Morgunblaðið - 15.03.1975, Side 7

Morgunblaðið - 15.03.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1975 7 Þróunaraðstoð til kúgara Julius Nyerere Hvað fór úrskeiðis í Tanzaníu? Þannig hljóðar fyrirsögn greinar í norska vikuritinu „Farmand" 25. jan. s.l. og stendur reyndar orðið „norsk" fyrir framan hana. Þegar Tryggve Bratteli. forsætisráðherra Noregs, kom hingað á fund Norðurlandaráðs, var hann nýbýinn að vera í opinberri heimsókn I Tanzanlu i sólskininu þar og er að þeirri væntanlegu för vikið í greininni. I sjónvarpsviðtali við Olof Palme hér á dögunum var hann spurður um aðstoð Svia við þróunarlönd- in, og hvert hún rynni helzt, og taldi hann þá fyrst upp Tanzaníu, hvort sem það var tilviljun eða ekki. Talsvert er rætt og ritað um það á Norðurlöndum og viðar, hvort aðstoð iðnaðarrikja við þróunarlöndin komi að tilætluðum notum og hvort nægílegt eftirlit sé haft með þvi, hvernig þvi fé er varið i hinum ýmsu löndum. Til fróðleiks um þær umræður er grein þessi birt hér, en hún er eftir fréttamann. sem sérstaklega hefur fylgzt með þessum málum á staðnum. Dar-es-Salaam íjanúar. Ég skammast min ekki fyrir að viðurkenna, að ég var einn af bjartsýnismönnunum, þegar Tanzania (sem þá hét Tanganyika) varð sjálfstæð 1961. Þar virtust deilur 'milli ættflokka ekki vera iskyggilega miklar, viljinn til þess að byrja uppbygginguna á réttum enda var greinilega fyrir hendi og um fram allt virtist Julius Nyerere vera íhugull og geðþekkur stjórn- málama ður. Nú eru senn liðin 14 ár siðan mér var bjartsýni efst i huga i Tanzaniu, og á þeim tima, sem siðan er liðinn hef ég heimsótt landið oftlega. Í hvert skipti hefur bjartsýnin dofnað nokkuð, og nú er sárt að þurfa að viðurkenna, að flestar vonirnar frá 1961 hafa brugðizt. Oftsinnis hefur verið bent á Tanzaniu sem dæmi um lýðræðis- legan sósialisma. og ef menn eru sannfærðir um það, að eins- flokks-rikið sé eina stjórnarkerfið, sem dugi riki, sem sé á þvi þróunarstigi sem Tanzania hefur verið á, þá hefur landið alls ekki verið svo slæmt dæmi. En eitthvað hefur farið úr- skeiðis. Tanzanía er nú á barmi efnahagslegs hruns. íbúarnir, sem voru fullir áhuga brautryðjandans og ættjarðarunnandans, eru nú óánægður fjöldi þrárra fótgöngu- liða. Spilling, mútuþægni og tóm- læti eru alvarlegur dragbítur i þjóðfélagskerfinu, og eins- flokks-rikið hefur þróazt i kerfi pólitisks eftirlits. sem metnaðar- gjarn flokkserindreki i tiunda hverju húsi um allt landið annast. Eftirlitið er svo nákvæmt, að útlendingur þarf aðeins að láta falla nokkur orð gagnrýni eða efa- semdar i garð Tanzaniu á bar i Dar-es-Salaam til að vera visað úr landi með 24 tima fyrirvara. Margir norskir sérfræðingar gætu einnig sagt frá njósnum, sima hlerunum og bréfaskoðunum, en skiljanlegur og nauðsynlegur sjálfsagi varnar þeim að tala hátt um slíka hluti. Tanzania hefur smám saman orðið mikilvægasti gagnaðili Noregs, hvað hina tvihliða þróunaraðstoð snertir, og þess vegna getum við ekki látið okkur á sama standa um þessa ógn- vekjandi þróun mála. Og jafnframt hlýtur það að vera litt öfundsvert vandamál fyrir hin norsku yfirvöld að glima við, hversu lengi eigi að loka augunum fyrir þessu, áður en neitt er reynt til þess að koma einhverri leiðréttingu á. Þróunaraðstoð okkar við Tanzaniu minnir um margt á snjó- bolta. Og nú á Bratteli, forsætis- ráðherra, að koma hingað i opin- bera heimsókn i febrúar, og við eigum að fá sendiráð i Dar- es-Salaam i fyrsta sinn. Það mun enn treysta sambandið milli landa okkar. og