Morgunblaðið - 09.03.1975, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975
E1"'' Dr. Jóhannes Nordal
á Bessastaðaárvirkjun, en hugsanlegt
er, að hagkvæmara reynist, að hún biði
væntanlegrar stórvirkjunar á Austur-
landi.
Með hliðsjón af þeirri uppbyggingu
hins samtengda raforkukerfis, sem ég
hef þegar lýst, og sýnd er á 1. og 2.
mynd, virðast sterk rök hníga að því,
að næsta stórvirkjun á eftir Hrauneyj-
arfossi verði virkjun Blöndu, en að-
stæður virðast þar ákjósanlegar, eftir
þvi sem bezl verður séð af fyrirliggj-
andi upplýsingum. Blönduvirkjun
mundi liggja á mjög heppilegum stað,
svo til miðja vegu milii Kröflu og
Suðvesturlandsins. Hún gæti því þjón-
að jöfnum höndum bæði Suður- og
Norðurlandi, auk þess að vera sú stór-
virkjun, sem næst lægi Vestfjörðum.
Blönduvirkjun er einnig ákjósanleg til
þess að ná því markmiði, að hægt sé að
skapa skilyrði fyrir uppbyggingu orku-
freks iðnaðar á Norðurlandi, t.d. við
Eyjafjörð, sem þá mundi fá orku bæði
frá Blöndu og Kröflu. Sé þetta rétt
metið, er mikilvægt að halda áfram
virkjunarundirbúningi við Blöndu af
fullum krafti á næstunni, en jafnvel
með ítrasta hraða er ekki við því að
búast, að virkjun þar gæti tekið til
starfa fyrr en um 1982.
Virkjunarvalið verður að sjálfsögðu
rýmra eftir því sem lengra liður, og
mun ég ekki rekja þau mál nánar að
sinni. A meðfylgjandi myndum I og 2
eru sýndar hugmyndir um virkjunar-
og orkuflutningskerfi, sem á að geta
náð þeim markmiðum, sem lýst hefur
verið. Er þar auk virkjana við Sigöldu
og Kröflu gert ráð fyrir virkjunum við
Hrauneyjarfoss, í Blöndu, á Hengils-
svæðinu og við Sultartanga á næsta 10
ára timabili. Með tilliti til styrkingar
kerftsins, ef úr stóriðju verður á Norð-
urlandi, kemur sterklega til álita að
koma á viðbótartengingu milli Norður-
og Suðurlands með háspennulinu um
Sprengisand frá Sigöldu að Kröflu.
Séu myndir 1 og 2 skoðaðar ásamt
•linuriti 2, er hægt að sjá stærð og
orkuvinnslugetu þeirra virkjana, sem
ég hef nefnt. Spenna á orkuflutnings-
línum er ekki sýnd, en hugsanlegt er að
byggja linu frá Hrauneyjarfossi að
Grundartanga, fyrir 400 KV spennu,
en linu milli Kröflu og Þjórsársvæðis-
ins fyrir 220 KV. Allar aðrar linur, sem
sýndar eru á myndunum gætj líklega
verið 130 KV.
Ég vil enn, áður en lengra er haldið,
ítreka það, að sú hugmynd um virkjun-
arröð og byggingu háspennulína, sem
hér er fram sett, er aðeins hugsuð sem
ábending um eina leið af þeim mark-
miðum, sem ég hef hér talið æskilega.
Rækilegar hagkvæmnisathuganir þarf
að gera, áður en lokaákvarðanir eru
teknar, bæði varðandi virkjanir og
linulagnir. Þessi hugmynd um þróun
kerfisins næstu 10 ár ætti hins vegar að
geta komið að gagni við þá ákvörðun-
artöku, sem framundan er bæði um
framkvæmdir og rannsóknir i raforku-
málum.
Ég mun nú snúa mér að því að ræða
þessa hugmynd nánar og lita þá fyrst á
líklega orkuþörf á næstu 10 árum og
þá orkuvinnslugetu, sem þarf til að
uppfylla hana.
