Morgunblaðið - 15.03.1975, Síða 18

Morgunblaðið - 15.03.1975, Síða 18
 J ^'MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975 15.3.1975 Frlmerkl eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON Ný frímerki Sænska póststjórnin gefur út 25. þ.m. tvö frímerki í tilefni Alþjóðakvennaársins. Annað er að verðgildi 75 aurar og sýnir bygg- IRICÍ ingaverkfræSinga á vinnustaS. Er annar þeirra að sjálfsögðu kona. Á hinu merkinu, sem er 1 króna að verðgildi, er mynd af sænsku söngkonunni Jenny Lind eftir mál- verki. Af umsögnum frimerkjablaða að dæma hafa menn þar í landi ekki að öllu leyti verið ásáttir með myndaval þessara frímerkja. Jenny Lind var að vlsu mjög fræg söngkona á siðustu öld, en ekki kunn fyrir störf að kvennréttinda- málum. Þá þykir 75 aura merkið fremur líta út sem fréttamynd en það hafi nokkurt listrænt gildi. Annars geta menn virt þessi frí- merki fyrir sér af myndum þeim, sem fylgja þessum linum. Þennan sama dag gefur sænska póststjórnin út 2 króna sjálfsala- hefti, sem i eru 8 frímerki með fjórum myndum af minjum, sern fundizt hafa i gröfum kringum Vendel-kirkju á Upplandi. Þá kem- ur út eitt 25 aura frímerki, sem nefnist Gullkarlarnir frá Eketorp. Hér verður látið sitja við að segja frá þessum merkjum í stuttu máli, en ekki birtar myndir af þeim. Um önnur ný frimerki frá Norðurlöndum er ekkert að segja að þessu sinni, enda hefur áður verið greint frá væntanlegum merkjum. Stimplun íslenzkra frímerkja, sem ógild eru til burðargjalds Þeirri spurningu hefur verið beint til þáttarins, hvort frímerki. sem stimpluð eru eftir að þau eru fallin úr gildi. séu verðmæt. Þvi er fljótsvarað og ætti að vera öllum Ijóst, að slik eftirstimplun er með öllu óheimil og hún á þess vegna ekki að geta átt sér stað. Samt mun þetta hafa komið fyrir á undanförnum áratugum, en auð- vitað ættu þessi eftirstimpluðu fri- merki að vera verðlaus, ef dag- setning stimpilsins sést greinilega eða hann er af annarri gerð en notaður var á gildistima merkj- anna. Hinu er svo ekki fyrir að synja, að söfnunarhneigðin getur leitt menn svo langt, að þeir vilji gefa talsvert fyrir þessa hluti — þrátt fyrir allt. Þar verður eins og alltaf sérhver að vega og meta fyrir sig, en min skoðun er sú, að menn ættu ekki að láta gabba sig með þess konar tilbúnum hlutum, sem hafa ekkert póstgildi. Á nýliðnu þjóðhátiðarári kom það t.d. fyrir á sögufrægum stað — vafalitið af óvilja eða þekk- ingarteysi, að löngu uppseld fri- merki og úr gildi gengin höfðu verið limd á umslög og kort og siðan stimpluð þar á staðnum og seld i verzlun á sama hlaði. Ég var þar á ferð með erlendum mönn- um. sem höfðu keypt eitthvað af þessu, áður en ég gat varað þá við. Þessi sala mun fljótlega hafa verið stöðvuð. Að minum dómi er vanþekking póstmanna i þessum efnum óverj- andi, enda ætti póststjórnin að brýna mjög fyrir starfsmönnum sinum. hverjar reglur gilda í þess- um efnum, og þá um leið ekki siður gera þeim Ijóst, hvaða merki gilda til burðargjalds. Ég veit lika. að þetta er gert. en auðvitað verður hér að treysta á árvekni póstþjónanna sjálfra. Mér er t.d. alltaf minnisstætt atvik, sem gerð- ist 1953. Þá frímerkti ég