Morgunblaðið - 08.03.1975, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975
nuGivsincnR
^^•22480
2ttor$tmbtabib
nucivsmcnR
4gL*-«22480
stjóra um borð í Hvassafellinu
„SKIPIÐ fékk á sig brotsjó og tók
samtímis niðri mjög harkalega f
brimgaróinum f svarta myrkri og
byl,“ sagði Jón Kristinsson skip-
stjóri á Hvassafellinu f talstöðvar-
samtali við Morgunblaðið f gær-
kvöldi, en hann var þá ásamt 7
öðrum um borð f Hvassafellinu,
en 11 skipverjar voru þá farnir
frá borði og til lands. Þegar við
ræddum við Jón var háflóð kl. 20 f
gærkvöldi og við spurðum hann
hvcrnig skipið léti á strandstað.
„Það ber dálítið harkalega,"
sagði hann, „enda rótarbrim. Það
lætur mun verr nú á flóðinu, en
það gerði á fjörunni f dag. Skipið
liggur nú á réttum kili um 20—30
metra frá fjörukamhinum, en
þegar það tók fyrst niðri mun það
hafa verið um það bil 500 metra
utan við ströndina. Það tók vfða
harkalega niðri á þessari 500
metra leið sem það hefur borizt,
enda virðast víða vera grjótflákar
f botninum eða stórir steinar.“
„Hvernig er ástatt hjá ykkur
um borð?“
„Það er svipað og verið hefur i
dag, við höfum Ijós og hita. Ljósa-
vélin er á efri pöllum f vélarrúm-
inu, en sjórinn sem er kominn í
vélarrúmió nær rétt upp á aðal-
vélina. Gat virðist vera komið á
olfutanka f vélarrúmi og eitthvað
af sjó í lest I, en það er þó mjög
erfitt að ganga úr skugga um það.
Þá eru komin göt á botntanka.
Við verðum áfram um borð f skip-
inu, a.m.k. f nótt. Okkur virðist
engin hætta búin hér, við erum
komnir svo langt inn fyrir brim-
garðinn, enda aðeins steinsnar
frá f jörukambinum þar sem
björgunarsveitarmenn hafast við.
Við vorum að senda þeim gúmmf-
björgunarbát með þaki til þess að
hafast við í á kambinum, þvf það
er ruddaveður hér. Við erum
einnig að senda björgunarsveitar-
mönnum heitan mat. Annars er
lítið hægt að segja, þvf ekki er
hægt að gera sér fulla grein fyrir
stöðunni fyrr en lægir sjóinn.“
Um borð í Hvassafellinu í gær-
kvöldi voru auk Jóns skipstjóra
Andrés Gilsson 1. stýrimaður, Jón
Örn Ingvarsson 1. vélstjóri, Lúð
vík Jónasson 2. vélstjóri, Jóhann
Sigurjónsson 3. vélstjóri, Garðar
Guðmundsson bátsmaður, Pálmi
Ingólfsson loftskeytamaður og
Þórhalla Sveinsdóttir eiginkona
skipstjórans, en hún sá um mats-
eldina um borð í gær.
Hjörtur Hjartar framkvæmda-
stjóri skipadeildar SlS sagði í við-
tali við Morgunblaðið f gær að
ekki væri hægt að gera sér neina
grein fyrir aðstæðum á strandstað
fyrr en veður gengi niður. Skip
eins og Hvassafellið kvað hann
600—700 miilj. kr. virði, en skipið
er tveggja og hálfs árs, um 1800
Framhald á bls. 20
i'm
Þessi mynd var tekin af Hvassafellinu skömmu eftir að það kom til
Iandsins.
Ljósmynd: Kári Birgir
Skipbrotsmenn af Isleifi f gúmmíbjörgunarbátnum á strandstað, en myndin var tekin þegar fárviðrinu,12
vindstigum, hrfð og gaddi, hafði slotað, en gúmmfbáturinn veitti þeim blautum og sjóhröktum skjól, sem
getur hafa ráðið úrslitum fyrir þá sem blotnuðu mest.
Reynt að draga
ísleif VE út í dag
Tíu menn sváfu
10 MENN sváfu um borð í isleifi
frá Vestmannaeyjum á strand-
stað vestan Ingólfshöfða f nótt, en
f gær unnu þeir að þvf að gera
bátinn kláran fyrir björgunartil-
raunir f dag, en þá mun Goðinn
reyna að draga tsleif á flot.
Enginn sjór hefur komizt f ísleif
og hann hefur ávallt staðið á
réttum kili á strandstaðnum þótt
• •
TAKMORKUNUM A GJALDEYR-
ISSÖLU AÐ MESTU AFLÉTT
RlKISSTJÖRNIN hefur ákveð-
ið í samráði við Seðlabanka
Islands að aflétta að mestu
þeim takmörkunum, sem
verið hafa á afgreiðslu gjaldeyris
að undanförnu. Er stefnt að þvf
að gjaldeyrisbankarnir afgreiði á
næstunni gjaldeyri til kaupa á
frflistavörum með eðlilegum
hætti eins og áður var. Áfram
verða takmarkanir á afgreiðslu
gjaldeyris til kaupa á bifreiðum,
húsgögnum, innréttingum, kexi
og annarri brauðvöru.
