Morgunblaðið - 09.03.1975, Page 34

Morgunblaðið - 09.03.1975, Page 34
34 Hinnrik Ib Petersen frá Akureyri. Minning Hinnrik Ib Pedersen fæddist á Akureyri tíunda dag júlímánaðar árið 1930. Foreldrar hans voru Henry Pedersen, starfsmaður hjá Sameinaða Gufuskipafélaginu í Kaupmannahöfn, og Mary Pedersen. Voru þau bæði danskrar ættar. Létust þau bæði, meðan Ib var drengur, í Kaup- mannahöfn. Hafði hann lítið sem ekkert af þeim að segja. Ib, en svo var hann ávallt kallaður eignaðist athvarf og móðurhlýju hjá sæmdarkonunni Guðnýju Guðjónsdóttur frá Hörgshóli í Vesturllópi Húna- þingi. Bjó hún þá í húsi sfnu Aðalstræti 66, smiðjunni á Akur- eyri. Guðný var þá einstæð móðir með fimm börn. Ætlunin var að Ib yrði hjá Guðnýju fimm vikur, Atvikin urðu þau að hjá henni ólst hann upp til fullorðins ára. Sýnir þetta dæmi hug og hjarta- lag Guðnýjar, að bæta við sig sjötta barninu, kornbarni aðeins nokkurra vikna gömlu. En það varð mikil blessun fyrir þau bæði, eins og síóar verður vikið að. Nokkru síðar tók Guðný að sér tvo dóttursyni sína, kornunga, og kom þeim til manns. Var ávallt mjög gott milli Ib og þeirra, sem og hinna barnanna. Snemma komu fram hjá Ib góð lyndiseinkunn og eiginleikar. Varð hann augasteinn og yndi allra i fjölskyldunni. Ib var næmur og gekk vel í skóla. Hann var trúr og öruggur og mátti veita honum forsjá í fylgd með yngri uppeldisbræðrum sínum, svo öruggt var. 6 sumur var hann vika- drengur á sama bæ i sveit, Vala- gerði í Skagaíirði. Ib vann öll algeng störf. Kom hann sér vel á vinnustaó, sökum lagvirkni stundvisi og trú- mennsku. Síðustu árin starfaði hann við fyrirtæki J.B. Péturs- sonar við Ægisgötu hér f borg og var hugljúfi yfirmanna og vinnu- félaga. Ib giftist Guðlaugu Jónsdóttur ættaðri af Austurlandi. Stofn- settu þau heimili sitt hér í borg og bjuggu lengi á Nýlendugötu 6. Eignuðust þau hjón einn dreng, sem nú er um fermingu. Heitir hann Jón og dvelur í foreldra húsum. Hjónaband þeirra var gott og farsælt og þegar á reyndi, sýndi Guðlaug hvaða mann hún hefir að geyma, með órofna sam- stöðu með manni sinum f veikind- um.hans. Ib var ungur að árum, er hann fékk hina svonefndu Akureyrar- veiki. Var það snertur af lömun í baki. Ib varð aldrei sami maður eftir á. Bar hann sinn kross í hljóði og hlífði sér aldrei. Oft var hann lasinn og slappur við störf sín. Nú i vetur var Ib frá störfum og undir læknishendi. Seig alltaf heldur niður á við. Siðasta dag febrúarmánaðar voru dagar hans taldir allir. Góður drengur genginn, langt um aldur fram. Frá blautu barnsbeini fræddi fósturmóðir hans hann um frelsarann Jesúm Krist. Ib trúói á Jesúm og átti innilegt bænasam- félag við hann. Ritningin segir: „Hver sem ákallar Nafnið Drott- ins mun hólpinn verða.