Orkuþörf og orku-
vinnslugeta
Orkuþörf hinna einstöku landshluta
hefur verið áætluð fram til ársins 1985.
Orkuspáin er sýnd á linuriti 1, og sýnir
hún orkuþörf i orkuveri. Rétt er að fara
nokkrum orðum um orskuspána, þar
sem ýmis atriði hennar þarfnast nánari
skýringar.
Ég vil þá fyrst taka það fram, að
orkuspáin er unnin af Landsvirkjun, en
hliðsjón hefur verið höfð af orkuspám
annarra, eftir því sem til hefur náðst.
Einnig hefur orkuspáin verið borin
saman við hugmyndir Orkustofnunar
hér að lútandi, og reyndist spáin vera í
samræmi við þær.
Spáin gerir ráð fyrir, að alll landið
verði fullrafvætt frá samtengdu kerfi á
tímabllinu, og að orkunotkun mæld
hjá notanda verði komin upp undir
5000 kWh á hvern íbúa á ári að
meðaltali á hinum almenna markaði
árið 1985. Reiknað er með, að hlut-
fallsleg fólksfjölgun verði nokkurn veg-
inn sú sama í öllum landshlutum. Hinn
almenni markaður er skilgreindur sem
heimilisnotkun án húshitunar, iðnaður,
annar en stóriðja, og öll önnur notkun,
svo sem til lýsingar fiskvinnslu, bú-
rekstrar o.fl. Til samanburðar má geta
þess, að þessi markaður var u.þ.b. 2500
kWh á ibúa árið 1973. í Noregi er
samsvarandi markaður nú 5000 —
6000 kWh á ibúa og í Svíþjóð 4000 —
5000 kWh á ibúa.
I orkuspánni er gert ráð fyrir, að
húshitun með raforku hafi náð 95% af
hámarksmarkaðnum árið 1985. Hefur
þessi notkun verið áætluð, eins og um
beina rafiiitun væri að ræða, en það
gefur mestu hugsanlega notkun. Hér er
rétt að taka þar fram, að enn hefur ekki
farið fram fullnaðarúttekt á því, hvern-
ig rafhitunarmálin verða leyst hér á
landi. Koma mun til greina, að i þétt-
býli verði komið upp blönduðum kerf-
um, þ.e. hitaveitum, sem notuðu að
mestu raforku, en í rafmagnsskorti og
e.t.v. á hæstu álagstoppum, olíu. Þá
hefur verið talað um varmadælur, en
þær munu geta minnkað raforkunotk-
un mjög verulega, þar sem einhver
lághiti væri til staðar, og reyndar viðar,
ef notkun þeirra yrði útbreidd. Eins og
sést af þessu, er enn mjög óvíst, hver
húshitunarmarkaðurinn verður raun-
verulega, mældur i raforkuþörf. Kem-
ur þar líka til, að hugmyndir eru sifellt
að breytast um það, hvaða staðir
kunna að njóta jarðvarmaorku til hús-
hitunar i framtíðinni.
Eins og sést af því, sem hér hefur
verið rakið, er orkuspáin nokkuð
óörugg, en telja má liklegt að hún sýni
nokkurn veginn'örasta vöxt hins al-
menna markaðar ásamt húshitun, sem
nú er talinn koma til greina. í orku-
spánni er innifalin núverandi orkusala
til ISAL og Áburðarverksmiðjunnar.
Einnig er reiknað með þvi, að fyrirhug-
uð málmblendiverksmiðja að
Grundartanga verði reist, og að annar
kerskáli ISALs verði lengdur til jafns
við hinn fyrsta. Þá er að siðustu gert
ráð fyrir, að orkusala til Áburðarverk-
smiðunnar verði aukin nokkuð. Ég læt
þá útrætt um orkuspána, en sný mér
að orkuvinnslugetu hins samtengda
kerfis.
Linurit 1 sýnir orkuvinnsluþörfina i
orkuveri eins og áður er sagt, en þá er
ekki gert ráð fyrir viðbótarstóriðju
fram yfir það, sem upp er talið hér á
undan.