Morgunblaðinu barst í gær
fréttatilkynning frá viðskipta-
ráðuneytinu um þessi gjaldeyris-
mál og hljóðar hún svo:
„Að undanförnu hefur verið
talið óhjákvæmilegt vegna gjald-
eyrisástandsins að takmarka sölu
á gjaldeyri og hefur það leitt til
þess að afgreiðsla á einstökum
yfirfærslum hefur tafizt nokkuð.
með gengislækkuninni og tak-
mörkun á bankaútlánum standa
vonir til að hægt verði að koma á
meiri jöfnuði í gjaldeyrisvið-
skiptum. Hefur því ríkisstjórnin í
samráði við Seðlabankann
ákveðið að aflétta að mestu þeim
takmörkunum, sem gilt hafa í
gjaldeyrisviðskiptum að undan-
förnu. Stefnt er að því að gjald-
eyrisbankarnir afgreiði á næst-
unni gjaldeyri til kaupa á frílista-
vörum með eðlilegum hætti eins
og áður var. Þó munu gjaldeyris-
bankarnir enn um sinn hafa eftir-
lit með gjaldeyrissölu vegna sér-
stakra vörukaupa, svo sem bif-
reiða, vinnuvéla, húsgagna, inn-
réttingá, kex og annarra brauð-
vara. Þessar vörur verða þó áfram
á frílista og er þess vænzt að hægt
verði að selja gjaldeyri fyrir inn-
flutningi þeirra án nokkurra
verulegra tafa.
Þá hefur einnig verið ákveðið
að gera nokkrar breytingar á regl-
um um erlendan greiðslufrest í
því skyni að draga úr innflutningi
á meðan núverandi erfiðleikar
standa yfir. Verður greiðslu-
frestur styttur frá því, sem verið
hefur, m.a. vegna innflutnings á
stórvirkum vinnuvélum og tækj-
um, dráttarvélum, vörubifreiðum,
sendiferðabifreiðum og bif-
reiðum, sem greiðslufrestur
hefur verið heimilaður fyrir.
Ekki hefur verið talið ráðiegt að
takmarka frekar greiðslufrest
vegna innflutnings annarra vöru-
tegunda."
um borð í nótt
hann hafi færzt til um 200 metra
með briminu á flóðinu.
Morgunblaðið ræddi í gær-
kvöldi við Sigurjón á Hofi í Öræf-
um, en hann var þá nýkominn af
strandstaðnum. Kvað hann 6 skip-
verja af ísleifi nú vera um borð,
tvo ýtustjóra, en tvær jarðýtur
eru komnar á strandstað og
einnig gistu um borð tveir full-
trúar tryggingafélaga. Björgunar-
menn á strandstað biðu daglangt í
gær eftir Goðanum, en hann hafði
orðið að fara inn til Vestmanna-
eyja í fyrrinótt eftir að brotsjór
hafði laskað talstöð og fleira um
borð. Kom Goðinn ekki á strand-
stað fyrr en um kl. 5 í gær og var
þá orðið of rökkvað til að skjóta
linu í land og ekki unnt að sigla á
gúmmíbjörgunarbát i gegnum
brimgarðinn, en á strandstað var
logn og sólskin f gær og 8 stiga
hiti.
í býtið í morgun átti að hefjast
handa um að koma taug yfir í
ísleif og sfðan mun Goðinn reyna
að snúa bátnum á strandstað
Framhald á blr. 20
Sáttafundur
SAMNINGAFUNDI aðila ASl og
vinnuveitenda með sáttasemjara
lauk kl. 7.15 í gærkvöldi, en hann
hófst kl. 4 f gær. Torfi Hjartarson
sáttasemjari kvað ekki unnt að
greina frá gangi fundarins, en
hann hefði verið betri en enginn
fundur. Annar sáttafundur
verður kl. 5 f dag.
9 ára stúlka
stórslasaðist
NÍU ára stúlka varð fyrir bifreið
á Kleppsvegi laust fyrir kl. 13 f
gær og slasaðist hún alvarlega.
Lærbrotnaði hún og hlaut inn-
vortis meiðsli, rifu á lifur. Var
hún skorin upp á Borgarspftalan-
um f gær og gekk aðgerðin vel,
betur en á horfðist f fyrstu. Var
hún þungt haldin f gærkvöldi, en
með rænu og ekki talin f Iffs-
hættu. Sýndi hún mikinn dugnað
eftir aðgerðina. Foreldrar stúlk-
unnar eru á ferðalagi á Spáni og
dvaldi stúlkan á meðan hjá ömmu
sinni, sem býr við Kleppsveg.
Slysið átti sér þannig stað, að
stór amerísk bifreið ók suður
Kleppsveg og að sögn ökumanns-
ins hljóp stúlkan skyndilega út á
Framhald á bls. 20
„Brotsjór reið yfír og skíp-
ið strandaði í brimearðinum”
Rætt við Jón Kristinsson skip- ___