Morgunblaðið - 08.03.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975
23
SKÍHA
SÚHAN
eftir VALDIMAR
ÖRNÓLFSSON
Skíða-
kennsla
Síðasta æfing var á þann veg,
að við renndum okkur beint
niður léttu brekkuna okkar og
reyndum að fjaðra vel í hnján-
um og settum nokkur hlið á
leiðinni niður, sem við urðum
að beygja okkur undir. Næsta
æfing er talsvert erfiðari, en
mjög góð. Eins og áður verðum
við að fara nógu rólega í fyrstu.
Æfingin er að „skauta" á
skíðum.
Þeir, sem eru góðir eða vanir
á skautum eru fljótir að komast
upp á lagið með þessa æfingu.
Aðalatriðið er að fara nógu
stutt upp í brekkuna, því að
ferðin má ekki vera mikil á
meðan við erum að læra skauta-
skrefin.
Best er að æfa sig fyrst í því
að lyfta vinstra og hægra skíði
til skiptis örlítið frá snjónum
með skíðin saman. Takist það
vel getum vió reynt að gera eitt
til tvö skautaskref í næstu ferð,
en þó ekki fyrr en þið rennið út
á flötina og feröin er farin að
minnka. A 1. og 2. mynd sést
hvernig skautaskref til vinstri
er gert. Spyrnt er frá með
hægra skíði og stigið yfir á það
vinstra og hnéð beygt um leið.
Gætið þess að færa þungann
alveg yfir á vinstra skíðið og
látið ykkur renna augnablik á
þvi (með æfingunni lengur)
um leið og þið lyftið hægra
skíðinu (mynd 2) og stigið því
fram og skautið til hægri
(mynd 3).
Þessi æfing gefur mjög gott
jafnvægi og er góður undirbún-
ingur fyrir svigæfingar, því að
galdurinn við að beygja er ein-
mitt sá að færa þungann af
einu skiði á annað um leið og
skíðinu er stýrt í beygjuna.
SKARENNSLI
Allir verða að æfa sig i því að
renna sér á ská i brekkuna áður
en þeir læra að beygja.
Á 4. mynd er sýnd staóan á
skíðunum í skárennsli. Þung-
inn hvílir á báðum skíðum en
þó meira á því neðra. Þetta
kemur af sjálfu sér, ef þess er
gætt að hafa efra skíðið örlítið
framar neðra skíðinu. Efri öxl-
in kemur einnig örlítið fram og
bolnum snúið litillega niður i
brekkuátt. Forðist að yfirdrífa
axlar- og bolvinduna og standið
sem eðlilegast á skíðunum.
Höndum er haldið fyrir framan
líkamann og stöfunum lyft að
aftan. Armar eiga að vera
mjúkir eins og reyndar öll
skíðastaðan.
Tit þess að vera viss um að fá
góða skiðastöðu og þungann á
neðra skiðið er ágætt að gera
eftirfarandi æfingu: Rennið
ykkur á ská í brekkuna og lyft-
ið efra skíðinu og reynið að
halda jafnvægi augnablik áður
en þið setjið skíóið niður aftur.
Rennið ykkur bæði til vinstri
(mynd 5) og hægri (mynd 6).
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðar og Jeep Wagoneer
bifreið með 4ra hjóla drifi, er verða sýndar að
Grensásvegi 9, þriðjudaginn 11. marz kl.
1 2 — 3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5.
Sala varnarliðseigna.
/ tilefni alþjóðlega kvennadagsins 8. mars 1975
efna Menningar- og friðarsamtök íslenskra
kvenna ti/ fundar laugardagmn 8. mars kl. 15 í
Norræna- Húsinu.
Dagskrá:
Ávarp: Mercedes Alvarez
Ávarp: Þórunn Magnúsdóttir.
Dagskrá í umsjá Brietar Héðinsdóttur.
Stjórnin.
sumrocróLD
Feröakynning
FEGURÐARSAMKEPPNI
Valdir fulltrúar á alþjóðlegar feguröarsamkeppnir
Hótel Sögu sunnudagskvöld 9. marz
1) Ferðakynning: Sagt í hinum fjölbreyttu og ódýru ferðamöguleik-
um á vegum Sunnu.
2) Bingó — 3 utanlandsferðir.
3) Bresku sjónvarpsstjörnurnar „The Settlers" syngja.
4) Fegurðarsamkeppni. Valdir fulltrúar Islands á alþjóðlegu fegurðar-
samkeppnirnar „Miss Europe" i Beirut 30.maí og „IVIiss Universe"
I San Slavador 6. júlí.
5) Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. 01.00.
Matargestir, pantið borð hjá yfirþjóni tímanlega vegna fyrirsjáanlegrar mikillar
aðsóknar. Enginn aðgangseyrir, nema rúllugjald.
Í SÓLSKINSSKAPI MED SUNNU
FIRflASKRIISTOFAN SUNNA UEKJARGÖTU 2 SIMAR 16400 12U7U