Morgunblaðið - 09.03.1975, Page 27

Morgunblaðið - 09.03.1975, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 27 SýningJónsM. Baidvinssonar er að vinna að áætlun um Blönduvirkj- un og virðist á þessu stigi, að sú virkjun muni verða áliká kostnaðarsöm og Hrauneyjarfossvirkjun. Þá er reiknað með, að framkvæmdir við virkjanir og linur, sem koma mundu í gagnið eftir árið 1984, verða hafnar á árinu 1982. Kostnaður við línubyggingar er áætl- aður út frá þeirri reynslu, sem Lands- virkjun hefur haft af slíkum fram- kvæmdum, og áætlunum um byggða- línu. í linuriti 3 eru sýndar niðurstöður þeirrar kostnaðaráætlunar, sem gerð hefur verið varðandi raforkuöflun, að- alorkuflutningslinur og dreifikerfi, sem koma þarf upp i samræmi við hug- myndir þær, sem hér hafa verið settar fram. Er áætlunin um kostnað við dreifikerfið þar einna óvissust. Verk- fræðideild Landsvirkjunar hefur slegið á, að kostnaðurinn við það geti numið 1 milljarð króna árlega á timabilinu 1975—1984, og er sú tala notuð hér. Eins og sjá má á linuritinu er árleg heildaríjárfesting áætluð 8 milljarðar króna á árunum 1975—1979 og 9 millj- arðar króna á árunum 1980—1984. Hér er óneitanlega um mjög háar fjár- hæðir að ræða, en til samanburðar er þó rétt að hafa í huga, að heildarfjár- festing i raforkuiðnaðinum á yfírstand- andi ári verður væntanlega um eða yfir 7 milljarðar króna. Ég vil þó á engan hátt fullyrða, að fjárfesting í raforku- framleiðslu og dreifingu af þessari stærðargráðu sé raunhæf eða fram- kvæmanleg næstu 10 árin. Eins og nú standa sakir, er þröngt um öflun fjár- magns til langs tíma á erlendum mörk- uðum, og íslendingar standa auk þess höllum fæti um lánsfjáröflun vegna erfíðrar greiðslustöðu. Varðandi mögu- leika til lánsfjáröflunar erlendis skiptir hins vegar miklu máli, að raforkufram- kvæmdir munu skila miklum gjaldeyr- istekjum, bæði vegna aukinnar stóriðju og mjög mikils sparnaðar i innfluttri oliu. Mun þetta tvimælalaust greiða fyrir lánsfjáröflun erlendis. Á hinn bóginn er það mikið vanda- mál, hve fjárhagslega veik raforkufyrir- tæki hér á landi eru, ekki sizt Raf- magnsveitur ríkisins, sem bera megin- þungann af raforkusölu í dreilbýlinu. Ef undan eru skildar framkvæmdir Landsvirkjunar og nokkurra dreifi- veitna i þéttbýli, er meginþorri raf- orkuframkvæmda i dag fjármagnaður með einu saman lánsfé án nokkurra eiginfjár framlaga. Afþessu hefur leitt, að vaxta- og afborganabyrði raforku- kerfisinser óhóflega mikil ogþarmeð geta þess til að fjármagna áframhald- andi uppbyggingu. Á þessu verður að verða breyting, ef hugsanlegt á að vera að halda áfram skipulegri uppbygg- ingu raforkukerfisins og nýta þá mögu- leika til aukinnar hagsældar, sem auk- in orkuframleiðsla hefur upp á að bjóða. Ég fæ ekki séð, að þetta verði gert með öðrum hætti en þeim, að bein framlög rikisins til orkumála verði stór- aukin, eða sérstökum tekjustofnum varið til þessara hluta. Hér er hinsveg- ar um að ræða stórt viðfangsefni, sem ég mun ekki fara út i frekar að þessu sinni, en verið gæti verðugt umræðu- efni á annarri ráðstefnu sem þessari. Á grundvelli þeirra kostnaðartalna, sem ég hef nefnt, hefur verið reynt að átta sig á því, hvert muni verða meðal- kostnaðarverð þeirrar viðbótarorku, sem til félli á næstu 10 árum, ef umræddar hugmyndir yrðu að veru- leika. Sé reiknað með 10% vöxtum og 10% orkurýrnun i flutningskerfinu, er lauslega áætlað, að kostnaðarverð til dreifiveitnanna yrði 13—14 mills á kWh, þar af um 3 mills kWh vegna orkufiutnings. Kostnaðarverð