Morgunblaðið - 09.03.1975, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 09.03.1975, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 45 6 Ég sá að ofurstinn greip andann á lofti. Svo varð djúp þögn. Mér fannst eilífðartími líða unz hann reis upp og tautaði: — Hvar... hvar er hann? Get ég fengið að sjá hann? í sömu andrá og hann bar fram þessa ósk kom læknirinn móður og másandi og afsakaði sig ákaft fyrir hversu seinn hann væri. Og án þess að ætla mér það beinlínis fylgdist ég með karl- mönnunum niður að ánni. Enda þótt þarna væru bæði læknir og lögreglumenn var þetta áhrifa- mikið eins og um likfylgd væri að ræða. Við horfðum þögul á Holt ofursta, þegar hann gekk nær hreyfingarlausu verunni á gras- balanum. Andartaki siðar heyrðum vió i henni að baki okkar. Hún kom þjótandi yfir grasflötina, ung og föl og mjó... ljóst hárið flaksaðist um herðar hennar og tárin streymdu niður kinnarnar. Hún ýtti lækninum til hliðar og með óhugnanlegu veini kastaði hún sér yfir kalt og stirðnað lik Tomasar Holt. Hún greip meó báðum höndum um hnífskaftið og reyndi af öllum kröftum að losa hnifinn. En hnif- urinn sat blýfastur í hjarta Tommys. Hún stundi hástöfum og hné niður við hlið hans. Þriðji kafli Ekkert okkar dró i efa að sorg ungu stúlkunnar væri sönn, en samt var þessi atburður svo óraunverulegur og fráleitur að það hvarflaði að mér að ég hefði séð eitthvað þessu líkt áður... i leikhúsunum. Ég lifði mig jafnan inn í slíkar senur, en að þessu sinni hreifst ég ekki fullkomlega með. Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að vera huggarinn i leikritinu og hjálpa ungu stúlk- unni. En Holt ofursti var fyrri til, hann greip ruddalega i handiegg stúkunnar og dró hana upp. — Hypjaðu þig burt og það strax! öskraði hann, og um hrið hélt ég að hann ætlaði að berja hana. En svo stillti hann sig og ég sá á augnaráði hans að hann leit- aði að ráði til að losa okkur við hana á átakaminni hátt. Kannski hefur hann lesið eitthvað í augum mínum, eða kannski hefur hinum réttara sagt orðið ljóst að önnur kona var viðstödd. Að minnsta kosti var það til mín sem hann sneri sér og sagði: — Viljið þér ekki gera mér greiða, frú Bure. Viljið þér fylgja þessari móðursjúku dóttur minni heim. Við búum hinum megin við veginn. Ég var sannarlega reiðubúin að hlifa dauóhræddri stúlkunni við frekari óþægindum. Ég tók var- lega undir hönd hennar og leiddi hana burt frá likinu. Og allt i einu gerði ég mér ljóst að hann hafði sagt: — Dóttir min. Og þá var hún sem sagt systir Tommy Holts og alls ekki hetjan í ástarharmleik! Ég veit ekki, hvort þessi vitneskja fór beinlínis i taugarnar á mér, alténd þótti mér afleitt að ég hafði enn einu sinni látið imyndunaraflið hlaupa með mig í gönur. En eitt var að minnsta kosti öruggt og víst. Nú sá ég málið einhvern veginn i allt öðru ljósi en áður og mér fannst sá atburður, sem ég hafði orðið vitni aö, fáeinum minútum áður, bæði tilgerðarlegur og beinlínis ósmekklegur. Ég ýtti henni aðeins frá mér, svo að ég gæti virt hana betur fyrir mér. Hún var ósköp mjó og lítil, meira að segja minni en ég. Ljóst hárið náði niður á bak og hvítur stuttur kjóllinn sem hún var í, gerði sitt til að undirstrika hversu föl og barnaleg og litlaus hún var. Ég hélt í fyrstu aó hún væri bara varla meira en sextán, sautján ára gömul.... Hún grét enn ákaft og þurrkaði sér með handarbakinu og ég tók þá eftir að hendur hennar þótt smáar væru, voru hrjúfar eins og eftir erfiðisvinnu. Ég sagði: — Góða barn, svona, svona — eða — Það er ekkert betra.að gráta svona mikið. Svo bætti ég við af þvi að mig langaði til að vera ögn persónulegri: — Yður hefur þótt ósköp vænt um bróður yðar? Eina svarið sem frá henni kom var ný gráthviða og ég flýtti mér því að lóðsa hana út um hliðið og inn um hátt og kuldalegt járnhlið hinum megin við veginn. Þegar við vorum komnar inn í garðinn, reif hún sig allt