bréf út á land með svonefndum Hjálparfrí- merkjum frá 1933. Þau voru þá sum hver a.m.k. uppseld á póst- húsum, en höfðu fullt gildi til burðargjalds. Engu að siður fór svo, að viðtakandi bréfsins var látinn leysa bréfið út sem van- borgað bréf, þar sem póstmenn á staðnum álitu þessi frimerki ógild. Vitaskuld sneri ég mér til réttra aðila og fékk leiðréttingu minna mála, um leið og póstmennirnir fengu sina lexiu. Þessi ofangreindu dæmi eru Ijóst vitni þess. hversu mikla aðgæzlu þarf að hafa um meðferð frimerkja, sem eru i innsta eðli sinu einungis greiðslukvittun fyrir þá þjónustu, sem póststjórnir láta almenningi i té. í framhaldi af þessum hugleið- ingum dettur mér i hug að benda lesendum þáttarins á, hver islenzk frimerki má enn nota á sendingar, þótt mörg þeirra séu löngu upp- seld á pósthúsum landsins, svo að þeir þurfi ekki að velkjast í vafa um það. Elztu frimerki, sem enn eru gild, eru svonefnd Líknarmerki frá 1949. Frá þeim tima eru langflest islenzk frimerki gjaldgeng á póst- sendingar, og þess vegna auðveld- ast að nefna hér þau merki. sem fallin eru úr gildi eftir þann tíma og má því ekki nota á sendingar. Þau eru þessi i réttri timaröð: Frímerki, gefin út á 75 ára af- mæli Alþjóðapóstsambandsins (U.P.U) 1949. — Frímerki um 400. ártið Jón biskups Arasonar ÍSLAND 25 M< og sona hans 1 950. — Frimerki, sem út komu á 175 ára afmæli póststofnunar á íslandi 1951. — Minningarfrimerki um Svein Björnsson forseta 1952. — Hol- landshjálp 1953. — Yfirprentað Heklufrimerki 1954. — Minn- ingarf rimerki um Hannes Haf- stein, fyrsta ráðherra fslands, 1954, — Frímerki um Landssíma islands 50 ára 1956. — Minn- ingarfrimerki á 150 ára afmæli Jónasar Hallgrimssonar 1957. — Minningarfrimerki, gefin út á 200. ártið Jóns Þorkelssonar Skálholts- rektors 5. mai 1959. — Öll frl- merki, sem út hafa komið eftir þennan tima eru í fullu gildi til burðargjalds. Af þessari upptalningu geta menn séð, að sá fjöldi íslenzkra frimerkja, sem nota má á póst- sendingar, er ekki svo litill. Segja má og, að sú ákvörðun póststjórna að láta frímerki gilda aðeins um skamman tima og ógilda önnur eftir ákveðið árabil sé næsta hæp- in og i raun og veru óviðfelldin. I sannleika þurfa póststjórnir ekki heldur að óttast það, að uppseld frimerki verði almennt notuð á póstsendingar, þar eð óstimpluð frímerki eru að jafnaði miklu verð- meiri en stimpluð. Af þvi leiðir, að safnarar eru ekki að rýra verð- gildi merkjanna með óþarfa- notkun. Hitt er svo engu að siður gaman fyrir þá að geta stöku sinnum glatt skiptavini sina og aðra með sjaldséðum frimerkjum á bréfum. Háskólaörkin 1961 I þætti minum 1. þ.m. ræddi ég nokkuð um Háskólablokkina frá 1961 og benti á, að nota mætti hana niðurklippta á bréf. Jafn- framt gat ég þess, að ég hefði ekki séð þessi ótökkuðu merki skrásett sérstaklega í verðskrám. Satt er það að visu, en hér varð mér samt á í messunni. Sannleikurinn er sá, að í íslenzka frimerkjaverðlist- anum, sem Kristinn Árdal hefur gefið út siðan 1968 i samvinnu við Frímerkjahúsið i Lækjargötu, hefur frá upphafi verið sérskrán- ing fyrir þessi frimerki ótökkuð. Bið ég hlutaðeigendur velvirð- ingar á þessari yfirsjón