Morgunblaðið - 08.03.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975
21
Messur á morgun
DÓMKIRKJAN — Messa kl. 11
árd. Séra Þórir Stephensen.
Föstumessa kl. 2 siðd., litanían
sungin (Passíusálmar). Séra
Óskar J. Þorláksson dóm-
prófastur. Barnasamkoma í
Vesturbæjarskólanum við
Öldugötu. Hrefna Tynes talar
við börnin.
NESKIRKJA — Barnasam-
koma kl. 10.30 árd. Séra Jóhann
Hlíðar. Guðsþjónusta klukkan 2
siðd. Valdimar Guðmundsson
yfirfangavörður prédikar. Séra
Frank M. Halldórsson.
SELTJARNARNES — Barna-
samkoma í Félagsheimilinu kl.
10.30 árd. Séra Frank M.
Halldórsson.
KIRKJA ÓHAÐA SAFN-
AÐARINS — Hátíðarguðsþjón-
usta klukkan 2 síðd. í tilefni af
25 ára afmæli safnaðarins. Séra
Emil Björnsson.
GRENSASSÓKN — Barna-
koma kl. 10.30 árd. Guðs-
þjónusta kl. 2 síðd., altaris-
ganga. Séra Halldór S. Gröndal.
ARBÆJARPRESTAKALL —
Barnasamkoma í Árbæjarskóla
kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í
skólanum kl. 2 síðd. Séra Guð-
mundur Þorsteinsson.
HALLGRÍMSKIRKJA —
Barnasamkoma kl. 10 árd.
Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sig-
urbjörnsson. Messa kl. 2 siðd.
Séra Ragnar Fjalar Lárusson.
Messa kl. 4 síðd., Séra Jón
Dalbú Hróbjartsson skólaprest-
ur — altarisganga. Kirkjukaffi
í safnaðarheimilinu eftir messu
í umsjá Kristilegra skólasam-
taka og Kristilegs stúdentafél.
Kvöldbænir mánudag til föstu-
dags klukkan 6 síðd. Sóknar-
prestarnir.
HATEIGSKIRKJA — Barna-
guðsþjónusta kl. 10.30 árd. Séra
Jón Þorvarðsson. Messa kl. 2
siðd. Séra Arngrímur J.ónsson.
BÚSTAÐAKIRKJA —
Barnasamkoma kl. 11 árd.
Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Barna-
gæzla meðan á messu stendur.
Séra Olafur Skúlason.
LANGHOLTSPRESTAKALL
— Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Séra Árelíus Níelsson. Guðs-
þjónusta kl. 2 siðd. Séra Arelius
Nielsson. Óskastundin kl. 4
síðd. Séra Sigurður Haukur
Guðjónsson. Sóknarnefndin.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL
— Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Messa kl. 2 siðd. Séra Lárus
Halldórsson.
DÓMKIRKJA KRISTS KON-
UNGS LANDAKOTI — Lág-
messa kl. 8.30 árd. Hámessa kl.
10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síð-
degis.
FlLADELFtA — Safnaðar-
guðsþjónusta kl. 2 síðd. Al-
menn guðsþjónusta kl. 8 síðd.
Einar Gislason.
ASPRESTAKALL — Barna-
samkoma kl. 11 árd. í Laugarás-
bíói. Messa að Norðurbrún 1 kl.
2 síðd. Séra Grímur Grímsson.
FÆREYSKA SJÓMANNA-
HEIMILID — Samkoma kl. 5
síðd. Jóhann Olsen.
FRlKIRKJAN ! REYKJAVÍK
— Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2
síðd. Séra Þorsteinn Björnsson.
LAUGARNESKIRKJA —
Messa kl. 11 árd. Athugið
breyttan tíma. Barnaguðsþjón-
ustan fellur niður. Séra Garðar
Svavarsson.
AÐVENTKIRKJAN 1
REYKJAVÍK — Samkoma kl. 5
síðdegis. Steinþór Þórðarson
talar.
ELLIIIEIMILIÐ GRUND —
Messa kl. 10 árd., Séra Lárus
Halldórsson.
★
KARSNESPRESTAKALL —
Barnaguðsþjónusta í Kársnes-
skóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 11 árd. Séra
Arni Pálsson.
DIGRANESPRESTAKALL —
Barnaguðsþjónusta í Vighóla-
skóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 2 siðd.
Framhaldsstofnfundur Kirkju-
félags Digranesprestakalls að
lokinni messu. Séra Þorbergur
Kristjánssön.
GARÐASÓKN — Barnasam-
koma í Skólasalnum kl. 11 árd.
Séra Bragi Friðriksson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA
— Barnaguðsþjónusta kl. 11
árd. Séra Garðar Þorsteinsson.
