Morgunblaðið - 09.03.1975, Síða 16

Morgunblaðið - 09.03.1975, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 N „ÞAÐ VORU mjög fáir ungl- ingar undir áhrifufn áfengis við Þórskaffi í kvöld, miklu færri en ég hef séð um langt skeið.“ Svo fórust orð ungum lögreglu- þjóni, sem Slagsiðan ræddi við aðfararnótt fyrra laugardags, en næstu stundirnar á undan hafði Slagsiðan verið á kreiki fyrir utan Þórskaffi og kynnt sér ástandið þar. Eins og fram kom i greininni um áfengis- neyzlu unglinga, sem Slagsíðan birti sl. sunnudag, hefur um alllangt skeið borið talsvert á ölvun unglinga við tvo skemmtistaði i Reykjavík, Tónabæ og Þórskaffi, og einn viðmælenda Slagsíðunnar, ung- ur lögregluþjónn, hafði ráðlagt fólki að fara á stúfana eitthvert kvöldið um heigi til að kynna sér ástandið við þessa staði. Og það var einmitt það, sem Slag- síðan gerði á föstudagskvöldið og aðfararnótt laugardags um siðustu helgi. En þótt þannig hittist á, að mun minna bæri á ölvuðum unglingum við Þórskaffi þetta kvöld en oftast áður um langt skeið, reyndist kvöldið ekki með öllu viðburðasnautt hvað afskipti lögreglunnar af ungl- ingum snerti. Fram til klukkan um hálfþrjú um nóttina voru alls 10 unglingar, 16 ára eða yngri, færðir á lögreglustöðina, sjö eingöngu vegna ölvunar, einn vegna árásarmáls og tveir vegna innbrots. Og þó taldist kvöldið fremur rólegt, að mati aðalvarðstjórans, sem var á vakt þetta kvöld. Er Slagsíðan kom á vettvang við Þórskaffi laust eftir mið- nætti á föstudagskvöldið, voru einungis fáir unglingar við hús- ið, en fór siðan fjölgandi. Þetta kvöld hafði ekki verið almenn- ur dansleikur í Tónabæ, þannig að búast mátti við fieira fólki en ella í eða við Þórskaffi, og einnig var veður gott, þannig að vænta mátti, að unglingarnir ■ dveldust lengi fram eftir nóttu á staðnum. Kuldi og rigning eru unglingunum yfirleitt hvatning til að halda heim á leið — eða í parti — en þegar betur viðrar hanga þeir oft við Þórskaffi fram undir klukkan þrjú á nótt- unni. Ljóst var, að lögreglan vildi hafa vakandi auga með því, sem gerðist við húsið, því að ekki færri en fimm lögreglubifreiðir sáust fara þar hjá á um 15 mín- útna tímabili. Þegar klukkan fór að nálgast eitt, þann tíma, er dansleiknum í Þórskaffi lyki, fóru unglingar að koma að húsinu úr öllum áttum, eins og þeir ættu von á einhverri skemmtun. Jafnframt tóku gestir hússins að tínast út og upp úr klukkan eitt var Vominn álitlegur hópur við húsið. Sum- ir aðkomumanna höfðu haft með sér áfengi í flösku og gengu flöskurnar á milli manna, þó ekki mjög áberandi, þar sem lögreglumenn voru á næstu grösum og fylgdust með fólkinu. Á sama tima fóru gestir Röðuls að þyrpast út og reynd- ist þar vera nokkru eldra fólk og jafnframt ölvaðra, enda Röðull vínveitingahús. Hóparn- Myndirnar tók ljósmyndari Mbl., Friðþjófur, við Þórskaffi föstudagskvöld og aðf ararnótt laugardags um síðustu helgi. lungnabólgu en herra; unga piltinn, nokkuð við skál, í fram- sæti leigubils í óðaönn að reyna að fá að aka einhverjum stúlk- um heim — þó helzt ekki í Skerjafjörðinn; piltana á gljá- fægðum vélhjólunum, sem geystust milli bifreiðanna með hávaða og látum; og ungu stúlk- una, sem kunni ekki betur en svo að aka bifreið sinni af stað i brekkunni, að hún rann aftur á bak á aðra bifreið — en þó án þess að umtalsvert tjón yrði. Já, mannlífið