Morgunblaðið - 15.03.1975, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.03.1975, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15, MARZ 1975 17 HÉR Á eftir mun ég gera stutt- lega grein fyrir mælingum og mati á vindhraða. Hér á landi eru um 15 veður- stöðvar, sem hafa vindhraða- mæla. Þar er vindhraði mældur í því sem næst 10 m hæð frá yfirborði, og í hæfilegri fjar- lægð frá mannvirkjum og öðrum hindrunum, sem haft gætu áhrif á vindinn. Ákveðin regla um mælihæð er nauðsyn- leg, þar eð vindhraði vex veru- lega með vaxandi fjarlægð frá yfirborði, og á það einkum við næst jörðu. Flestum er væntan- lega einnig ljós þörfin á að mæla á bersvæði, þar sem hvorki myndast óeðlilegt skjól af mannvirkjum, né heldur óeðlilegir vindstrengir. Vindurinn blæs aldrei með alveg jöfnum hraða, heldur flöktir hann kringum ákveðið meðalgildi. 1 flestum tilvikum skiptir meðalvindurinn einn máli, en ekki misvindið. 1 sam- ræmi við það er sá vindhraði, sem almennt er mældur ætíð meðalvindhraði i 10 mfnútur. Sumir síritandi vindmælar sýna slíkt 10 mínútna meðaltal Veður eftir MARKUS Á. EINARSSON beint, en aðrir sirita augna- bliksgildi vindsins og sýna því minnstu breytingar i vind- hraðanum. Koma þeir mælar sér vel á flugvöllum, þar sem máli skiptir að fylgjast með vindhviðum,-og einnig eru þeir nú notaðir i vaxandi mæli til sérstakra mælinga á misvindi og mestu vindhviðum. Algengustu mælieiningar fyrir vindhraða eru hnútar eða metrar/sekúndu, og gildir milli þeirra eftirfarandi samband: 1 hnútur = 0.515 m/sek. Á þeim veðurstöðvum, sem ekki hafa vindmæla er veður- hæð metin í vindstigum, en það er sá mælikvarði, sem m.a. er notaður í almennum veður- fregnum frá Veðurstofunni. Vindstigin eru oft kennd við enska aðmirálinn Beaufort, sem upphaflega kom þeim á, og miðaði einkum við áhrif vinds á segl skipa. Þau eru 12 að tölu, og fer það eftir þeim áhrifum, sem vindurinn hefur á landi eða á sjó, hvaða vindstig er valið hverju sinni. I töflu þeirri, sem fylgir greininni eru gefin upp islenzk heiti vindstig- anna, sá vindhraði, sem svarar til hvers vindstigs, svo og lýs- ingar á áhrifum vindsins á landi og sjó. Rétt er að geta þess, að lýsingarnar henta ekki í öllum atriðum vel við íslenzkar aðstæður. Jón heitinn Eyþórsson segir frá því í grein í tímaritinu VEÐRIÐ 1965, að upphaflega muni Jón Ólafsson ritstjóri hafa verið fenginn til að ákveða nöfn á vindstigin. Hafi þau síðan að mestu haldizt óbreytt. I „Reglum um veðurskeyti og veðurathuganir", sem Veður- stofan gaf út árið 1967, voru þó gerðar nokkrar breytingar á heitum vindstiga á bilinu 4—7. Nú heita vindstig stinningsgola eða blástur, en voru áður nefnd kaldi. Orðið kaldi er hins vegar nú notað um 5 vindstig, sem áður hétu stinningsgola. Þarna hefur nöfnum hreinlega verið vixlað. Heiti 6 vindstiga er óbreytt, þ.e. stinningskaldi, en tekið er upp að auki nafnið strekkingur. I stað heitisins snarpur vindur fyrir 7 vindstig er svo komið allhvass vindur eða allhvasst. Því miður er það svo, að eitt vindstiganna, stinningsgola (4 vindstig) er hálfgert olnboga- barn. Hefur nafnið því miður ekki fest rætur, þótt um al- genga veðurhæð sé að ræða, og er það t.d. aldrei notað í veður- spám Veðurstofunnar. 1 þeim er talað um golu og kalda, en ekkert þar á milli. Eitt atriði veldur stundum nokkrum ruglingi, en það er fjöldi vindstiganna. Lengi vel var vindkvarðinn framlengdur allt upp í 17 vindstig, þrátt fyrir þá staðreynd, að ekki er nokkur leið, án mælitækja, að greina, hvaða vindstig beri að velja, þegar á annað borð er komið fárviðri. Alþjóðaveður- fræðistofnunin tók það því til bragðs að hætta að nota fleíri vindstig en 12, og telst því allur vindur fárviðri eða 12 vindstig, sem nær 64 hnútum. Á þeim veðurstöðvum, sem hafa vind- mæla er þó eftir sem áður mæidur raunverulegur vind- hraði, og er hann þá auðvitað gefinn upp í vindhraðaein- ingum, en ekki vindstigum. Veður og vindhraði Veðurhæð Vindstig Heiti Hraði (hnútar) Áhrif á landi Áhrif á rúmsjó 0 Logn Minna en 1 Logn, reyk leggur beint upp. Spegilsléttur sjór. 1 Andvari 1—3 Vindstefnu má sjá á reyk, en flögg hreyfast ekki. Smágárur myndast, en hvítna hvergi. 