FRIKÍRKJAN I HAFNAR-
FIRÐI — Barnasamkoma kl.
10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2
síðd. Ávörp flytja Hrefna
Tynes og Pétur Þórarinsson.
Ungt fólk aðstoðar með lestri
og söng. Aðalsafnaðarfundur
eftir messu. Séra Guðmundur
Óskar Ólafsson.
★
KALFATJARNARKIRKJA —
Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Séra
Bragi Friðriksson.
KEFLAVIKURPRESTAKALL
— Messur falla niður vegna
prestskosninga. Séra Björn
Jónsson.
★
GAULVERJABÆJARKIRKJA
— Guðsþjónusta kl. 2 síðd.
Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA —
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30
árd. Sóknarprestur.
Óháði söfnuðurinn 25 ára
UM ÞESSAR mundir á Óháði
söfnuðurinn í Reykjavík 25 ára
'starfsafmæii. Hann tók til
starfa veturinn 1950 og var
fyrsta guðsþjónustan haidin í
Stjörnubíó 12. marz það ár. Svo
fjölsóttar voru þær guðsþjón-
ustur að enn er í minnum haft.
Um tíma fóru guðsþjónusturn-
ar fram f Aðventistakirkjunni,
eða þar til haustið 1957 að fé-
lagsheimilið Kirkjubær, sem er
áfast við kirkjuna, var vfgt en
þar.var messað unz sjálf kirkj-
an var vfgð á sumardaginn
fyrsta 1959.
Það var mikið átak fyrir hinn
unga söfnuð að ráðast í bygg-
ingu kirkju og félagsheimilis og
mun óháði sönfuðurinn meðal
fyrstu kirkjusafnaða hérlendis
sem byggja á þann veg að
tengja saman kirkju og félags-
heimili sem eina heild. Hefur
það reynst söfnuðinum ómetan-
legt í öllu safnaðarstarfi.
Fyrir sérstakan dugnað og
samheldni safnaðarfólksins
tókst að ljúka byggingunni á
tiltölulega skömmum tíma og
nú kannast allir við hina snyrti-
legu kirkjubyggingu á horni
Háteigsvegar og Stakkahlíðar,
en á síðastliðnu þjóðhátíðarári
var hún valin ein af 11 falleg-
ustu byggingum í höfuðborg-
inni.
FYRSTASTJÓRN
Einn helzti hvatamaður að
stofnun safnaðarins var Andrés
heitinn Andrésson klæðskera-
meistari og var hann formaður
safnaðarins fyrstu 17 árin, en
auk hans áttu sæti i fyrstu
stjórninni: Jóhann Armann
Jónasson úrsmíðameistari,
Stefán Árnason kaupmaður,
Dagþjiar Gunnarsdóttir, Isleik-
ur Þorsteinsson söðlasmiður,
Haukur Ársælsson verzlunar-
maður og Rannveig Einarsdótt-
ir, sem ennþá á sæti í stjórninni
og hefur verið óshtið frá upp-
hafi.
NÚVERANDI STJÓRN
Formaður óháða safnaðarins
siðastliðin átta ár hefur verið
Sigurður Magnússon fram-
kvæmdastjóri, en auk hans
skipa stjórnina: Guðmundur
Þórðarson læknir, frú Björg
Ólafsdóttir, Rannveig Einars-
dóttir, Bogi Sigurðsson
kennari, Jóhanna Egilsdóttir,
Jón I. Bjarnason ritstjóri, Ómar
Ragnarsson fréttamaður og
Tómas Sigurþórsson verka-
maður.
Innan safnaðarins eru starf-
andi kvenfélag og bræðrafélag.
Formaður bræðrafélagsins er
Séra Emil Björnsson hefur ver-
ið prestur Óháða safnaöarins
frá því hann var stofnaður og
kona hans frú Álfheiður Guð-
mundsdóttir verið formaður
Kvenfélags safnaðarins frá
upphafi. Kvenfélagskonurnar
eru mesti máttarstólpi safnað-
arins og jafnan í fararbroddi
þegar meiriháttar framkvæmd-
ir eru á döfinni.
Sigurður Hafliðason en for-
maður kvenfélagsins Álfheiður
Guðmundsdóttir. Starfsemi
kvenfélagsins hefur alla tíð
verið mjög öflug og eiga kon-
urnar stærstan þátt í uppbygg-
ingu safnaðarstarfsins.
HÁTIÐARGUÐSÞJÓNUSTA
9. MARZ
Næstkomandi sunnudag 9.
marz verður hátíðarguðsþjón-
usta í safnaðarkirkjunni kl.
