Morgunblaðið - 09.03.1975, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975
Sinfðníu-
hllðmsvelt fslands
„Fyrstu hljómleikar hinnar nýstofnuðu Sinfóníuhljómsveitar verða
haldnir í Austurbæjarbíói n.k. fimmtudag klukkan 7.15 e.h. Er hjer um
mikinn tónlistarviðburð að ræða, þar sem þetta er fyrsta fullskipaða
sinfóníuhljómsveitin, sem starfrækt er hjer á landi. Stjórnandi hljómsveit-
arinnar á þessum hljómleikum verður Róbert Abraham."
Þannig hljóðar upphaf fréttar, sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins 8.
marz 1950, af blaðamannafundi, sem þáverandi tónlistarráðunautur
Ríkisútvarpsins, Jón Þórarinsson tónskáld hélt til þess að skýra frá
fyrirhuguðu starfi þessa óskabarns islenzkra tónlistarunnenda. í dag eru
nákvæmlega 25 ár liðin frá þessum fyrstu hljómleikum.
Fæðing Sinfóniuhljómsveitar fslands var bæði löng og ströng og árum
saman hékk lif hennar á bláþræði. f einkaviðræðum og á opinberum
vettvangi var deilt um tilverurétt hennar og það var ekki fyrr en eftir
rúman áratug, að starfsgrundvöllur hennar var tryggður með þeim hætti,
sem nú er við lýði.
Á þessum ágreiningi er tæpt i ritstjórnargrein Morgunblaðsins, hljóm-
leikadaginn. 9. marz 1950, þar sem segir i niðurlagi: „Ýmsir munu telja.
að hjer sje verið að stofna til fjárfreks fyrirtækis, sem vel hefði mátt fresta
enn um skeið. Nokkuð hefur sú mótbára til sins máls á þessum erfiðu
timum. Hins verðum við fslendingar þó að minnast. að það hlýtur alltaf
að kosta töluvert að vera sjálfstæð menningarþjóð. sem hefur fagrar listir
í heiðri.
Það er þessvegna ástæða til þess að fagna hinni nýju hljómsveit og
bera þá ósk fram. að hún megi verða íslenzkri hljómlist og hljómlistar-
menningu traust stoð og allri þjóðinni til ánægju og þroska."
Því miður hefur hljómsveitin líklega ekki megnað að verða allri
þjóðinni til ánægju og þroska, en við þvi var aldrei að búast, það
menningarland er vist enn ekki til þar sem allir ibúarnir hafa áhuga á
listum.
Hins vegar er óhætt að fullyrða, að Sinfóníuhljómsveitin íslenzka á
traustari hlustendahóp og stærri en margar slíkar hljómsveitir erlendis.
Heita má að Háskólabió sé fullskipað á hverjum reglulegum tónleikum, á
tveggja vikna fresti og eru fastagestir þar af á sjöunda hundrað.
Hlustendahópurinn hefur breytzt meðárunum — og yngst með vaxandi
tónmennt i landinu, en margir eru þar enn, sem minnast með gleði
tónleikanna 9. marz og þeirrar stemningar, sem frá segir i baksíðufrétt
Morgunblaðsins 10. marz 1950. „Sinfóníuhljómsveitin hjelt fyrstu hljóm-
leika sína i Austurbæjarbiói i gærkveldi. Húsið var troðfullt af áheyr-
endum, sem fögnuðu hinni nýju hljómsveit ákaflega.
Áður en hljómleikarnir hófust ávarpaði dr. Páll fsólfsson viðstadda.
Lagði hann m.a. áherzlu á, að hljómsveitinni yrði tryggður öruggur
fjárhagsgrundvöllur svo að starfsemi hennar gæti haldið áfram. — Ljek
siðan hljómsveitin þjóðsönginn undir stjórn hans.
Þá tók Róbert Abraham við stjórn hljómsveitarinnar og hljómleikarnir
hófust. Varhrifning tilheyrenda geysileg."
Á 25 ára starfsferli hefur Sinfóníuhljómsveit íslands haft þrjá fram-
kvæmdastjóra. Fyrstur þeirra var Jón Þórarinsson tónskáld, nú forstöðu-
maður lista- og skemmtideildar sjónvarpsins, þvi næst gegndi starfinu
Fritz Weishappel, sem lézt árið 1964. Árið 1963 tók við núverandi
framkvæmdastjóri, Gunnar Guðmundsson.
