Morgunblaðið - 09.03.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975
37
Bankamenn:
Úttekt verði gerð á fjár-
hagsstöðu almennings
STJÓRN Sambands fslenzkra
bankamanna samþykkti á fundi
sfnum hinn 4. marz eftirfarandi
ályktun:
I stefnuyfirlýsingu rikisstjórn-
arinnar, sem forsætisráðherra
flutti á Alþingi 29. ágúst 1974, er
m.a. tekió fram, i sambandi við
kjaramál. „Haft sé náið samráð
við aðila vinnumarkaðarins og
komió fastri skipan á samráð
ríkisstjórnarinnar vió þá.“
Þegar bráðabirgðalög um „lág-
launabætur o.fl.“ voru í undir-
búningi sat stjórn sambands ísl.
bankamanna, ásamt stjórnum
BHM og BSRB, tvo fundi með
forsætisráðherra þar sem þau mál
voru rædd. Ekki er oss kunnugt
um frekari „samráð" við nefnda
aðila vinnumarkaðarins.
Á undanförnum mánuðum
hefur dýrtið aukist hraðar og
meira en dæmi eru til um, á sama
tíma hafa laun haldist óbreytt og
er augljóst orðið að gjaldþol laun-
þega er brostið enda öllum fjár-
hagsbyrðum verið skellt eingöngu
á almenning. Það hlýtur að vera
krafa allra launþegasamtaka í
landinu að nú sé staldrað við á
þeirri braut og gerð ýtarleg úttekt
á fjárhagsstöðu almennings.
Stjórn Sambands islenskra
bankamanna telur það umsáturs-
ástand, sem nú ríkir um heimili
launþega hljóti að leiða til harðra
andsvara og ófarnaðar í þjóðfé-
laginu, verði þvi ekki aflétt i
verki, hið fyrsta.
— Minning
Brynjólfur
Framhald af bls. 35
var hann ekki ánægður; hann
dreymdi um að verða bóndi fyrir
austan fjall. Hann var haldinn
austurþrá eins og hann orðaði það
sjálfur. Vorið 1931 keypti hann
Stóra Hof 11 i Gnúpverjahreppi
og bjó þar í tuttugu ár, en þá
byggði hann nýbýli í landi eyði-
jarðar sem fylgdi Hofinu og bjó
þar til dauðadags. Eftir að
Brynjólfur hóf búskap á Stóra
Hofi tók hann við verkstjórn hjá
Vegagerðinni i uppsveitum
Árnessýslu austan Hvítár.
Haustið 1931 kvæntist Brynjólf-
ur Önnu Gunnarsdóttur kennara
frá Gröf í Skilmannahreppi. Þau
ráku alla tíð rausnar heimili, þar
sem ungir, sem aldnir áttu skjól.
Anna er greind kona og vel að sér
í íslenzkum bókmenntum og sögu
og hefur alltaf fylgst vel með i
þeim efnum. Þau hjón voru barn-
laus en ólu upp eina stúlku, Sig-
rúnu Daníelsdóttur; er hún
frænka Önnu. Þegar Brynjólfur
bjó á Búrfelli kom á heimili hans
ungur drengur, Steindór
Guðmundsson. Þegar Brynjólfur
hætti búskap þar fylgdi Steindór
Þórunni móður Brynjólfs en þeg-
ar hann hóf búskap á Stóra Hofi
komu þau til hans, Þórunn og
Steindór.
Brynjólfur hreyfst af hugsjónum
ungmennafélaganna, sem ungur
maður og þó árin færðust yfir var
hann síungur í anda. Hann var
prýðilega ritfær og vel máli far-
inn. Birtust oft eftir hann greinar
í blöðum og á fyrstu árum út-
varpsins voru fluttir þar eftir
hann nokkrir frásöguþættir.
Nokkuð gerði hann að því að
minnast genginna vina og gerði
hann það af smekkvísi. Mikið átti
hann í fórum sínum af margskon-
ar skrifuðu efni bæði í bundnu og
óbundnu máli. Hann var lengst af
ævinnar með ólíkindum svefnlétt-
ur, fór snemma að sofa á kvöldin
og reis þá oft úr rekkju kl. 4 til 5
að morgni og settist við skrifborð-
ið. Ef hann vann ekki að reikning-
um fyrir Vegagerðina þá skrifaði
hann gjarnan niður hugsanir sin-
ar. Þessum blöðum hélt hann til
haga, en ég dreg i efa að hann
hafi ætlað þau til birtingar.