spurningin er sú, hvort norska stjórnin einblinir ekki um of á að aðstoðin skuli skilyrðislaus ef hún bara lætur snjóboltann velta áfram án þess að láta sig neinu verða stefnuna eða áfanga- stað. Það ætti að vekja menn til um- hugsunar, að jafn hlutlaus aðili og Alþjóðabankinn er meira að segja farinn að verða smeykur, þegar um er að ræða vissar veigamiklar hliðar á hinni efnahagslegu og þjóðfélagslegu stefnu Tanzaniu. Að visu samþykkti stjórn bankans i desember nýtt lán til Tanzaniu að upphæð 30 milljónir dollara. en rannsóknarnefnd. sem fyrirfram hafði kannað jarðveginn, var svo hvóss i gagnrýni sinni i nefndar- álitinu, að stjórnarsamþykktin gegnir allmikilli furðu. Hið eina sem getur skýrt samþykktina, er einmitt sama klipa og norsk yfir- völd eru i, það er að ákveða, hvenær eigi að segja: Hingað og ekki lengra! Athugasemdir nefndarinnar ná langt til að svara spurningunni um það, hvað hafi farið úrskeiðis i Tanzaniu. Það er framkvæmd hinnar frægu u j a m a a -stefnu í landbúnaðinum. Ujamaa er vitt og illskiljanlegt hugtak sem á að tákna sósíalisma i Tanzaniu, og i þessu sambandi táknar það stofn- un svokallaðra skipulagðra þorpa, þar sem ibúunum er smalað saman i stærri einingar, til að stunda landbúnað á samyrkju- grundvelli. Meiningin með þvi aðstuðla að hagræðingu í landbúnaði á þennan hátt. er út af fyrir sig alls ekki svo vitlaus, en framkvæmdin verður að byggjast á tveimur mjög veigamiklum forsendum. Í fyrsta lagi þeirri, að ibúarnir sjálfir vilji og hafi áhuga á slikri nýskipan, og í öðru lagi að þessi þorp séu nægi- lega vel skipulögð. Hvorug þessara forsendna er fyrir hendi í Tanzaníu i dag. Til örþrifaráða hef ur verið gripið til að reyna að auka afköst i landbúnaði, og hafa þau verið fólgin i þvi að hraða sem mest framkvæmd ujamaa-áætlunarinnar. Til þess hefur fólk verið flutt nauðungar- flutningi langar leiðir, en heimili þeirra i gömlu þorpunum verið rifin niður og brennd. Að sjálfsögðu er þetta ekki leiðin til að hvetja menn til að leggja sig alla fram fyrir þjóðar- heildina, og ekki bætir það úr skák, að mörg hinna skipulögðu þorpa hafa verið reist i slikri skyndingu. að það skortir enn jafn nauðsynlegar þjónustugreinar og vatnsveitu. skóla og heilsugæzlu. Fólk hefur verið flutt nauðugt, þeirra eigið heimili hefur verið lagt i rúst og kjör þess i hinum nýju þorpum eru mun lakari en þau voru áður. Það er þvi ekki að undra, þótt framleiðsla landbúnaðarvara hafi dregizt saman, svo að horfir til ófarnaðar. Yfirvöldin hafa reynt að kenna þurrkum um ástandið en maður þarf ekki að vera lengi i Dar-es-Salaam til að skilja hinar raunverulegu ástæður. Ég hef sjálfur heimsótt nokkur hinna mikilvægustu landbúnaðar- héraða i Tanzaniu undanfarið, og það er hryggileg sýn, sem þar blasir við augum. Ég get ekki annað en likt þorpunum þar við það, sem ég hef séð þar sem bardagar hafa geisað i Vietnam, — mannlaus hús með brunnin þök og göt á veggjum. Það er sannarlega hörmulegt að horfa á þessi dapurlegu minnismerki um pólitik. sem i upphafi lofaði svo góðu. Ég hef ennþá mikla samúð með Nyerere, forseta, jafnvel enn meiri en áður, af þvi að hann er á leiðinni að verða Don Quijote Afriku. Forseti verður að sjálf- sögðu að taka á sig ábyrgð á ollu þvi, sem á sér stað i hans pólitiska kerfi, en á hinn bóginn er það greinilegt, að svíkin byggjast ekki á Nyerere. Þau eiga sér stað úti um landið, þar sem ötulir flokksforingjar djöflast við að hrinda i fram- kvæmd óraunhæfri ujamaa- áætlun til að geta gefið skýrslur