“ Nú við leiðarlok er góður drengur kvaddur. Guðný Guðjónsdóttir og allt hennar fólk þakkar Ib fyrir samfylgdina og góðar minningar. Eiginkonu og syni eru sendar innilegustu sam- úðarkveðjur, með bæn um styrk og blessun Drottins. Einar J. Gíslason. Mánudaginn 10. þ.m. verður til moldar borinn Hinrik Petersen, einn þeirra mörgu, sem hverfa frá okkur á þeim aldri, sem er af t Konan min MARGRÉT JÓNSDÓTTIR BJÖRNSON andaðist 7. marz 1975. Fyrir hönd fjölskyldunnar Gunnlaugur G. Björnson t Bálför eiginkonu minnar ELÍNBORGAR HALLGRÍNISDÓTTUR sem andaðist 1 9. febrúar, hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hennar Ég þakka hjartanlega mér auðsýnda samúð, svo og alla virðingu við minningu hennar Eiríkur Þ. Sigurðsson, Sólvangi Hafnarfirði. t Útför KRISTJÁNS EYJÓLFSSONAR, frá Brúsastöðum, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 1 1 marz kl. 2 e h. Fyrir hönd aðstandenda, Sæunn Jónsdóttir. + Faðir okkar, stjúpfaðir tengdafaðir afi og langaf i. JENS GUÐNI JÓNSSON, fyrrum skipstjóri verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 1. marz kl. 3. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag Islands. Alda Jensdóttir Pétur Andrésson Kristín J. Ármann Knútur Ármann Sigriður H. Proppé Ástráður Proppé Hulda Hansdóttir Friðjón Guðlaugsson börn og barnabörn Minning: mörgum talinn bezti tími ævinnar. Fullorðinsárin eru búin að móta lifsviðhorf manna, þeir hafa eignazt heimili, sem er þeim kært og fjölskyldu, sem mótuð er af sameiginlegum vonum og fram- tíðaráformum. Leiðir okkar Hinriks lágu ekki saman fyrr en við vorum báðir uppkomnir menn, höfðum alizt upp sinn i hvorum lands- fjórðungi. A heimili mitt kom hann fyrst með heitkonu sinni, Guðlaugu Jónsdóttur, sem var einn af okkar beztu heimilisvin- um, þau gengu í hjónaband 6. ágúst 1958 og eignuðust einn son. Eitt af þvi fyrsta sem ég tók eftir í fari Hinriks, var það hve auðvelt hann átti með að laða að sér börn. Það var hátíð hjá börnum mínum þegar Hinrik kom í heimsókn, því hann var óþreytandi að leika sér við þau og skemmta þeim á þann hátt, sem þeir einir geta, sem varðveita barnið i sjálfum sér, þó lífið sé ekki alltaf dans á rósum. Hinrik fékk lömunarveiki ungur að árum og gekk aldrei heill til skógar eftir það en það aftraði honum ekki frá því aðgera vinum sínum greiða, ef hann var þess megnugur og þá gjarnan óbeðinn, ef hann vissi einhvers þörf. Eitt af einkennum góðrar vináttu er að geta verið saman án þess að þurfa að halda uppi samræðum af innantómri kurteisi, við áttum margar góðar stundir án orða, þegar ég sat við orgelið, eða við vorum við veiðar á björtum sumarkvöldum. Þessar línur áttu aldrei að verða ævisaga, heldur aðeins þakkir frá mér og fjölskyldu minni fyrir samveruna þennan alltof stutta tima, sem við áttum samleið. Einnig viljum við votta aðstandendum hans innilegustu samúð, sérstaklega ykkur Jón og Guðlaug, þið hafið misst mest, en þið eigið líka mest eftir. Minningarnar verða aldrei metnar á vogarskálum, en þær eru þrátt fyrir allt það dýrmæt- asta sem hægt er að eignast. Jón Sigurðsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR JAKOBSDÓTTUR, Óðinsgötu 20A. Jónas Jónasson, Þorbjörg Blöndal Himes, tengdabörn og barnabörn. Skarphéðinn Gísla- son, Vagnsstöðum Hér langar mig með nokkrum fátæklegum orðum að minnast míns kæra föðurbróður, sem hvarf frá okkur svo skyndilega 18. desember síðastliðinn. Að- dragandi hinna snöggu umskipta voru aðeins nokkrir dagar, en banameinið var