i einu lausa og hljóp gólandi upp stíginn að húsinu. Um stund vissi ég ekki hvað ég átti af mér að gera og fannst mér i hæsta máta vera ofaukið, en ég vissi ekki hvort óhætt var að skiljast við hana á þennan hátt, og hvort einhver var í húsinu til að taka á móti henni og annast hana. Ég leit hikandi í kringum mig í þessum stóra og drungalega garði. Svo gekk ég hægt og seinlega lengra og ég gat ekki varizt þeirri hugsun að allt hér væri í sam- ræmi við framkomu ofurstans sjálfs — kalt, fráhrindandi og hörkulegt. Dyrnar voru læstar og mér fannst ég vera óviðkomandi manneskja sem væri aó þrengja mér inn á stað þar sem ekki var óskað nærveru minnar. Ég hafði ákveðið eftir nokkra umhugsun að láta þetta syrgjandi stúlkubarn lönd og leið, þegar gluggi var opnaður og mild og vingjarnleg rödd hrópaði niður til mín: — Þér verðið endilega að koma upp! Rökkrið undir linditrjánum var svo mikið að það var með herkj- um að ég greindi konuna, sem talað hafði til mín. Eg ályktaði sem svo að það væri ofurstafrúin. Róleg rödd hennar leiddi huga minn að þvi að hún hefði að lik- indum ekki frétt um hinn sorg- lega atburð og það var bæði meó meðaumkun og ónotatilfinningu að ég bjó mig undir að verða sú sem flytti henni fréttina. Ég gekk eftir dimmum gangi og upp enn drungalegri stiga og eftir nokkurt VELVAKAÞJOI Velvakandi svarar f síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags 0 Handhæg aðferð Sig. E. Haraldsson skrifar: „í Þjóðviljanum i dag eru því gerð ítarleg skil, að Sjálfstæðis- menn þeir, sem á Alþingi sitja, hafi ekki verið á eitt sáttir við afgreiðslu þingmála. M.a. er heil siða í blaðinu helguð þessum ágreningi, þ.á m. leiðari blaðsins. Ja, ljótt er að heyra. Nú hefur það flogið fyrir, að sá sem ræðir þennan áminnsta ágreining i ritstjórnargreininni, hafi frá einhverju að segja úr eigin flokki, sem nefna mætti svipuðum nöfnum. Hann hafi haft skoðun á ákveðnu máli, sem flokksbræðrum hans var ekki að skapi. Nú ganga þær sögur manna á meðal, að viðhorf þessa manns séu allt önnur en fyrr til hins sama máls. Er e.t.v. óleyfilegt að hafa skoðun i Alþýðubandalag- inu? Eða var þeim, sem rit- stjórnargreinina reit, hótað brott- rekstri úr flokknum, eins og hann skaut inn í áminntar umræður á Alþingi, að gert skyldi við þá menn sem komu þar opinberlega fram með skoðanir sinar? En gott er, góðir Þjóðvilja- menn, að geta snúið ásjónu sinni I austur, þar sem allt er ein alls- herjar eining, flokkurinn þar fær u.þ.b. 99.99% atkvæðanna o.s.frv. Kannski fer einhver hjáróma rödd að muldra eitthvað um Dubcek, Solshenitsyn og aðra álíka sérvitringa, sem Ieyfðu sér að hafa skoðun opinberlega. En hverju máli skiptir það? Aðferð þess, sem leiðarann skrifaði og gerði brottrekstrartillöguna i þinginu, gaf góða raun, annar var rekinn úr flokknum og hinn var hreinlega rekinn úr landi. 6. marz ’75, Sig E. Haraldsson“. 0 Kjör þingmanna Hallgrímur Jónsson á Isa- firði skrifar: „Mikið eru nú blessaðir al- þingismennirnir okkar búnir að gera hreint fyrir sínum dyrum, svona til að sýna fram á að þetta er bara litilræði, sem þeir hafa skammtað sér af þjóðarkökunni svonefndu, — bara 20% hækkun á s.l. hausti á nokkrum hluta tekn- anna. En heldur fór þessi upptalning illa með mig. Einn vina minna hélt þvi fram að hann hefði heyrt, að alþingismenn hefðu eitthvað bætt sin kjör á sama tíma og kjör alls almennings i landinu fóru hriðversnandi. Þessu reyndi ég að mótmæla á þeim forsendum ein- um, að slíkt væri óhugsandi á sama tíma og þeir voru að binda allt kaupgjald í landinu, nema þessar svonefndu láglaunabætur. Ég bauðst þvi til að veðja um að þetta væri rangt. En því miður hefur vinur minn unnið, en heið- ur sé frú Sigurlaugu Bjarnadótt- ur fyrir hennar framlag i umræð- unum um þessi mál. En heiður hennar hefði orðið meiri hefði hún getað komið i veg fyrir þessa hneisu, því að eftir því sem ég kemst næst