Morgunblaðið - 15.03.1975, Page 2

Morgunblaðið - 15.03.1975, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975 Halli og Laddi skemmta börnunum. Barnaskemmtun í Austurbæjarbíói BARNASKEMMTUN á vegum Félags einstæröa foreldra verður endurtekin i Austur- bæjarbíói i dag, laugardag, kl. 2 e.h. Er þar fjölbreytt skemmtiskrá og má nefna að Halli og Laddi skemmta, And- arungakórinn syngur, börn sýna föt frá verzlunum Elfi og Evu, fluttir verða leikþættir, nemendur í dansskóla Sig- valda sýna dans, Baldur Brjánsson sýnir töfrabrögð, vinaleg tröllabörn koma í heimsókn og tveir kátir trúðar kynna skemmtiatriði. Allur ágóði af skemmtuninni rennur í Styrktarsjóð Félags einstæðra foreldra. FEF hélt tvær barnakemmtanir á svip- uðum árstíma í fyrra og tókust þær mætavel. Miðasala hefst í Austurbæj- arbíói kl. 11 f.h. og taka má fram að hver miði gildir einnig sem happdrættismiði og eru leikföng, bækur o.fl. meðal vinninga. Þrjár sýn- ingar í dag ÞRJÁR sýningar verða opnað- ar í Reykjavík í dag. 1 Bogasal Þjóðminjasafnsins er sýning, sem haldin er í tiiefni af 100 ára ártfð Sigurðar Guðmunds- sonar málara á sfðasta ári, á Kjarvalsstöðum er yfirlitssýn- ing á verkum Guðmundar Ein- arssonar frá Miðdal og f Norr- æna húsinu heldur Eyborg Guðmundsdóttir listmálari sýningu á myndum sfnum. Nánar verður greint frá þess- um sýningum f blaðinu á morgun. Skrúfudagur Vélskólans í dag HINN árlegi skrúfudagur Vél- skólans verður haldinn f dag 15. marz. Dagskráin hefst með hátfðarfundi í hátíðarsal Sjó- mannaskólans kl. 14.00. Að loknum hátíðarfundi hefst svo kynning á starfsemi skólans og stendur kynningin til kl. 17.00. Kaffiveitingar verða á vegum Kvenfélagsins Keðjunnar í veitingasal Sjómannaskólans frá kl. 14.00. Forráðamenn Flugleiða um þotukaupin: „Hagkvæmast fyrir Flugleiðir ef kaupin fara fram núna” FORRAÐAMENN flugleiða hf. boðuðu f gær til blaðamannafund- ar, þar sem rætt var um fyrirhug- uð flugvélakaup félagsins, ríkis- ábyrgðina og fleiri máf. Fyrir svörum voru Örn O. Johnson, Al- freð Elíasson og Sigurður Helga- son úr stjórnarnefnd fyrirtækis- ins, Kristján Guðlaugsson, stjórn- arformaður og Sveinn Sæmunds- son blaðafulltrúi. Á öðrum stað í blaðinu er skýrt frá ýmsu sem fram kom á fundinum, en hér verður aðallega rætt um flugvéla- kaupin og ríkisábyrgðina. í upphafi fundarins var lögð fram eftirfarandi fréttatilkynn- ing: Flugleiðir h.f. hafa sótt um rík- isábyrgð á láni að upphæð kr. 13.5 milljónir dollara, sem félagið hyggst taka til kaupa á tveim þot- um af gerðinni DC-8-63. Þessi kaup eru undirbúin samkvæmt leigu/kaupsamningi, sem Loft- leiðir gerðu við eigenda flugvél- anna, Seaboard World Airlines. Samningur um fyrri þotuna var undirritaður 1.7. 