Línurit 2 sýnir orkuöfiunarkerfi, sem
nægir til þess að fullnægja þeim
markaði, sem þar er sýndur. Linuritið
sýnir, að virkjun á stærð við Hraun-
eyjarfoss, sem kæmi á eftir Kröfiuvirkj-
un mundi að mestu geta annað orku-
eftirspurn á öllu landinu á fullnægj-
andi hátt fram til ársins 1985, ef ekki
kæmi til aukin orkunotkun fram yfir
það, sem núverandi markaður þarfn-
ast. Með öðrum orðum, til þess að ná
einungis fyrstu tveimur markmiðun-
um, sem ég ræddi i upphafi, þ.e.a.s. að
sjá almenna markaðnum og húshitun-
armarkaðnum fyrir orku, mundi nægja
að fullgera virkjun við Kröfiu (60MW)
og við Hrauneyjarfoss (210MW) á
næstu tíu árum.
Til þess að ná öllum þeim markmið-
um, sem fram hafa verið sett hér að
framan, þar hins vegar að virkja fyrir
meiri markað en þann, sem við þegar
höfum. Orkuöfiunarkerfið, sem sýnt er
sem hugmynd á myndum 1 og 2 og á
línuriti 2, er við þetta miðað. Rétt er að
taka fram, að hver virkjun er sett á
linuritið sem full virkjun í einum
áfanga. Þetta er gert til einföldunar, en
að sjálfsögðu býður hver virkjun upp á
áfangaskiptingu, sem fella má að
markaði, þannig að umframgeta
hverju sinni verði ekki óeðlilega mikil.
Það skal enn ítrekað, að timasetn-
ing og virkjunarkostir á timabilinu
1980—1984 er hér sett fram eingöngu
sem dæmi um það, sem hægt sé að
gera, en felur ekki i sér neina fullyrð-
ingu um, að þessi virkjunarleið sé sú
eina, sem til greina komi.
Kem ég þá að sölu til orkufreks
iðnaðar, en á henni veltur mjög hve ört
verður virkjað, einkum á siðara hluta
timabilsins.
Aukin stóriðja
Eins og áður er rakið, tel ég aukn-
ingu orkufreks iðnaðar að hæfilegu
marki eitt af markmiðum þeim, sem
stefna beri að á næsta áratug.
í erindi minu hér á þessum vettvangi
fyrir tveimur árum færði ég rök að því,
að samkeppnisaðstaða íslands saman-
borið við nágrannalönd okkar að þvi er
varðar orkuverð til stóriðju, svo og
ýmiss konar aðstöðu, sem hún krefst,
færi að likindum batnandi með tíman-
um. Nú hefur komið í ljós, að þessi
þróun hefur orðið enn örari en menn
bjuggust þá við. Hefur viðræðunefnd
um orkufrekan iðnað orðið vör vax-
andi áhuga erlendra aðila á samvinnu
við Islendinga um uppbyggingu orku-
freks iðnaðar hér á landi. Kemur margt
til, en einkum sú staðreynd, að við
eigum enn að mestu tiltölulega ódýra
orku miðað við það, sem annars staðar
gerist i heiminum. Einnig er hér víða
góð hafnaraðstaða og landrými, sem
hentað getur orkufrekum iðnaði, en
mjög skortir hentuga aðstöðu viða i
nágrannalöndum okkar.
Nauðsynlegt er að reyna að meta,
hver sé hæfilegur hraði i uppbyggingu
orkufreks iðnaðar hér á landi með
tilliti til ýmissa almennra sjónarmiða,
svo sem mannaflaþarfar, tjármögnunar
og byggðarþróunar. Ég tel, að fiest
bendí til þess, að ekki sé unnt að
byggja upp raforkukerfið i landinu öllu
hraðar en sett hefur verið fram hér sem
hugmynd. Það má þvi segja, að sá
uppbyggingarhraði, sem þar er sýndur
sniði því stakk, hver geti orðið við-
bótarorkusala til iðnaðar.