heilablæðing. Hann fékk að taka siðustu and- vörpin á því heimili, sem hann hafði átt alla ævi. A Vagnsstöðum fæddist Sig- björn Jörgen Skarphéðinn 18. janúar 1895, vantaði hann því aðeins mánuð, til að ná áttatiu ára aldri. Var hann fimmta barn hjón- anna Halldóru Skarphéðinsdóttur og Gisla Sigurðssonar, sem bjuggu á Vagnsstöðum allan sinn búskap. Faðir Halldóru var Skarphéð- inn bóndi á Fagurhólsmýri og Borgarhöfn, Pálsson bónda i Arnardrangi Jónssonar prests á Kálfafelli Fljótahverfi, Jónasson- ar bónda á Höfðabrekku Runólfs- sonar. Móðir Skarphéðins Páls- sonar var Guðlaug Jónsdóttir bónda í Holti á Síðu Pálssonar. Móðir Guðlaugar var Ragnhildur Jónsdóttir bónda í Svínafelli Ás- mundssonar. Móðir Páls i Arnar- drangi var Guðný Jónsdóttir prests á Prestbakka Steingríms- sonar. Móðir Halldóru á Vagns- stöðum var Þórunn Gísladóttir bónda á Fagurhólsmýri Gíslason- ar bónda í Hörgsdal og víðar Jóns- sonar, en móðir Gisla á Fagurhóls- mýri var Sigríður Lýðsdóttir sýslumanns í Vik Guðmundsson- ar. Móðir Sigríðar var Margrét Eyjólfsdóttir frá Eyvindarmúla. Móðir Þórunnar var Jórunn Þor- varóardóttir bónda á Hofsnesi Pálssonar bónda á Hofi Eiríksson- ar. Gísli á Vagnsstöðum var sonur Sigurðar bónda í Borgarhöfn Jónsson bónda í Heinabergi Hálf- dánarsonar. Móðir Sigurðar var Sigríður Jónsdóttir bónda I Borgarhöfn Gislasonar bónda sama staðar Arasonar bónda í Hestgerði Gislasonar. Móðir Gisla á Vagnsstöðum var Rannveig Jónsdóttir bónda i Borgarhöfn Þorsteinssonar, en móðir Jóns var Rannveig Jónsdóttir á Felli. Móð- ir Rannveigar í Borgarhöfn var Katrín Jónsdóttir bónda í Borgar- höfn Þorleifssonar bónda á Hól i Landeyjum Sigurðssonar sýslu- manns á Smyrlabjörgum Stefáns- sonar. Það koma margar ljúfar minn- ingar fram í hugann við burtför Skarphéðins, þegar litið er til baka og alls þess minnst, sem hann var okkur, sem bár- um gæfu til að alast upp með honum og njóta fræðslu hans, leiðsagnar og þess mikla ástrikis, sem við urðum aðnjótandi. Síðar þegar við eignuðumst börn, lét hann þeim einnig í té, ást og um- hyggju I ríkum mæli. Þegar Skarphéðinn var að alast upp, var skólaganga barna stutt og stopul. Naut hann ekki kennslu fremur öðrum börnum á hans aldri, er mér þó óhætt að segja að hann varð mjög vel að sér I mörgum greinum, með lestri fjölda bóka sem hann aflaði sér um hin ólikustu efni. Sérstakan áhuga hans vöktu ávallt skrif um það er til framfara horfði. Skarphéðinn var ágætur smiður, bæði á tré og járn, og handlaginn með afbrigðum. + Við þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns mins, föður okkar, tengdaföður og afa ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR, Hofsvallagötu 16. , Ásdis Eyjólfsdóttir, Viglundur Þorsteinsson. Sigurveig Jónsdóttir, Ásta B. Þorsteinsdóttir, Ástráður B. Hreiðarsson, Hafdis B. Þorsteinsdóttir, og barnabörn. Sveitungarnir leituðu oft að- stoðar hans við smíðar og ýmis- konar viðgerðir. Hann krafðist sjaldan eða aldrei launa, en þar með er ekki sagt að hann hafi ekki tekið við greiðslu, þegar svo bar undir. Mér fannst hann ætíð meta það mest, ef hann gat orðið einhverjum að liði