1971 og um þá síðari 1.5.1972. Umsamið verð fyrri þotunnar var $11.000.000 en þeirrar síðari $10.700.000. Upphaflegt verð á þotum af gerðinni DC-8-63 var um 12 millj. dollara. Vegna þess hve hag- kvæmar þessar þotur eru í rekstri og vinsælar jafnt meðal farþega sem flugfélaga, hafa þær ekki lækkað í verði og er það enn svip- að á frjálsum markaði. Samkvæmt samningi rennur ákveðinn hundraðshluti leigu þeirrar sem Loftleiðir/Flugleiðir greiddu fyrir afnot af þotunum upp í væntanleg kaup. Vegna þessa eiga nú Flugleiðir h.f. þess kost að kaupa báðar þessar þotur fyrir um 13.5 millj. dollara, þrátt fyrir að markaðsverð beggja er nú um 22. millj. dollara. Vegna þessara fyrirhuguðu kaupa hafa Flugleiðir h.f. leitað eftir láni, sem tekið yrði í Banda- ríkjunum, að upphæð 13.5 millj. dollara og ríkisábyrgð. íslensk stjórnvöld fjalla nú um málið. Að- ur hefur verið unnið að öflun gagna, gerðar framtíðarspár fyrir rekstur og fjárhag Flugleiða h.f. og málin könnuð frá ýmsum hlið- um. Þotur af gerðinni DC-8-63, sem Flugleiðir hyggjast nú kaupa, hafa verið í notkun hjá Loftleið- um síðan félagið hóf þotuflug hinn 14. maí 1970 Þessi þotuteg- und hefur reynst félaginu mjög vel og hentar einkar vel á flug- leiðum þess. Auk þess að flytja 249 farþega í ferð, bera þoturnar nokkrar lestir af vörum jafn- framt. Þær hafa mikið flugþok og geta auðveldlega flogið milli meg- inlanda, hindri veður lendingu á íslandi. DC-8 þotur eru framleiddar hjá McDonnell Douglas flugvélaverk- smiðjunum í Kaliforníu. Fyrsta þotan af þessari gerð flaug 30. mai 1958. Af DC-8 þotum eru til Ljósmynd Sv. Þorm. FLUGLEIÐIR — Frá blaðamannafundi Flugleiða hf. í gær. Lengst til vinstri er Kristján Guðlaugsson. Við borðsendann sitja Alfreð Elíasson, þá Örn O. Johnson, Sigurður Helgason og við hliðina á honum er Sveinn Sæmundsson. átta mismunandi gerðir með mis- jafnlega mikið burðarþol og flug- þol. Sú gerð sem hér um ræðir, DC-8-63, er sú stærsta og burðar- mesta í þessum fiokki. Þotur þær sem Flugleiðir hafa á leigu/kaup- samningi voru framleiddar árið 1968. DC-8-63 er fjögurra hreyfla þota. Hreyflar af gerðinni Pratt & Whittney JP3D-7. í flugtaki fram- leiðir hver hreyfill 19 þúsund punda kný. Flughraði er um 900 km á klst. Flugþol þotanna er rúmlega 8000 km. Eldsneytis- Friðrik við heimkomuna: TefB frekar á svæðamóti en einhveiju öðru móti Fer á sterkt mót á Kanaríeyjum í apríl FRIÐRIK Olafsson, stórmeist- ari, kom heim 1 gærkvöldi frá Rússlandi, en sem öllum er kunnugt þá náði hann einstak- lega góðum árangri á skákmót- inu f Tallin. í samtali við Morg- unblaðið við heimkomuna sagði Friðrik, að gott væri að vera kominn heim eftir þetta mót. Hann sagði að aðstaðan fyrir keppendur hefði getað verið skárri, helzt hefði næðið þurft að vera meira. Annars sagði hann að Eistlendingar væri mjög vinalegir og hefðu reynt að gera allt fyrir alla. Við spurðum hann að þvf hvort verðlaunin á mótinu hefðu verið há. Friðrik sagði að verðlaun á skákmótum f Rúss- landi væru aldrei mjög há, auk þess sem þau væru greidd f rúblum. Hann hefði ekki farið á þetta mót þeirra vegna heldur til að tefla á sterku móti. Það væri oft sagt, að erfitt væri að tefla við Rússa á heimaslóðum og þvf gæti hann að sjálfsögðu verið mjög ánægður með árang- urinn. Það hefðu einkum verið tvær skákir, sem hefðu