Við hittum Gunnar að máli F vikunni og fengum hjá honum upplýsingar
um aðdraganda að stofnun hljómsveitarinnar og stöðu hennar nú og
brugðum okkur síðan i Háskólabió, þar sem hljómsveitin var ásamt
Rögnvaldi Sigurjónssyni að æfa pianókonsert nr. 2 eftir Brahms undir
stjórn finnska hljómsveitarstjórans Kari Tikka. Við ræddum sem snöggv-
ast við nokkra hljómsveitarmenn og Rögnvald og spurðum þá m.a. álits á
stöðu hljómsveitarinnar i dag, hvert gildi hún hefði haft fyrir islenzkt
tónlistarlíf, hvort þeir teldu ástæðu til að breyta starfsháttum hennar og
hvers þeir óskuðu henni til handa á þessum timamótum.
Þjóðfélagið hefur
viðurkennt hlutverk
hljómsveitarinnar
„Jafnframt þvi sem Sinfóniu-
hljómsveitin á 25 ára afmæli, má i
raun og veru halda hátíðlegt hálfrar
aldar afmæli hljómsveitarstarfs á ís-
landi. sagði Gunnar Guðmundsson,
þegar við ræddum við hann i skrif-
stofu hljómsveitarinnar að Lauga-
vegi 3.
„Hljómsveit Reykjavíkur var
nefnilega stofnuð árið 1925 og það
var merkilegur áfangi i tónlistarlif-
inu. Þá höfðu i nokkur ár verið gerð-
ar tilraunir til að setja saman hljóm-
sveit og stóðu þar fremstir í flokki
Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari
og tónskáldin Sigfús Einarsson og
Jón Laxdal.
Fyrstu stjórnendur Hljómsveitar
Reykjavikur voru þeir Sigfús og dr.
Páll ísólfsson. Eftir að tónlistarskól-
inn var stofnaður hafði sveitin náin
tengsl við hann — og tónlistarfélag-
ið, til dæmis var skólastjóri Tónlist-
arskólans um árabil aðal hljómsveit-
arstjóri sveitarinnar. Dr. Franz Mixa
hafði þessi störf með höndum f ára-
tug, 1929—39, en þá tók við dr.
Victor Urbancic. Á árunum fram til
1 950 voru flutt mörg stór kórverk,
m.a. Messias eftir Hándel, Sálu-
messa Mozarts og Jóhannesarpassia
Bachs undir stjórn Urbancic, Sköp-
unin eftir Haydn undir stjórn dr. Páls
og Árstiðirnar eftir sama höfund
nógu marga hljóðfæraleikara nógu
vel menntaða. Tónlistarmenntun hjá
okkur er svo tiltölulega ung að árum,
að okkur hefur ekki unnizt tími til að
ala upp nógu marga menn. Við fáum
góðan efnivið út úr tónlistarskólun-
um, en þetta unga fólk skortir
konsertreynslu og hana er ekki svo
auðvelt að fá hér á íslandi.
undir stjórn dr. Roberts A. Ottós-
sonar.
Siðustu árin fyrir stofnun Sin-
fóniuhljómsveitarinnar voru mjög
erfið. Hljómsveit Reykjavíkur varð
að hætta störfum 1949 og tilraunir
hljóðfæraleikara til að koma hljóm-
sveit á laggirnar báru ekki árangur.
Það tókst ekki fyrr en Rikisútvarpið
hafði um það forgöngu að ráða til sín
hljóðfæraleikara, nógu marga til að
hægt væri að halda hljómleika með
40 manna hljómsveit. Það voru
merk timamót. Árið eftir fékkst
styrkur frá Reykjavikurbæ og ríkis-
styrkur ári siðar. Einnig komst á
samstarf við Þjóðleikhúsið.
Veturinn 1955—56 varð hljóm-
sveitin að hætta störfum um hrið, en
eftir það var hún endurskipulögð á
breiðari grundvelli og gefið nafnið
Sinfóniuhljómsveit Islands. Árið
1961 var Ríkisútvarpinu svo falinn
rekstur hljómsveitarinnar og hefur
hún síðan verið á þess vegum.
