Morgunblaðið - 08.03.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.03.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 8. MARZ 1975 15 Kristjana Jónsdóttir og Björg Baldvinsdóttir. Leikfélag Akureyrar: Ertu nú ánægð kerling? Leikfélag Akureyrar frumsýndi á konudaginn 23. þ.m. „Ertu nú ánægð kerling", leikþætti með söngvum, þýdda, stolna, stað- færða og frumsamda af Þrándi Thoroddsen, Böðvari Guðmunds- syni, Svövu Jakobsdóttur, Jakob- ínu Sigurðardóttur o.fl. Sviðsetn- ing er á ábyrgð alls leikflokksins. Sviðsmynd er eftir Þráin Karls- son, tónlist eftir Gunnar Erland- er. Ljósameistari er Arni Valur Viggósson. Þó að leikþættir þessir séu sitt úr hverri áttinni þá fjalla þeir allir um sama viðfangsefnið, stöðu konunnar í þjóðfélaginu eða öllu heldur stöðuleysi og hið þrönga afmarkaða svið sem flest- ar konur verða að búa við. En þrátt fyrir það, að margir höfund- ar hafi lagt þarna hönd að verki, falla þessir þættir svo vel hver að öðrum, að maður verður lítið var við að hver þáttur er sjálfstætt verk, en þeir eru tengdir saman með söngvum. Ef til vill má segja, að þessi sýning sé fremur í ætt við kaba- rett en venjulegt samfellt leik- húsverk, en þrátt fyrir hinn létta og gamansama ton sem yfir sýn- ingunni hvílir, er þó mikil aivara á bakvið þegar dýpra er skyggnst. Leiksýning þessi er borin uppi af konum og er vel við hæfi á ári kvennanna, en með hlutverk og söngva fara: Saga Jónsdóttir, Sig- urveig Jónsdóttir, Inga Aradóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Kristín Ölafsdóttir, Kristjana Jónsdóttir og Björg Baldvinsdóttir. Fara þær allar á kostum, bæði i söng og leik. Auk þess fær svo Þráinn Karlsson að fljóta með i smáhlut- verki og lætur sinn hlut ekki eftir liggja. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á leik Sigurveigar Jóns- dóttur sem fer með veigamestu hlutverk I tveimur þáttunum. Annan þáttinn leikur hún ein og flytur einskonar eintal sálar- innar frammi fyrir mynd af ný- látnum eiginmanni sínum. Þáttur þessi, sem nefnist „Myndirnar“, hygg ég að sé best gerði þátturinn frá hendi höf- unda og flutningur Sigurveigar á honum var sérlega góður. Leikmynd Þráins Karlssonar er einföld en smekklega gerð og fell- ur vel inn I heildarmynd sýning- arinnar. Fjögra manna hljómsveit ann- ast undirleik undir söng og var hún á köflum full sterk, einkum rafmagnsgítarinn, svo söngtextar fóru að sumu leyti forgörðum af þeim sökum. Þetta er tæknilegt atriði sem auðvelt er að laga en það er skaði ef söngtextarnir kom- ast ekki til skila því þeir eru all mikilvægur þáttur I sýningunni. A frumsýningu var húsið þétt setið og sýningunni vel tekið. Er þess að vænta að ,,kerlingarnar“ fái góða aðsókn þvi hér er á ferð- inni athyglisverð og góð leiksýn- ing sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Guðmundur Gunnarsson. Sigurveig Jónsdóttir Thorvald- sensfélag- ið 100 ára Thorvaldsensfélagið I Reykja- vík verður 100 ára á þessu ári, var stofnað 19. nóvember 1875. I til- efni þessara tímamóta hafa fé- lagskonur ákveðið að allt fé er þær geta aflað, skuli renna til vangefinna og vanheilla barna. Thorvaldsenskonur hafa 1 heila öld unnið mikið og gott starf I þágu góðra málefna, einkum barna. Félagskonur hafa aflað sér fjár með ýmsu móti, ekki sízt með rekstri Thorvaldsensbasarsins i Austurstræti 4, þar sem öll vinna er og hefur alltaf verið þegn- skylduvinna. En basarinn hefur verið þarna I eigin húsnæði slðan um aldamót. Einnig hafa félags- konur efnt til happdrætta og selt jólamerki sín til f járöflunar. Nú á 100 ára afmælisárinu hafa þær I hyggju að efna til bingós þriðjudaginn 11. marz á Hótel Sögu og byrjar það kl. 8.30. Segj- ast þær hafa þar marga og glæsi- lega vinninga og heita á bæjarbúa að koma til þeirra og styrkja gott málefni um leið og þeir skemmta sér. ÞHR ER EITTHURfl FVRIR RLLR Athyglis- verð erindi og fögur tónlist hvern sunnudag kl. 5 í Aðventkirkjunni Ingólfsstræti 1 9. Steinþór Sunnudaginn 9. mars flytur Steinþór Þórðar- son erindi sem nefnist HEIMSÓKN í DÁNAR- HEIMA fjallar það um ýmsar áleitnar spurn- ingar lífsins, eins og t.d. Er líf eftir þetta líf? Geta látnir fylgst með eftirlif- andi ástvinum sínum? Athyglisverðar stað- reyndir verða kunn- gjörðar. Árni Mikill söngur og tónlist í umsjá Árna Hólm. Allir velkomnir Hópferðabifreið til sölu Volvo B 57 1971,49 sæta. Uppl. gefur Rúnar Gíslason sími um Hofsós. Laxveiðimenn Veiðileyfi í Ölfusá, fyrir landi Hellis- og Foss- ness, sumarið '75, til sölu hjá Kristjáni Ásgeirs- syni, Miðvang 121, Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 53121 eftir kl. 1 7 daglega. 3Vz tonna trillubátur til sölu. Uppl. í síma 71 409 Siglufirði. Í HÚSI IÐNAÐARINS VID INGÓLFSSTR/ETI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.