um byggingu sem allra flestra skipulagðra þorpa. Það er þessi áætlun, sem Noregur er að styðja, og ef það ólíklega myndi gerast, að Bratteli, forsætisráðherra, myndi gera sér rétta grein fyrir þvi, sem er að gerast, meðan á heimsókn hans stendur, öfunda ég hann ekki af þeim persónulegu og pólitísku þjáningum, sem hann hlyti að verða að þola. Ujamaa-áætlunin hefur reist múr á milli Nyerere, forseta og þjóðar hans. Það spáir ekki góðu fyrir Tanzaniu, og fyrir Nyerere er þetta persónulegur harmleikur. Hann á betra skilið. — svá — Pipulagnir Hitaveitutengingar. Viðgerðir og nýlagnir. Danfosskranar settir á ofna. Sími 82762 og 21743. Springdýnur Tökum að okkur að gera við springdýnur samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. Opið til 7 alla daga. KM springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði. Simi 53044. íbúð til leigu Til leigu frá 1. april n.k. 2ja herb. glæsileg ibúð á jarðhæð i nýrri blokk i Fossvogi. Útsýni. Tilb. sendist Mbl. merkt: „Fyrir- framgreiðsla 7152" Takið eftir Hjónamiðlun, svarað i sima 2- 66-28 milli kl. 1 —2 alla daga. Geymið auglýsinguna. Barnasokkabuxur nýkomnar. Litir: Rautt, hvítt, gult. Stærðir: 0, 2, 4. Verzl. Karfan, Hofsvallagötu 16. Til sölu Plymouth Satelliete station árg. '71. Ekinn 79 þús. km. 6 cyl. beinskiptur. Skipti á ódýrari bil koma til greina. Upplýsingar i sima 50508. Flygill Vandaður flygill August Roth til sölu. Upplýsingar í sima 83942. Til sölu Ódýr barna og ungiinga skrifborð- sett til sölu. Tilbúin undir bæs og málningu. Opip yfir helgina. Smíðastofan, Hringbraut 41, simi 16517. Hver er stúlkan sem um miðjan þennan mánuð átti fertugsafmæli (eða 24 eða 25 ára afmæli) og vill skrifast á við ógiftan, efnaðan menntamann með hjónaband fyrir augum. Svar (ásamt mynd sem verður endur- send) sendist Sunder-ThG Póst- hólf 1 1 59, Reykjavík. Húsgögn til sölu Borðstofuhúsgögn (Hepplewithe) úr pólereðu mahom. Samstæðan er borð með 8 stólum, skenkur og skápur. Tilboð óskast. Uppl. í s. 35131. Vil kaupa vel með farmn bil gegn 3ja ára skuldabréfi. Uppl. i sima 44608 eftir kl. 20.00. Skólahljómsveit Kópavogs. fónleikar Skólahljómsveit Kópavogs, eldri og yngri deild og Hornaflokkur Kópavogs, halda tónleika í Háskólabíói á laugardaginn kl. 3. Kynnir: Jón Múli Árnason. Stjórnandi: Björn Guðjónsson. Aðgöngumiðasala í Háskólabiói. Skólahljómsveit Kópavogs (----------------;—;-------\ Ferðaskrifstofan ÚTSÝN ÚTSÝNARKVÖLD „ÍTÖLSK HÁTÍÐ" í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 16. marz t-------------------------------------------------------N ýy Kl. 19.00 — Húsið opnað — Svaladrykkir og lystaukar. jt Kl. 1 9.30 — Hátiðin hefst: Lúffengir ítalzkir réttir. Verð aðeins kr. 895.-. Einn af beztu söngvurum landsins syngur vinsæl ítölsk lög, meðan á borð- haldi stendur. jr Kl. 20.30 Stutt kvikmynd tekin ,í Ítalíuferðum Útsýnar s.l. sumar. jf Fegurðarsamkeppni: Ungfrú ÚTSÝN 1975 — forkeppni. Ferðabingó: 3 Útsýnarferðir til sólarlanda. jf Dans — Hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar. V_________________________________________________________/ Missið ekki af þessari óvenjulegu, glæsilegu en ódýru skemmtun. Ath. að veizlan hefst stundvíslega og borðum verður ekki haldið eftir kl. 1 9.30. Tryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á föstudegi frá kl. 1 5.00 í síma 20221 . VERIÐ VELKOMIN — GÓÐA SKEMMTUN: Ferðaskrifstofan ÚTSÝN V_______________________________________________/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.