minni. Hér má svo benda á það, að 1968 var verðið samkv. listanum 2 kr. fyrir tvö lægri verðgildin og 12 kr. fyrir 10 króna merkið. Þá var verðið svipað fyrir tökkuð merki. í sama lista árið 1975 er verðið nær óbreytt á ótökkuðu merkjunum, en veruleg hækkun hefur átt sér stað á þeim tökkuðu. Heldur virðist sú verðlagning undarleg, þegar haft er i huga. að ótökkuð merki eru miklu sjaldgæfari á markaðinum en tökkuð merki. Ef þetta er rétt skráning, hlýtur skýr- ingin að vera sú. að eftirspurn safnara eftir ótökkuðum merkjum úr blokkinni er nær engin. Hið sama verður ekki sagt um þau á fyrstadagsumslagi. Árið 1968 var slikt umslag skráð á 100 krónur á listanum, en með blokkinni heilli á 40 krónur. Þá kostuðu tökkuðu merkin á umslagi 30 krónur. Á þessu ári er hlutfallið 5.000, 400 og 100 krónur. Hér ræður fram- boð og eftirspurn verðinu, enda voru þeir fáir 1961, sem hug- kvæmdist að klippa merkin úr blokkinni og líma þau stök á um- slög. Nú hefur eftirspurnin eftir þessum fyrstadagsumslögum ein- mitt aukizt svo, að verð þeirra er komið upp úr öllu valdi. Jón G. Sólnes um járnblendisamninginn: Ýniis samnings- atriði að- finnsluverð Jón G. Sólnes (S) sagöi i um- ræóu um frumvarp til laga um járnblendiverksmiöju i Hvalfirói, aó hann væri samþykkur þeirri stefnu, sem fælist í frumvarpinu, um erlenda fjárfestingu á íslandi, en gagnrýndi harðlega ýmis samningsatriói, er hann taldi Union Carbide um of í vil. Ræðumaður sagði eignaraðild íslendinga 55% hlutafjár, sem þýddi 13,2 milljónir dollara. Fjár- muni þessa myndi þurfa að taka alla að láni og að fjármagnskostn- aður vegna þeirrar lántöku yrði mikill. Hér væri um háar upphæð- ir að ræða á íslenzkan mæli- kvarða, tæpa tvo milljarða króna, auk kostnaðar við hafnargerð, vegarlagningu og ýmis þjónustu- fyrirtæki, sem kosta myndi is- lenzka ríkið alfmörg hundruð miiljóna króna. Eignarhluti Union Carbide væri 45% eða 10,8 milljónir dollara. Þar af væri framlögð tæknikunnátta U.C. metin á 3,2 milljónir dollara. Mat þetta hefði hækkaó um 90 þús. dollara frá því í samningsdrögum Magnúsar Kjartanssonar. Spurói Jón, hvort Union Carbide hefði metið það á svo háu verði að ná samningi við kommúniskan ráðherra um þetta fyrirtæki? Söluverðmæti fram- leiðslu fyrirtækisins væri metið á rúmlega 28 milljónir og 700 þús. dollarar fyrstu fjögur árin. Sam- kvæmt samningi, er fyrir lægi, fengi fyrirtækið 3% framleiðslu- andvirðis fyrir tækniþóknun sem áriega greiðslu. Þetta tryggði U.C. 11% þóknun af því fjármagni, sem þeir raunverulega legðu í fyrirtækið (7,6 millj. dollara), svo það væri nokkurn veginn á þurru með fjárframlag sitt. Af fyrstu 10 þús. tonnum seidrar framleiðslu fengi Union Carbide í sölulaun 3%, af næstu 10 þús. tonnum 3,5%, af þar næstu 10 þús. tonn- um 4% og af sölu yfir 30 þús. tonn 5%. Þetta væri há söluþóknun. Til viðmiðunar mætti nefna, að Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna fengi 2% söluandvirðis frystra sjávarafurða i söluþóknun. Hækk- andi söluþóknun með vaxandi sölumagni væri og andstætt þeim venjum í þessu efni, sem hann þekkti til. Því næst fjallaði Jón G. Sólnes um fyrirliggjandi reynslu af Kísíliðjunni, þar