Morgunblaðið - 09.03.1975, Side 17

Morgunblaðið - 09.03.1975, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 17 T fjárráð unglinganna séu nú naumari en áður og sé þannig þegar farið að gæta „kreppu“ hjá þeim. Flestir þeirra ungi- inga, sem Slagsiðan sá á ferli þetta kvöld, hafa væntanlega verið skólanemendur og litt fjáðir, nema foreldrar þeirra gæfu þeim peninga. En ef for- eldrar draga úr vasapeningum til barna sinna, minnka augljós- lega möguleikar unglinganna á að fjármagna áfengiskaup. Vart munu margir harma þá þróun, enda þótt efnahagslegur samdráttur meðal landsmanna sé ekkert gleðiefni. En spyrja má: Hvernig hefði ástandið verið þetta kvöld, ef ölvun unglinga við Þórskaffi hefði verið eins og oftast áður um langt skeið? Vafalaust hefði verið mun meira um handtökur unglinga vegna ölvunar, en þó þykir sjálfsagt flestum nóg um f jöldann, eins og hann var þetta umrædda föstudagskvöld. — sh. Þær greinar, sem birtar hafa verið f greinaflokknum um unglingavandamál, hafa fjallað um ýmis viðfangsefni: Um þjófnaði og önnur svípuð af- brot unglinga, um ffkniefna- neyzlu unglinga, um upptöku- heimilið í Kópavogi, um af- skipti Félagsmálastofnunar Reykjavfkurborgar af „erfið- um“ unglingum, um barneignir unglingsstúlkna og um áfengis- neyzlu unglinga. Vissulega hefði mátt halda áfram lengi og taka fyrir önnur viðfangsefni og þá ekki sízt eitt, sem þó hefur vissulega fléttazt inn f allar fyrrnefndar greinar á einn eða annan hátt: Orsakirn- ar fyrir þessari hegðun ungl- inganna, hvers vegna þeir brjóti á þennan hátt gegn vilja þjóðfélagsins. En ekki væri úr vegi að leita nú til lesenda um svör við þess- um lokaspurningum. Vafaiaust hafa menn ýmsar skoðanir á þessu og Slagsfðan vill gjarnan fá að kynnast þessum skoðun- um. Ekki sfzt væri fengur að fá að kynnast viðhorfum ungling- anna sjálfra og skoðunum. Lokaorðin verða þvf þessi — að sinni: Upp með pennann, blekið og blaðið og byrjið að skrifa! ... i IJToþStaff: PRESENTS HOT NIGHTS - 8URN/NG ROCK March 3 1975 Thursday February 27 through Monda að stjörnnm!” Ævintjri Pelican íyrir .westan’: „Éggeriykknr ir okkar hönd fóru til stórborg- arinnar New York. Þar var komið við á ýmsum afskaplega glæsilegum skrifstofum og tal- að við marga sveitta ýstrubelgi með stóra gullhringa á litla fingri. Nýju lögin voru spiluð fyrir þá og eins „gamia“ platan „Uppteknir". Allir lýstu þeir Slagsíðunni barst á dögunum bréf frá hljómsveitinni Pelican og Ömari Valdimarssyni, og var þar sagt frá Bandaríkjadvöl hljómsveitarinnar, hljómplötu- upptökum og ýmsu fleira, sem á daga þeirra félaga hefur drif- ið undanfarnar vikur. Talsvert hafði verið rætt og ritað um þetta ferðalag hljómsveitarinn- ar, áður en hún hélt utan, en þrátt fyrir mikinn undirbúning fór öll ferðaáætlunin úr skorð- um nánast strax eftir komuna til Bandaríkjanna. Of langt mál yrði að skýra frá orsökum þess- arar röskunar eða eftirmáia, en þess skal aðeins getið, að maður sá, sem hafði tekið að sér að skipuleggja hljómleikaferð Pelican í Massachusett's-riki og New York, reyndist hafa lent upp á kant við forráðamenn Shaggy Dog-upptökustúdiósins, þar sem Pelican-plöturnar voru hljóðritaðar, og því varð ekkert úr þeirri hljómleikaferðinni. En með þvi að setja hnefana i borðið fengu Pelican því fram- gengt, að ný hljómleikaferð var skipulögð og átti henni að ljúka með hljómleikum i háskóla- bænum North Adams i gær- kvöldi, laugardagskvöld. Að sögn Pelican hafa viðtökurnar, sem hljömsveitin hefur fengið hjá bandarískum áheyrendum, verið mjög góðar. En gefum nú Pelican og Om- ari orðið, eins og þeir