var fjölbreytt á þessum stað, og unglingarnir virtust una sér hið bezta. En vart getur félagsskapurinn tal- izt hollur og nægar voru freist- ingarnar til að falla fyrir. Þegar Slagsiðumenn komu niður á lögreglustöð laust eftir kl. tvö um nóttina, var verið að færa tvo unglinga, stúlku á að gizka 13—14 ára og pilt nokkru eldri, til yfirheyrslu, en þau drukkna, grátandi vinkonu hans af gangstéttinni inn í lög- reglubíl, og urðu að lokum fjór- ir að berjast við að koma hon- um inn í lögreglubíl til að flytja hann á lögreglustöðina. í hinu tilvikinu lenti ölvaður utan- bæjarmaður i orðasennu við lögregluþjón og reyndi að egna hann til slagsmála og fór svo, að lögregluþjónninn svipti honum i götuna og fékk síðan aðstoð félaga sins við að flytja hann að lögreglubílnum og siðan á brott. Utanbæjarmaðurinn var með ferðatösku með sér, en er hann hóf deiluna við lögreglu- þjóninn, tók piltur einn tösk- una að sér og bar hana á eftir eiganda sinum i lögreglubílinn. Þekkti annar Slagsiðumanna burðarpiltinn og var þar um að ræða pilt, sem komizt hefur í kast við lögin vegna árása á aðra menn, m.a. með hníf að vopni. Ljóst var af hegðun unga fólksins, sem þyrptist að, er þessar handtökur fóru fram, að því þótti lítið til lögreglunnar koma — og ekki virtist mikið mega út af bera til að allt færi í háaloft. Kom það m.a. í ljós, er lögreglan handtók fyrri mann- inn; þá réðust allmargir ungl- ingar að lögreglubílnum, börðu hann allan utan og reyndu að opna hurðina að aftan til að hleypa handtekna manninum út. En ýmislegt annað bar fyrir augu Slagsíðumanna en ölvaða menn og slagsmál: Unglings- stúlkurnar á peysugopum, sem virtust líklegri til að ná sér í höfðu verið staðin að verki við innbrot i kjörbúðina Sunnukjör við Skaftahlið (i sama húsi og Tónabær). Ung lögreglukona hafði verið á verði í verzluninni þessa nótt, því að undanfarið höfðu innbrot þar verið alltíð. Og nokkru siðar var fimmtán ára piltur, nokkuð ölvaður, fluttur ásamt félaga sínum á þrítugsaldri inn á stöðina; þeir höfðu átt einhvern hlut að máli i sambandi við árás á mann á - Laugaveginum. Pilturinn fimmtán ára var færður til yfir- heyrslu, en umhverfðist þá all- ur og réðst á lögregluþjónana, svo að þeir urðu að lokum að handjárna hann. Félagi hans var færður í fangageymslu lög- reglunnar, en ætlunin var að reyna að koma piltinum í næt- urgistinu á Upptökuheimilinu i Kópavogi, ef starfsmenn þar gætu tekið við honum. Fyrr um kvöldið, er Slagsíðu- menn heimsóttu lögreglustöð- ina voru lögregluþjónar að fara út úr dyrunum með dauða- drukkinn pilt, 16 ára gamlan. Hafði verið talið heppilegast að flytja hánn á slysadeild Borgar- spitalans, þar sem e.t.v. hefur verið dælt upp úr honum áfeng- inu. Siðar um kvöldið flutti lögreglan einnig unga stúlku, liklega 13 ára gamla, á slysa- deildina til að láta dæla upp úr henni; stúlkan hafði verið ger- samlega rænulaus, er lögreglan hirti hana i Miðbænum. Og ótaldir eru fimm ungling- ar, allir yngri en 16 ára, sem lögreglan hafði tekið um kvöld- ið fyrir ölvun, á ýmsum stöðum í borginni. Haft var samband við foreldra allra þessara ungl- inga og komu foreldrarnir að sækja þá, einn af öðrum. Lögreglan hafði reynt að spyrja unglingana, hvar þeir hefðu komizt yfir áfengið, sem þeir neyttu, en svörin voru eng- in. Unglingarnir vildu með engu móti koma upp um félaga