með sinum högu höndum. Suðursveitungar mátu Skarphéðinn mikils og til marks um það, er t.d. það, að þegar hann átti sextugs afmæli 1955, gáfu þeir honum sameigin- lega gjafir og nokkrir heimsóttu hann. En á þeim árum, voru slík- ar heimsóknir og gjafir í tilefni afmæla, nærri einsdæmi hér um slóðir. Þessar gjafir og vináttu mat hann mjög mikils. Skarphéðinn var einn af þeim, sem gengu í U.M.F. Visi, þegar þaó var stofnað 1912. Hefur mér verið sagt, aó hann hafi verið áhugasamur um málefni félags- ins, á fyrstu árum þess. Varð hann heiðursfélagi Vísis 1962, ásamt fleiri stefnendum þess. Eins og í upphafi getur, átti Skarphéðinn heimili á Vagnsstöð- um alla ævi. Veg heimilisins vildi hann sem mestan og þar var vett- vangur hans að brjóta upp á ýms- um litt þekktum nýjungum, hér um slóðir í fyrri daga, t.d. lagði hann þar fyrstu vatnsleiðsluna hér í sveit, setti upp litla vatns- aflsrafstöð, lagði á sinn kostnað sima frá Kálfafellsstað að Vagns- stöðum, útvarpstæki kom þar áð- ur en Ríkisútvarpið tók til starfa. Miðstöðvareldavél, þá fyrstu hér í sveit, setti hann þar upp 1930. Fleira mætti telja. Hug- ur Skarphéðins stóð ekki til búskapar, skepnuhirðingu vann hann t.d. aldrei við á heimilinu en aldrei varð það ágreinings- atriði þeirra bræðranna, fremur en nokkuð annað. Gunnar skildi bróður sinn vel og vissi að áhuga- mál hans voru fremur á öðrum sviðum. Um Skarphéðin mætti skrifa langt mál, en hér skal staðar num- ið og þakkað með hrærðum huga fyrir öll árin, sem guð lofaði okk- ur að vera samvistum við hann. Þeir sem hafa átt mikið, hljóta einnig alltaf mikið að missa. Far þú i friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Halldóra Gunnarsdóttir. Ég gekk upp í gömlu rafstöðina mína einn daginn i janúar þegar hlé var á illveðrahamnum, það var gott veður þennan dag og sá til sólar. Ekki var nú vegurinn góður, umbrota ófærð á köflum, en að stöðvarhúsinu skildi ég komast þó gamall væri, þangaó hafði ég átt svo mörg spor til að hagræða vatninu fyrir ljósin og aldrei látið vont veður, slæman veg eða náttmyrkur hamla för minni; hvi ekki sýna að enn var einhver töggur i gamla skarinu fyrst að týrði á þvi. Ég settist á auðan og þurran blett á stöðvar- húsveggnum og fór að hugsa. Heldur var kuldaleg koman hér, hálft þilið fyrir risinu fokið burt, og ósköp töturlegt í kring um hús- ið og það hálf fullt af snjó. Muna mátti það sinn fífil Fegri meðan ljós streymdu frá því í Halabæ- inn. Fyrir 46 árum var þetta hús byggt, vélar settar í það, vatn leitt til þeirra 120 metra vegalengd, og hjólið tók að snúast. Það voru miklir dýrðardagar á Hala síðustu sumardagarnir 1928. Fyrsta vetr- ardag þess árs komu ljós og mikil hjálp til suðu í Halabænum frá hinni nýju rafstöð. Nú var öll tilhlökkun búin, en ánægja og að- dáun komin þess í stað. Rafstöðina setti upp hinn kunni hagleiksmaður Skarphéðinn Gíslason á Vagnsstöðum. Gerði hann allt til að gera mér rafstöð- ina sem ódýrasta, meðal annars með því að smfða vatnshjólið án endurgjalds. Nú er Skarphéðinn dáinn. Hann andaðist átjánda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.