Morgunblaðið - 08.03.1975, Blaðsíða 1
ÞESSI MYND var tekin á strandstað fs- höfðu búið um sig f gúmmfbjörgunar- sést á myndinní hvernig stormurinn tek- bandi með neyðartalsstöð, en f fjarska
leifs frá Vestmannaeyjum skömmu eftir bátnum á fjörukambinum. Gúmmfbát- ur f bátinn. Nokkrir skipverja sjást sést tsleifur á réttum kili f hrimkófinu.
að skipverjar voru komnir f land og inn grófu þeir að hiuta f sandinn. en vel þarna utan bátsins að reyna að ná sam- Ljósmynd: Kári Birgir Sigurðsson
Vilja leiðtogafund NATO-ríkja
fyrir lok öry ggismálaráðstefnu
Briissel og London 7. marz
REUTER — NTB
HAFT ER eftir áreiðanlegum
| heimildum f Briissel, að Banda-
I rfkjastjórn hafi áhuga á þvf, að
! haldinn verði leiðtogafundur að-
ildarrfkja Atlantshafsbandalags-
ins áður en öryggismálaráðstefnu
Evrópu lýkur ef svo fer, sem búizt
er við, að henni ljúki með leið-
togafundi, svo sem Sovétmenn
hafa hvatt til. Herma þessar
heimildir, að Bandarfkjastjórn sé
í mun, að vestrænu leiðtogarnir
komi saman áður en nokkur yfir-
iýsing er undirrituð á öryggis-
málaráðstefnunni. Líklegt er nú
talið, að henni muni Ijúka f Hels-
inki í september.
Samkvæmt heimildum frá
London er brezka stjórnin sögð
fylgjandi þessari hugmynd, en
sagt er, að hún hafi ekki verið
rædd svo neinu nemi innan
NATO eða meðal aðildarrfkj-
anna.
Samkvæmt belgísku heimildun-
um mun Gerald Ford, forseti
Bandaríkjanna því fylgjandi að
leiðtogafundur NATO verði hald-
inn annaðhvort í Washington, í
Framhald á bls. 20
Þing Cambodiu
vill sterka stjórn
12 fórust
í járnbraut-
arslysií
Munchen
Miinchen, 7. marz,AP — NTB
JARNBRAUTARLEST ók f dag á
strætisvagn f Múnchen með þeim
afleiðingum, að tólf manns biðu
bana og fimm a.m.k. hlutu
meiðsl. Talið er, að slys þetta hafi
orðið vegna mistaka hliðvarðar.
Nafn hans hefur ekki verið gefið
upp en hann var fluttur í sjúkra-
hús vegna taugaáfalls. Meðal
þeirra, sem fórust, voru sex skóla-
börn, fimm stúlkur á aldrinunt
10—16 ára og 10 ára drengur.
Strætisvagninn hafði numið
staðar við járnbrautarteinana,
þar sem vörðurinn hafði lokað
hliðinu meðan ein af borgarlest-
unum fór yfir. Hann opnaði hliðið
strax og hún var farin hjá án þess
Framhald á bls. 20
ísrael:
5 lík fundin
til yiðbótar
— í ríistum Savoy-hótelsins
Tel Aviv, 7. marz
AP — NTB — REUTER
1 DAG fundust fimm lfk til við-
bótar f rústum Savoy-gistihússins
í Tel Aviv, þar sem átökin við
skæruliða urðu f gær. Er þá taia
þeirra, sem féllu þar, komin f 18
og ekki útilokað að fleiri lík
finnist.
Þeir fimm, sem fundust i dag,
voru útlendingar, tveir Sviss-
lendingar, einn Vestur-Þjóðverji,
Sómalíumaður og 15 ára hollenzk-
ur piltur, Asher Feleman að
nafni. Áður hafði verið skýrt frá
falli 13 manna, sex ísraela og
skæruliðanna sjö.