2 Kul 4—6 Vindblær finnst á andliti. Skrjáfar í laufi. Lítil flögg bær- ast. Ávalar smábárur myndast. Glampar á þær, en ekki sjást merki þess, að þær brotni eða hvitni. 3 Gola 7—10 Lauf og smágreinar titra. Breiðir úr léttum flöggum. Bárur, sem sumar hverjar brotna og glitrar á. Á stöku stað hvítnar í báru (skýtur fugls- bringum). 4 Stinningsgola Blástur 11—16 Laust ryk og pappírssneplar taka að fjúka. Litlar trjágreinar bærast. Allvíða hvítnar í báru. 5 Kaldi 17—21 Lítil lauftré taka að sveigjast. Freiðandi bárur á stöðu- vötnum. Allstórar öldur myndast (hugsanlegt að sums staðar kembi úr öldu). 6 Stinnir.’gskaidi Strekkingur 22—27 Stórar greinar svigna. Hvín í símalínum. Erfitt er að nota regnhlífar. Stórar öldur taka að myndast, sennilega kembir nokkuð úr öldu. 7 Allhvass vindur (Allhvasst) 28—33 Stór tré sveigjast til. Þreytandi að ganga móti vindi. Hvit froða fer að rjúka í rákum undan vindi. 8 Hvassviðri 34—40 Trjágreinar brotna. Erfitt að ganga á móti vindinum. (Menn „baksa“ á móti vindi). Löðrið slitur sig úr ölduföldun- um og rýkur í greinilegum rákum undan vindi. Holskeflur taka að myndast. 9 Stormur 41—47 Lítilsháttar skemmdir á mann- virkjum (þakhellur fara að fjúka). Varla hægt að ráða sér á bersvæði. Þéttar löðurrákir í stefnu vindsins. Særokið getur dregið úr skyggninu. Stórar holskefl- ur. 10 Rok 48—55 Fremur sjaldgæft i innsveitum; tré rifna upp með rótum; tals- verðar skemmdir á mannvirkj- um. Mjög stórar holskeflur. Stórar löðurflygsur rjúka i þéttum, hvitum rákum eftir vindstefn- unni. Sjórinn er nær því hvítur yfir að líta. Dregur úr skyggni. 11 Ofsaveður 56—63 Sjaldgæft í innsveitum, miklar skemmdir á mannvirkjum. Geysistórar öldur, (bátar og miðlungs stór skip geta horfið í öldudölunum). Sjórinn alþak- inn löngum, hvitum iöður- rákum. Alls staðar rótast öldu- faldarnir upp í hvíta froðu. Dregur úr skyggni. 12 Fárviðri 64 og meira í Loftið er fyllt særoki og löðri. Sjórinn er alhvitur af rjúkandi löðri. Dregur stórlega úr skyggni. Blðm vlKunnar Venusvagn eða bláhjálmur (aconitum napellus) Venusvagn eða bláhjálm- ur (aconitum napellus) er meðal þeirra garðplantna sem ræktaðar hafa verið frá ómunatfð til skrauts, n.vtja og lækninga. Bæði nöfnin gefa til kynna gerð blóm- anna. Venusvagn er hávax- inn, getur orðið meira en metri á hæð. Hann er mjög vindþolinn og má þvf nota hann til skjóls fyrir lágvaxn- ari plöntur. Af venusvagni eru til mörg afbrigði mis- munandi að vaxtarlagi og blómlit, t.d. má nefna svo- kallaðan Austurlandahjálm, sem ber hvft og gulleit blóm og Ijóshjálm, sem ber hvft og blá blóm. Þá má geta um enn eitt afbrigði sem er heldur lágvaxnara og allt mun smágerðara en sá venusvagn sem algengastur er og blómstrar um það bil mánuði fyrr. Af þeirri teg- und eru visnir stönglar með fræhúsunum á, vel til þess fallnir að þurrka þá og nota til skrauts f vasa. Venus- vagninn er fljótur að breiða úr sér en ef hann þéttist um of fer að draga úr vexti hans og blómgun og þegar svo er komið er nauðsynlegt að skipta hnausunum: má gera það hvort heldur er að hausti eða um leið og hann fer að sýna grænan lit á vorin. Þess skal getið að venusvagn þolir mjög illa hverskonar hnjask og flutn- ing eftir að plantan hefur náð 20—25 cm hæð. Þegar hnausum er skipt þarf að greiða þá vandlega sundur, plöntu fyrir plöntu, gróður- setja sfðan aftur með 15 cm millibili og má þá ganga út frá að plöntunum er óhætt að standa óhreyfðar að minnsta kosti í 4—5 ár. Venusvagn þrífst svo að segja hvar sem er og þolir nokkurn skugga, en það segir sig sjálft að svo rtór- vaxin og þroskamikil planta er þakklát fyrir auka- skammt af áburði. Frá fornu fari hefur venusvagn verið talinn eitr- aður og þá hvað helzt rótin, sem fyrr á öldum var notuð til þess að eitra fyrir úlfa, enda kalla englendingar plöntuna „úlfabana" enn þann dag í dag. Ekki er til þess vitað að eitrun af venusvagni hafi komið að sök hér á landi þrátt fyrir það að börn allra tfma hafa verið mjög sólgin I „Sætm koppa“ blómsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.