Morgunblaðið - 08.03.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.03.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975 UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Lilja Ólafsdóttir. Listsyning íslenzkra kvenna 197$ Listsýning íslenskra kvenna 1975 er haldin í tilefni hins alþjóölega kvennaárs S.Þ. Sýningin er í Norræna húsinu og lýkur 11. þ.m. Frum- kvæði að sýningunni áttu Menningar- og frið- arsamtök ísl. kvenna og þeim til aðstoðar eru Fé- lag ísl. myndlistarmanna og Norræna húsið. Verk tveggja látinna braut- ryðjenda ísl. málaralist- ar, Kristínar Jónsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur, eru á sýningunni ásamt verkum 42 núlifandi listamanna. Verkin spanna ólíka þætti myndlistar s.s. keramik, málverk, listvefnað, tau- þrykk, silfursmíð og höggmyndir. Við hvetj- um fólk til að sjá þessa sýningu á listsköpun ísl. kvenna árið 1975. Inni- hald og hönnun sýning- arskrá hefði mátt vera betri og ítarlegri. Á heimili Karenar Agnete Þórarinsson, elsta lista- m-annsins, sem átti verk á sýningunni, hittu Erna og Björg einnig að máli þann yngsta, Valgerði Erlendsdóttur. Listar á að njóta en ekki dæ „Listar á að njóta, en ekki dsema,“ sagði Karen Agnete Þórarinsson. „Það sem býr innra með listamanninum verður að vera honum upp- spretta." Karen er fædd í Kaup- mannahöfn 28. des. 1903. Faðir hennar stuðlaði að því, að hún fór í teikniskóla 11 ára gömul. Þegar hún hafði lokið gagn- fræðaskóla var hún 3 ár í teikni-og málaraskóla og síðan 4 ár á Kunstakademíunni í Kaupmannahöfn. Islendingur- inn Sveinn Þórarinsson var þar við nám og kynntust þau. Þau giftust og fluttust til Is- lands árið 1929. Bárujárnshús- in í Reykjavík á árunum milli stríða voru grá og tilbreyting- arlítil og fyrir Karenu opnaðist nýr heimur þegar þau fóru til tengdafólks hennar að Kíla- koti í Kelduhverfi í Þingeyjar- sýslu. Kílakot stendur á bakka Víkingavatns og var torfbær þar um þetta leyti. Þangað hef- ur Karen sótt margvísleg myndefni í líf og starf fólksins i sveitinni t.d. hefur fólk að svíða kindahausa oft orðið henni að „mótífi". Karen og Sveinn reistu sér hús í Asbyrgi og bjuggu þar til ársins 1938. Þau höfðu sex ær og heyjuðu handa þeim á landi sem fylgdi húsinu og seldu um- fram hey. Eitt árið fengu þau kú að láni hjá bónda i nágrenn- inu, en kýrin mjólkaði lítið og Karen Agnete Þórarinsson: Hlutamynd, máluð 1974 þurfti þó eftir sem áður fóðrið sitt. öðrum búendum leist þetta ekki hagnýtur búskapur, en þeim yfirsást í einu — kýr- in var ágætis fyrirsæta og not- færðu listamennirnir sér það óspart og seldust myndir af kusu vel og varð úr ágætis útgerð. Karen fór ásamt eiginmanni sínum í heimsókn til Danmerk- ur árið 1939 og héldu þau sýn- ingu á myndum frá Islandi í Det Frie í jan. 1940 sem vakti athygli og seldust myndirnar vel. Striðið hafði lokað sam- bandi milli landanna og kom- ust þau heim til Islands með m.s. Esju um Petsamo. Eftir heimkomuna settust þau að í Reykjavík og héldu nokkrar sýningar bæði ein sér og í samfloti með öðrum lista- mönnum, sem mynduðu Nýja myndlistafélagið. Nú eru senn liðnir tveir ára- tugir síðan þau hafa sýnt hér á landi, en Karen hefur haldið sýningar í Kaupmannahöfn. Bæði einkasýningar og