„Það hefur oft staðið styrr um
hljómsveitina," hélt Gunnar áfram,
„en nú er Ijóst orðið, að þjóðfélagið
hefur viðurkennt hlutverk hennar,
samþykkt hana sem nauðsynlegan
þátt í menningarlífinu. Á sinfóníu-
hljómsveit má lita sem hverja aðra
menntastofnun, og skóla vilja allir
hafa. Enda sýnir aðsóknin að hljóm-
leikum að hún er kærkomin. Heita
má, að Háskólabió sé þéttsetið á
hverjum tónleikum og þar af eru
6—700 áskrifendur. Þar fyrir utan
eru haldnir skólatónleikar, fjöl-
skyldutónleikar, aukatónleikar, þar
sem komið hafa fram ungir og efni-
legir sólistar, og loks tónleikar úti á
landi, sem yfirleitt eru vel sóttir. Er
þá ógetið hljóðritana fyrir útvarpið,
sem við vitum auðvitað ekki hve
margir hlusta á.
— Hvernig er fjárhagsgrundvöllur
sveitarinnar nú?
— Hann er öruggari en nokkru
sinni fyrr. Sveitin er rekin í samein-
ingu af rikinu, sem leggur fram
50,6% heildarkostnaðar, Reykjavik-
urborg, sem leggur fram 21,4% og
Rikisútvarpinu, sem leggur henni til
28%. Tekjur af aðgöngumiðasölu
nema 10—15% af heildarkostnaði.
Fastráðnir hljóðfæraleikarar eru nú
65 og tilheyra launakerfi opinberra
starfsmanna, en auk þeirra taka
lausamenn þátt í tónleikum, þegar
þess er þörf og fer eftir verkefnavali,
hverjir þeir eru hverju sinni.
— Hve margir útlendingar eru I
sveitinni?
— Núna eru erlendir menn 19
talsins. Við vildum að sjálfsögðu
helzt hafa hana eingöngu skipaða
íslendingum. en það vandamál er
tvíþætt. Annars vegar gildir hið
sama um hljóðfæraleikara og aðrar
stéttir, til dæmis lækna. verkfræð-
inga og fleira, að þeir fara gjarnan til
starfa erlendis, ef þeim bjóðast góð
tækifæri. íslendingar eiga nokkra
mjög góða hljóðfæraleikara við störf
erlendis — menn, sem væri æskilegt
að fá heim, en við getum ekki boðið
þeim sambærileg kjör við það sem
þeir hafa. Hins vegar er sú hlið
vandamálsins, að við útskrifum ekki
Ungt fólk fer i vaxandi mæli til
framhaldsnáms erlendis og starfa,
þar gefast fleiri tækifæri til að öðlast
reynslu í hvers konar tónlistarflutn-
ingi, en þá er hættan á. að það
ilengist.
— Hvernig er háttað verkefnavali
hljómsveitarinnar? Fylgir hún ein-
hverri ákveðinni stefnu i þeim
efnum, og eru verkefni ákveðin til
langs tima i senn?
— Ég get ekki sagt. að hún fylgi
sérstakri heildarstefnu fyrir utan að
flytja sem fjölbreyttasta sigilda tón-
list gamla og nýja. erlend verk og
innlend. Og verkefnaval er aðeins til
árs i senn. Hljómsveitarstjórarnir —
og þá sérstaklega aðalhljómsveitar-
stjóri, þegar hann er — ráða miklu
um verkefnavalið, en auk þess starf-
ar innan sveitarinnar verkefna- og
ráðgjafarnefnd, sem hefur hönd í
bagga með þessu.
Okkur er að sjálfsögðu i mun að
styðja íslenzka músiksköpun og flytj-
um reglulega islenzk tónverk frum-
samin, hvort sem okkur likar þau
betur eða verr. Við höfum lika pant-
að verk eftir Fslenzka höfunda. t.d.
verk Jóns Nordals, sem var flutt á
afmælishljómleikunum.
Tónskáldunum ungu finnst við
ekki flytja nægilega mikið af verkum
þeirra — okkur finnst það hins
Gunnar Guðmundsson, frkv.stj.
vegar nóg. Þeirra afstaða er skiljan
leg, en það þarf að finna einhvern
meðalveg til að hægt sé að sinna
sem flestu. Á s.l. ári, þ.e.a.s.
1973—74, frumflutti hljómsveitin
sjö ný islenzk tónverk.
— Hvernig hefur samstarfið
gengið innan hljómsveitarinnar og
hvernig er að stjórna þessu fyrir-
tæki?
— Ég tel innbyrðis samstarf gott.