Brynjólfur fylgdist vel með
málum samtíðarinnar og myndaði
sér um þau ákveðnar skoðanir og
var ófeiminn að láta þær i ljós
hvort heldur var í ræðu eða riti
Hann var heill og óskiptur i
hverju máli. Ekki féliu skoðanir
hans alltaf að skoðunum fjöldans.
En hann var félagshyggjumaður
af lifi og sál og lét sig meiru
skipta hag heildarinnar en eigin
hag.
Frá æskudögum á ég margar
góðar minningar, sem bundnar
eru heimsókn góðra gesta. Einn
af þeim sem oft komu á heimili
foreldra minna var Brynjólfur
Melsteð. Heimsóknir hans voru
ávallt kærkomnar. Brynjólfur
hafði alltaf eitthvað að segja bæði
um menn og málefni, sem fólk
hafði áhuga á. Hann sagði vel og
skipujega frá og gat gætt frásögn
sína lífi. Þá ræddi hann stundum
um efni merkra bóka sem hann
var nýbúinn að lesa. Fyrir kom að
hann rakti efni bréfa, sem hann
hafði fengið fyrir skömmu frá
Boga föðurbróður sínum þar sem
Bogi ræddi allt milli himins og
jarðar — frá norrænni fornfræði
til þess sem var að gerast í heims-
pólitíkinni eða efnahagsmálum
þjóðanna.
Þannig var Brynjólfur, hann
hafði fyrst og fremst áhuga á mál-
um, sem horfðu til mennta og
menningar.
1 byrjun hernámsáranna hafði
Brynjólfur 23,50 kr. i daglaun hjá
Vegagerðinni. Honum voru þá
boðin ríflega ferföld daglaun, ef
hann vildi taka að sér verkstjórn i
setuliðsvinnunni. Hann svaraði
þvi til að það sem hann ynni utan
síns heimilis ynni hann fyrir land
sitt og þjóð, en hjá erlendu setu-
liði gæti hann ekki unnið. Hann
var alltaf heill og óskiptur.
Ég kom oft á heimili Önnu og
Brynjólfs og mér fannst ég fara
þaðan í hvert skipti ríkari en þeg-
ar ég kom.
Ég er honum þakklátur fyrir þá
vinsemd sem hann sýndi mér og
sendi Onnu konu hans kæra
kveðju með þakklæti fyrir
ánægjuleg kynni.
Jón Guðmundsson
Fjalli
Þakka af alhug sýnda vmáttu með skeytum og
heimsóknum á áttræðisafmæli mínu 23.
febrúar.
Lifið heil.
Árni Jón Sigurðsson,
Sjúkrahúsinu Seyðisfirði'.
2ja herbergja íbúð
í Fossvogi til sölu
íbúðin er nýleg mjög vönduð og á góðum stað
á jarðhæð í blokk.
Uppl. í síma 31 486.
Uppþvottavél — Keflavík Af sérstökum ástæðum er til sölu mjög litið notuð Candy uppþvotta- vél. Til greina koma skipti á lítilli frystikistu. Til sýnis i Verzl. Stapafell, simi 92 — 1639. Keflavik — Suðurnes jHið margeftirspurða fataflauel komið. Álnabær, Keflavík.
íbúð til leigu 4ra herb. ibúð i næsta nágrenni Landspitalans til leigu. Tilboð merkt „Góður staður 9688" send- ist Mbl. i siðasta lagi miðvikud. 1 2. marz. Til sölu rafall 9'/2 kilówatt í góðu lagi. Guðm. Helgason, Stangarholti, Borgarhreppi.
Atvinna óskast 24 ára stúlku vantar vinnu strax. Verzlunar eða skrifstofustörf koma til greina. Upplýsingar i sima 21073. Fermingar og síðir kjólar Fermingarkjólar verð frá 2500,- • Siðir kjólar verð frá 3500 - Dagkjólar verð frá 3800.- Kápur og stuttjakkar allt nýjar vörur F ata ma rkað uri nn Laugaveg 33.
Einstaklingsibúð Til sölu litil glæsileg einstaklings- ibúð við Skarphéðinsgötu. Upplýsingar i dag i sima 22780. Ath. Ung hjón óska að taka á leigu 2ja — 3ja herb ibúð í Keflavik eða Njarðvik. Uppl. i sima 2217.