með kunningjum — einnig hefur hún sýnt í Frakklandi. Karen telur það sérstaka heppni fyrir sig að hafa átt þess kost að kynnast íslensku sveitafólki jafn náið og raun varð. Fólkið í sveitinni hafði áhuga á að eiga myndir og langaði til að hafa fjölbreytni í umhverfi sínu. Hún minnist al- þýðukonu, sem fegraði í kring- um sig með því að festa upp fagurrauð bréf utan af kaffi- bætisstöngum. Á búskaparár- um þeirra Sveins i Ásbyrgi sýndu þau til skiptis á Akur- eyri og í Reykjavík. Fengu þau inni hér í borg ýmist í Gúttó eða verslun i Kirkjuhvoli, sem hafði húsmuni og ýmsa kjör- gripi á boðstólum og léði hús- næði til sýninga. Karen segist mála flesta þá daga, sem andinn blæs henni í brjóst löngun til þess og mynd- efni hennar eru mest úr næsta umhverfi eða hlutmyndir. Aðspurð um kvennaárið sagði hún að það hefði ekki valdið sér óróa — hún hefði alltaf notið jafnréttis. Og um nær hálfrar aldar dvöl á Islandi sagðist hún aldrei hafa fundið til einangr- unar hérna og bætir við: „Eig- inlega get ég ekki gert upp við mig hvort ég er fremur Dani en Islendingur". Að skapa er ein af frumþörfum manneskjunnar „Að skapa er ein af frum- þörfum manneskjunnar" sagði Valgerður Erlendsdóttir, fædd I Reykjavík 13. febr. 1952. Og Valgerður bætir við: „Frá því að ég man fyrst eftir mér hefi ég verið að skapa eitthvað, móta eða teikna." I barnaskóla dofnaði þessi áhugi hennar og hélst svo lengst af skólagöngunnar, uns hún afréð að loknu gagnfræða- prófi að fara í Myndlista- og handíðaskólann. Þar var hún I fjögur ár, tvö ár í forskóla og tvö í textildeild, þar sem hún lagði m.a. stund á myndvefnað. Valgerður telur, að fræðslu- yfirvöld hafi hingað til skort skilning á mikilvægi myndlist- arkennslu, enda sé fátt innan skólakerfisins er stuðli að frjálsri tjáningu, hvort sem er á sviði myndlistar eða annars náms. Sköpunargáfa er fyrir hendi hjá fólki og mjög mikil- vægt er að þróa hana í stað þess að bæla. Valgerður nam síðan við Iistaskóla í Prag einn vetur og lagði m.a. stund á listvefnað. Hún sagði að í textildeildinjii í Myndlista- og handíðaskólan- um hefði áhugaverðasti kenn- arinn, að sínu mati, verið Hild- ur Hákonardóttir, vefari, og gæti það hafa ráðið einhverju um val sitt á Iistgrein. Deildin er almennt álitin kvennadeild, því að karlar leggja vefnað lit- ið fyrir sig sem aðalfag. Valgerði þykir gæta mis- skilnings varðandi tilgang kvennaársins og taldi að bar- áttan snerist ekki um að taka nú til við að kúga karla, heldur jafnrétti kynjanna og hún bætti við: „Jafnrétti kynjanna verður ekki slitið úr tengslum við jafnrétti allra stétta," og í þvi liggur hvatinn að mynd hennar. Valgerður var byrjuð að vefa myndina, þegar henni bauðst þátttaka í sýningunni. Við spurðum. Valgerði hvort hún teldi að listin þyrfti nauð- synlega að túlka ákveðna þjóð- félagslega afstöðu. Hún svar- aði því til að ef megintilgang- urinn væri sá að koma á fram- færi ákveðnum áróðri, þá mætti sem best nota eitthvað annað tjáningarform, t.d. rita niður orðsendingu um málefn- ið. En þrátt fyrir að þetta teppi höfði til baráttu, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að skapa verk, sem túlkar fegurð og frið. Ennfremur sagði Valgerður að listin ætti að vera sjálfsagð- ur