sem framleiðslu- fyrirtækið hefði jafnan verið rek- ið með halla, þó söluaðilinn hefói setið uppi með álitlegan arð. Æskilegra hefði verið að sölufyr- irtækið hefði verið sameign aðila með sama hætti og framleiðslu- fyrirtækið. Ræðumaður vék og nokkuð að tækniþóknun í samningnum. Benti hann á, að rétt væri að reikna meó, að eftir tiltölulega skamman tíma, „segjum 4—5—6 ár‘‘, þá yrói svo komið, að íslenzk- ir tæknímenn yrðu fyllilega færir um að sinna þessari þjónustu, amk. að mestu leyti. Opinn mögu- leiki þyrfti því að vera fyrir hendi til að minnka þessa þóknunar- greiðslu til hins samningsaóilans. Jón G. Sólnes taldi niðurstöðu samninga því, miðað við allar að- stæður, um of óhagstæða, með hliðsjón af tilkostnaði og arðsemi. Auk þess held ég, sagði ræðu- maður, „að samkvæmt bandarísk- um skattalögum sé erlend fjár- festing heimiluð sem skattafrá- dráttur, svoleiðis að þeir eru þarna þegar í byrjun og um leið Jón G. Sólnes, alþingismaður. og þessi starfsemi hefst, að þéna stórfé." Þá fór ræðumaður nokkrum orðum um raforkuverðið og taldi að þar hefði betur mátt halda á málum. „Mín skoðun er sú,“ sagði JGS „að þegar allar aðstæóur eru skoðaðar, þá geti hér verið um mikið áhættufyrirtæki að ræða,“ vegna hugsanlegra verð- og fjár- magnssveiflna.“ Athugunarefni væri, hvort slik verksmiðja sem þessi ætti ekki að öllu að vera eign hins erlenda aðila, en ís- lenzkir hagsmunir tryggðir með orkusölu og öðrum hætti. Einnig væri spurning, hvort íslenzk aðild að slíku fyrirtæki ætti ekki frekar að vera í höndum samtaka ein- staklinga en ríkisins, amk. að vissu marki. Slík samtök einstakl- inga hefðu tvimælalaust haft betri samningsaðstöðu en ríkið við slíkan viðsemjanda sem UC. Með því móti hefði verið unnt að minnka áhættu ríkisins, sem væri veruleg. Auk þess væri kominn timi til, að einstaklingar og fyrir- tæki þeirra fengju tækifæri til að beita sér að stórum verkefnum í þjóðfélaginu. „Mér er spurn“, sagði JGS „væri hægt að fá yfirlýsingu ábyrgra aðila, t.d. ráðherra úr báóum stjórnarflokkunum, þess efnis, að breytingar yrðu gerðar á ákvæðum gildandi laga um meðferð fjármagns að og frá landinu, að einstaklingar og fyrir- tæki, sem til þess hefðu aðstöðu, fengju sama rétt og ríkinu er gef- inn með því frumvarpi, sem hér liggur fyrir?“ Ræðumaður kvað meó frumvarpi þessu stefnt að nokkurs konar ríkiskapitalisma, á sama tíma og þrengt væri að öllu einkaframtaki í landinu. Lokaorð Jóns G. Sólness voru þessi: „„Ung var ég gefin Njáli,“ sagði mikil hetja, þegar hún fylgdi manni sínum í bálið. Ég hef frá unga aldri verið hrifinn af stefnu Sjálfstfl. og reynt að vinna flokknum allt það gagn, sem ég gef getað. En á þessu fyrsta þingi, sem ég sit sem kjörinn fulltrúi fyrir Sjálfstfl., er mér boðið upp á að styðja frv., sem stuðlar að meiri eflingu ríkisrekstrar í þjóð- félaginu en nokkru sinni hefur átt sér stað fyrr. Þetta finnst mér erfiður biti að kyngja. Og ég hef ekki hetjulund hinnar merku konu, Bergþóru. Ég held, að ég láti það ógert. Ég lýsi andstöðu minni við þetta frv., eins og það liggur hér fyrir, og mun greiða atkv. gegn því.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.