til stór- iðju, sem hefði mun lengri nýtingar- tima, mundi verða allmiklu lægra. Ekki er of mikið upp úr tölum sem þessum leggjandi, en þó benda þær til þess, að um tiltölulega hagkvæmar framkvæmdir sé að ræða miðað við orkuverðið i heiminum i dag. Þá er einnig nauðsynlegt að hafa í huga, að þessar hugmyndir gera ráð fyrir þvi, að miklum fjármunum verði varið á næstu 10 árum til þess að auka öryggi raforkukerfísins út um landið og jafna aðstöðu landshlutanna í raforkumál- um. Eftir að því marki hefur verið náð, ætti áframhaldandi uppbygging kerfis- ins að vera hagkvæmari. Hér er því að nokkru leyti um félagslegan kostnað að ræða, sem ekki á að þurfa að endur- taka. Ekki hefur heldur’í þessum tölum verið tekið tillit til þess, að með sam- tengingu kerfisins og byggingu fárra, stórra og hagkvæmra orkuvera, hverf- ur úr sögunni mjög óhagkvæm orku- framleiðsla viða um land. Lokaorð Ég er þá kominn að lokum þessa erindis. í því hef ég reynt að setja fram með skipulegum hætti ákveðna hug- mynd um þróun raforkukerfisins næstu 10 árin. Þótt þessar hugmyndir séu enn byggðar á ófullnægjandi upplýsingum, tel ég þær á engan hátt óraunhæfar sem umræðugrundvöil og viðmiðun við ákvörðunartöku á næstunni. Það er eindregið mín skoðun, sem að vissu leyti byggist á persónulegu mati, að svo ör uppbygging orkuframleiðslunnar sé hagkvæm og æskileg frá sjónarmiði þjóðarbúsins i heild. Með aukinni nýt- ingu innlendra orkugjafa munum við bæði skapa þjóðinni aukið öryggi og stuðla að vaxandi iðnvæðingu og gjaldeyrisöfiun. Á móti hinum mikla Ijármagnskostnaði raforkuvera kemur það, að þau endast lengur en fiest önnur mannvirki, og eru því traustur grundvöllur fyrir velmegun þjóðarinn- ar langt fram í timann. Jafnframt er mikilvægt, að áframhaldandi uppbygg- ing orkuframleiðslunnar verði ekki um of tjármögnuð með erlendu lánsfé, heldur verði lagt til hennar verulegt eigið fé af heildarsparnaði þjóðarinnar sjálfrar. Ég er á þennan fund kominn sem fulltrúi Landsvirkjunar. Á þeim tæplega 10 árum, sem liðin eru frá stofnun hennar hefur mikilvægum áföngum verið náð i raforkuframleiðslu á Suð- vesturlandi. Á þessu timabili hefur Landsvirkjun einnig komið sér upp ágætu starfsliði, sem er orðið sérhæft í öllu, sem lýtur að virkjunar- og orku- veituframkvæmdum, og öðru, er varð- ar undirbúning og rekstur orkukerfa. Það er von mín, að Landsvirkjun geti á næstu 10 árum lagt sitt af mörkum til þess að byggja upp öflugt raforkukerfi, er nái til allra landshluta. EFTIR darradansinn varðandi sýningu Jakobs V. Hafstein, sem hlaut þá mestu auglýsingu sem ein sýning hefur fengið um áratugi, er heldur rólegt yfir kjarvals- stöðum þessa dagana enda ekki fyrir að synja að húsið hafi misst að nokkru ljóma sinn, aðsókn hefur hrapað niður og kaffi- stofan tómlegri en nokkru sinni. Nú hefur nýr málari kvatt sér hljóðs í vestursalnum, Jón M. Baldvinsson að nafni, og stóð þó nokkpr styrr um umsókn hans, svo sem ýmsir muna, en Jón var hinn fyrsti er áfrýjaði úrskurði sýningar- ráðs og fékk honum hnekkt en vel að merkja innan ramma reglugerðar hússins. Jón hóf listferil sinn á öðru sviði, lagði upprunalega fyrir sig söngnám, en hætti því og sneri sér að sjálfsnámi á mynd- listarsviði, og er það dálítið sérstæð þróun mála, þvi að miklu oftar hefja menn nám í myndlist en hasla sér síðar völl á sviði annarra listgreina og ná þá oft drjúgum árangri, enda myndlistarnám drjúg undir- staða til átaka á hinum ólikustu listsvið- um, svo sem sagan greinir. Hve oft er þess t.d. ekki