Á linuriti 2 sést það svigrúm sem
fyrir hendi er til slikrar viðbótarsölu,
en það er u.þ.b. 800 GWh á ári eftir
Hrauneyjarfossvirkjun, 1600 GWh á
ári eftir Biönduvirkjun og með Sultar-
tangavirkjun og jarðgufustöð i Hengli
gæfist svigrúm til aukinnar orkusölu
upp i ailt að 2000 GWh á ári. Auk þess
mun verða unnt að selja þó nokkuð
magn af afgangsorku, en ekki hefur
enn verið reynt að meta það. Mat mitt
er, að æskilegt gæti verið að byggja
upp stóriðju að því marki, sem þetta
svigrúm leyfir. Með þvi einu móti
getum við breytt orkulindum okkar i
stórum stíl í útflutningsvöru, sem færir
okkur auknar gjaldeyristekjur. Fyrir
fámenna þjóð, sem nýtur góðra lifs-
kjara, hefur orkufrekur iðnaður þann
meginkost, að hann tekur ekki til sin
mjög mikinn mannafla, en getur hins
vegar greitttiltölulegahávinnulaun og
skilað miklum gjaldeyristekjum. Við
höfum nú nokkra reynslu af rekstri
álbræðslunnar i Straumsvik, og þær
upplýsingar, sem fyrir liggja um
væntanlega málmblendiverksmiðju við
Grundartanga, benda til þess, að gjald-
eyristekur af hverri seldri kWh verði
a.m.k. 12 mills að meðaltali frá þessum
verksmiðjum, eða sem samsvarar
hreinum árlegum gjaldeyristekjum að
upphæð 3500 milljónum króna á nú-
verandi gengi isl. kr. Reikna má með,
að þessar tekjur fari hækkandi í fram-
tiðinni. Virðist ekki óraunhæft að gera
ráð fyrir því, miðað við þessa aukningu
orkufreks iðnaðar, að nettógjaldeyris-
tekjur af honum verði árið 1984 orðnar
í heild a.m.k. 7—8 milljarðar króna
miðað við núverandi verðlag. Við
þennan iðnað mundu þó aðeins starfa
1500—2000 manns, eftir því hvaða
stóriðja yrði fyrir valinu, og eru þvi
nettógjaldeyristekjur á hvern vinnandi
mann mjög miklar.
Ég ætla þó ekki að fara nánar út i
þessa sálma hér, en sný mér að því að
ræða, hvar í landinu komi til greina að
byggja ný stóriðjuver.
Xstæðurnar fyrir því, að orkufrekum
iðnaði hefur hingað til verið valinn
staður á Suðvesturlandi eru margvis-
legar. í fyrsta lagi hefur hvergi annars
staóar verið til orka í nægilegum mæli.
í öðru lagi er orkukerfið á Suðvestur-
landi nægilega stórt, til þess að unnt sé
að tryggja viðunandi öryggi um orku-
afhendingu. I þriðja lagi eru aðrar
aðstæður hagstæðar, t.d. skilyrði til
hafnargerðar, góð þjónustustarfsemi og
stór vinnumarkaður. Ef unnt á að vera
að byggja upp orkufrekan iðnað í stór-
um stil i öðrum landshlutum, verður að
reyna að uppfylla þessi skilyrði, svo
sem unnt er.