hefur heiður þessara fulltrúa þjóðarinnar fallið um allt að 20% í augum almennings í landinu. Margur á nú i vök að verjast með að láta sinar lágu tekjur duga fyrir brúnustu lífsnauðsynjum. Hallgrímur Jónsson". % Skattframtöl hjóna Rannveig Árnadóttir hafði samband við okkur og vildi fá úr því skorið, hvort nóg væri að að- eins annað hjóna undirritaði skattskýrslu. Þessu svarar Bergur Guðnason, lögfræðingur skattstjórans i Reykjavík: „Tekjur hjóna, sem samvistum eru, skulu samantaldar til skatt- gjalds enda þótt séreign sé eða sér atvinna. Ábyrgjast þau bæði skattgreiðslu og undirrita skatt- framtalið.” í þessari 3. gr. skattalaga kemur fram, að bæði hjóna skuli undir- rita skattframtalið. Þetta þýðir i raun og veru að skattstjóri gæti talið framtalið ófullnægjandi, væri það ekki undirritað af báð- um. Hins vegar hefur ekki verið gengið strangt eftir þvi, að þess- um ákvæðum væri framfylgt, a.m.k. ekki hér í Reykjavik, held- ur hafa framtöl talizt fullgiid þótt aðeins annað hjóna undirritaði skattframtalið. Ég tel sennilega ástæðu til þess að ekki hefur verið gengió eftir þessu, að sameiginleg ábyrgð hjóna á skattgreiðslu sé tvímæla- laus, hvort sem bæði undirrita framtalið eða ekki.“ Af svarinu má Ijóst vera, að full ástæða er fyrir fólk að vara sig á þessu. Þarna kemur skýrt fram, að annað hjóna (það, sem ekki undirritar skattskýrsluna) er ábyrgt gert fyrir skattgreiðslum og því að rétt sé og heiðarlega framtalið. Setjum sem svo, að það hjóna, sem gengur frá skatt- skýrslu og undirritar hana, sé óreiðugemsi, sem t.d. ætlar sér að reyna að svindla á kerfinu og tel- ur rangt fram. Skv. svari Bergs er hinn aðillinn samábyrgur fyrir þessu athæfi enda þótt hann hafi aldrei litið skattframtalið augum og hafi þar af leiðandi ekki hug- mynd um hvað það er, sem hann ber ábyrgð á. Það þarf ekkert kvennaár til að þetta mál verði tekið til athugun- ar, — hér er um að ræða sjálfsagt hagsmunamál hvers einstaklings. Hins vegar ættu skattayfirvöld að taka til yfirvegunar hvort ekki sé rétt að ganga ríkt eftir þvi að bæði hjónin undirriti sameigin- lega skattskýrslu sina undantekn- ingarlaust. S3P SIG6A VfóGA g IVEftAH — Slagsíðan Framhald af bls. 17 Upptöku sjálfrar plötunnar er nú lokið og hljóðblöndun vel á veg komin. A morgun verður farið til New York með tvö lög i pressun, sem eiga að fara á tveggja laga nlötu. sem væntan- lega kemur út á Islandi upp úr miðjum næsta mánuði (þ.e. marz). Það eru lögin „Silly Piccadilly” eftir Björgvin og „Lady Rose“ frá Mungo Jerry. Stóra platan kemur svo út með vorinu, ef efnahagsástandið á Islandi setur okkur ekki í ein- hver meiriháttar vandræði. Fréttir um 20% gengisfellingu komu okkur illilega á óvart og við ihugum nú að sækja um hæli hér i USA sem efnahags- legir flóttamenn! Jæja, hér látum við staðar numið i bili. Við reiknum með að koma heim 11. marz og verð- um í Tónabæ þann 15. Við höf- um þaó allir gott og biðjum fyrir kveðjur til allra — kannski ekki sizt miklar hamingjuóskir til Gunnars Þórðarsonar fyrir að njóta lista- mannalauna. Það var gaman að heyra, að við værum hér að starfa að viðurkenndri list- grein. Kær kveðja, PELICAN." Þetta var kafli úr bréfinu frá Pelican til Slagsfðunnar. Bréf- ið var skrifað f Bandarfkjunum þann 23. febrúar, þannig að sitthvað kann að hafa drifið á daga hljómsveitarinnar sfðan. En fregnir af þvf verða að bfða heimkomu hljómsveitarinnar — sem ætti að verða á morgun, ef áætlanir standast. —sh. BOSCH BOSCH VARAHLUTAVERSLUN BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 SMUR- OG ELDSNEYTIS- OLÍUSÍUR I trilluna Mjög hentugur I trilli/ia. vatns- þéttur, 8 skalar niður á 360 m dýpi, botnlína, til að greina fisk frá botni, kasetta fyrir 6" þurr- pappír, sem má tvlnota. SIMRAD Bræðraborgarstíg 1. S. 14135 — 14340. Fyrir BOSCH kerfi i bifreiðum og bátum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.