sína eða kunningja eða segja frá öðrum leiðum, sem farnar höfðu verið við útvegun áfeng- isins. Og þannig er það víst oftast í tilvikum sem þessum. Sem fyrr sagði reyndust óvenju fáir unglingar vera und- ir áhrifum áfengis við Þórs- kaffi þetta kvöld og raunær voru fáir gestir á dansleiknum í húsinu. Bendir þetta til þess, að ir blönduðust þó talsvert saman og fór vel á með flestum. Þeir unglingar, sem höfðu haldið sig við Þórskaffi, voru einkum á aldrinum 14—18 ára, en hinir, sem frá Röðli komu, voru um og yfir tvitugu. Nokkrir lögreglumenn gengu um á meðal unga fólksins og fylgdust með því og þurftu í tveimur tilvikum að beita hörðu í viðureign víð ölvaða menn, sem ekki létu vel að stjórn. í fyrra tilvikinu veittist ölvaður maður að lögregluþjón- um, sem voru að flytja kóf- UNGLINGA- VANDAMÁL s.greín Rólegt fðstu dagskvöid 1 o ungllngar handteknlr! Greinaflokknum um unglingavandamálin iokið — að sin -k Hér birtist áttunda og sfðasta grein Slagsíðunnar — a.m.k. um sinn — f greinarflokknum um unglingavandamál. Það táknar þó ekki, að Slagsfðan telji sig hafa „afgreitt“ þessi mál endanlega eða að öllu leyti. Slfkt verður aldrei hægt. Mark- mið Slagsfðunnar með birtingu þessara greina var fyrst og fremst að vekja athygli á þess- ari hlið unglingalífsins, hlið, sem sjaldan hefur snúið upp, þegar pjölmiðlar hafa fjallað um unglinga. Þótt Slagsíðan hafi gert þess- um greinarflokki hátt undir höfði, er það engan veginn mat hennar, að þessi vandamál séu einkenni flestra unglinga nú. Hins vegar er það mat Slagsíð- unnar, eftir að hún hefur kynnt sér þessi mál, að sú hegðun, sem flokkazt getur undir „ungl- ingavandamál", fari vaxandi fremur en hitt. Má í þvf sam- bandi vitna til tveggja síðustu greinanna, sem hafa fjallað um áfengisneyzlu unglinganna: Á- fengisneyzlan hefr aukizt veru- lega meðal unglinganna á und- anförnum árum og hefur aldrei verið meiri en nú. Og með því að áfengisneyzlan tengist beint eða óbeint ýmsum öðrum þátt- um unglingavandamálanna, er ljóst, að unglingavndamál fara vaxandi fremur en minnkandi. Raunar eru sumir þeirrar skoðunar, að unglingavanda- mál séu ekki til. Þeir, sem hafa þessa skoðun, skiptast einkum f ívær fylkingar: Sumir telja, að í rauninni séu unglingarnir ekki svo mikið vandamál, held- ur foreldrarnir, fullorðna fólk- ið, sem eigi mesta sökina f þess- um málum; en aðrir telja, að hegðan unglinganna sé hvorki betri né verri en hún hafi alltaf verið og þó að unglingarnir hafi verið erfiðir hér áður fyrr, hafi þeir samt vaxið upp til að verða nýtir þjóðfélagsþegnar og svo muni einnig verða nú. Og svo eru enn aðrir þeirrar skoðunar, að þótt unglinga- vandamál séu vissulega til, þá sé það engum til góðs að vera að skrifa um þau og vekja at- hygli á þeim. Það geri bara illt verra. Miklu réttara sé að leggja áherzlu á það góða f fari unglinganna. Afstaða Slagsfðunnar T þessu máli er augljós: Hún telur birt- ingu greinaflokks um þessmiál ingu greinaflokks um þessi mál koma að gagni, því að greinarnar hljóti að vekja menn til umhugsunar og umræðu um þessi mál í enn ríkari mæli en hing- að til og í framhaldi af þeim hugleiðingum og umræðum komi jafnvel til einhverra að- gerða. Og vissulega hafa við- brögð margra lesenda orðið til að styrkja þá skoðun Slagsíð- unnar. ■ I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.