Með tveimur nýjum virkjunum á
Norðurlandi, Kröfiuvirkjun og
Blönduvirkjun, ásamt samtengingu við
raforkukerfi Suðvesturlands, munu í
fyrsta skipti skapast skilyrði til þess að
koma upp orkufrekum iðnaði í stórum
stil á Norðurlandi. Hafa ýmsar athug-
anir bent til þess, að ýrms önnur skil-
yrði, svo sem hafnaraðstaða, þjónustu-
aðstaða og vinnumarkaður, séu mjög
viðunandi við Eyjafjörð, ekki langt
utan við Akureyri. Ég efast um það að
nokkur önnur staðsetning komi til
greina, ef menn vilja stefna að þvi
markmiði að koma upp orkufrekum
iðnaði utan Suðvesturlands á næstu 10
árum. Þótt skilyrði til orkuöfiunar í
framtíðinni virðist mjög góð á Austur-
landi, er gífurlegt starf óunnið, áður en
menn geta gert sér raunhæfar hug-
myndir um fyrirkomulag stórvirkjana
og byggingu orkufreks iðnaðar á því
svæði. Að þvi mún þvi varla koma, fyrr
en einhvern tímann eftir miðjan næsta
áratug. Þá mun lika samtenging
Austurlandsins við aðra landshluta
gera mönnum kleift að ráðast i mun
stærri áfanga en ella. Það er því mikil-
vægt, eins og ég hef áður bent á, að
næstu 10 ár verði notuð til þess að
rannsaka hina miklu virkjunarmögu-
leika á Austurlandi og vinna að hönn-
un þeirra virkjana, sem hagkvæmar
reynast.
Niðurstaðan af þessum hugleiðing-
um er því sú, að unnt sé á næstu 10
árum að stórauka orkufrekan iðnað hér
á landi. Hluti þeirrar aukningar yrðu
vafalaust viðbætur við þau iðjuver,
sem þegar eru fyrir hendi á Suðvestur-
landi, þar á meðal hugsanleg stækk-
un Áburðarverksmiðjunnar, en auk
þess ættu að skapast skilyrði til þess, að
nýr orkufrekur iðnaður rísi upp við
Eyjafjörð, t.d. 50—60 þús. tonna ál-
bræðsla, en orkuþörf hennar yrði
800—900 GWh á ári. Á mynd 2 er
sýnd staðsetning orkufreks iðnaðar við
Eyjaljörð og siðar við Reyðarfjörð,
eftir að Austurlandsvirkjun kemur til
sögunnar, einhvern timann eftir 1984.
Hef ég þá lokið því, sem ég tel ástæðu
til að segja um stóriðju i þessu sam-
bandi, en sný mér að íjármagnsþörf og
hagkvæmni þeirra hugmynda um þró-
un orkuöflunarkerfisins, sem ég hef hér
sett fram.
Fjármagnsþörf og
hagkvæmni
Sú hugmynd um þróun orkukerfisins
næstu 10 ár, sem ég hef nú gert grein
fyrir, er sett hér fram með ölium fyrir-
vörum, þar sem upplýsingar vantar til
þess að leggja raunhæft mat á Ijárhags-
lega hagkvæmni flestra þeirra fram-
kvæmda, sem þar er gert ráð fyrir.
Nokkrar tilraunir hafa þó verið gerðar
til þess á grundvelli fyrirliggjandi upp-
lýsinga að meta hinar tjárhagslegu
hliðar málsins. Skal ég nú rekja það,
sem ég tel unnt að segja um það efni,
og kem ég þá fyrst að þvi að meta
framkvæmdakostnaðinn, eftir þvi sem
hægt er að áætla hann miðað við
verðlag i dag.
Kostnaður við virkjunarfram-
kvæmdir og aðalorkuflutningslinur
hefur verið áætlaður af verkfræðideild
Landsvirkjunar. Liggja nú þegar fyrir
nokkuð áreiðanlegar áætlanir um Sig-
ölduvirkjun og Hrauneyjarfossvirkjun.
Kostnaðaráætlun um Kröfiu hefur enn
ekki verið gerð endanleg skil, en sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir
liggja, verður hún heldur dýrari á afl-
einingu en Sigölduvirkjun. Áætlun um
virkjun við Sultartanga er vel á veg
komin og er virkjunarkostnaður við þá
virkjun áætlaður jafn virkjunarkostn-
aði við Hrauneyjarfoss, enda þótt sú
virkjun sé talsvert minni. Jarðgufu-
virkjun í Hengli er af sömustærð og
Krafla og talin kosta það sama. Verið