getið að rithöfundar hlutu alþjóð- leg bókmenntaverðlaun, sem í upphafi hófu feril sinn í myndlistarskóla. Eftir að hafa málað í fristundum sinum um árabil hóf Jón að mennta sig frekar í kvöldskólanum Myndsýn og naut hann þar aðallega kennslu Einars Hákonarson- ar, svo sem getió er i sýningarskrá, og mun það hafa verið honum uppörvun og gott vegarnesti því að þau verk sem hann hefur gert á siðustu árum bera af á sýn- ingunni og einkum þau allra nýjustu. Hef- ur Jóni verið sýnt um að hagnýta sér nýjar uppgötvanir á merkilega raunsæjan hátt. Oftast er það þó svo, að þegar menn eru komnir á aldur Jóns sem er 48 ár gamall, og hafa tileinkað sér sérstök vinnubrögð, að ákaflega erfitt er fyrir þá að söðla yfir í ný vinnubrögð. En þetta sýnir einmitt að Jón hefur yfir að ráða sálrænni vídd og er opinn og leitandi i viðleitni sinni, þetta er styrkur hans og gefur fyrirheit um frekari landvinninga, um það er undirritaður sannfærður eftir að hafa skoóað sýning- una, svo mjög sem nýrri verk hans bera af á sýningunni. Sýningu Jóns er skipt i þrjár einingar og blasa hinar eldri myndir hans skoðendum í hinum tveim fyrstu, en innst eru nýjustu myndirnar og þær bera sýninguna uppi og réttlæta fyllilega, að minu mati niðurstöðu hins áfrýjaða dóms til sýningar á verkum hans i þessu húsi. Eg hefði persónulega hafnað sýning- unni í þetta hús ef einungis hefði verið um að ræða myndir svo sem sýndar eru i hinum fyrstu tveim einingum þrátt fyrir að þar finnist einnig frambærilegar mynd- ir svo sem nr. 15 „Haust" og þó einkun nr. 61 „Glötuð blóm“, en bæði þau verk bera vott um form- og litræna tilfinningu, en sem afsaka þó ekki miklu laklegri fram- leiðslu í sama sal, og sem eiga naumast heima á þessum stað. Landslags- og mosa- myndir í miðjum sal eru margar málaðar af opinskárri þörf leitandi sálar að kjöl- festu og markvissari vinnubrögðum, og bregður þar fyrir skemmtilegum sprett- um, einkum eru ljósbrigðin hér áhuga verð, en einnig bregður hér fyrir greini- legum áhrifum frá öðrum málurum, sem hér hafa betur gert. Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON I innstu einingunni blasa við skoðend- um þær myndir, sem bera mark höfundar- ins öllum öðrum verkum á sýningunni ljósast vitni, hér minnist listamaðurinn við áhuga sinn á dulspeki og yfirskilvitleg- um atriðum og finnur í þeim samsemd sina við eigin veruleika. Persónuleiki mannsins er samruni margvislegra áhrifa, sem á vegi hans verða og hér hafa slík áhrif lyft vióieitni Jóns M. Baldvinssonar mjög á betri og átakameiri veg, bæði hvað snertir að tjá sig persónulega og um leið að þrengja sér á vit innri lifæða mynd- listarverksins. Hér vil ég benda á nokkur verk máli minu til áréttingar og það eru málverkin nr. 29 „Samruni", sem er mjög gaumgæfilega og vel unnin mynd, nr. 37 „Hugað að hinstu för“, sem er mild og djúp i litatónum, nr. 58 „Hugmynd III", sem tengir ljósbrigði mosamyndanna sér- kennilega við myndatriði, og svo að lokun nr. 72 „Niðurstigning", sem er nterkilega vel og yfirskilvitlega máluð mynd. Dregið saman i hnotskurn er álit mitt að þessi sýning gefi til kynna einarðlega viö- leitni einstaklings á þroskabraut á sviði myndlistar, og er ekki timbært að spá um framtíðina, því hér eru ótal leiðir opnar til nýrra áfanga og vióameiri átaka sem framtiðin leggur í hendur listamanninum og hann er einn til svara um. En sýningin sem heild hlýtur að marka meiri kröfur til þessa leitandi listamanns i framtióinni. Bragi Asgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.