þáttur i lífi fólks, þar sem ein af frumþörfum mannsins væri að skapa og hún yrði að fá að njóta sin. Eins og sakir standa vinnur Valgerður á dagvistunarheim- ili fyrri hluta dags og sem sviðsmaður i Iðnó a kvöldin. Valgerður og Örlygur, eigin- maður hennar, hafa á prjónun- um ráðagerð um að flytjast bú- ferlum upp i sveit, i von um að finna sælureit á borð við þann, sem þau Karen Agnete og Sveinn áttu í Asbyrgi. Valgerður Erlends- dóttir: Ofin mynd, unnin 1975 Umsjónarmenn „1 tilefni kvennaárs" gengust fyrir könnun meðal lesenda þessara dálka og stóð hún frá 8. febr. til 1. mars. Tilefnið var, að ísiensk póstyfirvöld hafa ákveðið að gefa út sérstakt frí- merkivegnaalþjóðlega kvenna- ársins 1975. Spurt var: Mynd af hvaða íslenskri konu vilduð þér að væri á merkinu, ef þér mættuð ráða? Eftirfarandi uppástungur bárust: Aðalbjörg Sigurðardóttir Auður Djúpúðga Bríet Bjarnhéðinsdóttir Guðrún Lárusdóttir Halldóra Eldjárn Ingibjörg H. Bjarnason Laufey Valdimarsdóttir Olga Guðrún Árnadóttir Sesselja H. Sigmundsdóttir Þóra Melsted Þuríður formaður Mynd af konu á peysufötum. Auður Auðuns Auður Vésteinsdóttir Dóra Þórhallsdóttir Halldóra Bjarnadóttir Hallgerður langbrók Katrin Thoroddsen Ólafía Jóhannsdóttir Ragnhildur Helgadóttir Stefania Guðmundsdóttir Þorbjörg Sveinsdóttir Mynd af konu á skautbúningi. Tvö nöfn fengu flest at- kvæði. Annars vegar Briet Bjarnhéðinsdóttir, sem margir virtust á einu máli um að væri óumdeilanlegur brautryðjandi fyrir réttindum kvenna hér á landi. Vitað er að tvenn kvennasamtök hafa gert það að tillögu sinni við póstyfir- völd að mynd hennar yrði á merkinu. Hins vegar bárust tilmæli um að mynd Sesselju H. Sig- mundsdóttur yrði á frímerk- inu og voru þau undirrituð i nöfnum 272 karla og kvenna. Þar segir m.a. „Hún var braut- ryðjandi í málum vangefinna hér á landi og stofnaði fyrsta heimilið fyrir vanheil börn ár- ið 1930 við hin erfiðustu skil- yrði og stjórnaði því til ævi- loka.“ Við munu koma niðurstöðu þessarar könnunar til póst- og símamálastjórnar. Einnig munum við freista þess að kynna á þessum vettvangi þær konur nánar, er uppástungur komu um. BJE. Nýlega átti ég tal við list- fræðing. Við ræddum um sýn- ingar og hann sagðist finna, að hann vrði alltaf tortrygginn, þegar hann fengi vitneskju um að málverk væri eftir konu. Hann viðurkenndi að væri höfundarnafnið kvenkyns, þætti honum myndin aðeins 95% góð og hún vekti ekki lengur áhuga hans. Imyndið ykkur þennan mann kominn í þá stöðu að ákveða innkaup fyrir listasafn og vera ráðgef- andi fyrir félög listamanna. (Ur grein eftir Önnu Lenu Lindberg I sýningarriti Kult- urhússins í Stokkhólmi vegna sýningarinnar „KVINN- FOLK“ í janúar 1975). „A ráðstefnunni, sem haldin var í Lindarbæ 22. febr. s.l. skýrði ein af fóstrunum frá leiktækjabúnaði á dagvistun- arstofnunum og taldi hún, að skortur væri á leiktækjum fyr- ir börn á aldrinum 5—6 ára. Þá greip fram í, úr hópi áheyrenda, ein af eldri og reyndari fóstrum borgarinnar og sagði: „Ekkert „gervi- Tivoli“ fyrir börnin — bara drasl, spýtur, kassa og fjörurn- ar — börn eiga að hafa frjálsar hendur til að skapa og starfa og þroskast i sjálfstæða ein- staklinga."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.