Faðir Felemans var einnig
meðal gíslanna sem Arabarnir
tóku, hann var fluttur særður í
sjúkrahús og er þar enn i lífs-
hættu. Erfiðlega hefur gengið að
leita í hótelrústunum meðal
annars vegna þess, að óttazt er, að
efsta hæð hússins, þar sem þegar
eru göt í veggjum, muni þá og
þegar hrynja. Hefur orðið að gera
ráðstafanir til að styrkja hana.
Framhald á bls. 20
Phnom Penh, Washington,
7. marz AP—Reuter—NTB
ÞJÖÐÞINGIÐ f Cambodiu hefur
samþykkt ályktun eftir langvar-
andi umræður um ástandið í
landinu, þar sem segir, að nauð-
syn beri til að mynda þar sterka
stjórn, er fái nauðsynlegt vald til
að geta gegnt skyldum sfnum við
þjóðina. Segir f NTB frétt, að Lon
Nol, forseti landsins, hafi nýlega
sagt í samtali við bandarfska
þingmenn, er sóttu hann heim, að
hann sé fús að segja af sér ef það
reynist nauðsynlegt til þess að
koma á friðarsamningum við
skæruliða.
1 Reutersfréttum frá Washing-
ton er haft eftir góðum heim-
ildum, að Gerald Ford, forseti,
hafi látið svo um mælt í einkavið-
ræðum við öldungadeildarþing-
mennina Hubert Humprey og
Clifford Case, að það mundi
greiða fyrir friðarsamningum við
Skæruliða og yki líkurnar fyrir
því að bandaríska þingið sam-
þykkti aukna hernaðaraðstoð við
Cambodiu, ef Lon Nol segði af
sér. Hinsvegar hafi forsetinn talið
óviðeigandi að segja svo opinber-
lega.
Afram er barizt af hörku i Cam-
bodiu. Um 2000 manna lið stjórn-
arinnar reyndi i dag að hrekja
skæruliða frá því, sem AP-
fréttastofan kallar „eldflauga-
beltið“ umhverfis flugvöll höfuð-
borgarinnar Phnom Penh, en
mætti harðri mótspyrnu. Að sögn
NTB-fréttastofunnar var
stjórnarliðið stöðvað við þorp eitt
um 5 km fyrir vestan flugvöllinn.
Þá var um þúsund manna lið
stjórnarinnar hrakið frá hæðar-
draginu Raing Loeu, sem er 64
km suðaustur af höfuðborginni og
Framhald á bls. 20
Ekki alltaf hægt að vísa staðhæf-
ingum um „finlandiseringu” á bug
Helsinki, 7. marz. Ntb.
ÞEIM staðhæfingum uni „fin-
landiseringu“ sem iðulega eru
settar fram og fela í sér aukin
sovézk áhrif f Finnlandi, er
ekki alltaf hægt að vfsa á bug,
segir Helsinkiblaðið Helsinki
Sanomat f dag. Enda þótt að
baki þessara staðhæfinga liggi
oft illgirnislegur áróður, er
einnig sett stundum fram gagn-
rýni, sem er á rökum reist og
þvf ekki hægt að láta hana eins
og vind um eyru þjóta.
Blaðið segir að skipta megi
umræðum um „finlandi-
seringu" í þrjá meginhópa.
Sumar staðhæfinganna séu svo
lausar við að vera málefnalegar
að þær megi afskrifa þegar í
stað. Ýmsar yfirlýsingar kunni
að virðast ósanngjarnar en séu
afleiðingar af því að Finnar
virðist ekki nægiiega færir um
að gefa raunhæfar upplýsingar
um Finnland og finnsk stjórn-
mál. Menn verði að halda sér
við gagnrýni sem sé rökstudd
eins og eigi reyndar við um öll
mál. Ef það verði ekki gert
muni „finlandiseringin" draga
að sér enn meiri athygli. Blaðið
segir að öfgahópar i finnskum
stjórnmálum beri ábyrgðina á
þvi að ekki sé alltaf hugað að
rökum þegar staðhæfingar séu
settar fram um málið.
<