valdið sér vonbrigðum, einkum sú síð- asta, sem reyndar var spurning um hvort honum tækist að ná f 1. sætið ásamt Keres. Þá sagði hann, að næsta skák- mót, sem hann tæki þátt f, yrði haldið á Kanarfeyjum og hæf- ist f byrjun apríl. Það mót verð- ur álfka að styrkleika og mótið í Tallin, og verða þar einir 10 stórmeistarar. Að lokum spurðum við Frið- rik hvort hann hefði áhuga á að taka þátt f svæðamóti hér á landi. Hann sagðist ekki vera sérstaklega áfjáður í það, en hann hefði samt lýst þvf yfir, að hann myndi frekar tefla á svæðamóti en einhverju öðru móti, og víst væri hægt að tefla á verri stöðum en tslandi, en hér væri álagið á vissan hátt meira. geymar rúma 92 þúsund lítra (74 tonn). Mesti þungi til flugtaks er 161 lest. DC-8-63 er 57,1 m á lengd, 45,2 m milli vængenda og hæðin er 12,9 m. Þotur þær sem Flugleiðir hyggst nú festa kaup á eru með stórum vörudyrum og útbúnaði til þess að breyta þeim í vöruflutn- ingaflugvélar að einhverju eða öllu leyti. Séu t.d. þrir vörupallar í framrými eru sæti fyrir 204 far- þega í farþegarými. Þoturnar tvær eru með öllum fullkomnustu siglingatækjum, sem nú eru í notkun, þ. á m. Inertia flugleiðsögutækjum. Þá eru báðar þoturnar með nýjum innréttingum. Forráðamennirnir sögðu, að vélarnar yrðu skrásettar hér á landi ef af kaupunum yrði. 1 leigukaupasamningunum sem gerðir voru á sínum tíma hafi Framhald á bls. 31 Flóamarkað- ur í dag KRISTILEG skólasamtök og Kristilegt stúdentafélag efna til kökubasars og flóamarkaðar í húsi KFUM við Holtaveg í dag kl. 15—17. Starfsemi þessara sam- taka hefur aukizt mjög á siðustu árum og verður ágóðanum varið til að standa straum af henni. Góður markaður fyrir grásleppuhrognin nú „MARKAÐUR fyrir grásleppu- hrogn er góður um þessar mund- ir, og ég sé ekki fram á annað en að við munum geta selt allt það magn sem framleitt verður hér á landi á vertíðinni," sagði Olafur Jónsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri sjávarafurðadeildar Sam- bandsins, þegar Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá honum um markaðshorfur varðandi grásleppuhrognin. Helztu markaðslöndin varðandi grásleppuhrognin eru eftir sem áður Danmörk, Þýzkaland og Frakkland en á vertíðinni í fyrra nam heildarútflutningurinn á hrognum um 10 þúsund tunnum og fengust fyrir hann um 154 milljónir króna að sögn Olafs. Nýlega hefur verið ákveðið lág- marksverð á grásleppuhrognum fyrir væntanlega hrognkelsaver- tíð og hækkar það um 50 dollara frá því í fyrra eða úr 175 dollur- um í 225 dollara. Þss ber þó að gæta, að dollarinn hefur á undan- förnum mánuðum heldur farið lækkandi gagnvart danskri krónu og þýzku marki. Hrognkelsaveiðin er enn ekki hafin, eftir því, sem Morgunblað- ið aflaði sér upplýsinga um í gær, en búizt er við því að veiðin hefj- ist hjá Norðlendingum nú upp úr miðjum þessum mánuði. Hér sunnanlands ætti hrognkelsaveið- in venju samkvæmt að hefjast síð- an um mánuði síðar eða seinni partinn í apríl eða byrjun maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.