Það byggist auðvitað alltaf talsvert á
hljómsveitarstjóranum hverju sinni,
hvort hin rétta samstilling fæst
þannig, að hver maður skili því, sem
hann hefur hæfileika og getu til.
Hljómsveit er viðkvæmur hópur,
samfélag einstaklinga. Listamenn
eru tiðum mjög tilfinninganæmir og
hljóðfæraleikur i eðli sinu afar ein-
staklingsbundinn. Samleikur með
öðrum, i sveit, veldur bvi oft innri
spennu og menn verða að temja sér
tillitssemi og umburðarlyndi hver
gagnvart öðrum. Sama gildir um
starf framkvæmdastjórans; ég tel, að
honum beri umfram allt að forðast
hlutdrægni og reyna að leysa hvert
vandamál, sem upp kemur hverju
sinni. eftir þvi sem hann telur bezt.
Viljum meira fjöl-
breytni í starfsemi
sveitarinnar
Þeir Gunnar Egilsson klarinettu-
leikari og Einar Waage bassaleikari
sátu á rökstólum í kaffihléinu á æf-
ingu i Háskólabiói, þegar blaða-
maður Morgunblaðsins kom þangað
til að hitta að máli nokkra af starfs-
mönnum hljómsveitarinnar. Við innt-
um þá eftir skoðunum þeirra á starfi
sveitarinnar.
„Við Einar" erum vist sammála
um að vilja meiri fjölbreytni i starf-
seminni, sagði Gunnar — og þá til
dæmis. því formi að auka flutning
léttklassiskrar tónlistar, ekki þó á
fimmtudagstónleikunum, heldur
mætti hugsa sér, að hljómsveitin
hefði tvo hljómleikaflokka. annan
með verkefnavali eins og verið hefur
en hinn með léttari tónlist. Slikir
tónleikar gætu verið til dæmis sið-
degis á sunnudögum.
— Ég held, við myndum ná til
víðari áheyrendahóps með þeim
hætti. tók Einar undir.
— Eru fjölskyldutónleikarnir ekki
hugsaðir i þessu augnamiði?
— Að nokkru leyti. en ekki þó
fyllilega. Við getum tekið sem dæmi
tónleikana, sem Boskowsky stjórn-
aði; þeir tókust mjög vel og áttu
sjónvarpsþættirnir frá Vinarborg
vafalaust sinn þátt i þvi, að þangað
komu margir, sem ekki koma á
fimmtudagstónleikana. Fólkið vissi
hvers konar tónlist hann myndi
flytja. Við gætum líka gert meira af
því að fá hljómsveitarstjóra á borð
við Carmen Dragon — ekki svo að
skilja, að við þurfum endilega að
leita út fyrir landsteinana eftir hljóm-
sveitarstjóra; Páll P. Pálsson er full-
fær um að stjórna hljómsveitinni en
þá mætti i staðinn fá einleikara og
einsöngvara, alla vega vanda til
þessa hljómleikahalds.
Þeir Gunnar og Einar hafa báðir
leikið með hljómsveitinni frá upphafi
svo að þeim eru minnisstæðar deil-
urnar um tilverurétt hennar hér áður
fyrr.
’ —Við vorum svo lánsamir að eiga
þá eitilharða forystumenn; þar mætti
nefna marga, en skeleggastir voru
vafalaust þeir Ragnar i Smára og
Páll ísólfsson. Margir stjórnmála-
menn lögðu okkur dyggilega lið og
börðust fyrir málstað okkar bæði i
bæjarstjórn og á þingi, Ýmsar sögur
lifa frá þessum árum, til dæmis frá
einni atkvæðagreiðslunni um málið
á þingi, sem fram fór með nafnakalli.
Einn þingmanna landsbyggðarinnar
sagði, er hann rétti upp höndina til
stuðnings hljómsveitinni, að hann
gerði það einungis fyrir fortölur og
með þvi skilyrði, að hún kæmi aldrei
i sitt kjördæmi. Við skulum sleppa
nöfnum, — þetta er liðin saga.
í borgarstjórn átti sveitin framan
af gallharðan andstæðing, vörubil-
stjóra hér i bæ. Til þess að kynna sér
málið betur fór hann á hljómleika hjá
Sinfóniuhljómsveitinni og varð svo
hrifinn að hann snarsnerist og varð
eftir það eindreginn stuðningsmaður
hennar. Áreiðanlega er hann ekki