segja frá í bréfinu: „Þrátt fyrir að áætlunin hafi breytzt frá þvi, sem upphaflega var gert ráó fyrir, þá hefur það siður en svo komið sér illa fyrir okkur. Við höfum haft þess meiri tima til upptökunnar og höfum lagt okkur alla fram. Það er heldur ekkert leyndar- mál, að við erum ánægðir með það, sem búið er. En þetta er ekki allt. Hér gerast hlutirnir hratt og óvænt. Dag einn kom hingað maður, Freddie Scott að nafni. Hann er fyrrum stjarna hér i landi, raunar meiriháttar stjarna, söng m.a. „Hey Girl“ eftir Car- ole King einhvern tima upp úr 1960 og er talsvert inni í hljóm- plötuiðnaðinum hérlendis. Freddie er snjall tónlistarmað- ur og frábær söngvari. Hvað með það, hann kom hingað einn daginn, þegar verið var að vinna við upptöku, og hreinlega umturnaóist af hrifningu. Shaggy Dog hefur allt frá upp- hafi virzt mikið i mun, að við gerðum einhvers konar hljóm- plötu- eða útgáfusamninga hér- lendis á meðan við værum hér, og eftir öllum sólarmerkjum að dæma fannst þeim ekkert skemma fyrir, að þeir ættu sjálfir einhvern hlut að máli. Freddie Scott átti siðan að gera okkur aó stjörnum, það sagði hann sjálfur. „Það er ekk- ert einfaldara," sagði Freddie. „Ég er ekki að tala um bara venjulegar stjörnur, heldur súperstjörnur." Þá brostum við breitt og gerö- um okkur grein fyrir því, áð það er engin þjóðsaga, að menn keyra hér um i stórum bilum, klæðast skrautlegum fötum og segja: „Baby! I’m gonna make you a star! I mean real SUPER- STAR!“ Eftir að við mörlandar höfð- um skemmt okkur dágóða stund yfir barnaskap útlend- inganna, ákváðum vió að fylgj- ast aðeins með stjörnusköpun Omar, Geiri og Björgvin hlusta (f 100. sinn) á unnið^verk. yfir ánægju sinni með efnið og hljómsveitina og báðu okkur blessaða að lita inn aftur þegar upptökunni væri endanlega lokið. Kannski er sérstök ástæða til að greina nánar frá einum stór- laxinum en öórum. Það er Vitt- orio Benedetto, varaforseti stórfyrirtækisins CAM-USA Inc., sem getur helzt státað af þvi að vera útgáfufyrirtæki Grand Funk Railroad, Rasp- berries og fleiri bandariskra hljómsveita, auk þess sem CAM-USA er með umfangsmik- il viðskipti i öllum öðrum heimsálfum. Benedetto sagðist vera þeirrar skoóunar, að „Uppteknir“ væri ekki rétta platan fyrir Bandaríkjamarkað, en hann sagðist ekkert sjá því til fyrirstöðu, að hægt væri að selja plötuna — og þá ekki síð- ur þá nýju — í Japan, Suður- Ameriku og Evrópu. „Utvegið mér eins og 20 plötur,“ sagði Vittorio, „og þá veróur þetta enginn vandi.“ Eftir að báóir aðilar, þ.e. Pelican og CAM-USA, höfóu lýst yfir þeim skilningi sinum á samtalinu, að um engar skuld- bindingar væri að ræða, enn sem komið væri, var ákveðið að hann skyldi fá plöturnar við fyrstu hentugleika og þá yrði betur talazt við. Ef úr þessu verður,, þá er hér um að ræða sölu á 20—30 þúsund eintökum að minnsta kosti. Ef ekkert verður úr neinu, þá nær það ekki lengra. Við höfum nógan tíma og höfum fyrst og fremst áhuga á að koma nýju Pelican- plötunni á íslenzkan markað. Freddie Scott hlýtur að geta fundið sér aðrar súperstjörnur. Framhald á bls.45 Fredda. Nokkrum dögum síðar voru tekin nokkur hraðsoðin lög og þeir Freddie Scott, Curt Knoppel, framkvæmdastjóri Shaggy Dog, og Ömar Vald. fyr- Geiri og Jonni ásamt BiIIy Barkin, sem gerði nokkra nýja texta fyrir Pelican. Ömar f stúdfðinu á tnilli laga. Auglýsing frá „The Club“ í Boston um að Pelican muni leika þar „brennandi rokk“ næstu fimm kvöldin. 1 stjórnklefa upptökustúdfós- ins. Jonni, ásamt stjórnanda upptökunnar, Ralph Mazza, og aðstoðarmanni hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.