14.00. Séra Emil Björnsson
safnaðarprestur prédikar,
kirkjukórinn undir stjórn Jóns
ísleifssonar flytur Litaníuna úr
hátíðarsöngvum séra Bjarna
Þorsteinssonar, Sólveig
Björling syngur einsöng og
Gústaf Jóhannesson leikur ein-
leik á orgel. Að lokinni messu
verður afhjúpað og afhent lista-
verk eftir Sigrúnu Jónsdóttur,
sém kvenfélag safnaðarins gef-
ur á þessum tímamótum. Vænt-
ir safnaðarstjórn þess að sem
allra flestir komi til kirkju og
taki sameiginlega þátt í þessari
hátíðarstund.
AFMÆLISFAGNAÐUR
A miðvikudagskvöldið 12.
marz minnist söfnuðurinn 25
ára afmælisins með kvöld-
skemmtun í félagsheimili Fóst-
bræðra við Langholtsveg. Séra
Emil Björnsson mun þar
minnast liðinna ára, Svala Niel-
sen óperusöngkona syngur ein-
söng við undirleik Karls
Billich, Ómar Ragnarsson flyt-
ur gamanþátt en auk þess verð-
ur almennur söngur undir
stjórn Jóns Isleifssonar. Konur
í kvenfélagi safnaðarins annast
um veizluföng. Kvöldskemmt-
unin hefst kl. 20.30 og er allt
safnaðarfólk og gestir þeirra
velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Gunnar Thoroddsen, þáverandi borgarstjóri Reykjavfkur, lagði
hornstein að kirkjubyggingu Óháða safnaðarins.
Andrés heitinn Andrésson klæðskerameistari, einn aðalhvatamað-
ur að stofnun safnaðarins og formaður fyrstu 17 árin, flytur ávarp
þegar hornsteinninn var lagður.
BÍðin [T
vlkunnar
Það hefur nú, að enduðum
þorra, orðið að samkomulagi á
milli ritstjórnar Morgunblaðs-
ins og stjórnar Garðyrkjufélags
Islands, að félagið sjái blaðinu
fyrir „grænum pistlum" til
birtingar næstu mánuðina.
Pistlar þessir, sem við höfum
hugsað okkur að kalla „Blóm
vikunnar“, eiga að birtast viku-
lega og fjalla, í örstuttu máli,
um ýmsar meira eða minna
þekktar plöntur. Þeir verða
skrifaðir af ýmsum félögum í
Garðyrkjufélaginu og til-
gangurinn er einungis sá að
kynna almenningi gróður og
ræktun, hvatning til allra að
lúta að sinni móðurmold —
eignast hlutabréf í gróandan-
um, óforgengileg f allri dýrtfð-
inni! Þvf, eins og skáldiö segir:
„Hvað er auður og afl og hús,
ef engin jurt vex f þinni
krús?“
Verði greinakorn þessi ein-
hverjum til ánægju og fróð-
leiks — að ég nú ekki tali um,
ef þau skyldu vekja áhuga ein-
hverra sálna á „að annast
blómgaðan jurtagarð" — þá er
tilganginum náð.
En skyldi annars ekki mega
kynna hér lauslega okkar
ágæta félag, Garðyrkjufélag Is-
lands, sem hefur aðsetur á
Amtmannsstíg 2, (opið kl.
14—18 mánudaga og 14—18 og
20—22 fimmtudaga, sfmi
27721, pósthóif 209). Félagið
var stofnað fyrir 90 árum, árið
1885, og er hvorki fagfélag né
hagsmunafélag, heldur félag
allra áhugamanna, lærðra sem
leikra, um garðyrkju f hvaða
mynd sem er. Eina hagsmuna
mál félagsins er, að auka þekk-
ingu manna og áhuga á
blómum og ræktun, sjálfum sér
og öðrum til ánægju, hollustu
og yndisauka.
I þeim tilgangi gefur félagið
út handba>kur (Skrúðgarðabók-
ina og Matjurtabókina), ársrit
(Garðyrkjuritið), félagsblað
(Garðinn), gengst fyrir
fræðslufundum og fræðsluferð-
um og aðstoðar félaga sfna við
útvegun fræs, lauka, o.fl.
Og f þeim tilgangi sendum
við ykkur heim „Blóm vikunn-
ar“. Ó.B.G.
Vatnsberi eða
sporasóley
(aquilegia hybrida)
Vatnsberi eða sporasóley (aquil-
egia hybrida) eraigeng garðjurt og
auðræktuð og er til i mörgum,
aðallega mildum litum. Blöðin eru
þriskipt, finleg, oft með rauðum
eða gulum blæ. Krónublöðin eru
með spora sem líkist litlum poka
og myndar hann hunangsbúr, en í
Framhald á bls. 24.