdag. Þegar Mbl. hafði samband við spítalann í gærkvöldi fengust þær upplýs- ingar, að aðgerðin hefði gengið vel og væri líðan drengsins eftir atvikum. Hann er ekki talinn í lífshættu. Er rækjudeil- an að leysast? RÆKJUDEILAN við Húnaflóa mun vera í þann veginn að leys- ast. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér mun samkomulag í þessari deilu, sem staðið hefur í nokkra mán- uði, vera á næstu grösum og að- eins eftir að ganga frá formsatrið- um. vinnslu á Blönduósi og löndun rækjubáta frá Blönduósi. Fyrir nokkru boðaði sjávarútvegsráðu- neytið oddvita þeirra sveitarfé- laga við Húnaflóa, sem hlut eiga að máli til fundar i Reykjavík, þar sem rætt var um þetta ágreinings- mál og síðan munu frekari við- ræður hafa farið fram milli deilu- aðila með þeim árangri að nú eru taldar allar líkur á því að lausn sé á næsta leiti. Loðnubátur tók hana upp og eigendur hans neita að láta baujuna nema gegn greiðslu LOÐNUSKIPIÐ Arsæll KE 77 kom til Keflavíkur um hádegis- bilið f gær með torkennilegan hlut, dufl eða bauju, sem skip- verjar höfðu fundið á reki um 10 mfiur austur af Skarðsf jöru kl. 18 á þriðjudaginn. Hluturinn er með áletrunum á ensku og segir þar m.a. að hann sé smfðaður árið 1966 af fyrirtækinu B.T.R. Ltd. Hluturinn er nú geymdur f salt- fiskgeymslu f Keflavfk, og sagði útgerðarmaður Ársæls, Hörður Falsson, f samtali við Mbl. f gær, að hann teldi að eigendur bátsins ættu hlutinn. Yrði hann ekki iát- inn af hendi nema gegn greiðslu og væri óskað eftir tilboðum f hann. Þegar Arsæll kom til hafnar í gær gerðu skipverjar lögreglunni í Keflavfk aðvart um hlut þennan og lét lögreglan Landhelgisgæzl- una vita um fund hans. Rann- sóknarlögreglan tók skýrslu af skipverjum, þar á meðal Þorsteini Árnasyni skipstjóra. John Hill rannsóknarlögreglumaður í Keflavfk tjáði Mbl. f gær, að um- ræddur hlutur væri kassalaga, rúmlega 2 metrar á lengd, öllu minni á breiddina og um 70—80 sentimetrar á þykkt. Út úr öðrum enda hlutarins stendur stöng og út úr hinum endanum kapalbút- ur. Hluturinn virðist vera úr stáli en kopar er með röndum hans og hefur verið borinn á hlutinn svartur litur. Hluturinn hefur augsýnilega verið nokkuð lengi í sjó. Á honum er málmplata með áletrunum á ensku. Efst stendur A.L.K. Buoy, en sfðasta orðið þýð- ir bauja. Fyrir neðan stendur að raðnúmer hlutarins sé 39 og smíðaár 66, sem þýðir að öllum líkindum 1966 og þar fyrir neðan stendur að framleiðandi sé B.T.R. Ltd. Þá stendur ennfremur að hlut þennan megi ekki flytja í flugvél sem sé ekki útbúin tækj- um til loftþrýstijöfnunar. Styrkir það þá skoðun sumra, að hlut þessum sé ætlað að vera á miklu dýpi. Engin skýring hefur fengist á því hvert hlutverk hans er, hvort hann er útbúinn til hlustun- ar eða einhvers annars. Þá liggur ekkert fyrir um það hvaðan hann er. Engin ákvörðun hafði verið tek- in um það af íslenzkum yfirvöld- um í gærkvöldi hvað gert yrði við hlutinn, þegar blaðið hafði sam- band við ráðuneytisstjórana Pétur Thorsteinsson og Baldur Möller, svo og Pétur Sigurðsson forstjóra Landhelgisgæzlunnar. Töldu tveir þeir sfðarnefndu að líklega yrði varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli falin rannsókn þessa hlutar eins og rússnesku duflanna sem fundist hafa rekin á fjörur landsins undanfarna daga. Um hugsanlegan eignarrétt út- gerðar Ársæls KE á hlutnum vildu þeir ekkert tjá sig á þessu stigi málsins. Vestmannaeyjar: Þarf ríkið að borga fyrir af- not af einkahúsum í gosinu? EIGENDUR þriggja fbúðarhúsa við Höfðaveg f Vestmannaeyjum hafa höfðað mál á hendur rfkinu og krefja það um greiðslu á leigu- gjaldi fyrir hús sín, sem notuð voru í þágu iögregiunnar f bæn- um á meðan gos stóð þar yfir og nokkru eftir að því lauk. Ríkið telur sig ekki þurfa að greiða leigu fyrir húsin á þessu tímabili, vegna þess að á þessum tíma hafi ekki verið greidd leiga fyrir önnur hús þar í bæ. Þessu vilja eigendurnir ekki una, og hafa þeir höfðað mál gegn fjármála- og dómsmálaráðuneytunum fyrir Borgardómi Reykjavíkur og stefnt Viðlagasjóði til réttargæzlu. Það var upp úr miðjum febrúar 1973 að lögreglan i Vest- mannaeyjum varð að flytja sig um set vegna hættu af eiturgufum sem höfðu myndast í gosinu og gerðu dvöl i vissum hlutum Vest- mannaeyjabæjar hættulega. Ljósm. Heimir Stfgsson. BAUJAN — Þetta er baujan sem Ársæll KE 77 fann á reki undan Skarösfjöru. Torkennileg bauja á reki Flutti lögreglan sig í þrjú íbúðar- hús við Höfðaveg. Húsið númer 18 var gert að lögreglustöð, en húsin númer 17 og 19 voru notuð sem svefnstaðir. Ekki eru aðilar sammála um hvort eigendunum var tilkynnt þetta áður en flutningurinn fór fram eóa ekki. Eigandi hússins númer 18 vill fá í leigu 30 þúsund krónur á mánuði tímabilið 19. febrúar til 19. nóvember, samtals 270 þúsund krónur. Eigendur hinna húsanna vilja fá 17 og 16 þúsund krónur á mánuði fyrir sama tímabil, eða samtals 297 þúsund krónur. Alls eru kröfurnar þvi 567 þúsund krónur. Ríkið vill sem fyrr segir enga leigu greiða, en til vara greiða leigu fyrir þann tíma sem húsin voru notuð eftir að talið var að gosinu væri lokið. Talið er, að ríkið muni óska eftir því, aó mats- menn verði kallaðir til að meta hugsanlega þóknun fyrir afnoí af húsunum. FULLFERMI AF LOÐNU — Myndin er af loðnuskipinu Árna Sigurði AK sem kom með fullfermi af loðnu til Reykjavíkur í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.