Félsgslíl
□ Gimli 59753107 — 1 Frl.
I.O.O.F. 10 = j^63108'/2 =
I.O.O.F. 3= 1563108= FL
□ MIMIR 59753107 = 3.
Náttúrulækningafélagar
Fræðslufundur I matstofunni,
Laugavegi 20b, fimmtudag 13.
marz kl. 20.30.
Erindi: Frá hóprannsókn Hjarta-
verndar. Nikulás Sigfússon yfir-
læknir flytur.
Kvennadeild
Breiðfirðingafélagsins
heldur framhaldsaðalfund sinn i
Safnaðarheimili Langholtssafnaðar
þriðjudaginn 1 1. marz kl. 8.30.
Stjórnin.
Munið Glæsi-
Bingóið
í Glæsibæ í dag kl. 3.30. Húsið
opnað kl. 2.30. 14 umferðir.
Verðmæti vinninga 60 þúsund
krónur. Enginn aðgangseyrir.
Reynið heppni ykkar.
Kvenfélag- og Bræðrafélag
Langholtskirkju.
-idlÍL- [ a
Kvenfélag Grensássóknar
Fundur verður haldinn mánudag-
inn 10. marz kl. 8.30 i Safnaðar-
heimilinu. Séra Halldór Gröndal
heldur fræðsluerindi um kirkju-
búnað.
Aðalfundur
Sálarrannsóknarfélagsins á Sel-
fossi verður haldinn i Tryggva-
skála miðvikudaginn 1 2. marz kl.
9.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Erindi Þórarinn Jónsson.
Kvenfélag Breiðholts
Fundur verður 13. marz kl. 20.30
i Breiðholtsskóla Fundarefni:
Smyrnateppi.
Mætum allar.
Stjórnin
Kvenfélag Bústaðasóknar
Fundur verður haldinn mánudag-
inn 10. marz kl. 8.30 í safnaðar-
heimili Bústaðakirkju.
Mæður félagskvenna og eldri
konur i sókninni eru velkomnar á
fundinn.
Stjórnin.
Systrafélag
Keflavikurkirkju
Aðalfundur Systrafélags Kefla-
vikurkirkju, verður haldinn mánu-
daginn 10. marz i Kirkjulundi kl.
8.30.
Fundarefni: Aðalfundarstörf.
Minnst 10 ára afmælis félagsins.
Önnur mál.
Tertukaffi.
Félagskonur fjölmennið og takið
með nýja félaga.
Stjórnin.
Heimatrúboðið
Almenn samkoma að Óðinsgötu
6a i kvöld kl. 20.30.
Sunnudagaskóli kl. 14.00.
Verið velkomin.
Samkoma
verður i Færeyska sjómanna-
heimilinu í dag kl. 5.
Frá Sjálfsbjörg
Reykjavík
Spilum i Hátuni 12 þriðjudaginn
11. marz kl. 8:30 stundvislega.
Fjölmennið.
Nefndin.
Ljósmæðrafélag íslands.
minnir á áður auglýstan fund
fimmtudaginn 13. marz kl. 20.30
að Hallveigarstöðum. Mætum vel.
Stjórnin
Suðurnesjafólk
Samkoma kl. 2 Svavar syngur.
Vitnisburðir. Allir hjartanlega vel-
komnir. Filadelfia Keflavík.
Flladelfia
Safnaðarguðsþjónusta kl. 14.
Almenn guðsþjónusta kl. 20.
Ræðumaður Gunnar Bjarnason,
ráðunautur og Einar Gislason.
Fjölbreyttir söngur.
Fíladelfia.
K.F.U.M. og K., Hafnar-
firði.
Almenn samkoma sunnudags-
kvöld kl. 8.30 i húsi félaganna að
Hverfísgötu 1 5. Ræðumaður séra
Karl Sigurbjörnsson.
Allir velkomnir.
Barnasamkoma kl. 1 1.30 f.h.
Mánudagskvöld unglingadeild
K.F.U.M. kl. 8.00.
Opið hús frá kl. 7.30.
Nýkomið
Mikið úrval
af
tréklossum
fyrir dömur
og herra.
Póstsendum
VE RZLUNIN
GEÍsIPp